Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 28
3 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 28 Sport ; [ -. * \ ^ \ L. - i 4 • KOREA >PA \ ítalski dómarinn Pierluigi Collina mun dæma úrslítaleikinn á HM á milli Brasilíu og Þýskalands á sunnu- daginn. Þetta val Alþjóöa knatt- spymusambandsins kemur fáum á óvart því Collina er af flestum talinn vera besti dómari heims. Aöstoðar- dómarar Collina í leiknum verða Englendingurinn Philip Sharp og Sviinn Leif Lindberg en Skotinn Hugh Dallas verður fjórði dómari. Saad Mane frá Kúveit mun dæma ieik Suður-Kóreu og Tyrklands um þriðja sætiö. Aðstoðardómarar hans verða Ali Al Traifi frá Sádi-Arabíu og Kanadamaðurinn Hector Verg- ara. Mexíkóinn Felipe Ramos Rizo verður fjóröi dómari. Jean Michel Ferret, læknir franska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn franska liösins hafi verið of þreyttir til að geta varið heimsmeist- aratitilinn. Ferret segir að álagið á bestu leikmönnum Evrópu sé aUt of mikið og hefur hann skrifað bréf tU Alþjóða knattspymusambandsins þess efnis að menn þar á bæ fækki íeiKjum. „Þegar leikmennirnir komu saman og ég fór aö rannsaka þá kom ýmis- legt i ljós. Þeir voru likamlega og andlega búnir og engan veginn í stakk búnir til að taka þátt í jafh erf- iðri keppni og heimsmeistarakeppnin er. Það verður aö fara að finna ein- hverja skynsamlega lausn á leikja- fjöldanum á hverju keppnistímabUi því annars lendum viö i sömu vitleys- unni að fjórum árum liðnum," sagði Ferret. Forráöamenn Inter Milan em hun- inlifandi yfir frammistöðu brasUíska framherjans Ronaldos á HM. Ron- aldo, sem hefur átt við meiösli að striða undanfarin ár og ekki náð sér á strik með Inter, hefur átt frábæra keppni og Massimo Moratti, eigandi félagsins, og Hector Cuper, þjálfari liðsins, hafa keppst við að Maða pdt- inn lofi undanfama daga. „Hann skoraöi glœsilegt mark gegn Tyrkjum sem tryggði þeim sæti í úr- slitaleiknum og kórónaði frábæra frammistöðu í keppninni. Ég er glað- ur fyrir hans hönd og hlakka tU aö fylgjast meö honum með Inter I vet- ur,“ sagði hinn argentinski þjálfari Inter, Hector Cuper. Innanríkisráöherra Suöur-Kóreu hefur ákveðiö að sæma HoUending- inn Guus Hiddink og leikmenn hans í suður-kóreska landsliðinu Bláa drekanum sem er æðsta íþróttaheið- ursmerki Suður-Kóreu. Hiddink hef- ur stýrt Suður-Kóreu í undanúrslit keppninnar sem er betri árangur en nokkum mann helði óraö fyrir áður en keppnin hófst. Hiddink veröur fyrsti útlendingurinn sem hlotnast þessi heiður. Bandariska þingiö iýsti í gær yfir velþóknun sinni með árangur banda- ríska landsliðsins í knattspyrnu á HM en liðiö komst í 8-liða úrslit þar sem það tapaði ósanngjamt fyrir Þjóðverjum. Þingið gaf út yfirlýsingu þar sem segir að þaö voni að knatt- spymuáhugi aukist í Bandaríkjunum í kjölfar þessa frábæra árangurs og að enn einu sinni hafi Bandaríkja- menn farið fram úr væntingum og gefið knattspymuspekingum og fjöl- miðlum langt nef með frammistöðu sinni. Akranes og ÍBV léku i gærkvöld á Skipaskaga en þessi sömu lið léku síðasta sumar hreinan úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn þar sem Skagamenn höfðu betur. Staða liðanna var nokkuð öðru vísi fyrir þennan leik þar sem bæði lið voru í tveimur af þremur neðstu sætunum í deOdinni. Heimamenn voru ekki í vandræðum með slaka gestina og sigruðu örugglega, 4-1. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, var ánægður meö leik liðsins og stigin þrjú. „Ég er ánægður meö þennan leik, sérstaklega að við hættum ekki í hálfleik og hleyptum þeim ekki inn í leikinn. Ég er virkUega ánægður með þessi þijú stig. Það var ánægju- legt að við skyldum skora í upphafi því það er áUtaf gott að skora sem fyrst. Við höfum núna unnið tvo góða heimasigra í röð en á mUli kom slakur leikur á móti Fram. Það vantar kannski aðeins meiri stööug- leika í þetta hjá okkur eins og er. Bjarki kemur með nýja vídd í sókn- arleikinn þar sem hann heldur bolt- anum vel og er mjög skapandi. Það var frábært að fá Bjarka inn í liðiö,“ sagði Gunnlaugur að leik loknum. Það er ljóst að Bjarki Gunnlaugs- son hefur góð áhrif á Skagaliðið og sóknarleikur þess er áUur annar eft- ir að hann fór að spUa. Þá hefur hann verið iðinn við kolann fyrir framan mark andstæðinganna og í gærkvöld skoraði hann fyrsta mark leiksins eftir aðeins rúma mínútu. EUert Jón Bjömsson fann Bjarka inni á teig og þrátt fyrir að Bjarki hitti boltann Ula náði hann að stýra honum í netið. Skagamenn léku undan vindi í fyrri háUleik og sóttu stíft. Um miðjan fyrri hálfleik kom annaö mark og átti Bjarki stóran þátt í þvi. Hann sendi glæsUegan bolta inn fyrir vöm ÍBV og Hjörtur stakk sér inn fyrir með vel tíma- settu hlaupi og náði Hjörtur að skora faUegt mark úr þröngu færi. Heimamenn fengu fleiri færi fyr- ir hlé en gestirnir vom ótrúlega daprir og höfðu ekkert í þá gul- klæddu að gera. Skagamenn byrj- uðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Eftir aðeins rúma mínútu skoraði Hjörtur þriðja mark liðsins og sitt annað í leiknum. Hár bolti kom inn á teig ÍBV og náði Kári Steinn Reynisson að skáUa knöttinn fyrir framan Hjört sem þakkaði fyr- ir sig og skoraði með góðu skoti úr vítateig. Þar með vom úrslitin nán- ast ráðin og ekkert sem benti tU að gestimir myndu snúa blaðinu við. Gunnar Þorvaldsson fékk besta færi ÍBV á 63. mínútu þegar hann slapp í gegn en Ólafur Gunnarsson, mark- vörður ÍA, varði einstaklega vel. Skagamenn voru ekki hættir og bætti varamaðurinn Hermann Geir Þórisson við fjórða markinu aöeins fjórum minútum eftir að hann kom inn á. Gareth Graham náði að laga stöð- una fyrir ÍBV í blálokin með finu skoti rétt fyrir utan vítateig. Skaga- menn höfðu góð tök á leiknum og voru mikiö sterkari aðUinn. AUan neista vantaði hjá ÍBV og var sókn- arleikurinn dapur. Tómas Ingi Tóm- asson, leikmaður ÍBV, var að von- um svekktur með frammistöðu liös- ins. „Þetta var hreint og beint ömur- legt hjá okkur. Þeir skora strax í byrjun og þá fá þeir sjálfstraustið sem við ætluðum að halda þeim frá. Eftir það komumst við aldrei inn í leikinn og þeir voru bara miklu betri en við í dag. Við náðum að stemma okkur vel upp bæði fyrir leik og í hálfleik en síðan fáum við Oleary rekinn frá Leeds David O’Leary