Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 27 «r Sport Þrjú töp í síðustu fjórum leikjum Bjarni Jóhannsson fylgist hér með sínum mönnum í gær en Grindavík mátti þá sætta sig við sitt þriðja tap í síðustu fjórum leikjum í Símadeild karla, nú 2-4 á heimavelli gegn nýliðum Þórsara. Grindvíkingar eru engu að síður í }riðja sæti deildarinnar með 11 stig. DV-mynd Teitur Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkui 0-1 Gunnar Konráðsson (9., skot af marklínu eftir aukaspymu Páls Viðars). 0-2 Orri Freyr Óskarsson (36., skot úr markteig eftir sendingu Jóhanns). 0-3 Orri Freyr Óskarss. (50., skot úr teig eftir stungusendingu Ashley Wooliscroft);, 1-3 Óli Stefán Flóventsson (56., skaUi úr teig eftir fyrirgjöf Grétars Hjartarsonar). 1- 4 Jóhann ÞórhaUsson (63., skot rétt innn teigs eftir háa sendingu Wooliscroft). 2- 4 Sinisa Kekic (64., skalli úr teig eftir aukaspymu Grétars Hjartarsonar). Maður leiksins hjá DV-Sporti: Atli Már Rúnarsson, ÞórAk. Grindavík (4-4-2) Albert Sævarsson .......2 Ray Anthony Jónsson ... 2 Guðmundur A. Bjamason 2 (66., Alfreð Jóhannsson . . 3) Ólafúr Öm Bjamason ... 3 Gestur Gylfason ........2 ÓU Stefán Flóventsson ... 3 Vignir Helgason ........2 (66., Eysteinn Hauksson . . 3) Paul McShane............3 Scott Ramsey............3 Grétar Hjartarson......3 Sinisa Kekic ...........3 Dómari: Garðar Öm Hinriksson (5). Áhorfendur: 650. Gul suiðld: Páll Viðar (48.), Þór Ak. Rauð spiðld: Engin. Skot (ú mark): 23 (13) - 10 (7) Horn: 4-3 Aukaspyrnur: 16-14 Rangstööur: 2-6 Varin skot: ' Albert 2 - Atli Már 8. Þór Ak. (4-4-2) Atli Már Rúnarsson.....5 Ashley Wooliscroft .....4 Jónas Baldursson .......3 Óðinn Ámason...........3 Hörður Rúnarsson.......3 Þórður HaUdórsson......3 (55., Örlygur Helgason ... 3) Kristján Elí Ömólfsson . . 3 PáU Viðar Gislason.....4 Jóhann ÞórhaUsson......4 (82., Hlynur Eiríksson . . . -) Orri Freyr Óskarsson ... 4 Gunnar Konráðsson .... 3 (66., Andri B. ÞórhaUsson 3) Gæði leiks: Grindavík-Þór Ak. 2-4 (0-2) Mættu eins Þórsarar gerðu aldeilis góða ferð til Grindavíkur í gærkvöld en þá báru þeir sigurorð af heimamönnum, 2-4, í skemmtilegum og kaflaskiptum leik. Þetta er annar sigur norðanmanna í sumar en sá fyrri kom í fyrsta leik mótsins en þá lögðu þeir Skagamenn uppi á Skipaskaga. Gestimir komu miklu betur stemmdir til leiks og þrátt fyrir að heimamenn ættu fyrsta færi leiksins þar sem Þórsarar björguðu á línu, voru þeir áberandi betri og náðu for- ystunni á 9. mínútu. Þeir héldu síð- an áfram að spila vel og virkilega gaman var að sjá til þeirra því bolt- inn gekk vel á milli manna og ekkert óðagot var í gangi og þeir voru síðan eldsnöggir að opna vöm heimamanna sem voru nánast rænulausir lungann úr fyrri hálfleik. Þórsarar uppskáru síðan annað mark á 36. minútu og var sú sókn einkar glæsileg og þeir verðskulduðu svo sannarlega þessa forystu sem þeir fóm með inn i síðari hálfleikinn. Grindvíkingar komu miklu ákveðn- ari til leiks í síðari hálfleik enda ann- að vart hægt eftir hörmungina í þeim fyrri en Þórsarar voru ekkert á þeim buxunum að gefa neitt eftir og bættu við þriðja marki sínu á 50. mínútu og virtust hafa greitt heimamönnum náðarhöggið. Þeir neituðu hins vegar að gefast upp og minnkuðu muninn 6 mínútum síðar og héldu þar með í smávon. Þórsarar færðu sig aftar eftir þriðja markið sitt og smám saman náðu Grindvikingarnir tökum á leik sinum en klaufaskapur i vöminni varð þess valdandi að gestfrnir bættu við fjórða marki sínu á 63. mínútu og nú virtist heimamönnum öllum lokið. Þeir hysjuðu þó upp um sig brækumar og skoruðu strax á næstu mínútu og eft- ir það mark fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Þórsara og hefðu Grindvíkingar getað með smá- heppni bætt við marki eða mörkum en Atli Már Rúnarsson, markvörður Þórsara, lokaði fyrir allt slíkt með frábærri frammistöðu. í heildina séð var sigur gestanna mjög svo sanngjam og þeir sýndu það i fyrri hálfleik að þeir geta spilað fót- bolta eins og hann gerist einna best- ur hér á landi. Mikill hreyfanleiki, gott skipulag og góðar útfærslur í bland við hörkubaráttu er það sem einkennir liðið þegar það nær sér á strik. Loksins annar sigur Atli Már Rúnarsson