Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 __________________________________________________________________________________ DV Útlönd Vladimír kom, sá og sigraði á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Kanada: Afríkulönd fengu lítið annað en fagurgalann Ríkustu þjóðir heims undirrituðu í gær samkomulag við leiðtoga Afr- íkuþjóða um stuðning við þróunar- starf. í áformum leiðtoganna er mikið um fógur orð og og ráðlegg- ingar af ýmsu tagi en lítið talað um beinharða fjárhagsaðstoð sem þó er mikii þörf á. Leiðtogar G8-ríkjanna svoköll- uðu, auðugustu iðnríkja heimsins, sögöu að helmingurinn eða meira af nýrri þróunaraðstoð sem þeir lof- uðu í mars síðastliðnum gæti farið til Afríkuianda sem uppræta spill- ingu í sínum röðum. Þá lofuðu iðnríkin við lok tveggja daga fundar síns, undir öflugri lög- reglu- og hervernd í kanadískum klettafjaliabæ, að borga sinn hluta af allt að einum milljarði dollara sem nota á í að afskrifa hluta skulda fátækra landa. Afríkurikjunum var einnig lofað- ur aukinn aðgangur að mörkuðum REUTERSMYND Stóru strákarnir Vladimír Pútín Rússlandsforseti er nú kominn inn í hinn fína G8-klúbb auðugustu ríkja heims þar sem helstu forystumennirnir eru Tony Btair, forsætisráðherra Bretlands, og George IV. Bush Bandaríkjaforseti. fyrir vörur sínar, aukinn stuðning- ur viö að leysa vopnuð átök og hjálp við að berjast við alnæmisfarEddur- inn sem hefur gengið nærri mörg- um löndum álfunnar. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði að leiðtogafundurinn á næsta ári myndi einnig beina sjónum sín- um að Afríkuríkjum. Þótt Afríkuleiðtogar hafl kannski ekki riðið feitum hesti frá fundinum í Kanada verður hið sama ekki sagt um Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta. Hann kom, sá og sigraði. Ekki einasta tryggði Rússlands- forseti landi sínu fastan sess í þess- um klúbbi hinna útvöldu, heldur fékk hann loforð um tuttugu millj- arða doflara fjárveitingu sem á að nota til að eyða útrýmingarvopnum í vopnabúri Rússa. Þar með á að koma í veg fyrir að hryðjuverka- menn komist yflr efni sem þeir gætu notað til vopnasmíði. Eduardo Duhalde Þúsundir manna kröfðust þess í gær að Argentínuforseti segði af sér vegna bágs ástands í landinu. Þúsundir mót- mæla dauðsföll- um í Argentínu Þúsundir atvinnulausra Argent- ínubúa söfnuðust saman við forseta- höllina í Buenos Aires í gær til að mótmæla dauða tveggja manna í óeirðum daginn áður, hinum verstu frá þvi stjóm landsins var hrakin frá völdum í desember. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. Allt að tíu þúsund manns söfnuð- ust saman og hrópuðu vígorð þar sem þess var krafíst að Eduardo Duhalde forseti segði af sér. Mótmælendur sökuðu einnig lög- regluna um að hafa verið of harð- henta í óeirðunum í útjaðri höfuð- borgarinnar á miðvikudag. Ólætin brutust út í kjölfar mótmælaað- gerða gegn vaxandi fátækt og at- vinnuleysi í Argentinu frá því Duhalde tók við stjóm landsins. Fíkniefnaneysla skólabarna eykst Ný rannsókn í Danmörku sýnir að fleiri skólaböm reykja hass og hafa prófað sterkari fíkniefni en þegar síðasta könnun var gerð fyrir þrem- ur árum. Færri drekka aftur á móti áfengi. Könnunin leiddi í ljós að fjórði hver nemandi í níunda bekk hefur prófað hass. Þar af hafði helmingur- inn reykt hass í mánuðinum áður en könnunin var gerð. Einn af hverjmn tíu hafði prófað önnur fíkniefni en hass. Fjórum af hverjum tíu hafði verið boðið hass eða önnur sterkari efni tfl kaups síð- asta árið. Könnunin, sem kennd er við Ring- sted, náöi til þrjú þúsund ungmenna á aldrinum 11 til 24 ára og var spurt um lífsstíl og vímugjafaneyslu. REUTERSMYND Sjaldséðir eru hvítir... Þriggja mánaða gömul hvít Bengal-tígrisdýr leika hér við Peggy Sheung sem hefur annast þau í dýragarðinum í Kuala Lumpur í Malasíu frá fæðingu. Talið er að aðeins eitt af hverjum 10 þúsund tígrisdýrum fæöist hvítt á feld en foreldr- arnir