var í gær óvænt rekinn sem knattspyrnu- stjóri enska úrvalsdeUdarfélags- ins Leeds eftir fjögurra ára setu í knattspymustjórastóli liðsins. Brottreksturinn kemur nokk- uð á óvart en O’Leary var vel þokkaður bæði meðal forráða- manna og stuðningsmanna Leeds en ástæðan er talin vera sú að hann var algjörlega á móti því að selja vamarmanninn sterka Rio Ferdinand tU Manchester United. Leeds á hins vegar í ijár- hagskröggum eftir mikU leik- mannakaup undanfarin ár og sér söluna á Ferdinand sem góða ieið út úr þeim vandræðum. Að auki voru forráðamenn liðsins ekki sáttir við frammistöðu þess á liðnum vetri þar sem liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti í meist- aradeUdinni þrátt fyrir stórfeUd leikmannakaup. O’Leary vUdi ekkert tjá sig um brottreksturinn í gær en sagði að honum hefði liðið frábærlega þau ár sem hann hafði verið með liðið og óskaði því aUs hins besta. Leikmenn Leeds urðu undr- andi þegar þeir heyrðu fréttimar og áður nefndur Rio Ferdinand sagði að þetta væri mikið áfaU. „Hann keypti mig fyrir háa fjárhæö og gaf mér ótrúlega mik- ið sjálfstraust. Hans verður sárt saknað meðal leikmanna og ég veit að þeir eru ekki ánægðir,” sagði Rio Ferdinand, fyrirliði Leeds. -ósk á okkur mörk í upphafi beggja hálf- leikjanna og það er eins og við séum ekki tUbúnir þegar flautað er tU leiks. Okkur fannst vera góð stíg- andi í liðinu en það er aldeUis búið að sparka því niður núna,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. -Ben -IBV 4-1 (2-0) 1- 0 Bjarki Gunnlaugsson (2., skot úr markteig eflir sendingu Ellerts Jóns Bjömss.). 2- 0 Hjörtur Hjartarson (27., skot úr teig eftir sendingu Bjarka Gunnlaugssonar). 3- 0 Hjörtur Hjartarson (47., skot úr teig eftir sendingu Kára Steins Reynissonar). 4- 0 Hermann G. Þórisson (81., skot úr teig eftir sendingu Andra Karvelssonar). 4-1 Gareth Graham (90., skot utan teigs eftir fyrirgjöf Hjalta Jóhannessonar). ÍA (4-3-3) Ólafur Þór Gunnarsson ... 3 Andri Karvelsson .......3 Reynir Leósson .........4 Gunnlaugur Jónsson......3 Hjálmur Dór Hjálmsson ... 2 Pálmi Haraldsson .......3 Grétar Rafn Steinsson .... 4 Bjarki Gunnlaugsson.....5 (54., Guðjón Sveinsson .... 3) Kári Steinn Reynisson .... 3 (83., Sturla Guölaugsson ... -) Hjörtur Hjartarson .....4 (77., Hermann G. Þórisson . -) Ellert Jón Bjömsson .....4 Dómari: Jóhannes Valgeirs- son (4). Áhorfendur: 1033. Gul sniöld: Hjörtur (75.), ÍA - Graham (72.), Páll (75.), ÍBV. Rauð spiöld: Engin. Skot (á mark): 10 (6) - 5 (2) Honv 9-9 Aukaspyrnur: 8-12 Rangstðóur: 3-1 Varin skot: Ólafur 2 - Birkir 2. IBV (4-4-2) Birkir Kristinsson......2 Hjalti Jóhannesson .....2 Páll Hjarðar ............3 Hlynur Stefánsson.......2 Bjami Geir Viðarsson ... 2 Atli Jóhannsson ........2 Ingi Sigurösson..........2 (69., Gareth Graham.....3) Bjamólfur Lárusson .... 3 Unnur Hólm Ólafsson ... 1 (46., Olgeir Sigurgeirsson . 2) Tómas Ingi Tómasson ... 2 (73., Hjalti Jónsson....-) Gunnar H. Þorvaldsson . . 3 SsðJJeiks; Maður leiksins hjá D-Sporti: Bjarki Gunnlaugsson, ÍA SMAAU5LVSIN&AR Á NETINU!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.