Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 JOV Fréttir Sinfónían: Nýr aöal- stjórnandi Enski hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba hefur verið ráðinn aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. Hann mun taka við stöðunni í sept- ember og er ráð- inn til þriggja ára. Gamba mun stjóma hljóm- sveitinni í það minnsta átta vik- ur á hverju starfsári (nema því fyrsta) auk tónleikaferðalaga og hljóðritana. Gamba, sem er 29 ára, hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands á þrennum tónleikum á nýliðnum misserum og hafa áhorfendur og gagnrýnendur verið sammála um að hér er mjög hæfileikaríkur og gefandi stjórnandi á ferðinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gamba öðl- ast mikla reynslu, einkum í starfi sínu með hljómsveitum breska rík- isútvarpsins. -HK Rumon Gamba. Halló lýkur fjármögnun Símafyrirtækið Halló og íslands- banki hafa undirritað samning um fjármögnun við uppsetningu sím- stöðva Halló á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur Halló fært banka- viðskipti sín yfir til íslandsbanka. Halló vinnur að uppsetningu 19 sím- stöðva á höfuðborgarsvæðinu og býður viðskiptavinum ódýrari sím- töl í nýrri þjónustu, Halló Jörð. í byrjun júní voru þrjár símstöðvar teknar í notkun, í Hafnarflrði, Kópavogi og Garðabæ. Áður hafði Múlastöð í Reykjavík verið tekin í notkun. Stefnt er að því að ljúka uppsetningu símstöðva Halló fyrir miðjan ágúst. Þegar Halló-símvæð- ing höfuðborgarsvæðisins lýkur hefst uppbygging á landsbyggðinni. Viðskiptavinir Halló eru nú um 16.000, tæplega 14 þúsund í síma- þjónustu og liðlega tvö þúsund í intemetþjónustu. Halló býður alla almenna símaþjónustu; símtöl inn- anlands og utan og hágæða Intemet- þjónustu. -hlh Ný mat- vörubúö viö Mývatn Ný STRAX matvöruverslun var opnuð í gær í Mývatnssveit sam- hliða nýrrri ESSO-afgreiðslustöð. Mjög var vandað til umhverfis- og öryggiskrafna og fer þannig yfir- borðsvatn af afgreiðslusvæði ut- andyra og frárennsli bila- þvottaplans í gegnum hreinsunar- ferli sem á sér enga hliðstæðu á bensínstöö hérlendis. Þá era elds- neytisgeymar nýju stöðvarinnar með fullkomnasta öryggisbúnaði. Olíufélagið, Skútustaðahreppur og fjárfestingarfélagið Kaldbakur stofnuðu hlutafélag um byggingu húss fyrir nýju matvöruverslunina, Strax. Hlutafélagið lét byggja og innrétta 250 fermetra stálgrindar- hús og leigir það síðan Samkaupum fyrir Strax-verslunina. Samkaup eru jafnframt með umboð fyrir Olíu- félagið og í nýju versluninni er því unnt að fá á einum stað matvörur og rekstrarvörur til heimilisins, ferðamannavaming af ýmsu tagi og þjónustu sem tilheyrir bílnum. -BÞ DV-MYND E.ÓL. Fjölskylda í slökun Hér slappar hundafjölskyldan af úti í guös grænni náttúrunni. Hundarnir bera ekki nöfn af verri endanum. Foretdrarnir heita Oliver og Nikita og hvolparnir Oliver litli, Appollo, Tópas, Vasili, Bismark. Óvenjuleg stórfjölskylda á Suðurnesjum: Hvolparnir komu undir í aftursætinu - á litlum Pólóbíl þegar mamman var sótt úr einangrun voru skötuhjúin skilin eftir augna- blik ein í aftursætinu. Það skipti engum togum, þegar eigandinn kom í bilinn aftur var ástarlíflð komið í blóma og ekki varð aftur snúið. Hvolpamir urðu átta. Nú eru þrir þeirar farnir og tveir til viðbótar á leið til nýrra eigenda. Þessir hundar eru engin smásmíði. Oliver er 77 kíló og hvolpamir flmm nálgast óðum þá þyngd. Hundafjölskyldan hesthús- ar 12 flmmtán kílóa poka af þurr- fóðri á mánuði. „Þetta eru yndislegir hundar, annars væri ég ekki að hafa fyrir þessu,“ segir eigandinn. „Þeir era rólegir, tryggir, afar gáfaðir og óskaplega góðir vinir.