Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 2
2 Fréttir FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 2002 dv Þverpólitísk samstaða meðal þingmanna um að hafna yfirtöku SPRON: Sparisjóðirnir munu týna tölunni úti um allt land - varðar mjög landsbyggðina að mati þingmanns í efnahagsnefnd Þverpólitísk samstaða er meðal þingmanna um að leggjast gegn yfir- tökuhugmynd Búnaðarbankans á SPRON. Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður efnahags- og viö- skiptanefndar, segir að ef hankarnir eignist sparisjóðina sé viðbúið að útibúum fækki mjög og því varði málið landsbyggðina mjög. Hann telur líkt og þorri þingmanna að áformuð yfirtaka sé gegn anda lag- anna. „Ef viðskiptabankanir eignast sparisjóðina munu þeir týna töl- unni því bankamir munu ekki haga Samdrætti að ljúka: Jákvæð skilyrði til hagvaxtar Síðasta spá Þjóðhagsstofnunar ger- ir ráð fyrir verulegri aukningu í f]ár- festingu á árinu 2003, eða sem nemur um 10% frá árinu 2002. Þessi aukning kemur í kjölfar nálægt 20% samdrátt- ar næstu tvö ár á undan og er helsta skýring á auknum hagvexti á næsta ári skv. nýútkomnu vefriti fjármála- ráðuneytisins. Ráðuneytið telur að hér gæti að einhverju leyti áhrifa vaxtalækkana að undanfórnu en einnig megi ætla að nýlegar ákvarð- anir stjórnvalda um skattalækkanir á fyrirtækjum ráði nokkru. Fjármálaráðuneytið telur vísbend- ingar um að hagvöxtur kunni að verða meiri en Þjóðhagsstofnun hefur spáð. „Jafnframt gæti samdrátturinn á yfirstandandi ári orðið minni og jafnvel enginn þegar upp er staðið. Ein aíleiðing slíkrar þróunar er að viðskiptajöfnuður yrði heldur óhag- stæðari. Við þessar aðstæður er brýnt aö fylgja aðhaldssamri stefnu í fjár- málum ríkis og sveitarfélaga, m.a. í fjárlagagerð næsta árs,“ segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. -BÞ Heimur kaupir Eddu-tímarit Útgáfufélagið Heimur hefur keypt tímaritadeild útgáfufélagsins Eddu - miðlunar, sem gefur út tímaritin Atlantica, Iceland Review og Ský, og heldur úti vef í tengslum við þaö. Þessi tímarit tilheyrðu fyrirtækinu Icland Review sem við samruna Vöku-Helfafells og Máls og menn- ingar varð hluti af Eddu. Úgáfu allra timaritanna verður haldið áfram hjá Útgáfufélaginu Heimi, sem m.a. gefur út tímaritið Frjálsa verslun og ýmis upplýsinga- rit fyrir ferðamenn. Starfsfólki tímaritanna hefur verið boðið starf hjá Heimi. -GG Akureyri: Knattspyrnuhús rís úr jörðu Fyrstu stálsperrurnar í nýju fjöl- nota íþróttahúsi á Akureyri voru reistar í gær. Húsið stendur á fé- lagssvæði Þórs og er gríðarstórt en áætlað er að byggingu þess ljúki í desember. Búist er við að þessi draumur norðlenskra knatt- spyrnumanna kosti allt að 500 milljónir króna. -ÓK Jón Vilhjálmur Bjarnason. Egilsson. sér öruvísi en þeir hafa áður gert. Þeir hafa dregiö úr útlánum á ein- stökum landsvæðum og neitað lán- um til ýmissa byggðarlaga. Það mun því veikja ýmis landsvæði verulega ef sparisjóðunum sem lánastofnunum verður ekki stjómað af þeim mönnum sem bera hags- muni atvinnulifsins mjög fyrir brjósti,“ segirKristinn. „Sparisjóðimir eru almennings- eign og ég tel að nú verði aö staldra við og endurskoða lögin þannig að tryggt sé aö hlutverk sparisjóðanna verði ekki harðsvíruðum fjármagns- eigendum að bráð,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir að lögin sem Hátt í tvö þúsund umsóknir hafa borist um framlög frá Hjálparstarfi kirkjunnar frá því í október. Þetta er mikil aukning umsókna enda eru þær nú orðnar fleiri en allt starfsár- ið þar á undan. Eins og fram kom í DV í gær er allt það fé nú uppurið sem ráðstafa átti til bágstaddra fram í október. Reyndar var ákveö- iö að loka frá og með 10. júní. 5,4 milljónum króna hefur þegar verið varið til bágstaddra frá í okbóber, að sögn Önnu Ólafsdóttur, tals- manns hjálparstarfsins. „Þetta er aðallega fólgið í matar- aðstoð. Fólk kemur til okkar allt að þrisvar sinnum," sagði Anna. Vilborg Oddsdóttir, félagsráögjafi hjá hjálparstarfinu, segir að það Pétur Kristinn H. Blöndal. Gunnarsson. sett voru um banka og sparisjóði í maí í fyrra hafi veriö hroðvirknis- lega unnin og vinstri grænir hafi varað við því. Hann sé mjög gegn hlutafélagavæðingu sparisjóðanna enda sé hlutverk þeirra að þjóna sínu umhverfi þannig að þeir gegni víða lykilhlutverki i byggðum landsins. Því heyri þeir ekki undir hámarksarðsemiskröfu eigendanna. „Það á fresta öllum hugmyndum um breytingar á sparisjóðunum og fara betur ofan í lögin. Það veröur að vera tryggt að ekki sé hægt að ganga að almenningseignum og hirða þær upp, annaðhvort með hlutafélagavæöingu eða beinum yf- irtökum," segir Jón. hafi komið sér á óvart hvaða hópur fólks það er sem sækir um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar. „Mér finnst að hópur utangarðs- manna og alkóhólista hafi minnkað. Það er eins og þeir sæki meira í að- stoð til Samhjálpar og fái þar heitan mat. Til okkar kemur meira venju- legt fólk ef svo skal segja - fólk sem tekst ekki að ná endum saman. Ég tel að stærsti hópurinn séu einstæð- ar ómenntaðar mæður sem eru á al- mennum leigumarkaði - fá kannski 80-90 þúsund krónur útborgað og ná ekki að framfleyta sér og sínum eft- ir að hafa greitt leigu. Bara ef ís- skápur bilar eða einhver þarf að fara i tannviögerð þá brestur allt. Fólkið kemur ekki til okkar fyrr en Pétur einangraöur Pétur Blöndal virðist nokkuð ein- angraður meðal þingmanna hvað varðar yfirtökuhugmyndir Búnað- arbankans á SPRON. Enginn þing- maður sem DV ræddi við í gær sagðist sammála yfirtökuhugmynd- inni. Fjármálaeftirlitið hefur enn ekki skilað umsögn um gjöminginn en viðskiptaráðherra hefur efa- semdir um lögmætið, líkt og fleiri. í samtali við DV sagðist Valgerður Sverrisdóttir telja að það samræmd- ist ekki lögunum að hægt væri að yfirtaka sparisjóðina á þennan hátt. „Þetta hefur hins vegar ekkert með lagabreytinguna að gera sem átti sér stað í fyrra. Þar er ekki tekið á þessu ákvæði. Ef þetta reynist heim- ilt núna hefur það eins verið hægt fyrir áratug,“ sagði Valgerður. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segist ekki sjá hvemig yfir- takan eigi að geta gengið upp og Einar K. Guðfinnsson, sem einnig situr í nefndinni, segir að yfirtakan nái ekki nokkurri átt. það er búið að fullreyna allt annað - ættingja og svo framvegis en er yfir viðmiöunarmörkum hjá félagsþjón- ustunni," segir Vilborg. Hún segir að ljóst sé að umsækj- endum fari fjölgandi. „Ég sé fyrir mér að atvinnulausir eigi líka eftir aö koma í auknum mæli til okkar í haust miðað við hvernig ástandið er á vinnumarkaðnum," sagði Vilborg Oddsdóttir. Rétt er að taka fram að opnað verður aftur fyrir mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eftir versl- unarmannahelgina. Formaður stjómar sagöi við DV að nýjar ákvarðanir þurfi að taka bráðlega um aukafjárveitingu og öflun fjár til þess. -Ótt -BÞ Fegurð á hverju strál Þaö var ekki amalegt aö litast um á Austurvelli þegar Ijósmyndara DV bar þar aö garöi í sólríkjunni. Léttklæddar stúlkurnar litu ekki upp úr beöunum sem þær voru aö snyrta og veröur ekki annaö sagt en fögur kyrrö og friöur ríki á þessari sumarmynd. 