Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 16
16 17 Kjailari Kjallari FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 DV Skoðun Kynóður gíraffi drepur túrista ESB-aðild gegn fullveldi og lýðrœði sagður hafa gert sér það til afþrey- ingar á fylliríi að slá tvo menn kalda, enda er hann ekki kallaður „Garð- sláttuvélin" fyrir ekki neitt. Þannig var að kokkurinn, sem eldaði ofan I danska knattspymulandsliðið á HM, vildi kveðja mötunauta sina eftir skemmtilega samveru og hóaði hópn- um saman í gleðskap á Café Ketsup (sic!) í Pílustræti þar sem hann stendur fyrir eldamennskunni. Nema hvað, eitthvað hefur meltingin verið í ólagi hjá Töfting og fyrr en nokkum mann varði var hann rok- inn burt úr gleðskapnum og hof- meistarinn og aðstoðarkokkurinn höfðu verið skallaðir i gólfið og lágu eftir í roti en oft hefur verið sagt um Töfting: Margur er knár þótt hann sé smár. Við yfirheyrslur hjá lögregl- unni lýsti Töfting yfir sakieysi sínu. Fyrir mína parta finnst mér yfir- leitt mun skemmtilegra að lesa blöð- in um gúrkutimann heldur en þegar sumarfríum lýkur og fólkið sem ræð- ur veröldinni kemur aftur til starfa. Það er yfirleitt ólíkt meira krassandi að lesa skáldlegar fabúlur um kynóða gíraffa, ellegar fréttir um pústra og kjaftshögg sem gætu verið upp úr íslendingasögunum heldur en að pæla í gegnum viðtöl eða fréttir af ráðamönnum heimsins (og jafnvel þessa litla lands) sem eru svo slóttug- ir að þeir segja aldrei berum oröum hvað þeir meina, því að það er eins og ef þeir viti sjálfir hugsanir sínar þyki þeim þær svo blöskranlegar að þeir reyni eftir mætti að dulbúa þær, helst svo mjög að enginn skilji hvað þeir eru að fara. Má ég þá biðja um einn og einn kynóðan gíraffa til til- breytingar eða handóðan fótbolta- mann. Meðan ráðamenn eru í fríi er gúrkutíð hjá þeim blaöamönnum sem hafa þá atvinnu að fylgja stór- menninu eftir með blýant og blað, hljóðnema og myndavélar og þá er tækifæri fyrir þá að slá undir nára á skáldafáknum og láta gamminn geysa út um allar gnmdir og beina athyglinni frá þeim fámenna hópi sem býr til fréttimar að þeim fjöl- menna hópi sem verður að þola þær og afleiðingar þeirra. Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður „Nú er erfitt að segja til um það hvort íslandi væri betur borgið innan ESB eða utan. Hvort EES-samn- ingurinn dugi betur en að- ild eða hvort leita beri nýrra leiða. Þetta getum við ekki vitað fyrr en aðild- arsamningur liggurfyrir. Eina vitlega leiðin er að skilgreina samningsmark- miðin, gera okkur grein fyrir kostum oggöllum og láta reyna á aðildarum- sókn ífyllingu tímans.“ og fólkið, sem átti allt sitt undir fisk- vinnslunni, stóð eftir með svuntumar á meðan sægreifamir seldu kvótann í burtu. Evrópukynningin Evrópumálin verða rasdd og kynnt af kappi í Evópukynningu Samfylkingar- innar á næstu mánuöum. Fundir verða haldnir um allt land þar sem hugsanleg samningsmarkmið, kostir og gallar að- ildar og hvaðeina sem viðkemur tengsl- um íslands við Evrópu, verður rætt. Evrópuferli flokksins lýkur í haust á því aö Qokksmenn greiöa atkvæði um það hvort Samfyikingin setji aðildar- umsókn á stefnuskrá sína. Þannig tryggjum við að flokksmenn fái aö ráða í kjölfar ítarlegrar umræðu. Fómum ekki þessu