Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 Skoðun i>'Vr Spurning dagsins Hvað finnst þér skemmtilegast að gera (spurt á Akureyrí) Leó Árnason vátryggingamiðlari: Þaö skemmtilegasta sem ég geri er aö horfa á góöan fótboltaleik. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson fram- haldsskólakennari: Horfa á góöan handboltaleik. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson: Aö verja tímanum meö syni mínum. Svo er líka sérlega skemmtilegt aö spila golf viö pabba. Ég vinn hann alltaf, hann er svo lélegur. Olga Pálsdóttir ritari: Mér finnst skemmtilegast aö feröast og vera meö fjölskyldu og vinum. Anna Margrét Ólafsdóttir nemi: Bara njóta lífsins almennt. Ég er líka á kafi í íþróttum og finnst þær mjög skemmtilegar. Elín Konráðsdóttir, þýðandi og leið- sögumaður: Sofa. Vídeókynslóðin fær sér- kennslu í manndrápum Kristinn Sigurðsson skrifar Líkamsárásir sem enda meö mann- drápi gerast æ algengari. Jafnvel til- efnislausar árásir á saklaust fólk eru tíðir viðburðir á helgum i miðborg Reykjavíkur. Engan skyldi i raun undra þessi framganga ungmenna nú til dags sem hegða sér á þennan hátt. Hér er á ferð- inni vídeó-kynslóðin sem ólst upp fyr- ir framan glæpamyndir og fékk með því glápi sínu fullkomna leiösögn og sérfræðinám í líkamsmeiðingum og manndrápum. Enn er ekkert lát á þessu kennsluefni frá Hollywood hel- „Enn er ekkert lát á þessu kennsluefni frá Hollywood helvítis svo líklega mun ástandið fara heldur versn- andi en hitt þegar fram líða stundir. “ vítis svo líklega mun ástandið fara heldur versnandi en hitt þegar fram líða stundir. Samfélag okkar gæti þó litið allt öðruvísi út. Ef töffaratískan tæki aðra stefnu og fólk mætti leyfa sér að vera háttvíst, friðelskandi og væmið - en þó smart. Ef við gætum alist upp við feg- urð, góðsemi og kærleika hefðum við allt annað verðmætamat, önnur við- horf og betri siðferðisþroska sem myndi gera heiminn að betri stað, þar sem friður, gleði, hamingja og öryggi ríkti. Hér er ábyrgð íjölmiðla mikil, hvað þeir bjóða fólki eða þvinga upp á það. En þó er úrslitavaldið hjá ijölskyldum, sem eiga ávallt þann kostinn að slökkva á viðtækjum sem smeygja inn á stofugólfið klámbombum og dráps- tækni. Stóðhestaímynd eða hrollkaldur veruleiki Stefán 6. skrifar:_______________________________ Þaö eru engar gleðifréttir sem blasa við þeim sem lagt hafa fé í sjóði fjármála- fyrirtækjanna til að tryggja afkomu sína á efri árum eða græða smávegis aura. Vissulega er áhætta fólgin í því að kaupa hlutabréf eða önnur verðbréf, ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtið. Það er gömul en sönn tugga. Hins vegar þreytast sjóðimir seint á að monta sig gangi vel en þegja þunnu hljóði þegar eignir sjóðfélaga rýma um jafnvel hundrað milljóna. Þannig var frétt í vik- unni um að Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hefði tapað 481 milijón króna á einu ári og hjá lífeyrissjóðnum Einingu mun ár- angurinn ekki hafa verið jákvæður und- anfariö. Og svipaða sögu er að segja af sjóðum annarra fyrirtækja. „En fögur ímynd er engin huggun sjóðfélögum sem stara vonsviknir á yfirlitin með mínusunum. Þeir hljóta að gera þá sann- gjörnu kröfu að þessir snill- ingar