Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 40
Helgarblaö DV LAUGARDAGUR l. JÚNÍ 2002
Uppreisn
snillingsins
Guðmundur Pétursson er af mörgum talinn
einn af bestu qítarleikurum heims. Hann er
qoðsöqn ílifanda lífi oq hann talar i/ið DV
um undrabarnið sem vildi ekki vera undra-
barn, uppreisnina qeqn ímqnd qítarhetjunn-
ar, sanna túlkun oq eftirlíkinqar ítónlist,
qildi þjáninqarinnar fyrir túlkun ítónlist oq
sinn skammt af þjáninqum.
ÞAÐ ER SAGT AÐ GUÐMUNDUR Pétursson gítar-
leikari sé með fámálustu mönnum. Þaö er ekki sér-
lega gott veganesti í viðtal en við látum samt á það
reyna og hittum snillinginn snemma morguns á kaffi-
húsi.
Guðmundur var skilgreindur sem undrabarn þegar
hann kom fyrst fram á sjónarsviðið en hann sást í
kosningasjónvarpi í RÚV, þá aðeinsl4 ára gamall.
Hann tók gítarinn þannig til kostanna í umræddum
þætti að menn töluðu um að Jimi Hendrix hefði end-
urfæðst i Reykjavík.
Guðmundur ólst upp í Kleppsholtinu undir handar-
jaðri foreldra sem höfðu gaman af tónlist og hlustuðu
talsvert á alls konar tónlist. Hann segist hafa farið að
spila á gítar 11 ára gamall í bilskúrshljómsveit sem
átti eftir að föndra svolítið við blús og hét Bláa bíl-
skúrsbandið. Sveitin keppti í Músíktilraunum 1987 og
varð mönnum þá ljóst að Guðmundur hafði ýmsa
takta á valdi sínu sem almennt voru ekki á færi pilta
um fermingu. í kjölfarið var Guðmundur fenginn til
að troða upp í umræddu kosningasjónvarpi.
Undrabamið Guðmundur
„Þetta varð i rauninni dálítið afdrifarík útsending.
Ég held að Bubbi Morthens hafi bent Hemma Gunn á
að fá mig í þáttinn en Bubbi kom fram á lokakvöldi
Músíktilrauna þetta ár með sveit sinni, MX 21, og ég
var látinn spila nokkra takta með félögum í þeirri
sveit.
Hemmi vissi greinilega ekkert hvað hann var að
kynna og ég vissi ekkert til hvers var ætlast af mér.
En Hemmi álpaðist til þess aö nota orðið undrabarn
þegar hann kynnti mig og það loddi býsna lengi við,“
segir Guðmundur þegar hann rifjar þessa tíma upp.
Guðmundur viðurkennir að Hendrix-nafnbótin hafi
ekki verið svo fráleit á þessum tíma því hann hafði
fáum misserum áður kynnst tónlist Jimi Hendrix sem
þá var erfitt að nálgast á plötum.
„Ég heillaðist strax af þessu gamla, dularfulla,
kraftmikla og skítuga hljóði sem var í andstöðu við
þann hljóðheim sem mín kynslóð átti að venjast," seg-
ir Guðmundur en á þessum árum var vélrænt poppið
allsráðandi og á íslandi var að vaxa úr grasi kynslóð
sem hafði aldrei heyrt almennilega spilað á rafgítar.
„Ég var sjálfur upp úr 1982 að hlusta á Human
League og langaði mest af öllu til að eignast synthe-
sizer,“ viðurkennir Guðmundur og segist reyndar
upphaflega ætlað að verða málari þegar hann var
barnungur og hafði ekki enn ánetjast tónlistinni. En
hvað breytti þeim áformum hans?
„Þegar ég var að verða unglingur hafði pönkið rutt
sér til rúms á íslandi og ég sá kvikmyndir eins og
Rokk í Reykjavík, sem hafði gífurleg áhrif á mig, og
tónleikamynd með Bowie í Austurbæjarbíói."
Fannst ég gerður að sirkusapa
Eftir flugeldasýningu Guðmundar í sjónvarpinu
var hann almennt talinn undrabarn og snillingur en
hann segir að sér hafi alltaf verið það nokkur ráðgáta
hvers vegna hann fékk þá nafnbót.
„Ég var alls ekki undrabarn í hefðbundnum skiln-
ingi þess orðs þó að áreiðanlega sé það rétt að ég hafi
búið yfir hæfni sem var óvenjuleg miðað við tíðar-
andann. Um þetta leyti fór ég í viðtal í Helgarpóstin-
um og þar var orðið undrabarn notað í fyrirsögn og
það hnykkti enn frekar á þessu. Svo var fólk alltaf að
segja þetta við mig en ég skildi ekki almennilega
hvað það átti við. Ég gekk fyrst og fremst á sannfær-
ingu og innblæstri en fannst ég vera gerður að
sirkusapa."
Guðmundur segist hafa alist upp við prog- og fol-
krokkið, auk glamrokksins og Bowie. Á unglingsár-
unum bættust við blúsinn, soulið og framúrstefnu-
djassinn.