var enda kátur í leikslok þegar DV-Sport náði af hon- um tali: „Við höfum verið að byrja illa í undanfomum leikjum og ákváðum að koma til leiks af krafti og það tókst vel hjá okkur og loksins er annar sig- ur kominn í hús. Við vorum einnig ákveðnir í því að spila sóknarbolta og það gekk svona ljómandi vel í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni og skilaði okkur þriggja marka forskoti og ósjálfrátt færðum við okkur aftar eftir þaö enda annað oft erfitt. Þeir sóttu svo á okkur en við ætluðum okkur stigin þrjú og inn á beinu brautina aftur, og þar ætlum við að vera,“ sagöi Atli Már Rúnarsson. Bjami Jóhannsson, þjálfari Grind- víkinga, var, eins og gefur að skOja, afar ósáttur með leik sinna manna og átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum og gremju en orð hans hér lýsa ágætlega leik Grindvíkinga sem vilja eflaust gleyma honum sem fyrst: „Menn mæta hér alveg eins og aular til leiks og það náttúrlega kálar leikn- um fyrir okkur! Við mættum þó allavega ágætlega stemmdir i síðari hálfleikinn en fáum síðan þetta þriðja mark á okkur sem var auðvitað bara alveg hræðilegt sem og það fjórða, al- veg ömurleg mörk að fá á sig. Við reyndum þó hvað við gátum eftir þessi áfóll og fengum fullt af færum til að jafna þetta en það er djöfullegt að þurfa að fá á sig fjögur mörk til að menn ranki við sér og átti sig á því um hvað leikurinn snýst,“ sagði Bjami Jóhannsson, þungur á brún. -SMS Blcmd i poka Vilborg Jóhannsdóttir, fijálsíþrótta- kona úr UMSS, keppir 1 sjöþraut í 2. deild Evrópubikarkeppninnar í Mari- bor í Slóveníu um helgina. Vilborg verður eini íslenski keppandinn á mótinu. Besti árangur Vilborgar á þessu ári er 4834 stig en þeim árangri náði hún á Meistaramóti íslands fyr- ir skömmu. Vilborg stefnir að því að bæta íslandsmet Birgittu Guðjóns- dóttur frá 1985 sem er 5206 stig en besti árangur Vilborgar á ferlinum er 4905 stig. Liö iþróttafélags Grindavíkur og Íþróttafélags Vestmannaeyja hafa álkveðið að taka þátt í 2. deild karla í körfuknattleik næsta vetur, þrátt fyr- ir að hafa bæði haft rétt til að spila í 1. deUdinni. IG lék í 1. deUdinni á síð- asta ári en ÍV vann sér rétt til setu í 1. deUd með því að enda í öðru sæti 2. deUdar. Selfoss sem féU niöur í aðra deUd og Ungmennafélag Hruna- manna munu taka þátt í 1. deUdinni í þeirra stað. -ósk Flugukastari af guðs náð „Hywel Morgan, heimsmethafi í fluguköstum og hönnuður Scierra- flugustanganna, hélt námskeiö um helgina við mjög góðar undirtektir þátttakenda," sagði Ólafúr Vigfússon í Veiðihominu í samtali við DV-Sport í gær. Námskeið hans voru ólík öllum öðrum kastnámskeiðum sem ég hef tekið þátt í og séð hér á landi. Enda vom framfarir þátttakenda gífurleg- ar. Hywel hélt einnig sýningu í dag, sunnudag, í Hljómskálagarðinum þar sem um 120 manns fylgdust með hon- um kasta með 8 flugustöngum i einu. Hywel byijaði með Greenhart stöng, sem er um 120 ára gömul, því næst tók hann um 100 ára Split Cane stöng, Steel Tube, Glass Fibre og svona hélt hann áfram upp í nýjustu byltinguna í flugustöngum, Scierra Titanium-stöng. Hann hélt sem sagt á 8 flugustöngum og kastaði þeim öll- um í einu og var gaman að sjá hversu misjafrilega þær unnu. Hywel Morgan hélt áfram og tók gifurlega langt kast með gamalli tví- hendri keppnisstöng og kórónaði sýn- inguna með því að kasta flugulínu um 15 metra án þess að nota flugu- stöng, sem sagt bara með höndunum. „Hywel er ekki bara afburða kastari heldur er hann magnaðasti silungsveiðimaður sem ég hef séð. Ég fór með hann í Bugðuna í Kjósinni þar sem hann á stuttum tíma landaði 20 urriðum upp í 3 pund auk þess sem hann missti fjölda fiska. Hywel notaði Scierra Titanium fyrir línu #4 við veiðarnar og á þeim stöðum þar sem honum fannst hann vera með of mikið verkfæri í höndunum fjarlægði hann neðsta hluta stangarinnar með hjólinu, lá á hnjánum og notaði bara hluta stangarinnar,“ sagði Ólafur enn fremur. Héðan fer hann beint til Frakklands þar sem hann er bókaður með sýningar auk þess sem hann tekur þar þátt í heimsmeistaramóti i silungsveiði með landsliði sínu. Eftir það er hann bókaður með sýningar í Þýskalandi. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.