Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 Tilvera DV The Old Man Who Read Love Stories ★★ Frumskógarlíf The Old Man Who Read Love Stories er gerð eft- ir þekktri skáld- sögu og greinilegt er á öllu að um mjög efnismikla sögu er að ræða. Kannski hefur hún verið um of efnismikil því einn helsti galii myndarinnar er hversu hratt er far- ið yfír sögu. Þegar myndin hefst hef- ur mikið gerst og fer mikill tími í að rifja upp atburði sem leitt hafa til þess sem er að gerast. Aðalpersónan er Antonio, einstæðingur sem býr í frumskóginum. Það merkilegasta sem fyrir hann hefur komið er aö hann fór í einmanaleika sínum að lesa bækur. Með bækur sem veitir honum sýn í aðra veröld líkar hon- um líflð ágætlega í frumskóginum. Hann er þó farinn að fá leið á bók- unum sem hann er að lesa. Eina læsa manneskjan i nálægu þorpi sem átti bækur er ung kona sem eingöngu les ástarsögur. Þetta er sú andlega næring sem Antonio fær. Þessi lestraáhugi hans fellur síðan inn í söguna um leitina að jagúam- um sem misst hefur unga sína. Eng- inn þekkir frumskóginn betur en Antonio og þegar hann er orðinn þreyttur á vankunnáttu veiðimann- anna sem með honum eru sendir hann þá heim og tekst sjálfur á við hið erfiða verkefni að finna jagúar- inn sem hefur komist upp á bragð með að drepa menn. Það er virkilega mikið til í mynd- inni og leikur allur hinn besti þar sem fremstur fer Richard Dreyfus í hlutverki Antonios. Það er þrátt fyr- ir innihaldsríka sögu einhver hæga- gangur í allri framvindu sem gerir myndina langdregna. -HK Útgefandi: Góðar stundir. Leikstjóri: Rolf de Heer. Frakkland/Holland 2001. Lengd: 110 min. Lelkarar: Richard Dreyf- us, Timothy Spall, Cathy Tyson og Hugo Weaving. Bönnuð börnum innan 12 ára. Off Key ★★ Fallandi stjörnur Þótt hugurinn leiði strax að hin- um raunverulegu „þremur tenór- um“, Pavarotti, Domingo og Car- reras, þá eiga ten- óramir þrir í Off Key sjálfsagt ekki mikið sameigin- legt með stórstjömunum annað en að vera frægir tenórar. Off Key er galsafull gamanmynd, sem eins og áður er getið, fjallar um þrjá tenór- söngvara sem allir hafa mikið sjálfs- álit og hafa náð mestri frægð sam- an. Þegar myndin hefst þá fer allt í handaskolum hjá þeim á tónleikum og þeir hætta að syngja saman. Nokkrum árum síðar er ljóst að um endurfundi verður að ræða, þar sem einn tenóranna er að giftast dóttur eins þeirra og móðir hennar er svo tekinn saman við hinn þriöja. Eins og nærri má geta er eitthvað brallað í hverju horni og eins og í klassísk- um försum þá er misskilningur á misskilning ofan. Allt endar þetta í sátt og samlyndi, þó ekki hafi farið eins og í upphafi var ætlað. Það er margt fyndið í Off Key og þremenningamir Joe Mantegna, Danny Aiello og George Hamiltin standa sig vel þegar þeir eru utan sviös, hafa allir góða tilfinningu fyr- ir húmomum. Það er aftur á móti þegar þeir stíga á sviðið sem þeir verða ótrúverðugri. Að sjálfsögðu eru það alvörutenórar sem syngja fyrir þá en það er eins og það þurfi meira en að herma eftir þegar um óperasöng er að ræða til að það verði trúverðugt. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er Off Key hin sæmilegasta afþreying. -HK Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Manu- el Goméz Pereira. Spánn/Bandaríkin 2001. Lengd: 116 mín. Leikarar: Danny Aiello, Joe Mantegna og George Hamilton. Leyfö öllum aldurshópum. Maöur lifandi Treyja númer 9 Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. í heimsókn hjá Guðrúnu og Guðlaugi Bergmann: f gallerí náttúru á Hellnum Andrúmsloftið er notalegt i mót- tökusal gistiheimilisins að Brekku- bæ á Snæfellsnesi innan um bækur blóm og myndir. Ekki spillir útsýn- ið úr glugganum, næst snyrtileg hús og garðar, fjær fifilbrekkur og falleg björg sem fagurblátt Atlantshafið myndar bakgrunn við. Þarna ráða húsum þau Guðrún og Guðlaugur Bergmann, ásamt öðrum hjónum. Gulli birtist raulandi Ég vil elska mitt land, Guðrún, geislandi í hvítri mussu gefur kaffi og pönnsur. Heimabakað Þau hjón hafa búið á Hellnum í sjö ár og una hag sínum vel. Reka ferðaþjónustuna í Brekkubæ með Guðríði Hannesdóttur og Jóhanni Þóroddssyni og bjóða upp á gistingu í uppbúnum rúmum, svefnpoka- plássi og tjaldstæði, auk heimilis- fæðis úr lífrænu hráefni, heimabök- uð brauð og kökur. „Við reynum að hafa þjónustuna sem mest sjálfbæra enda voram við fyrst aöila á íslandi til að ganga í vottunarsamtökin Green Globe 21.“ segir Gulli stoltur. „Upphaflega komum við hingað til að byggja andlega miðstöð," segir Guðrún og heldur áfram. „Hún hef- ur orðið í aðeins öðru formi en við hugsuðum okkur fyrst. Hingað kem- ur fólk til að hvílast og nærast, kynnast sögunni og menningunni hér, fá leiðbeiningur, heilun og lest- ur, auk þess sem við bjóðum upp á ýmis námskeið. Umhverfismálin eru líka hluti af vinnunni. Allt teng- ist þetta hvað öðra.“ Aðspurð segja þau boðið upp á bæði fisk og kjöt á heimilinu. „Við héldum fyrst að það færi saman að vera andlegur og borða bara græn- meti og ég var rétt dauður eftir hálft ár. En eftir að við gáfum út bók sem heitir Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk og þegar við fórum að vinna eftir þeim kenningum sjálf breyttist allt til hins betra," segir GuÚi. Guðrún kveðst rækta nokkr- ar nytjajurtir í garðinum sínum og nefnir kerfil og skessujurt til matar- gerðar og mjaðurjurt og regnfang sem lækningajurtir. „Svo tínum við ýmsar jurtir hér í kring sem gott er að gera seyði af og fjallagrös er að finna uppi á Jökulhálsi," segir hún. Vinirnir þögnin og myrkrið Gistiheimilið er opið frá 1. maí til 1. október og þar fyrir utan er tekið á móti hópum. Þegar þau hjón era DVJHYND GUN. Undir jökli Þau Guðlaugur og Guðrún Bergmann standa við stóran hvítmálaðan hring. í miðju hringsins er friðarstólpi og fagur kristall. Bak við þau eru svo Stapafellið og hinn magnaði Snæfellsjökull. spurð hvemig þeim gangi að þreyja þorrann og góuna brosir Guðrún og segir alltaf nóg að sýsla. Þau hjónin sinna til dæmis bæði bóka- og blaða- útgáfu. „Við höfum séð um útgáfu á Snæfellsfréttum í fimm ár, svona 6-7 blöð á ári upp á 4-8 síður og eng- ar auglýsingar. Það eru svo margir góðir hlutir að gerast hér sem vert er að vekja athygli á,“ segir hún. Gulli tekur undir það. Segir blaðið vera á jákvæðum nótum og gagn- rýni því aðeins leyfð að hún sé upp- byggileg. „Vetumir eru dýrðlegur timi,“ segir hann. „Hér eignaðist ég meira að segja tvo nýja vini, annar heitir þögnin og hinn heitir myrkrið. Ég var svolítið hræddur við þá í upphafi en þegar maður fer að vera með þeim þá opnast nýjar víddir." Vitlaust gefiö Tólf manns eru með lögheimili og fasta búsetu á Hellnum og hefur íbú- um heldur fækkað síðustu ár. Þó þyk- ir eftirsóknarvert að eiga þar land og menn á borð við Sigurjón Sighvatsson hafa séð sér hag í því. Hann keypti Laugabrekku á Hellnum fýrir tveimur árum og hyggst setja þar upp golfvöll. Gulli segir jarðir á svæðinu hafa hækkað i verði frá því þau fluttu vest- ur fyrir sjö árum en þó sé enn „vit- laust gefið úti á landi“, eins og hann orðar það. „Þegar við keyptum þessa eign, stórt einbýlishús, útihús og fal- legt 130 ha land áttum við í mestu erf- iðleikum með að fá áhvílandi lánum breytt í þægOegra þriggja milljóna króna lán. Ef um kjallaraíbúð í Reykjavík hefði verið að ræða hefði ég fengið 20 ára ián umyrðalaust í hvaða banka sem er.