Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 10
10 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskíptablaðiö Þyrping nýtti forkaupsréttarákvæði gagnvart Nanoq: Gert er ráð fyrir samein- ingu Nanoqs og Útilífs Eigendur Þyrpingar nýttu sér forkaupsréttarákvæði til að ganga inn í sölu á útilífs- og íþróttavöru- versluninni Nanoq og á Þyrping nú allt hlutafé verslunarinnar. Gert er ráð fyrir að hún verði sam- einuð versluninni Útilífi sem er í eigu Baugs. Fyrir skömmu var 70% eignarhlutur í fyrirtækinu ís- lenskri útivist ehf., sem rekur Nanoq, seldur til Guðmundar Ágústs Péturssonar, eiganda GÁ Péturssonar hf. og Sportmanna ehf. Salan var gerð með fyrirvara um forkaupsrétt Þyrpingar sem ákvað að nýta sér strax forkaups- réttinn. Nanoq hefur að mestu verið í eigu þeirra Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona og fyrirtækja sem eru tengd þeim. Þegar Þyrping var seld fyrir skömmu til fasteignafé- lagsins Stoða, sem eru i eigu Kaup- þings, SPRON og Baugs, fylgdi þar með 30% eignarhlutur og for- kaupsréttur að hinum hlutnum. Þar með varð ljóst að Baugur átti óbeint orðið hlut í Nanoq en sem kunnugt er rekur hann verslanir Útilífs. í nýrri stjóm Þyrpingar sitja tveir fulltrúar Baugs og gera menn á markaðinum ráð fyrir að verslanirnar verði sameinaðar. Rekstur Nanoqs hefur gengið brös- uglega og í vetur fór að verða dráttur á því að birgjum væri greitt fyrir vörur sinar. Undanfar- ið hefur hlaðist upp skuld við þá og var það meðal annars tilgangur Guðmundar Ágústs, með að koma inn í Nanoq, að taka á þeim mál- um. Hann sagðist þó síður en svo vera ósáttur við þessa niðurstöðu: „Menn eru bjartsýnir á að þessir sómamenn, sem hafa milljarða á milli handanna, taki vel á málum þegar þeir eru komnir þarna inn,“ sagði Guðmundur Ágúst. Aðrir heildsalar, sem Viðskipta- blaðið hafði samband við, taka undir þetta en miklar áhyggjur ríktu meðal þeirra um niðurstöðu málsins. Vegna fjárhagslega sterkra bakhjarla Nanoqs voru litlar tryggingar að baki viðskipt- unum og blaðið hefur heimildir fyrir því að einstaka birgjar eigi inni vörur hjá Nanoq fyrir á milli 25 og 30 miíljóna króna. Eigið fé verslunarinnar var um 140 millj- ónir í upphafi og mun nú vera uppurið. Hlutafjár- hópurinn frágenginn Gengið hefur verið frá fjármögn- un að kaupum Hreggviðs Jónssonar á innanlandsdeild Pharmaco og sagðist Hreggviður gera ráð fyrir að gengið yrði frá greiöslu um næstu helgi. „Það gekk mjög greið- lega að fá inn hluthafa," sagöi Hreggviður í samtali við Við- skiptablaðið í gær en hann dvaldi þá í fríi á Spáni. Hreggvið- ur tekur yfir rekstur Pharmaco ísland ehf. 1. júlí nk. og þá er gert ráð fyrir að hlut- hafalisti liggi fyrir. Aðspurður sagð- ist Hreggviður ekki geta upplýst hverjir mynduðu hluthafahópinn en sagði að tveir aðilar yrðu með stór- an hlut. Stjóm Pharmaco hf. samþykkti í lok maí sl. kauptiiboð Hreggviðs Jónssonar í 80% eignarhlut í Pharmaco ísland ehf. Hjá Pharmaco ísland ehf., sem yfirtekur alla inn- lenda starfsemi Pharmaco hf„ starfa um 130 manns í 7 markaðsdeildum og heildsöludeild. Félagið rekur heildverslun með lyf, snyrtivörur, heilsuvörur, rannsóknarvörur og lækningatæki. Félagið hefur 35% markaðshlutdeild á