Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Page 9
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 9 Fréttir legu lögreglurannsókn og orð snjó- ílóðasérfræðings Veðurstofu íslands haustið 1995 hefur hættumatsnefnd ísafjarðarbæjar nú komist að þeirri niðurstöðu að hættan á flóðum sé fyr- ir hendi. Þar með er í raun viðurkennt að frásagnir gamalla ísfirðinga af flóð- um og skriðum hafi átt við rök að styðjast. Hættumat lítiö með vísindi að gera! Lögreglurannsóknin dæmalausa er þó ekkert einsdæmi um afstöðu opin- berra aðila til þessara mála. í DV 13. nóvember 1995 segir Magnús Jónsson veðurstofustjóri um tíu ára gamla norska snjóflóðaskýrslu um hættuna á Flateyri: „Við hjá Veðurstofunni vilj- um litið blanda því sem við köllum vísindi inn í það sem kailast hættulin- ur.“ - Norska skýrslan hafði einmitt sýnt að hættumörk snjóflóða á Flat- eyri voru mun neðar á eyrinni en ís- lensk yfirvöld höfðu viljað vera láta. Samkvæmt norsku skýrslunni voru hættumörkin reyndar dregin gletti- lega nærri mörkum snjóflóðsins sem féll 26. október 1995 og banaði 20 manns. Síðan segir Magnús við blaðamann DV: „Hættumat á einstökum stöðum er fyrst og fremst pólitísk málamiðlun og hefur lítið með vísindi að gera og sum- ir segja nánast engin tengsl við vís- indi.“ Gjörbreytt afstaða í dag I dag er afstaða manna til þessara mála að því er virðist gjörbreytt. Eftir snjóflóðin miklu í Súðavík og á Flat- eyri 1995 var samþykkt stjómvaldsá- kvörðun um stórkostlega uppbygg- ingu snjóflóðavama á landinu. í dag fuUyrða menn að pólitískar málamiðl- anir eins og Magnús talaði um og lutu að þvi að hnika varnarlínum vegna hagsmuna einstakra íbúa séu ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu er umræða í byggðum þar sem hættan er fyrir hendi mun opnari og málefnalegri en áður var og menn frekar tilbúnir að viðurkenna staðreyndir. í Bolungar- vík hafa málin reyndar þróast í slag um hversu mikið eigi að greiða fyrir hús sem kaupa verður upp vegna snjó- flóðavama. Niðurstaðan er sú að þau verða keypt upp á matsverði en ekki markaðsverði á staðnum sem er afar lágt. Á svipuðum nótum vora fram- kvæmd uppkaup í Hnífsdal og heilt hverfi rifið niður og hús flutt brott. Ýmsir tala þar um mistök þar sem mun ódýrara og félagslega skynsam- legra fyrir byggð í þorpinu heíði verið að reisa varnargarð ofan við byggðina. Víst er að öll þessi mál era afar um- deild en íslendingar virðast þó vera að komast á það stig að rétt sé að viður- kenna staðreyndir. Uppkaup koma ekki til greina Halldór Halldórsson, núverandi bæjarstjóri á ísafirði, segir að enn vilji menn forðast umræðuna um snjó- flóða- og skriðuhættu við ísafjörð. Svo virðist sem sumir séu alveg búnir að gleyma umræð- unni sem varð 1995. Sama fólk og vill ekki ræða málin flytji sig um set úr húsum sín- um þegar illa viðr- ar. Sem betur fer þá hafi samskipti opinberra aðila þó gjörbreyst í þessum efhum. Haildór leggur áherslu á að vamir séu í raun ekkert annað en forvarnir. í ljósi þess hættumats sem nú hefur verið kynnt komi ekkert annað til greina en að reisa vamarmannvirki. „Uppkaup koma ekki til greina í mín- um huga." Bæjarstjóri telur mikUvægt að fólk viðurkenni að hættan sé fyrir hendi og takist síðan á við að leysa málin á sem farsælastan hátt. Vcunarmann- virki fyrir ofan Eyrina á Isafirði séu ekki síður vöm gegn grjóthruni og aurskriðum. Haildór segir gríðarmikla vinnu fram undan varðandi vamir i bæjar- félaginu. Hann segist ekki gera sér grein fyrir hversu viðamikið þetta dæmi er en það sé mjög stórt. Mikil andstaða var hjá heimamönnum við hættumat: Afstaða manna til mats er nú gjörbreytt - segir sérfræðingur Veðurstofu íslands Dauðsföll! snjóflóðum á íslandi Dauöstöii í byggo Dauösföll utan byggöar 40 35 ro 30 35 34 39 40 1 25 29 §20 23 22 15 18 10 14 14 14 5 6 5 8 5 1801-1826 1826-1850 1851-1875 18781900 1901-1925 1926-1950 