“ Hann telur marga þéttbýlisbúa haldna þeirri firru að þeir sem búi utan þéttbýlis séu algerlega út úr heiminum. „Það er heilmikið við að vera úti á landi og auk þess fórum meira í bíó og leikhús eftir að við fluttum vestur en meðan við bjuggum syðra. Allt landsbyggðar- fólk fer til Reykjavíkur af og til. Við erum í rúmlega tveggja tíma aksturs- fjarlægð þaðan og í „gallerí náttúru" alla leiðina." -Gun Það var fyrir rúmum fjórum árum að ég keypti mér Brasilíu- bol númer 9, merktan Ronaldo. Það hefur ekki verið þrautalaust að ganga i þeim bol. Fyrst eftir að ég keypti hann varð ég að þola háðsglósur um að þarna hefði ég veðjaö á fallna stjömu. Ég þóttist vita betur og fjórum árum síðar er ljóst hversu framsýni er ríkur þáttur í eðli mínu. Ronaldo hefur nefhilega reynst vera maður HM. Undanfarnar vikur hef ég mætt í Ronaldo-bolnum í vinn- una þegar við Brasíumenn erum að keppa. Þá hefur brugðið svo við að karlkynssamstarfsmenn mínir hafa krafist þess að ég fari úr bolnum. Furðulegt hversu miklum þrýstingi karlmenn eru tilbúnir að beita konur í því skyni að fá þær úr fótunum. Ég var í Ronaldo-bolnum dag- inn sem við Brasilíumenn sigruðum Englendinga svo eftir- minnilega. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til vinnu var að þjóta inn til Óla Bjöms og hrópa: „Við unnum!“ Hann sagði lágt en ákveðið um leið og hann leit upp: „Út úr minni skrifstofu!" Þá sá ég sorgina í augum hans. Ég hafði séð sama sorgarglampa i augum fleiri manna þegar liðin þeirra féllu úr keppni. í sigurvímu hafði ég gleymt tillitsseminni og ég sá eftir því að hafa opinberað sigurgleði mína svo opin- skátt gagnvart ritstjóra mínum sem hélt svo staðfastlega með hugmyndasnauðu liði Englend- inga. Arnar Bjömsson var sann- arlega flottur þegar hann lét enska liðið heyra það i 4-4-2 um daginn. Það ætti að endurflytja þann pistil á hverju kvöldi. Ég þorði ekki að mæta til vinnu í Ronaldo-bolnum daginn sem við Brasilíumenn kepptum við Tyrki. Ég kom með hann í poka. Ég þorði heldur ekki að horfa á leikinn. Tilhugsunin um að Tyrkir ynnu var mér óbæri- leg. (Ég fór svo sannarlega ekki að horfa á HM til að þurfa að halda með Þjóðverjum í úrslita- leik). Þegar mér var sagt að Ron- aldo hefði skorað brá ég mér 1 Ronaldo-bolinn. Nú fór enginn fram á að ég færi úr honum. Við- horf vinnufélaganna vora að breytast, enda er Brasilia auðvit- að eina liðið sem hægt er að halda með í þessari keppnu. Karlmenn eru stundum svo sljó- ir og seinir að átta sig en nú sýn- ist mér þeir vera að ná þessu. Auðvitað unnum við Tyrkina. Hvemig átti annað að vera hægt? En nú hef ég áhyggjur af Þjóðverjum sem alltaf komast áfram á leiðindunum. „Þegar mér var sagt að Ronaldo hefði skorað brá ég mér í Ronaldo-bolinn. Nú fór enginn fram á að ég færi úr honum. Við- horf vinnufélaganna voru að breytast, enda er Brasilía auðvitað eina liðið sem hægt er að halda með í þessari keppnu. Karlmenn eru stundum svo sljóir og seinir að átta sig en nú sýnist mér þeir vera að ná þessu.“ Lið reglufestu og aga leikur gegn liði ímyndunarafls og skapandi hugsunar. Það getur enginn haldið með Þjóðverj- um, nema þá helst skólastjórar og ein- staka forstjóri sem halda að lifið gangi út á skipulagningu. En hversu oft hefur maður svo sem ekki séð skapandi hugsun lúta í lægra haldi fyrir reglufestunni? Alltof oft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.