Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 íslendingaþættir_________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 4 %• ■0 4 80 ára______________________ Ingimundur Arnason, Lækjasmára 8, Kópavogi. Lára Guðnadóttir, Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Steinunn Þorstelnsdóttir, Ennisbraut 8, Ólafsvík. Vilmar Guðmundsson, Tjarnargötu 25, Keflavík. Þóra Kristín Kristjánsdóttir, Sogavegi 158, Reykjavík. Þórey Bryndís Magnúsdóttir, Smárahlíö 3a, Akureyri. 7? gra______________________ Aöalheiður Friðbertsdóttir, Ægisíöu 105, Reykjavík. Ásgeir Guðbjartsson, Fagrabergi 6, Hafnarfiröi. Brigitte A. L. Jónsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Halldóra HJörielfsdóttir, Víðivöllum 14, Selfossi. Rafn K. Kristjánsson, Seljalandi 5, Reykjavík. Theódór Líndal Helgason, Jöldugróf 20, Reykjavik. 70 ára______________________ Erna Sigurveig Jónsdóttir, Skálageröi 13, Reykjavík. Guðlaugur Atlason, Egilsgötu lla, Vogum. Guölaugur Ragnar Nielsen, Stuölaseli 16, Reykjavík. Rudolf Svend Midjord, Suðurhólum 22, Reykjavík. Sigurður Hólm Guðmundsson, Hjaltabakka 6, Reykjavík. 60 ára______________________ Aðalsteinunn Björnsdóttir, Bröttuhlíð 3, Seyöisfiröi. Ása Arnlaugsdóttir, Túngötu 9, Sandgeröi. Ásbjörn Arnar, Sogavegi 170, Reykjavík. 50 ára______________________ Baldur Elías Hannesson, Gnoðarvogi 62, Reykjavík. Dagbjört Matthíasdóttir, Mosarima 21, Reykjavík. Gyöa Arnmundsdóttir, Akurbraut 1, Njarövík. Hrefna Sigurðardóttir, Hveralind 1, Kópavogi. Kristín M. Sigurðardóttlr, Starmýri 9, Neskaupstað. Reynir Heide, Uröarhæö 9, Garðabæ. Sigrún Skúladóttir, Ljósvallagötu 18, Reykjavík. Stefán Hermanns, Álfaskeiöi 64, Hafnarfiröi. 40 ára________________________ Bergþóra Pálsdóttir, Keilusíðu lb, Akureyri. Brynhildur Sigurðardóttlr, Marbakka 6, Neskaupstað. Dóra Kristín Björnsdóttir, Barmahlíö 42, Reykjavík. Edda Magnúsdóttir, Sigurhæö 2, Garðabæ. Einar Magnússon, Túni, Borgarnesi. Erla Konný Óskarsdóttir, Viöjugeröi 2, Reykjavík. Hrafn Hrafnsson, Ytri-Brennihóli, Akureyri. Höskuldur Halldórsson, Vötnum 1, Selfossi. Inglbjörg Sigurðardóttir, Næfurási 15, Reykjavík. Jón Bjarni Gunnarsson, Digranesheiði 20, Kópavogi. Karl Logason, Ásbúð 10, Garöabæ. Kristján Kristjánsson, Baröavogi 28, Reykjavík. Ullan Garciano Rosauro, Einholti 12b, Akureyri. Magnús Bragi Gunnlaugsson, Berjarima 34, Reykjavík. Ragnheiður Hergeirsdóttir, Lyngheiði 7, Selfossi. Steindór Gunnar Magnússon, Goðheimum 14, Reykjavík. Sveinn Ragnarsson, Fjallalind 50, Kópavogi. lát Ásdís Jónsdóttir, Gerðhömrum 23, Reykjavík, lést á heimili sínu 24. júní. Ólafur Árnason, Seljugeröi 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. júní. Þórunn Guðmundsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík, lést á Grund 23. júní. Hildegard Þórhallsson, Árskógum 6, andaðist á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi 25. júní. Jónína Þórhalla Bjarnadóttlr, frá Lága- felli lést á Eiri 25. júní. Ólafur Jóhannes Þormóösson, Bakka- smára 4, Kópavogi, lést 23. júní. Steinþór Magnússon, Selási 5, Egils- stöðum, lést á heimili sínu 24. júní. Jórunn Sigtryggsdóttir, Lönguhlíö, Hörg- árdal, lést 25. júní. Magnea Svanhlldur Magnúsdóttir, Hjaröarhaga 