Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 DV Bush hefur áhyggjur af bókhaldssukki stórfyrirtækja: Þrír stjórnendur kallaðir á teppið REUTERSMYND Nefndarformaður ræðir fjármálasukk Michael Oxley, formaður fjármálaþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, ræðir við fulltrúa fjölmiðla eftir að nefnd hans stefndi æðstu stjórn- endum fjarskiptafýrirtækisins WorldCom tii að koma fyrir nefndina. Þar eiga þeir að svara spurningum um milljarða dollara þókhaldssvindl. REUTERSMYND John Entwistle Af mörgum talinn einn áhrifamesti tónlistarmaður samtímans. Bassaleikari The Who látinn John Entwistle, bassaleikari hinnar goðsagnakenndu hljómsveit- ar The Who, lést í gær á hóteli í Las Vegas, 57 ára að aldri. I dag var áætlað að hefja tónleikaferð hljóm- sveitarinnar um Bandaríkin. Fyrstu fregnir bentu til þess að um hjartaáfall hafi verið að ræða en ekkert verður gefið út fyrr en krufn- ing hefur átt sér stað á líkinu. Eins og gefur að skilja eru aðdá- endur og hljómsveitin sjálf harmi slegin og sendi umboðsmaður þeirra, Bill Curbishley, samúðar- kveðjur sínar til fjölskyldu „Ox“ - eins og hann var ávallt kallaður - og „þeirra milljóna aðdáenda sem eru víðs vegar um heiminn." Af upprunalegri skipan hljóm- sveitarinnar eru því aðeins tveir eftirlifandi, þeir Roger Daltrey og Pete Townsend. Trommuleikarinn Keith Moon dó árið 1978 vegna of stórs eiturlyfjaskammts. Þrír æðstu stjómendur banda- ríska fjarskiptafyrirtækisins WorldCom hafa verið kallaðir á teppið hjá nefnd bandaríska þings- ins til að svara spumingum um bókhaldssvindl fyrirtækisins sem talið er nema milljörðum dollara. Þá hefur önnur þingnefnd sem rannsakar svikamylluna sem leiddi til gjaldþrots orkufyrirtækisins En- ron einnig farið fram á gögn frá fjar- skiptarisanum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur farið fram á að ítarleg rannsókn verði gerð á svindlinu í WorldCom og hann hefur viður- kennt að hafa þungar áhyggjur af áhrifum nýlegra fjármálahneyksla á efnahagslíflð. „Ég hef áhyggjur af efnahagsleg- um áhrifum þess að nokkrir for- ystumenn fyrirtækja hafa ekki stað- iö undir ábyrgðinni sem þeir bera,“ sagði Bush við fréttamenn í Kanada, áður en hann fór á tveggja manna tal við Vladimír Pútin Rúss- landsforseta innan ramma leiðtoga- fundar G8-ríkjanna svokölluðu. Gjaldþrot blasir nú við WorldCom eftir að fyrirtækið var sakað um að hafa í bókhaldi sinu ekki sagt rétt frá 3,85 milljarða doll- ara útgjöldum. Það varð til þess að fyrirtækið sýndi 1,38 milljarða doll- ara hagnað á árinu 2001 þegar í raun varð tap á rekstrinum. Þetta mun hafa verið gert tO að láta líta svo út sem fyrirtækið hefði staðið undir væntingum fjármálasérfræð- inga á Wall Street. Michael Oxley, forseti fjármála- þjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að svo virt- ist sem þetta mál væri til marks um að alvarlega siðferðisbresti ein- stakra manna innan fyrirtækisins. Orku- og viðskiptanefnd þingsins hefur farið fram á að fá margvísleg gögn, þar á meðal nýlega innan- hússendurskoðun sem fletti ofan af bókhaldsmistökunum og minnis- punkta endurskoðunarnefndar allt aftur til ársins 1997. Paul O’Neill, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið undir hneykslan Bush forseta og fleiri. Hann sagði að fjármálaeftirlitið ætti að fá heimildir til að frysta eignir stjórnenda i hneyklismálum eins og því sem nú skekur WorldCom. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Hraunbraut 4, 0201, þingl. eig. Ingi- björg Sólveig Sveinsdóttir, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki íslands, Byko hf., íbúðalánasjóður og Kópavogsbær, þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl. 13.30. Lækjasmári 94, 0101, þingl. eig. Guð- mundur O. Halldórsson og Svava Kristinsdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður, Sparisjóður Mýrasýslu og Sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudag- inn 2. júlí 2002 kl. 15.30. Fjallalind 46, þingl. eig. Byggingarfé- lagið Heiði ehf., gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl. 16.30. Grænatún 22, þingl. eig. Margrét Ingvadóttir og Kristinn Guðmundsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, þriðju- daginn 2. júlí 2002 kl. 13.00. Hlíðarvegur 24, 0101, þingl. kaup- samningshafi Salóme Bergsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl. 15.00. Núpalind 6, 0801, þingl. eig. Mótel ehf., gerðarbeiðendur Aðalblikk ehf. og Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðju- daginn 2. júlí 2002 kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriöjudaginn 2. júlí 2002, kl. 11.00, á eftirfarandi eignum: Jaðar I og n, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Jens Gíslason, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins. Laufskálar 10, Hellu, þingl. eig. Ólafur Hróbjartsson, gerðarbeiðandi Ársæll Karl Gunnarsson. Miðkot, Rangárþingi ytra., þingl. eig. Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánsjóður. Reynifell, lóð 9 b, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Birgir Tómasson, gerðar- beiðandi sýslumaðurinn í Kópavogi. Stóra-Rimakot, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Kró ehf., gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins. Suðurlandsvegur 2, 56,42%, Hellu. þingl. eig. Árni Kristjánsson, gerðar- beiðendur Bifreiðar & landbúnaðar- vélar og Fjármögnun ehf. Tjaldhólar, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Guðjón Steinarsson og Særún St. Bragadóttir, gerðarbeiðandi sýslumað- urinn á Hvolsvelli. Berjanes/Berjaneskot, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Vigfús Andrésson, gerðarbeiðendur Ingvar Grétar Ingv- arsson, Lífeyrissjóður bænda, Lána- sjóður landbúnaðarins og sýslumaður- inn á Hvolsvelli. Frysti- og sláturhús, Þykkvabæ, þingl. eig. Sláturhús Hellu hf., gerðarbeið- andi Djúpárhreppur. Gerðar, 23 ha, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Karl G.S. Benediktsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingar- bankinn hf. Gularás, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Ólafur Árni Óskarsson, gerðar- beiðandi Landssími íslands hf. Heiðvangur 11, Hellu, þingl. eig. Óli Már Aronsson, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður. SÝSLUMADURINN Á HVOLSVELLI REUTERSMYND Einn á kinnina Vilhjálmur Bretaprins teygir sig hér til að smella einum vænum kossi á kinn ofurfyrirsætunnar Claudiu Schiffer en hún afhenti honum verðlaun fyrir að hafa verið í sigurliðinu í pólóieik sem var haldinn til fjáröflunar. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels: Vel hægt að vinna með Yasser Arafat Aðeins nokkrum dögum eftir að Bush Bandaríkjaforseti hvatti Palestínumenn til þess að losa sig við Yasser Arafat, núverandi leið- toga, og fá sér einhvem sem „lætur hryðjuverknað ekki hafa áhrif á sig“ komast til valda, kom Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, öllum á óvart og sagði að hann gæti vel hugsa sér að vinna að friðarferl- inu með Yasser Arafat. Það myndi þó vera þeim skilyrðum háð að hann yrði opinn fyrir miklum skipulagsbreytingum. Þetta kemur fram í viðtali BBC við Sharon sem birtist í dag. ísraelsher hélt í nótt áfram fram- göngu sinni á Vesturbakkanum og skiptist á skotum við harðlínumenn sem halda kyrru fyrir í höfuðstöðv- um Palestínumanna i Hebron. Talið er að 15 Palestínumenn haldi sig þar inni en nokkrir þeirra eru eftir- lýstir í ísrael. Þá hefur Israelsmað- ur verið kærður fyrir njósnir í eig- in heimalandi en hann er talinn hafa unnið fyrir líbanska íslamska harðlínumenn. i Danir hlynntir aöstoð Stjóm Anders Foghs Rasmussens í Danmörku gaf til kynna i gær að hún væri hlynnt land- búnaðarstjTkjum til ríkjanna sem hafa sótt um aðild að Evr- ópusambandinu. Þá vöruðu Danir aðrar þjóðir ESB við að reyna að koma í veg fyrir slíka styrki. Danir taka við formennsku í ESB 1. júlí. Skosku börnin heim Skosku ungmennin og kennarar þeirra sem lentu í rútuslysi í Frakk- landi í gærmorgun flugu heim í gær. Enn eru þó nokkrir á sjúkrahúsi í Frakklandi. Fimmtán ára stúlka lést í slysinu. Starfsfólk SÞ kyrrt Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að ekki væri ætlunin að kalla burt starfsfólk stofnunarinnar í Mazar-i- Shari í Afganistan þar sem ribbaldar og lögleysa veður uppi. Aukin gæsla í lofti Bandaríska landvarnaráðuneytið ætlar að efla mjög eftirlit herflugvéla yfir tólf bandarískum borgum í kringum þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Flóttamenn stinga af Hópur 35 hælisleitenda lagði í morgun á flótta úr sérstökum búðum á afskekktu svæði í Ástralíu og naut aðstoðar velvildarmanna. Fólkið átti yfir höfði sér að vera sent aftur til síns heima. Kanar hafa í hótunum nema friðargæsluliðar heyrðu ekki undir nýjan fastan striðsglæpadóm- stól. Miðar gegn dópinu Æðsti embættismaður baráttunnar gegn fikniefnabölinu í Bandaríkjun- um sagði í gær að Mexíkóum miðaði vel í baráttunni gegn fíkniefnasmygl- urum. Haider heimsækir England Austurríski hægriöfgamaðurinn Jörg Haider gerði stuttan stans í London i gær og við það tækifæri efndu samtök nasistaand- stæðinga til mót- mæla gegn honum. Haider hefur verið stimplaður nýnas- isti og er mikill andstæðingur útlend- inga í landi sínu. Lestarræningi giftir sig Breski lestarræninginn Ronnie Biggs ætlar að giftast brasilískri fyrr- um unnustu sinni í bresku fangelsi þar sem hann situr, hálflamaður og ófær um að tala eftir heilablóðfall. Ætti að huga að efnahag Sífellt fleiri Bandaríkjamenn telja að George W. Bush forseti eigi að snúa sér af alefli að því að bæta efha- hags landsins. Samkvæmt nýrri könn- un telur aðeins þriðjungur að hann hafi gert allt sem hann getur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.