5,4 milljónum varið í hátt í 2 þúsund umsóknir til Hjálparstarfs kirkjunnar: Kemur á óvart að „venju- legt“ fólk sækir um aðstoð - segir félagsráðgjafi - fólk kemur einfaldlega þegar endar ná ekki saman Mikill þurrkur Mikil þurrkatíð hefur verið víða á Vesturlandi undanfarið og segja bændur það sums staðar farið að koma niöur á sprettunni. Þurrkur- inn kemur sér hins vegar vel fyrir þá sem stunda dúntekju. Morgunblaðið greindi frá. Flugmönnum sagt upp Flugleiðir hafa sagt upp 25 fast- ráðnum flugmönnum hjá félaginu auk þess sem níu manns sem ráðn- ir höfðu verið tímabundið til starfa fengu ekki framlengdan ráðningar- samning. Ástæðan fyrir uppsögnun- um er að fyrirtækið hefur verið að minnka umsvif sín yfir vetrarmán- uðina. Þjóöhagsstofnun hættir Þjóðhagsstofnun verður lögð nið- ur 1. júlí, í samræmi við lög Alþing- is. Verkefni stofnunarinnar verða flutt til Hagstofu íslands og fjár- málaráðuneytisins. Flestir starfs- menn sem unnið hafa að gerð þjóð- hagsreikninga munu fyrst um sinn halda því starfi áfram í því húsnæði sem Þjóðhagsstofnun hefur haft til umráða. Á síöasta dropanum Snemma í gærmorgun lenti á Vestmannaeyjaflugvelli eins hreyf- ils flugvél af gerðinni Antonov AN 2 en vélin var við það að verða bens- ínlaus. Vélin var að koma frá Skotlandi á leið til Reykjavíkur með tvo menn innanborðs. Morgunblað- ið greindi frá. 2000 bílar stöövaðir Árleg umferðarkönnun umferðar- ráðs hófst í fyrradag og er henni lokiö viðast hvar. Lögregluembætt- in á landinu sjá um að framkvæma könnunina og samtals stöðva lög- reglumenn um 2000 bíla og leggja ýmsar spumingar fyrir ökumenn. Tveir bridge-sigrar ítalir hafa tryggt sér Evrópumeist- aratitilinn í bridge þóttt enn séu fjórar umferðir eftir af mótinu. Karlalands- liði íslands gekk vel í gær, vann Fær- eyjar 20-10, síðan Lichtenstein 21-9 og tapaði loks fyrir Danmörku 8-22. Kvennalandsliðið vann Danmörku 20-10, tapaði siðan illa fyrir Þýska- landi 3-25 og loks 14-16 gegn Finn- landi. í Opna flokknum er ísland í 12. sæti. Kvennaliðið er í 21. sæti. -HK/StG. I ilfii helgarblað Fiskur, dúnn og stjórnleysi í Helgarblaði DV á morgun er ítarlegt við- tal við Hrafh Gunn- laugsson kvikmynda- leikstjóra um fram- kvæmdir hans í Laugar- nesi, erfið veikindi eftir bílslys og næstu verk- efni þessa umdeilda listamanns sem seg- ist hiklaust vera stjómleysingi. í blað- inu er einnig viðtal við Brynjólf Bjama- son nýráðinn forstjóra Landssímans. Brynjólfur talar um framtíðina, ftjáls- hyggjuna og menninguna. DV fer í heimsókn til Jóns Sveinssonar, æðar- bónda í Miðhúsum í Reykhólasveit, sem stendur í striði við yfirvöld um rétt sinn til að veija æðarvarpið fyrir eminum. Og þá er Eiríkur Jóhannsson, forstjóri Kaldbaks á Akureyri, sannarlega ómyrkur í máli í viðtah um KEA-árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.