Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 DV Tilvera lífift |Bl-1 ■ v-;ggWM írafár spilar á Gauknum Hljómsveitin írafár spilar á Gauki á Stöng í kvöld. írafár virðist ætla að verða heitasta bandið í sumar og vinsældir lagsins Ég sjálf skemma þar ekki fyrir. Gott tækifæri fyrir borgarbúa og nærsveitamenn að kíkja á alvöru ball. •Krár ■ Karaoke á Kaffisetrinu Það verður hörku karaoke-stemning á Kafflsetr- inu, Laugavegi 103, í kvöld. Húsið er opið til 3 og má búast við góðu kvöldi. ■ Sælusveitin á Gullöldinni Sælusveitin leikur fyrir dansi á Gullöldinni Grafar- vogi. Sælusveitina skipa þeir Hermann Arason og Niels Ragnarsson. Þaö er ekki spurning að stuðið verður á Gullöldinni um helgina. ■ Sín á Kringlukránni Það er alltaf mikið um að vera á Kringlukránni og í kvöld er það hljómsveitin Sín sem sér um að halda uppi fjörinu. ■ Ufandi tónlist á Catalínu Acoustic mætir á Catalínu í Hamraborginni með trúbadortónlist. ■ Iris Jóns á Kaffi Strætó íris Jóns syngur rokk og blús á Kaffl Strætó í kvöld. M Vítamín á Amsterdam Hljómsveitin Vítamín tryllir lýöinn á Amsterdam í kvöld og nótt. Heyrst hefur að ábreiða hljómsveit- arinnar af Radiohead-slagaranum Creep - eða Viðrini - sé geysiáheyrileg. M Sigvaldi Búi á Champions-café Sigvaldi Búi þeytir skífum á Champions-café í kvöld. ■ Spútnik á Kaffi Revkiavík Hljómsveibn Spútnik leikur á Kaffl Reykjavík í kvöld. •Tónleikar ■ Kippl Kanlnus í 12 tónum Tónlistarmaðurínn Kippi Kaninus fagnar útgáfu á plötunni sinni, Huggun, með útgáfugleði 112 tón- um við Skóiavörðustíg í dag. Kippi leikur nokkur lög af þessu tilefni og léttar veitingar verða í boði. Gleðin hefst klukkan 17 og veröur geislaplatan á tilboði af tæssu tilefni. •Sveitin ■ Jass á Palvík Jazzin Dukes frá Stokkhólmi munu flytja tónlist ásamt Kór Dalvíkurkirkju í Dalvíkurkirkju kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Hlfn Torfadóttir. Sveifla í öllum lífsins þáttum. ■ Pead Sea Apple á Húsavík Hljómsveitin Dead Sea Apple spilar á 4 stööum á Norðurlandi um helginalTilefnið er að kynna vænt- anlega plötu sveitarinnar ásamt því að vera með hin alræmdu og sívinsælu rokkböll! Hún verður á Gamla Bauk á Húsavík í kvöld. ■ Rúnar Þór á Oddvitanum j Akurbyri Rúnar Þór og hljómsveit hans mæta á Oddvitann, Akureyri. 1 Jasshátíft á Olafsfirðl Jassklúbbur Ólafsfjarðar heldur Blue North Music Fesbval í þriðja sinn á Ólafsfirði dagana 27.-29. júní. Hátíöin er að þessu sinni helguö blues- og bluegrasstónlist sem í dag á auknum vinsældum aö fagna meðal íslendinga. Fjölmargar hljómsveit- ir koma fram á hátíöinni og má þar nefna Deadline með Páli Rósinkranz, Chicago Beau með Blús- mönnum Guðmundar Péturssonar, Kentár, Gras, South River Band, Hrafnasþark, GSM og Roðlaust og beiniaust. Sérstakt hátíðarútvarp verður starf- rækt á meðan á hátíðinni stendur, Blue North Music Radio fm.95,2. sem notið hefur gífuríegra vinsælda á síöustu hátíöum. Nánari upplýsingar um hátiðina má finna ion á: www.1000th.is ■ Land og svnir á Isafirfti Land og synir heimsækja ísafjörð eftir langt hlé og leika á 16 ára balli í Sjallanum í kvöid. •Feröir ■Næturganga á Fimmvörðuháls Á föstudagskvöldi er gengið frá Skógum að skála Útivistar á Rmmvörðuhálsi. Á laugardeginum er gengið niður í Bása og þar gist í eina nótt. Heim- ferð á sunnudeginum er klukkan 13.30 frá Bás- um. Brottför frá BSÍ kl. 17.00. Verð: 8.700 / 10.200 (í skála í Básum), 8.200 / 9.700 (í tjaldi í Básum). Fararstjóri: Oddur Friöriksson. Krossgáta Lárétt: 