voru í heimsókn frá Nandakan-dýragarðinum á Indlandi þegar þeir áttu ungana tvo sem enn eru nafnlausir. Þingmenn í Bandaríkjunum eru ævareiðir: Ráðist á stoltið Hoflustueiðurinn (Pledge of Allegi- ance) var dæmdur brotlegur á stjórn- arskrá Bandaríkjanna í alríkisrétti þarlendis fyrr i vikunni. Hefur þetta vakið gifurlega reiði bæði öldunga- deildarþingmanna sem og á fufltrúa- þinginu. Þar sem ríki og kirkja eru aðskilin í Bandaríkjunum komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að orðin „one nation under God“ (ein þjóð sem lýtur Guði) brjóti á því skipulagi. AUir grunnskólakrakkar í 9 fylkjum lands- ins fara með eiðinn á morgni hverjum og var það faðir í Sacramento sem fékk nóg og kærði eiðinn. Hann og fjölskylda hans eru trúleysingjar og vildu ekki láta bam sitt þurfa að hlusta á slíkt guðstal á hverjum morgni sinnar grunnskólagöngu. Ari Fleischer, talsmaður Bush Bandaríkjaforseta, sagði að forsetan- REUTERSMYND Mlchael Newdow Maöurinn sem gerði allt vitlaust og fékk alla upp á móti sér. um þætti dómurinn „fáránlegur" og voru þingmenn honum hjartanlega sammála. Einn þeirra var James Sensen- brenner. „Hvað er næst? Úrskurður dóms sem segir að það verði að taka „In God We Trust“ (Á Guð setjum við traust okkar) af peningaseðlunum okkar? Hvað um að banna frasann „God Bless America" (Guð blessi Am- eríku) þjóðhátiðardaginn 4. júlí?“ sagði Sensen Brenner. Hann bætti því við af ef eiður þessi væri brot á stjómarskránni ætti stjómarskráin að vera brot á stjómar- skránni þar sem vikið er að Guði í henni í ein fjögur skipti. Dómarinn sem kvað upp dóminn hefur nú dregið hann til baka vegna gífurlegra mótmæla um allt land. Dómsmálaráðherra landsins hefur kallað á ný réttarhöld. REUTERSMYND Donald Rumsfeld Bandaríski iandvarnaráðherrann greinir frá vopnafundi í blaðaviðtali. Rumsfeld segir al-Qaeda fá vopn Vígamenn al-Qaeda hryðjuverka- samtakEmna og talibana í Afganist- an hafa fengið nýjar sendingar af vopnum og skotfærum til að berjast við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Afganistan. Þetta kemur fram í viðtali við Donald Rumsfeld, landvamaráð- herra Bandaríkjanna, í viðtali sem bandEuíska dagblaðið Washington Times birtir í dag. Rumsfeld segir að bandarískir hermenn í Afganistan hafi nýlega fundið nýja sendingu Eif vígtólum sem ætluð voru sveitum al-Qaeda og talibana. Ráðherrann neitar þó að greina nánar frá því hvers konar vopn hafi fundist. Hernaðaraögerðir Bandaríkja- manna hafa því ekki náð aö draga aflan mátt úr vígamönnunum. Kínverjar óttast alnæmisfaraldur í nýrri skýrslu sem Sameinuðu þjóðimar hafa gefið út kemur fram að alnæmi gæti á næstu árum breiðst verulega út í Kina þar sem um milljarður manns býr. Samkvæmt upplýsingum Siri Tellier, yfirmanns nefndar á vegum SÞ um alnæmi og HTV-smit í Kína, eru líkur á að um 10 milljónir Kín- verja verði HlV-smitaðar eftir 8 ár en samkvæmt úttekt nefndarinnar voru í fyrra allt frá 850 þúsund tfl 1,5 milljónir manns smitaðar. Tellier segir helsta vandamáliö vera vanþekkingu á smitleiðum og þurfi til að mynda að gera fræðslu- átak um smokka í landinu. REUTERSMYND Nærri Show Low, Arizona Björgunarmenn telja að þeir hafi náð að bjarga bænum Show Low. Eldarnir ógna verndarsvæðum Um leið og björgunaraðgerðir virðast hafa bjargað smábænum Show Low í Arizona í Bandaríkjun- um frá þvi að verða skógareldum að bráð eru verndarsvæði Apache- indiána að fara í rúst. Apache-indíánar hafa búið á há- lendi í austurhluta Arizona-fylkis- ins í hundruð ára en þeir segja að nú þegar hafa eldarnir gereyðflagt efnahagskerfið þetta með því að brenna timbur sem þeir venjulega höggva niður sjálfir sem og að eyði- leggja staðinn fyrir ferðamönnum. „Ég veit ekki hvemig við eigum að hafa efni á að borga fyrir mat eða klára bíla- og trukkaafborganir okk- ar,“ sagði Andrew Kinney, talsmað- ur þeirra, í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.