64, Reykjavík, lést 23. júní. Fólk í fréttum Brynjólfur Bjarnason nýráðinn forstjóri Landssímans Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., hefur veriö ráðinn forstjóri Landssíma ísiands. Starfsferill Brynjólfur er fæddur 18.7.1946 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla íslands 1967, Cand. Oecon. frá Háskóla ís- lands 1971 og MBA í rekstrarhag- fræði frá University of Minnesota 1973. Brynjólfur var deildarstjóri hagdeildar VSÍ 1973-1976, forstjóri Almenna bókafélagsins 1976-1983, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur 1984-1985 og Granda hf. frá 1985. Hann var i stjóm Félags við- skiptafræðinema og ritstjóri Hag- mála 1968-1969. í stjóm Stúdenta- félags Reykjavíkur frá 1971-1972 og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 1976-1980. Prófdóm- ari við viðskiptadeild HÍ frá 1977- 1989. í stjóm Stjómunarfé- lags íslands 1973-1977, Félags ís- lenskra bókaútgefenda 1977-1981, Félags íslenskra iðnrekenda 1978- 1984 og Verslunarráðs ís- lands 1980-1984. í stjóm Álafoss hf. 1987-1990. í varastjóm Árvak- urs 1969 tO 1986 og endurskoðandi úr hópi hluthafa 1986 til 1991. í stjóm Hafrannsóknastofnunar, formaður frá júni 1992. Brynjólfur var i stjórn AB 1989- 1992 og Iðnaðarbanka íslands 1984-1989, formaður frá 1989. For- maður Eignarhaldsfélags Iðnaðar- bankans frá 1990. í stjóm íslands- banka hf. 1990-1993, formaður 1990- 1991. í stjóm V.V.I.B. frá 1989. í stjóm Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar hf. 1984-1989, Faxamarkaðar frá 1987 og Faxa- mjöls hf. frá 1989. í stjóm LÍU og SH frá 1984, Samtaka fiskvinnslu- stöðvanna 1986-1990 og Samtaka atvinnm-ekenda i sjávarútvegi frá 1989-1991. í stjóm Coldwater Seafood Corporation frá 1985-2000. Formaður landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins frá stofnun 1983 til 1985. í framkvæmdastjóm VSÍ 1984 til 1985, í sambandsstjóm 1981 til 1985 og frá 1987. í stjóm Samtaka atvinnulífsins frá stofn- un 1999. í stjóm Sindra Stál frá 1987. í aðalstjórn Þróunarfélags íslands frá 1993, og formaður stjómar AL- VÍB frá 1997. Þá hefur Brynjólfur veriö í stjórn Friosur í Chile frá 1992, í stjóm Pesquera Siglo í Mexíkó frá 1995 og Isla í Mexíkó frá stofnun árið 1998. Stjómarmaður í Bakka- vör og Þormóði ramma-Sæberg. I stjóm Hraðfrystihúss Eskifjarðar frá 2000 og í varastjóm Hraðfrysti- hússins Gunnvarar á ísafirði frá 2001. í stjóm Reykjavík Menning- arhorg Evrópu árið 2000 (frá 1998-2001) og ræðismaður Chile á íslandi frá 1994. Fjölskylda Brynjólfur kvæntist 17. 6. 1967 Kristínu B. Thors, forðunarfræð- ingi, f. 3.2. 1948. Þau skildu. For- eldrar hennar: Bjöm Kjartansson Thors, blaðamaður og hans kona Helga Valtýsdóttir, leikkona. Börn þeirra Brynjólfs og Krist- ínar era Bjami, f. 16.12. 1966, Helga Bima, f. 31.3. 1974, Krist- jana f. 28.9. 1976, Birgir Öm, f. 16.9. 1983. Brynjólfur kvæntist 18. 12. 1993 Þorbjörgu Kristínu Jónsdóttur, rekstrarhagfræðingi, f. 15.4. 1962. Foreldrar hennar: Jón Hólm- geirsson, verkmenntakennari á Akureyri og kona hans Sigrún Kristín Kristjánsdóttir, húsfreyja. Bam þeirra Brynjólfs og Þorbjarg- ar Kristínar er Helena Kristín, f. 9.11. 1995. Systkini Brynjólfs eru Bjöm, skrifstofumaður, f. 28.4. 