1 lof, 4 hirslu, 7 glætu, 8 dreitil, 10 kvísl, 12 blekking, 13 prýöileg, 14 ró, 15 hita, 16 brak, 18 hreint, 21 innrætið, 22 tól, 23 glufa. Lóörétt: 1 hæö, 2 beiðni, 3 skammir, 4 tonn, 5 kaldi, 6 stúlka, 9 ráfa, 11 hryssur, 16 form, 17 þroskastig, 19 þjóta, 20 seinkun. Lausn neöst á síðunni. Umsjón: Sævar Bjarnason pakkaö saman á næsta auöveldan hátt. Ehlvest má muna fífil sinn fegri, var hér áður fyrr meðal 10 bestu skákmanna heims og hefur verið að ná sér á strik. Koma dagar og koma ráð!? Hvítt: Zoltan Izoria (2556) Svart: Jaan Ehlvest (2588) Óregluleg byrjun. 3. Evrópumót FIDE Batumi, Georgíu (11), 23.6. 2002 1. d4 c5 2. d5 f5 3. Rc3 Rf6 4. f3 g6 5. e4 d6 6. Bb5+ Bd7 7. exf5 gxf5 8. Rh3 Ra6 9. Bxa6 bxa6 10. 0-0 Bg7 11. Re2 0-0 12. Ref4 h6 13. c4 Re8 14. Khl Bd4 15. De2 Kh7 16. Be3 Bh8 17. Hael Hf7 18. Dd2 Hb8 19. b3 a5 20. Re6 Bxe6 21. dxe6 Hf6 22. Bxh6 Rc7 23. Rg5+ Kg8 24. Rf7 De8 25. Dg5+ Kh7 26. Dh4 Rxe6 Stöðumyndin! 27. Hxe6 Hxf7 28. Hfel Hb7 29. Bf8+ Kg8 30. Hg6+ Bg7 31. Bxg7 Hxg7 32. Hh6 1-0. Lausn á krossgátu______ 'JO} 0Z ‘egæ 61 il houi 9i ‘JEjauf n ‘eaSia 6 ‘eid 9 ‘[m( g ‘njsaieuis \ ‘igjAnens e ‘Jjso z ‘igq l ijjajgoq 'jnej ez ‘!W ZZ ‘gi[ga IZ ‘jjasj 81 ‘jjeui 91 ‘S[A 91 ‘gjia ji ‘jæSe £i ‘jej Zl ‘buijb oi ‘e>[0[ 8 ‘nuiiijs i ‘de>[s j. ‘sgjg i :jjajeq Hvítur á leik! Evrópumótinu er aö ljúka í Grús- íu og aðeins 3 keppendur áttu mögu- leika á sigri er ein umferð er eftir, þeir Bartlomiej Macieja (2584) með 9 v. og þeir Mikhail Gurevich (2641) og Sergey Volkov (2609) með 8,5 v. Mönnum hefur gengið misjafnlega eins og gengur en þó er sláandi hvað Jaan Ehlvest frá Eistlandi er heillum horfinn. Hér er honum DV+1YND: ÞÖK Fyrstu sundtökin Ungbarnasund er vinsælt. Þar læra börnin sundtökin áöur en þau fara aö ganga. Hinn fjögurra mánaöa Leonard Breiöfjörö var hress og kátur i iauginni enda var mamma ekki langt frá og passaöi aö hann færi ekki á rás. «<* * Islenskt, já takk Hin svarta skýrsla um rýran hlut íslensks, leikins efnis í sjónvarpinu og umræður sem af henni hafa spunnist eykur vonir um úrbætur á því sviði. Sem aðdáandi íslensks efnis fagna ég því. Það er alveg rétt sem listamenn benda á að þetta var með öðrum og þekki- legri brag í árdaga sjónvarps á íslandi. Þá voru vandaðir þætt- ir með íslenskum leikurum og hljómlistarmönnum mun al- gengari á skjánum en nú. Ógleymanleg er stundin stóra þegar sjónvarpsgeislinn náði inn á mitt æskuheimili á landsbyggðinni. Fyrsta sumar- hýra ofanritaðrar hafði farið í að kaupa sjónvarpstæki. Það hafði legið í kassanum nokkur ár því að dreiflkerflð var van- búið og bærinn á skjön við það lengi vel - en nú var loks von. Tæknisinnaður sveitungi var kominn upp snarbratt þakið með loftnet, inni var tökkum snúið af áfergju. Heimilisfólkið myndaði kallkeðju út á hlað sem bar skilaboð upp á þak. í upphafi virtist tækið stein- dautt og á skjánum örlaði hvorki á punkti né línu. Síðan fór eitthvað að gerast. Fyrst kom hljóð. Og hvað heyrðist? Yndislegur íslenskur söngur og hljóðfærasláttur. Við það magnaðist móður þeirra sem að tilrauninni stóöu og eftir nokkra stund fóru að sjást lín- ur á skjánum sem smám saman þéttust svo greina mátti þrjár gullfallegar manneskjur inn á milli snjókornanna. Þarna var tríóið Lítið eitt að leika og syngja fyrir landsmenn. Það er að segja þá sem náðu geislan- um. Þetta lofaöi sannarlega góðu. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaöamaöur Myndasój'ur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.