lyfjamarkaði. Við kaupin lágu ekki fyrir aðrar upplýsingar en að kaupandi væri Hreggviður Jónsson og að hann yrði nýr forstjóri félagsins. Hann greindi þá frá því að hann hygðist stofna eignarhaldsfélag um fjárfest- inguna og fá fleiri fjárfesta til liðs við félagið. Pharmaco hf. mun áfram eiga 20% eignarhlut í félag- inu. Hreggviöur Jónsson. Tæplega 100 milljónir hafa safnast í hlutafé Nú þegar hafa safnast 88 milljón- ir króna í nýju hlutafé fyrirtækisins Globodent BV á Akureyri. Tak- markið er að safha alls eitt hundrað miiljónum til að þróa áfram hug- mynd Egils Jónssonar tannlæknis um framleiðslu á fjöldaframleiddum postulínsfyllingum til að gera við skemmdir í jöxlum. Danska fyrir- tækið Pinol A/S leggur fram 50 milljónir í formi hönnunarvinnu, án þess þó að eignast nokkuð í fyr- irtækinu, en fær í staðinn fram- leiðslurétt á vörunni til næstu 7 ára. ítalska fyrirtækið Design Grop Ital- ia sem hefúr unnið að endurbótum á hugmyndinni kemur inn sem hluthafi og nýir innlendir hluthafar eru Akureyrarbær, Iðntæknistofn- un, og Sjóvá-Almennar. Fyrir áttu hlut í félaginu, Innsæi ehf., félag í eigu Egils Jónssonar og fjölskyldu hans, og Prokarius ehf„ félag í eigu hóps tannlækna og starfsmanna Iðntæknistofnunar. Enn vantar 12 milljónir króna til að tryggja nægt fjármagn til að gera hug- mynd Egils að söluvöru. Hann er þó fullviss um að það fjármagn eigi eftir að skila sér - hvaðan sem það komi. Hann bindur vonir við að hægt verði að reisa verksmiðju á Akureyri til að framleiða postulínsfyllingamar en útilokar ekki að hún verði reist á er- lendri grundu. Það ræðst af viðtökum hér heima en Egill hefur kynnt áætl- anh sínar fyrh Valgerði Sverrisdótt- ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, enda telur hann þær ríma vel við nýja byggðaáætlun ríkisstjómarinnar. Ráðuneytið hefur þegar styrkt verk- efnið um þrjár milljónh króna. Gangi hönnunarvinna vel og takist að tryggja það fjármagn sem upp á vantar gera áætlanh ráð fyrh því að framleiðsla fyllinganna og markaðs- setning geti hafist í lok árs 2003. Egill er enn sannfærður um ágæti við- skiptahugmyndarinnar, þó svo að það hafi reynst erfiðara að ná í fjármagn en vonh stóðu til - offjárfesting í tölvu- og tæknigehanum sá til þess. Egill hefur sett markið hátt og telur að fyrirtækið geti jafnvel orðið stærra en Össur sem hefur vaxið af miklum krafti undanfarin misseri. „Sem betur fer eru fáh einstaklingar einfætth og kannski því miður fáh einstaklingar án tannskemmda," segh Egill en bæt- ir við að vegna þess sé markaðurinn nægur og ekki þurfi nema um 5% markaðshlutdeild til að bæði land og þjóð geti hagnast umtalsvert. Sæsilfur í Mjóafirði: Rúmlega milljón seiði í kvíar í gær var fyrstu laxaseið- unum komið fyr- h í nýjum kvíum Sæsilfurs hf. í Mjóafirði. Alls verður um 1,2 milljónum seiða komið fyrh í kvi- unum, sem eru 14 talsins, og eru þær efth þessa viðbót orðnar 20. Seiðin eru flutt í kvíarnar með sérstökum brunnbáti sem fyrirtæk- ið leigh í sumar og þarf hann að fara allmargar ferðh til að fylla þær en reiknað er með að kvíamar verði orönar fullar af laxi þegar líða tek- ur á sumarið. Nýr og fullkominn fóðurprammi Sæsilfurs kom til Neskaupstaðar um helgina, en hann var