1944, Bjami, viðskiptafræðingur, f. 3.6. 1948 og Birgir, tæknifræðingur, f. 18.2. 1953. Foreldrar Brynjólfs: Kristjana Brynjólfsdóttir, húsmóðir, f. 24.11. 1923 í Reykjavík, d. 12.6. 2000, og Bjami Bjömsson, forstjóri, f. 13.6. 1920 i Reykjavík. Merkir íslendingar Sveinbjöm Sveinbjömsson, tónskáld var fæddur 28. júní í Nesi við Seltjöm. Foreldr- ar hans vora Þórður Sveinbjömsson, há- yfirdómari, f. 4.9. 1786, d. 20.2. 1856 og kona hans Cathrine Kirstin, f. 27.4.1813, d. 9.1. 1874, dóttir Lars Michaels Knudsens, kaupmanns í Reykjavík. Sveinbjöm varð stúdent í Reykjavík 30.6.1866 og Cand. theol frá Prestaskól- anum 29.8. 1868. Hann stundaði söng- fræðinám í Danmörku og Þýskalandi og gerðist söngkennari og tónskáld í Edinborg. Þar bjó hann fram á elliár en dvaldist um hríð í Vesturheimi. Þó átti hann heimili í Reykjavík 1922-1924 og var síðast í Kaupmannahöfn. Sveinbjöm samdi fjölda sönglaga, ýmist við Sveinbjörn Sveinbjörnsson íslensk eða ensk ljóð. Hann setti ungur lag við þjóðhátíðar-lofsöng sr. Matthíasar, skálds, Jochumssonar, Ó Guð vors lands er síðar varð þjóðsöngur íslendinga. Hann fékk heiðurspening úr gulli frá Cristjáni konungi IX 1874 fyrir hátíða- sönglagið. Sveinbjöm var prófessor að nafnbót 1911, sæmdur RDbr. 1907 og stórriddarakrossi Fálkaoröunnar 1923. Kona hans var Eleanor, f. 7.2. 1871, dóttir Johns Christies málaflutnings- manns i Aberdeen. Böm þeirra vora Þórður f. 2.4. 1891 og Helen, f. 3.12. 1892. Sveinbjöm lést í Kaupmannahöfn 23.2. 1927. Ester Lára Magnúsdóttir frá Djúpuvík, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, verðurjarð- sungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi í dag, 28. júní kl. 15. Herdís Bjarnadóttir frá Bjarghúsum, verður jarðsungin frá Breiðabólstaöar- kirkju í Vesturhópi í dag, 28. júní kl. 14. Ingólfur Árni Sveinsson, Syðri-Kárastöð- um, verður jarösunginn frá Hvamms- tangakirkju 29. júní kl. 14. Halldór Sveinbjörn Kristjánsson, bóndi Heynesi, veröurjarðsunginn frá Innra- Hólmskirkju 29. júní kl. 14. Jóhanna Jónsdóttir frá Leirubakka verð- ur jarðsungin frá Skarðskirkju á Landi 29. júní kl. 14. Ragnheiður Ólafsdóttir, Grásíöu, Keldu- hverfi veröur jarðsungin frá Garðskirkju 29. júní kl. 13. DV-MVNDIR: GG Karlakórar í Almannagjá Karlakórinn Þrestir, Sandsjeen Mannskor, Jakobsstad Sangerbroder og Orp- hei Drángar sungu „ísiand, farsælda frón“ eftir Jónas Hallgrímsson svo undir tók í gjánni. 1 Kerinu Þeir söngbræöur Örlygur Eyþórsson og Erlendur Björnsson þöndu nikkurnar meóan ferðafélagarnir fengu sér brennivínssnaps, hákarl og haröfisk. ísland, farsælda frón í Almannagjá Norrænt karlakóramót var haldið í Hafnarfírði sl. laugardag. Á sunnu- dag héldu margir þátttökukóranna austur yfir fjall í hefðbundna ferð um Þingvöll, austur til Geysis og Gullfoss, um Skálholt með viðkomu í Kerinu og ferðinni lauk með humarveislu á Stokkseyri. Á helg- um þingstað í Almannagjá sungu karlakórarnir Þrestir, Sandsjoen Mannskor, Jakobsstad Sanger- broder og Orphei Drángar „ísland, farsælda frón“ eftir Jónas Hall- grímsson svo undir tók í gjánni enda vel á þriðja hundrað söng- menn. Einnig var sungið í Skál- holtskirkju. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.