mikilvæga máli á bálkesti fordómanna. Ræðum það af viti og tök- um skynsamlega afstööu út fiá þeirri umræðu að lokum. Þegar maður les svona fyi irsögn í blaöi veit maöur að svonefnd gúrkutíð er gengin í garö en gúrkutíð er eins og kunnugt er sá tími þegar fátt fréttnæmt gerist og markaösprísar á agúrkum - eins og þær eru nú spennandi jurt - verða að stórum fyrirsögn um í fjölmiðlum. „Það er yfirleitt ólikt meira krassandi að lesa skáldleg- ar fabúlur um kynóða gíraffa, ellegar fréttir um pústra og kjaftshögg sem gætu verið upp úr íslendingasögun- um heldur en að pœla í gegnum viðtöl eða fréttir af ráðamönnum heimsins (og jafnvel þessa litla lands) sem eru svo slóttugir að þeir segja aldrei berum orðum hvað þeir meina ..." En á Ekstrablaðinu í kóngsins Kaupinhafn eru blaðamenn sem vita vel að þótt eflaust séu vítamín í hin- um daufgerðu agúrkum þá duga þær skammt til að selja dagblöð og setja fréttahallærið ekki fyrir sig og neita að grúfa sig yfir agúrkuprísana fyrr en í fulla hnefana. Ef eitt dagblað á að seljast þokkalega þarf það að birta fréttir af stórviðburðum og skandöl- um - og allrabestar eru fréttir um kynlífi eða ofbeldi - og helst hvoru- tveggja í senn. Kyn- og morðóður giraffi í Keníu kom því eins og himnasending inn á ritstjórnina og var þegar í stað leidd- ur til öndvegis en agúrkumar fengu að bíða síns vitjunartíma enn um hríð. Morðinginn stal engu „Sexgal giraf dræber turist“, skrifa þeir á Ekstrablaðinu og skýra frá því með beinskeyttum, hlutlæg- um og ábyrgum hætti að amerískur ferðamaður hafi um helgina fundist látinn í Keníu og lögreglan gnmi kynóðan gíraffa um ódæðisverkiö. I fréttinni stendur: „Lögregluyfir- völd í Keníu hafa grunsemdir um að afbrýðisamur karlkyns gíraffi hafi staðið á bak við hrottalegt morð á bandarískum ferðamanni núna um helgina í námunda við óðalsklúbb- inn Aberdare, 165 kílómetra norðan við höfuðborgina Næróbí. Ferðamaðurinn fannst látinn með hrikalega áverka á höfði og likama en engu var stolið af fómarlambinu. Að sögn yfirvaldanna geta gíraffar verið ákaflega hættulegir um fengi- tímann og nú er lögreglan að svipast vun eftir morðgíraffanum.“ Þetta las ég sem sagt núna í vik- unni í Ekstrablaðinu og sel þaö ekki dýrara en ég keypti það, fann það reyndar á Netinu. Góður skallamaður En þeim á Ekstrablaðinu er ekki fisjað saman. Ekki dettur þeim í hug aö trúa einum kynóðum gíraffa fyrir því að selja blaðið, jafnvel þótt hann sé morðóður líka, heldur skal meira til, og hin aðalfréttin var um fót- boltamanninn Stig Töfting sem er Bálköstur fordómanna Þráinn Bertelsson rithöfundur og kvikmynda- gerðarmaður Svonefnd Evrópuumræða hérlendis er í heldur bág- bornu ásigkomulagi. For- menn ríkisstjórnarflokk- anna kasta á milli sín hnútum í ræðum á tylli- dögum eins og gerðist nú 17. júní en forðast eins og heitan eldinn að setj- ast saman fyrir framan alþjóð og ræða djúpstæð- an ágreining í afstöðu til Evrópusambandsins. Báð- ir fullyrða, Davíð og Hall- dór, að þetta grundvallar- mál komi ríkisstjórn flokka þeirra ekki við. Þó er Ijóst að utanríkisráð- herra notar stöðu sína í ríkisstjórn, ráðuneyti sitt og utanríkisþjónustu til að plægja akurinn fyrir umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu, í von um að