Þegar blústónlist naut skammvinnra vinsælda á ís-
landi í kringum 1990 stóð Guðmundur þar í framlín-
unni með sveitum eins og Vinum Dóra, Tregasveit-
Guðmundur og kona hans rækta Ahbyssiníuketti í tómstundum sínum. Guðmundur segir að kötturinn sé
áhugaverð skepna sem, eins og maðurinn, fari sínar eigin leiðir. DV-myndir: Hari
inni og Blúsmönnum Andreu. Þetta var timabil sem
varði frá 1989 fram til 1993 og hverfðist mikið í kring-
um tónlistarbar sem hét Púlsinn og var til húsa á
Vitastíg. Á þessum árum mátti ganga að því nánast
visu að þar á sviðinu stæðu ýmsir spámenn og blús-
arar eins og Guðmundur, Halldór Bragason, Andrea
Gylfadóttir, Pétur Tyrfingsson, Haraldur Þorsteins-
son og fleiri snrllingar.
Spilaði með goðsögnum
Um tíma hlustuðu allir á blústónlistina og Púlsinn
og Tveir vinir á Frakkastíg voru vinsælir staðir þar
sem fastagestir hlustuðu dáleiddir á tregatónlistina.
Þessi bylgja leiddi til þess að hingað til lands var boð-
ið frægum blústónlistarmönnum frá háborg blúsins,
Chicago. Þetta voru stórsnillingar eins og Jimmy
Dawkins, Pinetop Perkins og Billy Boy Arnold sem
allir voru nánast goðsagnir á sínu sviði þegar þeir
komu til íslands.
„Það gerðist margt á þessum árum og það var upp-
lifun fyrir 18 ára ungling spila með þessum mönnum.
Sennilega hafa þeir hrifist af því hvað við vorum
sjálfumglaðir og vorum ekkert að reyna að stæla
neinn heldur spiluðum bara eftir okkar sannfæringu
þótt við værum ekki svartir eða gamlir."
í gegnum þessi tengsl fóru Guðmundur og félagar
hans til Bandaríkjanna og víðar og léku með erlend-
um blúsurum á tónleikum og hátíðum og ferðuðust
með þeim. En tímarnir breytast hratt.
„Ég held að í síðasta skiptið sem ég lék á Púlsinum
hafi gestimir aðallega verið einhverjir vafasamir
kallar sem ég kannaðist ekki við. í hléinu kom fram
sænsk fatafella og það kom í ljós að hún hafði verið
auglýst en ekki hljómsveitin. Skömmu síðar var
staðnum breytt í nektarstað og gefið nafnið Bóhem en
Tveir vinir urðu síðar að Vegas. Þetta er reyndar
kómísk hliðstæða við tíma Charlie Parkers á 52
Street, en þar breyttist heilt hverfi djassklúbba í
nektarbúllur. í Reykjavik leiddi þessi þróun, ásamt
gríðarlegri fjölgun veitingastaða og vinsældum dans-
tónlistar og „rave“, til þess að lifandi tónlist varð ein-
hvern veginn út undan um skeið.“
Hermikrákur og áhugamenn
Ekki er að efa að á þessum tíma hefði Guðmundur
getað horfið úr landi og haslað sér völl í blúsheimin-
um en það gerði hann ekki.
„Blúsheimurinn kom mér fyrir sjónir sem hópur
fráfallandi goðsagnapersóna, smekklausra hermi-
kráka eða lélegra áhugamanna. Tónlistin var oftast
útvötnuð uppriijun á gullaldarskeiðinu. Ég hafði víð-
tækari áhugamál og hugur minn leitaði ekki á þessar
fjalir."
Guðmundur hefur leikið inn á ótölulegan fjölda
hljómplatna með ýmsum listamönnum og tekið þátt i
leikhús- og kvikmyndatónlist, bæði sem flytjandi og
tónskáld. Hann hefur leikið verk á klassískan gítar
með Kammersveit Reykjavikur og komið fram með
Sinfóníuhljómsveit íslands með rafgítarinn á öxlinni.
„Ég lærði á klassískan gítar um árabil en hafði það
aldrei að markmiði að verða klassískur flytjandi. Ég
hef verið heppinn og fengið tækifæri til að fást við ís-
lensk samtímaverk."
Síðustu tíu ár hefur einhvern veginn komist það
skipulag á að ákveðnir listamenn láta sér ekki til
hugar koma að gera plötu án þess að njóta fulltingis
og fingralipurðar Guðmundar. Hann er oftast nálæg-
ur þegar Bubbi Morthens vOl gefa út. Hann sat bak
við Bubba með kassagítar á frægum Bellman-konsert
sem var gefinn út á diski og þegar Bubbi rokkar þá
stendur Guðmundur þar með rafgítarinn. Blúsmenn
Andreu eru ein fárra hljómsveita á íslandi sem fást
við að spila blús og þar er Guðmundur einn burða-
rásanna ásamt drottningunni. Hann hefur ferðast
með KK um landið og spilað fyrir fólkið i hans anda.
Stílltari en áður
Guðmundur er nú stilltari listamaður en i árdaga.
Hann hoppar ekki eða stekkur og engist á sviðinu
þótt hann sé að leika tjáningarrika tónlist. Hann
stendur með sinn axlasíða, úfna hármakka grafkyrr
og hinn eini sanni rokkgitar, Fender Stratocaster,