1951-1975 1976-2000 Tómas Jóhannesson, jarðeðlis- fræðingur hjá Veðurstofu íslands og einn af höfundum skýrslna um hættumat og snjóflóðavamir, segir að enn þann dag í dag megi segja að gerð hættumats fyrir einstaka staði byggist að verulegu leyti á pólitískri málamiðltm. Sú málamiðlun og þær nýtingarreglur svæða sem fram koma í reglum stjómvalda og nú er farið eftir, eru þó mun varkárari en gerðist fyrir snjóflóöin miklu 1995. Tómas segir að orð Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra í DV 1995 hafi þó verið sögð í ljósi við- bragða sveitarstjóma og hagsmuna- aðila sem viðhöfð voru á þeim tíma. „Hættumat sem þá var undir stjóm Almannavama ríkisins var gert á grundvelli reglugerðar og um- ræðu milli sveitarstjóma og stjóm- valda á þeim tíma. Það komu hing- að til lands sérfræðingar bæði frá Sviss og Noregi auk þess sem hér voru starfandi sérfræðingar á Veð- urstofunni og í Háskólanum. Þá var einnig starfandi Ofanflóðanefnd. Andstaöa heimamanna Meðal þessara aðila var þá rætt um að menn hefðu verulegar áhyggjur af því að snjóflóð gætu fallið talsvert niður i þær byggðir sem menn horfðu þar til. Hins veg- ar settu sveitarstjómir á þeim tíma og margir heimamenn sig mjög mikið á móti því að hættusvæði næðu yfir stór byggð svæði og at- vinnusvæði. Það kom til umræðu á þessum tíma að þetta jafngilti mik- illi eignaupptöku. Einnig að engir peningar væru fyrirliggjandi af hálfu stjómvalda til þess að grípa til neinna ráðstafana sem mark væri á takandi. Því fóru fram umræður sem eðlilegt er að kalla pólitískar milli yfirvalda og sveitarstjóma. Þegar svo sérfræðingar kynntu hættumat, þá-mætti það mikilli and- stöðu. Þá voru skipulagðar byggðir jafnvel einni og tveim götum ofan núverandi byggðahverfis eins og í Bolungarvík. Enginn skilningur Það hættumat sem þá var í gildi fyrir nokkra bæi eins og Flateyri og Súðavík og byggt var á aðferðafræði og reglugerð, var síðan fellt úr gildi með lögum. Hættumatið var í viss- um skilningi málamiðlun vegna þess að þetta umhverfi allt saman var ákvarðað í umræðum stjóm- valda og heimamanna. Það var ekki skilningur hjá neinum þessara aðila á raunverulegum afleiðingum þess- arar stefnu. Samt lá fyrir í tækni- gögnum þess tíma, bæði í norsku skýrslunni vegna Flateyrar og skýrslu Svissnesku snjóflóðavama- stofnunarinnar frá 1974 og ýmsum öðrum gögnum, að snjóflóðahætta væri mjög mikil." - Hefur afstaða heimamanna á hættusvæðum eitthvað breyst? „Það er ljóst að afstaða manna gagnvart þessari hættu er gjör- breytt. Það er ólíku saman að jafna hvaða viðbrögð menn fá nú er þeir kynna hættumat, miðað við það sem áður var. Við vorum áður að missa fólk í snjóflóðum í byggð sem svara um 20 manns á áratug. Ef hægt er að minnka þá hættu um 10-50 falt samkvæmt stefnu stjóm- valda, þá erum við að tala um að það verði hending að það farist fólk í snjóflóði í byggð.“ -HKr. Ráðstafanir vegna snjóflóða: 2,7 milljarðar króna í varnarkostnað - tölur eiga eftir að hækka til muna Snjóflóð og skriðufóll hafa valdið mörgum slysum og stórfelldu fjár- hagslegu tjóni hér á landi. Á tuttug- ustu öld fórast samtals 193 af þessum völdum, þar af 69 eftir 1974. Beint fjárhagslegt tjón vegna snjóflóða og skriðufalla frá 1974 til 2000 hefur ver- ið metið yfir 3,3 milljarðar kr. Kostnaður vegna uppkaupa, flutn- ings byggðar og byggingar varnar- virkja á árunum 1995-2000 nemur um 2,7 milljörðum króna. Ljóst er að áfram mun bætast við þann kostnað og nýjasta dæmið er tuga milljóna króna bætur sem nú er rætt um vegna uppkaupa húsa í Bol- ungarvík. Auk þess á eftir að reisa þar mikla vamargarða. Þá eru menn i erfiðri stöðu á ísafirði og Hnifsdal í ljósi nýs hættumats þar sem mikill fjöldi húsa lendir á skil- greindu hættusvæði. Búið var að ráðgera byggingu vamargarða í Seljalandsmúla i Skutulsfirði. Nýtt mat kallar trúlega á nýjar áherslur og byggingu mun viðameiri mann- virkja við ísafjörð og í Hnífsdal en áður var ráðgert. 