færi gefist innan tíðar. í ákafa sínum bíður hann þess ekki einu sinni að málið sé gert upp á vett- vangi eigin flokks. Forysta Samíylkingarinnar valdi þann kost að láta flokksmenn skera úr um stefhuna í þessu afdrifaríka máli og formaðurinn lagði um leið sjálfan sig að „Það eru engin tíðindi að þorrinn af forystusveit Samfylkingarinnar vill koma íslandi inn í Evr- ópusambandið rétt eins og Alþýðuflokkurinn sálugi. Með ESB-aðild myndi þessi flokkur, sem ekki veit í hvorn fót hann á að stíga í neinu því sem máli skiptir, geta vísað ágrein- ingi og ábyrgð til valda- stofnana ESB í Brussel. “ Össur og Halldór eru samstiga í því að nota EES-samninginn sem helstu við- miðun í umræðu um nútíð og framtíð innan eða utan Evrópusambandsins. Össur studdi þann samning opinberlega fyrir áratug vegna þess hann væri skref að ESB-aðild, Haildór var þá í minni- hluta í Framsókn og sat hjá við lokaaf- greiðslu á Alþingi. ísiendingar eiga þess kost að búa við EES-samninginn áfram eða fá honum breytt í tvihliöa samning. Engir farvegir eru hins vegar mótaðir til að losna úr Evrópusambandinu ef þjóð- slíkur samningur liggur fyrir þá er það þjóðarinnar að greiða atkvæði um hann. Slíkir samningar hafa verið felld- ir, t.d. tvisvar í Noregi, þannig að aöild- arumsókn þýðir alls ekki aöild, likt og haldið hefiir verið fram. Þjóðin hefur síðasta orðið. Yfirráðin yfir auðlindinni Stærsta málið í allri umræðu um ís- land og Evrópu snýr að yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Án fúllra yfirráða yfir auðlindinni kemur aðild að ESB ekki til greina. Hins vegar bendir allt til þess að við samningaviðræður héld- um við fullum yfirráðum yfir auðlind- inni. Enda yrði það alltaf samnings- markmið númer eitt ef til viðræðna yrði gengið. Til þess þarf að tryggja að við værum ein þjóða um veiðamar og stjómuðum heildaraflanum á Islands- miðum. Samkvæmt niðurstöðu skýrsluhöfúnda Samfylkingarinnar em sjávarútvegsmálin ekki fyrirstaða ef til aðildarumsóknar kæmi. Vegna veiði- reynslu sætum við ein að veiðum á haf- svæði okkar. Gjafakvótinn Best væri að byija á því að fyma veiðiheimildimar, uppræta gjafakvót- ann og tryggja þannig eignarhald þjóð- arinnar á auðlindinni. Kvótakerfið fel- ur í sér dæmalaust ranglæti sem er mjög brýnt að leiðrétta og upplagt í kjölfar þeirrar skoðunar á íslenskt sam- felag sem ætti sér stað viö aðiMarum- sókn. Enda em afleiöingar gjafakvótans hrikalegar og leyna sér ekki. Fjöldi byggðarlaga um allt land hrundi, eign- ir fólksins urðu verðlausar og atvinnan fór. Byggðimar hafa verið lagðar í eyði veði. Það em engin tíðindi að þorrinn af forystusveit Samfylkingarinnar vill koma íslandi inn í Evrópusambandið rétt eins og Alþýðuflokkurinn sálugi. Með ESB-aðild myndi þessi flokku,r sem ekki veit í hvom fót hann eigi að stíga f neinu því sem máli skiptir, geta vísað ágreiningi og ábyrgð til valdastofnana ESB í Brussel. Útþynning á fullveldishugtakinu í viðleitni sinni við að gylla fyrir al- menningi inngöngu í Evrópusambandið reyna formenn Samfylkingar og Fram- sóknarflokks að bijóta niður viðtekinn skilning og skilgreiningu á því hvað felist í fullveldi þjóða. Þetta kom berlega ffarn í máli Halldórs Ásgrímssonar á Rainseyri 17. júní sl. Örlög okkar tengist með