standi sig betur. “ En þess vegna em þessir tilteknu sjóðir nefndir hér tii sögunnar að Kaup- þing er nú í einni umfangsmestu (og ör- ugglega ekki ódýrustu) ímyndarherferð í blaðaauglýsingum um langt árabil þar sem lykilstarfsmönnum er hampað eins og hverjum öðrum stóðhestum. En fóg- ur imynd er engin huggun sjóðfélögum sem stara á hrollkaldan veruleika, yfir- litin með mínusunum. Þeir hljóta að gera þá sanngjömu kröfu að þessir snill- ingar standi sig betur. Mér sýnist að eigendur og forráða- menn fyrirtækja á Islandi sem komust í gullnámu fyrir nokkrum árum, fengu ókeypis rekstrarfé frá almenningi í hendur, hafi hrapallega brugðist fólki. Þeir hafa rekið fyrirtæki sín illa flestir hverjir. Þegar þeir höfðu fullar hendur fjár hugsuðu þeir ef til vill meira um sinn hag og síns fólks, en minna um fyr- irtækið og hina nýju meðeigendur í því, alla hluthafana. í Ameríku er slæmum forstjórum einfaldlega vísað út í kuld- ann. Hér er slíkum mönnum hampað. Því miður virðast þessir afleitu fyrir- tækjastjórar hafa eyðilagt möguleika á að almenningur og fyrirtæki ynnu sam- an á þennan hátt. Ferðin sem aldrei var farin „Og hvaða kjördæmi tilheyrir þetta svæði,“ spurði erlendur gestur, áhugamaður um íslensk stjórnmál, þar sem þeir Garri voru á leiðinni að norðan suður til Keflavíkur, komir í Borgarnes. „It’s the West,“ sagði Garri og bætti við: „It’s really big,“ - það er óskaplega stórt. Ferðamað- urinn var fræddur um það, aö til þess að heim- sækja alla þéttbýlisstaði „West“ þyrfti að aka lengri vegalengd en ef ekið væri eftir þjóðvegi „One“ hringinn í kringum landið. „That’s big,“ sagði félaginn. Áfangar Áfram var haldið. Gesturinn vildi sem von var heldur keyra Hvalfjörðinn en göngin, enda hver göng öðrum lík í heiminum. „Are we still in Big-West?“ spurð’ann í Kjós- inni. Nei, reyndar vorum við komnir út úr því dæmi. „No, it’s South-West,“ var svarið. Gesturinn kinkaði kolli þannig að augljóst var að hann haföi fullan skilning á málinu bæði upp og niður. Við höfðum jú færst sunnar. Og stefndum í vestur. „So far so good,“ sagði Garri í hljóði en vissi að ekki var von á góðu. Örfáum mínútum síðar var komið á Kjalar- nes. „Reykjavík-North“ sagði Garri ákveðið en kviðinn leyndi sér ekki í röddinni. Sá útlenski hafði til allrar hamingju furðugóðan skilning á því að svæöið væri kennt við höfuðborgina. Sjálfsagt vanur víðfeðmum borgarmörkum úr útlandinu. Garri óttaðist nú samt að það myndi fljótlega renna upp fyrir félaganum hve furðulít- ið Suðvestrið hafði verið. Útskrift En í því var rennt inn í Mosfellsbæ og þótt Garri hefði helst þagað þótti honum það ekki verjandi. „South-West.“ Gesturinn skrifaði eitthvað hjá sér en þagði. Þegar til Reykjavíkur kom útskýrði Garri fyrir honum með uppgerðarsjáifstrausti að til hægri sæi hann „Reykjavík-North" en til vinstri „Reykjavík- South“ og það yrði eitthvaö breytilegt á miili ára hvar mörkin lægju hverju sinni. Fyrirlestri Garra um málið var ekki lokið þegar Kópavogur var skyndOega orðinn staðreynd. „And this is South-West, you understand?" sagði Garri og færðist nú aiiur í aukana. Það var vænleg- ast úr þessu að láta sem skipulagið væri hið eina rökrétta. Gesturinn var