2,7 milljarðar í varnarkostnað Beinn kostnaður við snjóflóða- vamir og uppkaup eigna á snjó- flóðahættusvæðum nam á árunum 1995-2000 á verðlagi ársins 2001 samtals 2.685 milljónum króna. Þar af voru ríflega 1,6 milljarðar á Vest- fjörðum. Kostnaður við flutning byggðar og uppkaup húsa í Súðavík 1996 nam 895 milljónum króna. Vegna uppkaupa í Hnifsdal árið 1996 var Suöureyri .Bolungarvík Flateyri'* 'ifS Siglufjöröur • .ó|afsflör6ur .Bíldudalur •‘Tálknafjöröur Patreksfjöröur • Ólafsvík Seyöisfjöröur Neskaupstaöur • Eskiflöröur hann 250 milljónir króna. Vegna varnargarða á Flateyri 1997 var kostnaðurinn 470 milljónir króna. Vegna vamargarða á Siglufirði 1998 var kostnaðurinn 340 milljónir króna. Vegna varnargarða, stoð- virkja og uppkaupa á Neskaupstað árið 2000 nam kostnaður 590 millj- ónum króna. Annar kostnaður vegna undirbúnings framkvæmda víða um land nam á árunum 1995-2000 samtals um 140 milljónum króna. Hörmuleg snjóflóðaslys í Súðavík og á Flateyri árið 1995, sem kostuðu 34 mannslíf og ollu miklu fiárhags- legu tjóni, hafa gerbreytt afstöðu flestra íslendinga til snjóflóðahættu. Slysin opnuðu augu manna fyrir því að snjóflóðahætta er langt um- fram það sem hægt er að sætta sig við í nokkrum þorpum og bæjum á landinu. Rýmingar er hægt að nota til þess að draga að vissu marki úr slysahættu af völdum snjóflóða. Engu að síður verður að líta á víð- tækar rýmingar sem tímabundna ráðstöfun meðan unnið er að lausn vandans með byggingu fuUnægjandi snjóflóðavama og breytingum á skipulagi og landnýtingu, segir í skýrslu Veðurstofu íslands. -HKr. Heimildir: Veöurstofa íslands. Slys og tjón af völdum snjóflóöa og skriöufalla eftir Tómas Jóhannesson og Þorstein Arnalds. Skriðufóll og snjóflóö eftir Ólaf Jóhannesson. DV-MYND GVA Snófióðavarnir á Neskaupstað Þetta er fyrsti áfangi varnanna og annar áfangi er jafnvei enn veigameiri. Sn j óf lóðavarnir: Milljarða- framkvæmdir fram undan - fyrir austan og vestan Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í að byggja upp snjóflóða- mannvirki hér á landi eftir mann- skæð snjóflóð 1995 er enn mikið verk óunnið. Þar eru á ýmsum stigum mannvirki sem kosta munu milljarða króna á svokölluð- um C-svæðum samkvæmt hættu- mati. Á Flateyri er byggingu varnar- mannvirkja að mestu lokið og ein- ungis eftir lokafrágangur. í Súða- vík er flutningi bygginga og upp- byggingu á nýju þorpi að mestu lokið. í Bolungarvík er verið að gera umhverfismat vegna þver- og leiðigarða sem fyrirhugað er að koma upp í hlíðinni ofan við bæ- inn. Þar er einnig gert ráð fyrir uppkaupum á nokkrum húsum. Hættumat vegna þessa verður væntanlega kynnt í Bolungarvík í haust. Eftir að hættumat er stað- fest hefur bæjarstjórn 6 mánuði til að leggja fram aðgerðaáætlun. Á ísafirði hafa verið byggð varn- armannvirki ofan við sorpbrennsl- una Funa í Engidal. Þar eru nú einnig uppi hugmyndir að vörnum í Seljalandsmúla sem ekki hafa verið tímasettar. Nýtt hættumat á ísafirði og í Hnífsdal, sem kynnt hefur verið, kallar síðan á enn viðameiri varnaraðgerðir. Þær munu væntanlega bæði snúast imi snjóflóðahættu og hættu á grjót- hruni og aurskriðum og verða mjög viðamiklar. Á Siglufirði hefur verið unnið að uppbyggingu varnargarða fyrir á Qórða hundrað milljónir og er því ekki endanlega lokið. Fyrsta áfanga vamarmann- virkja í Neskaupstað er að ljúka. Þar voru byggðir varnargarðar, stoðvirki og keypt upp hús fyrir 590 milljónir króna. í öðrum áfanga er gert ráð fyrir enn stærri vamargarði ofan við norðurhluta byggðarinnar. Á Seyðisfirði er svo verið að vinna að undirbúningi fyrsta áfanga, eins er horft tO Reyðar- Qarðar og fleiri staða. í heild em um 20 staðir á landinu þar sem meiri eða minni framkvæmdir hafa verið gerðar eða eru fyrirhug- aðar á næstu árum. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.