keyptur í Noregi og dreginn til landsins af brunnbátnum. Prammanum veröur komið fyrh við kvíamar í Mjóafirði og tengt viö hann tölvustýrt fóður- kerfi með neðansjávarmyndavélum. Pramminn tekur 250 tonn af fóðri og er útbúinn með skrifstofu og íbúð fyrh tvo starfsmenn. Þeh geta því látið fara vel um sig úti á firðinum og gist yfir nótt ef þörf krefur. Gert er ráð fyrh að slátmn á laxi úr Mjóafirði hefjist í haust í nýju laxasláturhúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en stefnt er að því að slátra í fyrstu allt að 700 tonnum. Sá lax sem Sæsilfur hefur alið í firðin- um til þessa þykh hafa dafnaö vel en gert er ráð fyrh að fiskurinn sé að meðaltali um 4 kíló þegar hann hefur veriö slægður. Sæsilfur hefur leyfi fyrh að framleiða allt að 4000 tonn af laxi á ári og er stefnt að því að ná því marki árið 2004 og gert ráð fyrh að framleiðslan verði kom- in í allt að 8000 tonn árið 2006. Áætl- uð velta Sæsilfurs árið 2004 nemur um einum milljarði króna. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 DV Þetta helst ''JS iraiŒ=7;Tfflraii!Kn'>l ItT: 4:1- HEILDARVIÐSKIPTI 4600 m.kr. Hlutabréf 2000 mkr. Húsbréf 1000 mkr. MEST VIÐSKIPTI © Delta 720 mkr. 0 íslandsbanki 700 mkr. Q Landsbanki 125 mkr. MESTA HÆKKUN o MP-Bio 12,5% 0 Delta 5,8% 0 Þormóöur rammi - Sæberg 5,0% MESTA LÆKKUN o Skýrr 14,4% 0 Hampiðjan 4,9% 0 Rugleiöir 4,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1299 stig - Breyting O 1,23 % Rivaldo Vitor Borba Ferreira. Rivaldo flæk- ist í íslenskt dómsmál Það er líklega ekki á hverjum degi sem heimsþekkth knattspymu- menn flækjast í íslensk dómsmál en fyrh stuttu tók Hæsthéttur fyrh mál sem brasilíski knattspymumað- urinn Rivaldo Vitor Borba Ferreha tengdist þótt hann ætti engan bein- an hlut að máli. Það er í málarekstri sem WSC eignarhaldsfélag hf. hóf gegn íslandsbanka en bankinn tók að sér sölu hluta í WSC á ákveðnu gengi og samið var um að kaupend- ur skyldu greiða álag á hvem seld- an hlut tækist WSC að uppfylla til- tekin skilyrði. WSC ætlaði að setja upp netsíðu með upplýsingum um knattspymu og átti þar meðal ann- ars að vera að finna heimasíður heimsþekktra knattspymumanna. WSC, sem taldi sig hafa uppfyllt öll skflyrðin, (sem m.a. fólust í því að fá mann eins og Rivaldo til að skrifa undh samning) krafðist síðar bóta úr hendi íslandsbanka á þeim grundvelli að ekki hefði verið inn- heimt umrætt álag úr hendi kaup- enda en upphæðin, sem um var að tefla, nam tæpum 30 milljónum króna. Hæsthéttur taldi að atvikum málsins virtum þótti sýnt að WSC hefði ekki á umsömdum tíma lagt fram gögn því til staðfestu að hann hefði uppfyllt samning aðila um fyrrgreind skilyrði. Af 1. mgr. 15. gr. laga nr. 113/1996 um verðbréfavið- skipti var talið leiða, að Islands- banki hefði verið rétt og skylt að gefa þeim sem fjárfestu í hlutafé WSC allar upplýsingar um það hvemig gekk að uppfylla skilyrði samningsins og ekki var talið eins og á stóð, að íslandsbanka hefði bor- ið að reyna innheimtu viðbótar- greiðslunnar. Var íslandsbanki samkvæmt þessu sýknaður af kröf- um WSC. Útvatnaður saltfískur, án beina, til að sjóða. Sérútvatnaður saltfiskur, án beina, til að stetkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.