órofa hætti öðrum Norðurlanda- þjóðum og Evrópuþjóðum. „Við deilum með þeim ákvörðunum, þeirra fullveldi og sjálfstæði hefur áhrif á okkar full- veldi og sjálfstæði," sagði utanríkisráð- herrann og talaði síðan um samvinnu við þessar þjóðir sem gmndvöll að þátt- töku okkar í alþjóðavæðingu. Hér er öllu hrært í graut og varast að koma að kjama máls sem felst í því að með aðild að Evrópusambandinu fóma íslendingar því sjálfstæði til ákvarðana í eigin mál- um sem þjóðin ávann sér 1918 og með lýðveldisstofhun 1944, bæði á sviði lög- gjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. ríki einu sinni lenda innan múra þess. ESB er ólýðræðislegt bákn Ýmsir þeir sem tala opinberlega fyrir aðild íslands að Evrópusambandinu virðast ekki hafa haft fyrir því að kynna sér stafrófið í stofnanauppbyggingu þess og ákvarðanatöku, eða þegja vísvitandi um þá hlið mála. Ákvarðanataka ESB í málum stórum og smáum byggist ekki á þingræði heldur samblandi af embættis- mannavaldi og hrossakaupum í ráð- herraráði ESB. Aðeins ffamkvæmda- stjómin í Brassel hefur rétt til að gera tillögur um iög og tilskipanir á grunni Rómarsáttmálans og svonefnt Evrópu- þing má aðeins andæfa með breytingar- tillögum sem meirihluta þarf fyrir. Styrking þeirrar samkundu, sem sumir láta sig dreyma um, þýðir sjálfkrafa veikingu á valdi þjóðþinga aðildarríkja. Rök fyrir aðild íslands að ESB verða seint sótt með skírskotun til lýðræðis- hugsjóna. Þeir sem reyna að hugga sig með tali um svonefnt grenndarlýðræði (subsidiarity) gerðu rétt í að kynna sér hvað á bak við það loðna hugtak býr áður en því er teflt ffam af alvöru í um- ræðunni, að ekki sé talað um þá sem telja heimspekinginn Habermas hafa lykla að lausn á andlýðræðislegum leik- reglum þessa miðstýrða skrifræðis- bákns. Björgvin G. Sigurösson framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Án fordóma- og öfgalausr- ar umræöu um samskipti íslands viö Evrópu náum við aldrei vitlegri niður- stöðu í þessu brýna máli. Þar með væri mikilsverð- um hagsmunum þjóðar- innar kastað á bálköst fordómanna. Undanfamar vikur hafa andstæðing- ar þess að rætt verði vitlega um það hvort sækja eigi um aðild að ESB ítrek- að reynt að hrekja umræðuna inn á afar fýrirsjáanlegar brautir. Klifað er á alls kyns vitleysu um fómarkostnaðinn og einhliða upplýsingum haldiö á lofti. Þjóðin ræður Nú er erfitt að segja til um það hvort íslandi væri betur borgið innan ESB eða utan. Hvort EES-samningurinn dugi betur en aðild eða hvort leita beri nýrra leiða. Þetta getum við ekki vitað fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir. Eina vitlega leiðin er að skilgreina samningsmarkmiðin, gera okkur grein fyrir kostum og göllum og láta reyna á aðildarumsókn í fyllingu tímans. Þegar Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aftalritstjóri: Óli Bjórn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. .- Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462.5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV efif. Plótugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Arafat og kosningar Hárrrétt er hjá palestínsku heimastjóminni að efna til forsetakosninga i janúar á næsta ári, en ákvörðun þessa efnis var kynnt í fyrradag. Umbætur í réttar- og stjórn- kerfi Palestínumanna eru afar brýnar og lýðræðislegar kosningar eru mikilvægur liður í að færa þessa landlausu þjóð nær hennar nauðsynlega sjálfstæði. Það er Yasser Arafat sem hefur frumkvæði að forsetakosningunum og er ekki annars að vænta en hann ætli sjálfum sér að verða hlutskarpastur í því kjöri. Arafat er umdeildur leiðtogi, rétt eins og gengur og ger- ist á meðal orðhvatra manna sem staðið hafa i eldlínu stjórnmálanna um langt árabil. Það er ekkert fararsnið á honum úr stjórnmálum og þótt hann sé kominn á áttræð- isaldur stendur hann enn þá keikur framan við fallbyssu- kjafta ísraelshers og steytir þar hvita hnefa sína af litlu minni krafti en i árdaga heimastjórnar á svæðinu. Hann hefur staðist hvert áhlaupið innan búðar og utan og kem- ur einkum tvennt til, vinnusemi og valdafikn. Auðvitað er Arafat ekki gallalaus maður. Hann er meira að segja göllum hlaðinn og getur verið óþolandi í samstarfi og ósveigjanlegur ef sá er gállinn á honum. Hann er hins vegar löglega kjörinn forseti palestínsku þjóðarinnar og því er undarlegt að forseti Bandarikjanna lýsi þvi yfir að réttast sé að Palestinumenn losi sig við for- seta sinn úr embætti til að höggva á rembihnútinn í raunalegum málefnum Miðausturlanda. Að þessu leyti var ræða Bush á dögunum allt að því útópisk. Arafat hefur að mörgu leyti verið óbilgjam í forsetatíð sinni. Hann hefur á stundum stjómað eins og einvaldur. Valdagræðgin hefur staðið honum jafnmikið fyrir þrifum og hún hefur skilað honum áleiðis til valda. Gerald Butt, sérfræðingur BBC um málefni Miðausturlanda, hefur sagt að það sé hreinlega „með sjúklegum hætti" hvað Arafat sanki að sér völdum og „neiti að dreifa ábyrgð“. Hvað sem þessu liður stendur hitt eftir óhaggað að hann er löglega kjörinn forseti, þó af gamla skólanum sé. Vissulega hefur kveðið við nýjan tón á meðal margra Palestínumanna á siðustu vikum eftir margra mánaða hermdarverkastarfsemi beggja deilenda í landinu helga. Skemmst er að minnast yfirlýsingar fimmtíu áhrifamanna úr röðum Palestínumanna með Hanan Ashrawi í broddi fylkingar sem krefjast þess að öfgasamtök snúi nú þegar af leið sjálfsmorðsárása. Enginn úr þessum hópi er hins vegar liklegur til að velta Arafat úr sessi. í reynd er eng- inn augljós arftaki Arafats i sjónmáli. Kosningarnar i Palestínu í janúar á næsta ári verða ekki aðeins styrkleikamælir á stöðu Arafats í arabiskum heimi. Væntanlega verður einnig kosið til þings á heima- stjórnarsvæðinu og telja fréttaskýrendur talsverðar líkur á að harðlínumenn á borð við Hamas nái þar hreinum meirihluta. Tvennt sé augljóst i stöðunni; orð Bush Bandaríkjaforseta hafi styrkt stöðu Arafats á heimaslóð- um og þá hafi þau ekki síður verið vatn á myllu and-am- erískra afla úr röðum Palestínumanna. Vesturlönd fá ekki ráðið þvi hverjir stjórna palestínskri þjóð. Palestínsk þjóð gerir það sjálf og metur stöðuna í eig- in ljósi. Vesturlönd geta ekki í einu orðinu krafist réttar- og lýðræðisumbóta í landinu en í hinu orðinu farið fram á að löglega kjömir forystumenn landsins fari frá völdum ef það kann að henta friðarumleitunum Vesturlanda á hverjum tíma. Auðvitað geta leiðtogi Bandaríkjanna og aðrir menn látið sig dreyma um fullkomna forseta, en í vöku eiga þeir að