“ -JSS Átta hvolpar af stórhundakyn- inu Stóri-Dan komu undir í aftur- sætinu á Pólóbil. Þetta er ekki gamalt aprílgabb heldur hreinasatt og nú býr hundaijölskyldan suður með sjó, ásamt eiganda sínum, í góðu yfirlæti. Sannkölluð stórfjöl- skylda. Ævintýrið má rekja til þess að eigandinn hefur alltaf haft dálæti á hundategundinni Stóra-Dan. Fyrir allnokkru ákvað hann að kaupa par. Hann keypti fyrst hundinn Oliver frá Englandi og síðan tíkina Nikitu frá Hollandi. Þegar tíkin kom úr sóttkví í Hrísey var hún á lóðaríi. Eigandinn fékk lánaðan lít- inn Pólóbíl til að sækja hana og Oliver fékk að sjálfsögðu að fljóta með. Þegar komið var í bæinn Reykjanesbraut við Mjódd Á myndinni sést hvernig gatnamótin koma til meö aö líta út. Til vinstri sjást misiægu gatnamótin viö Breiddina. Ný mislæg gatnamót við Mjódd: Fimm bjóða í gerð gatnamóta Þann 10. júní síðastliðinn voru opnuð tilboð í hönnun á mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut hjá Stekkjabakka og breikkun Reykja- nesbrautar á þessu svæði. Verkefiiið, sem var boðið út á vegum Vegagerð- arinnar og borgarverkfræðingsins í Reykjavík í sameiningu, er hluti af því stóra verkefni að gera Reykjanes- brautina að stofnbraut með planfrí- um gatnamótum. Útboðið byggðist á svokölluðu tveggja umslaga kerfi þar sem fyrst er lagt mat á ýmis taknileg atriði hjá tilboðsgjöfum, svo sem verkefnis- stjómun, gæðakerfi og mannskap, og siðan era opnuð verðtilboð. Fimm fyrirtæki skiluðu inn tilboð- um og hlutu þrjú þeirra sömu tækni- legu einkunn eða 64 stig af 70 mögu- legum. Þessi fyrirtæki voru Hnit og Almenna verkfræðistofan saman, Línuhönnun og síðan VSÓ. Hönnun hlaut 63 stig í tæknilegu mati og Fjöl- hönnun 60 stig. 1 verðtilboði bauð Línuhönnun lægst, eða 31.205.000 kr., Fjölhönnun bauð 33.720.000 kr.og Hönnun 34.889.000, kr. en aðrir hærra. Kostn- aðaráætlun verkkaupa var 48 millj- ónir. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni liggur ekki alveg ljóst fyrir hvenær verklok verða nákvæmlega en stefnt er að því að öllum fram- kvæmdum verði lokið vorið 2004. Haraldur Sigþórsson, sviðsstjóri umferðarsviðs Línuhönnunar hf., segir að þeir séu þegar bytjaðir að kanna aðstæður á svæðinu. „Við eig- um að skila af okkur svokallaðri for- hönnun um miðjan september og sið- an skilum viö verkhönnun um miðj- an desember. Það er Ijóst að engar framkvæmdir hefjast fyrr en á næsta ári“, segir Haraldur. Hafliði R. Jónsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, tók undir þessi orð. „Við munum bjóða verkefnið út til verktaka strax eftir áramót og munum heíja framkvæmdir í beinu framhaldi af því. Við vonumst til að geta hafið framkvæmdir sem allra fyrst á næsta ári,“ segir Hafliði. -vig REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 24.01 24.46 Sólarupprás á morgun 03.01 01.42 Síödegisflóö 21.03 13.15 Árdegisflóó á morgun 09.24 01.36 Veðrið í kvöld Hlýjast fyrir austan Hæg suðlæg átt vestan til en annars hæg vestlæg átt. Skýjað með köflum austanlands en annars skýjað að mestu og þokusúld við ströndina. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast suðaustan- og austanlands. Hægviðri Hæg suðlæg átt vestan til en annars breytileg átt. Skýjað austanlands, en annars dálítil þokusúld. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast suðaustan- og austanlands. Þriöjudagur Sunnudagur O Híti 10“ til 22° iil it Mánudagur Hiti 10° til 16° Httl 10° tii 16° Vindun Vindur: Vindur: 10-15 n,/s 5-9 m/s * «- Suöaustan Hæg austlæg Hæg austlæg 10-15 m/s átt, bjart meö átt, bjart meö suðvestanlands, köflum og en köflum og þurrt, en annars austan strekk- en austan hægarí. HW 10 ingur og súld við strekkingur viö tll 22 stig, suöur- og SA- S-ogSA- hlýjast Inn til ströndina. Hitl ströndina. Hiti landsins. 10 til 16 stig. 10 til 16 stig. hlýjast hlýjast norðvestan til. norövestan til. Logn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldi m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI hálfskýjaö 13 BERGSSTAÐIR skýjaö 12 BOLUNGARVÍK sl^jaö 10 EGILSSTAÐIR skýjaö 14 KIRKJUBÆJARKL skýjaö 13 KEFLAVÍK rigning 10 RAUFARHÖFN alskýjað 9 REYKJAVÍK súld 10 STÓRHÖFDI alskýjaö 9 BERGEN skýjaö 13 HELSINKI skýjað 13 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 13 ÓSLÓ skúr 10 STOKKHÓLMUR 12 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 11 ALGARVE heiöskírt 19 AMSTERDAM skúr 13 BARCELONA mistur 22 BERLÍN léttskýjað 13 CHICAGO hálfskýjaö 19 DUBUN skýjað 8 HALIFAX þoka 13 FRANKFURT léttskýjað 13 HAMBORG skýjaö 12 JAN MAYEN skýjað 3 LONDON léttskýjaö 11 LÚXEMBORG léttskýjaö 10 MALLORCA þokumóöa 23 MONTREAL léttskýjað 20 NARSSARSSUAQ þoka 4 NEW YORK alskýjaö 22 ORLANDO hálfskýjaö 24 PARÍS heiöskírt 23 VÍN rigning 18 WASHINGTON skýjaö 22 WINNIPEG heiöskírt 22 H3ZBDEDSÐE&B09 u i i ÍTAWriij fcliú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.