hættur að skrifa hjá sér. í sömu mund og stefnan var tekin þráðbeint í vestur eftir Reykjanesbraut út úr Hafnarfirði inn í Suðurkjördæmi kom svo útskriftaráfangi námskeiðsins: „And now we’re going South!” CjysrL Eru menn ekki í lagi?! Leifur skrifar: Nú les maður í fréttum að nokkrar búllur í miðbænum hafi tekið höndum saman um að rukka aðgangseyri af gest- um sínum. Aðgangseyrir er eitthvað sem ég hélt að tilheyrði fortíðinni þegar skemmtistaðir voru fáir og fólk varð að vera komið inn fyrir hálftólf. Þá var framboö af skemmtistöðum takmarkað en eftirspumin mikil. Við þær aðstæður er eðlilegra að rukkaður hafl verið að- gangseyrir af fólki. En núna, þegar of- framboð er af skemmtistöðum, hvort sem þeir heita krár, barir eða annað, er í hæsta máta óeðlilegt að rukka að- Rugl Þaö er férántegt aö þurfa aö borga inn- gangseyri i búllu til aö fá sér einn öl finnst bréfritara. gangseyri. Hver borgar fyrir það að fá að fara inn á stað til þess eins að kaupa sér bjór? Og það rándýran bjór. Era menn ekki í lagi á tímum harðnandi samkeppni? Ég skora á fólk sem ætlar út á lífið um helgar að sneiða hjá þess- um rukkarastöðum enda nóg til af stöð- um sem hleypa manni frítt inn - og bjóða jafnvel ódýrari bjór en hinir. Kisa vantar heimili Marta hringdi: Ég er í standandi vandræðum. Ég er með fimm ára gamlan högna sem ég verð að gefa frá mér. íbúar í húsinu era á móti dýrahaldi og mér er nauðugur einn kostur. Ég get ekki látið lóga kisa litla, hann er svo ofboðslega skemmti- legur, blíður og góður. Kötturinn er geldur og hefur farið í allar sprautur og er hraustur. Hann er ekki vanur böm- um en eflaust venst hann þeim. Hringið í mig í sima 868-7405. Dónalegt bréf landlæknis Ríkisstarfemaður skrifar: Starfsmönnum Ríkisspitala hefur borist spumingalisti frá landlækni, 60 spumingar sem sá ágæti maður telur að hægt sé að svara á 15 mínútum. Ég treysti mér ekki til þess og sá raunar enga ástæðu til að eyða tímanum í ókeypis vinnu af þessu tagi. En land- lækni var farið að lengja eftir svari og sendi mér áminningarbréf, heldur höstuglegt að mér fannst. Ég leit aðeins yfir þessar spumingar og sé ekki að svör starfsmanna muni koma að nokkra gagni. í mesta lagi getur þetta útvegað einhverjum vinnu um stundar- sakir en árangurinn af svona nokkra hefur aldrei verið mælanlegur. Skemmtilegu mirrn- ingargreinamar Ágúst sendi í tölvupésti: Ég las þessar tilvitnanir í minningar- greinamar. Þetta hef ég flest séð áður. Ekki er nú alveg víst að þetta hafi birst svona en ýmislegt sleppur i gegnum nál- araugað. En þetta getur verið fyndinn skáldskapur og á vel við að brosa eilítið út í annað að sumarlagi. Hér er meira: „Guðrún lést þennan dag klukkan 16. Guðrún hafði ætlaö að eyða deginum í annað.“ Og sagt er að í einni grein hafi sagt: „í dag kveðjum við kæran sam- starfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til að kveðja þennan heim.“ Og að lokum: „Hún bjó manni sín- um gott heimili og ól honum níu hraust böm, þar af tvö á sjómannadaginn." Með- al annarra orða: Má ekki hafa fleiri brandara og léttara efiii í blöðunum? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24,105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.