Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 55
h LAUGARDAGUR i. JÚNf 2002 Helgarblctcf DV 55 Ferrarí til sölu, kostar stóra tölu f yfir en samt ekki þannig að hann þurfi að teygja nið- ur tæmar til að ná niður á ljósum. Hjólið hefur ann- an kost, sem kemur sér vel í akstri á möl og grófari malarvegum, en það er mjög þægilegt að standa það, þar sem stýrið er nægilega breitt og hátt. Gott á mölinni Eins og áður sagði er hjólið e.k. kokkteill og ætti því að vera kjörið fyrir hvaða aðstæður sem er. Svar- ið er bæði já og nei. Hjólið virkar nokkuð öflugt og léttkeyrandi alveg þangað til að það er keyrt í hópi af sporthjólum. Auðvelt er að sveifla hjólinu til í beygj- umar en stærðin gerir það samt örlítið klunnalegra en þau hjól sem sérhönnuð em fyrir malbiksakstur. Á mölinni ræður það vel við holur og kókópuffs og er algjör draumur í dollu þegar búið er að mýkja aftur- fjöðrunina, sem er stillanleg eins og framfjöðrunin. Þessi möguleiki á ýmiss konar stillingum er mikill kostur í sjálfu sér þegar kemur að þvi að keyra við mismunandi aðstæður og með mismikla hleðslu. Vél- in er stærri en áður, en hún var 850 rúmsentímetrar, og gefur gott viðbragð frá lágum snúningi. 1 brekkum finnst togið vel og það gerir hjólið mjög skemmtilegt í akstri. Bensíngjöfm er frekar næm, sem hentar tveggja strokka mótor ekki vel, og mætti hún gjam- an vera aðeins stífari. Þetta er reyndar mjög algengt með hjól sem em með beinar innspýtingar. Yamaha TDM 900 er boðið á alveg þokkalegu verði, 1.216.000 kr., og hægt er að kaupa við það fjölda aukahluta. -NG DV-myndir Hari o Bremsur eru alvörudiskabremsur og stööva hjóliö mjög vel. © Vindkúpan setur sterkan og ákveöinn svip á hjól- iö en ökumaöur fær þó á sig nokkurn vind. @ Tveggja strokka vélin er vatnskæld og þýðgeng og hefur gott tog. Áhangendur Ferrari geta brátt keypt hlut í Ferrari-bílaframleið- andanum en móðurfýrirtæki þess, Fiat, hefur neyðst til að setja Ferrari á hlutabréfamarkað í fyrsta skipti til að slá á meira en 500 milljarða króna skuldir sínar. Hlutir í Ferrari fara á markað seint á þessu ári en margir segja að með þessu sé Fiat að selja óskabarn sitt sem bendi til þess að fyrirtækið sé í miklum vanda. Fiat hefur tilkynnt um tap upp á 25 milljarða króna á fýrsta ársfjórðungi 2002 en sala á nýjum bilum hefur minnkað um hvorki meira né minna en 15%. Jafnvel góð staða Fiat á heimamarkaði hefur versnað og er slæmri sölu Fiat Stiio kennt þar um sem þykir of evrópskur fýrir ítalina. Uppi eru getgátur um að GM muni auka við 20% hlut sinn í Fiat en þeir hafa rétt á hinum 80% árið 2004 og gætu séð sér hag í að kaupa upp fýrirtækið meðan það er i lægð á lágu veröi. Þetta er í fýrsta skipti sem almenningi býðst aö kaupa hlut í Ferrari en talsmenn Fiat segja að þeir muni áfram eiga ráðandi hlut í þessum þekkta fram- leiðanda. -NG DV-mynd E.ÓI. Sigurjón tekur hér viö viöurkenningu úr höndum Hinriks Morthens, umboös- manns AutoGlym á íslandi, sem gaf veglegan bónpakka í verölaun. i _ Land Rover langflottastur Á nýafstaðinni afmælissýningu Fombílaklúbbs íslands var margt faílegra og eftirtektarverðra bíla en einna mesta athygli vakti þó einn bíll, Land Rover af árgerð 1964. Greinilega mátti sjá, jafnvel fyrir óþjálfað auga, að hér var bíll sem búið var að verja miklum tíma í og vinnu og allt gert af stökustu vand- virkni. Eigandi búsins heitir Sigurjón Karlsson og er búinn að hafa þennan bíl í höndunum frá 1990, þegar hann fékk bílinn til uppgerðar frá fyrsta eig- anda hans, Hallgrími Thorlacius frá Öxnafelli í Eyjafjarðarsveit. Það er dálit- ið skemmtilegt frá því að segja að Sigurjón var einmitt í sveit þar þegar bíll- inn kom nýr, en þá var Hallgrimur að fá hann sem sinn fyrsta bíl og taka bíl- prófið, kominn vel á sextugsaldur. Sigurjón hefur eytt mikilli vinnu í bílinn, að eigin sögn um einu mannári, en hann hefur ekki þurft að kaupa mikið í gripinn. Að vísu þurfti hann að kaupa í hann nýjar hurðir en annað gerði hann upp sjálfur frá grunni. Fyrir alla fyrirhöfnina uppskar hann líka ávöxt erfiðis síns því bíllinn var valinn fallegasti bíllinn á sýningu FombUaklúbbs- ins og fékk Sigurjón afhent vel útUátið bónsett frá AutoGlym af því tUefni. Sig- urjón ætlar að nota bUinn og bæta aðeins við hann og er um þessar mundir að leita sér að toppgrind á gripinn sem borið getur varahjólið. -NG LAND ROVER 88 Árqerð: 1964 Hestöfl: 77 Fjöðrun framan: Heill öxull á blaðfjöðrum Fjöðrun aftan: Heill öxull á blaðfiöðrum Bremsur: Skálar Gírkassi: 4ra qíra beinskiptur Þynqd: 1339 kq Eiqandi: Sigurjón Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.