verja lýðræðið og láta það dafha. Sigmundur Ernir Sandkom Stjómar (í)myndanir Talsvert er nú rætt um þaö á þeim póli- tisku göngunum að kærleikar fari heldur vaxandi á milli liðs- manna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, að minnsta kosti í aðra áttina ef ekki báðar. Kenna menn mikillar þreytu í samstarfi nú- verandi stjómarflokka enda viröist það vera orðin opinber keppnis- grein hjá formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks að hafa betur í kappræðunni um ESB. Áhrifa- menn í Samfylkingunni eru sagðir hafa rætt þennan pirring sérstaklega og sjá sér leik á borði; tímabært sé að Samfylking komist í stjóm og eini ömggi tveggja flokka kosturinn fyrir hana sé að bera víumar í sjálf- stæðismenn. Þar á bæ geti menn vart hugsaö sér að setjast til stjómarborðs með vinstri grænum i samstarfi þriggja flokka undir forystu framsóknarmanna. í reynd sé kosturinn því aðeins einn í stöðunni, vilji flokkurinn komast til valda og þaö sé orðið honum lífsspursmál... Annir hjá Eggerti Þá er HM í knatt- spymu aö ljúka og þar með geta landsmenn byrjað að sinna vinnu sinni og fjölskyldu af fullum krafti á nýjan leik eftir þokkalega flarvem í bítiö á morgnana og aftur um hádegisbil. Meðal þeirra sem skila sér aft- ur til starfa er Eggert Magnússon, formaður KSÍ, en hann hefur dvalið úti í Japan og Suður-Kóreu og fylgst þar meö framkvæmd keppninnar sem tekist hefur með miklum ágætum. Eggert hefur verið þar á miklum skóla og kynnst að sögn svakalegri vinnusemi heimamanna sem þykja slá íslendinga út í áhlaupsverkum. Sagt er að Eggert verði því fegnastur að koma heim, enda hafi dag- skrá hans verið með strangasta móti og Japanar og Kóreumenn svo ákafir að kynna Eggerti og öðrum hátt- settum gestum mótsins hvað þeir geta í mótshaldi að það hálfa verði að teljast nóg - og vel það ... Ummæli Aldrei „Ef ísland gengur í Evrópusam- bandið þá mun hið sjálfstæða ís- lenska ríki líða undir lok. ísland verður þá fljótt aðeins amt í hinu evrópska stórríki. ísland mun lúta hinni evrópsku stjómarskrá sem þeir í Brussel munu hafa eftir sínu höföi. íslenskir borgarar munu lúta evrópskri lögreglu sem þeir í Brassel munu stjórna. ísland mun lúta utanríkisstefnu - og þar með utanríkisviðskiptastefnu - sem þeir í Brassel munu ákveða. Hags- munir Islands munu aldrei ráða úrslitum í nokkru máli þegar ákvöröun verður tekin í þvi í Brassel. Aldrei í nokkra rnáli." Vefþjóöviljinn Lítill sómi „Síðast en ekki síst verður stjómunarfyrirkomulag [Byggöa- stofnunar] að vera skýrt, en af fréttum síðustu vikna aö dæma er óljóst hvort stjóm stofnunarinnar eða iðnaðarráðherra raunverulega tekur mikilvægustu ákvarðanir. Slík óvissa er enn varasamari ■—IIIH ' ' vegna þess að við flutning stofnun- arinnar út á land skapast aukin hætta á togstreitu milli iðnaðar- ráðuneytis og Byggðastofnunar um verkefhi og völd. Byggðastofnun hefur augljóslega mikilvægu og vaxandi hlutverki að gegna. Það er á ábyrgð stjómvalda og þá ekki síst iönaðarráðherra að skapa stofnuninni þau starfsskflyrði aö henni sé kleift að gegna hlutverki sinu meö meiri sóma en verið hef- iu síðustu mánuði." Ari Teitsson, formaöur Bændasam- takanna, í leiöara Bændablaösins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.