Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 29 I I>V I Hinn frábæri þýski markvörður, Oliver Kahn, hefur trú á því aö Þjóöverjar standi uppi sem sigurvegarar á HM en þeir mæta Brasilíumönnum í úrslitaleik á sunnudaginn. Reuters Brassar mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM á sunnudaginn: Trúi á sigur - Oliver Kahn, fyrirliði Þjóðverja, er bjartsýnn fyrir leikinn Þýskaland og Brasilía mætast í Íúrslitaleik heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu á sunnudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem þess- ar stórþjóðir mætast í úrslitaleikn- um en Brasilíumenn hafa unnið keppnina oftast allra, alls íjórum sinnum en Þjóðverjar hafa unnið hana þrisvar. Bæði lið hafa farið í gegnum keppnina á glæsilegan hátt. Brasiliumenn hafa unnið alla sína sex leiki til þessa og Þjóðverjar hafa unnið alla nema einn og aðeins fengiö á sig eitt mark. Sá sem er að | mestu ábyrgur fyrir því er mark- | vörðurinn frábæri, Oliver Kahn, sem hefur sýnt það og sannað í keppninni að hann er besti mark- vörður heims nú um stundir. Stjörnur vinna ekki alltaf Kahn sagðist vera bjartsýnn fyrir leikinn og þess fullviss að Þjóðverj- ar fari með sigur af hólmi í leiknum á sunnudaginn. „Ég hef það á tilfinningunni að við verðum heimsmeistarar. Við er- um að fara að spila gegn bestu knattspyrnumönnum í heimi en við eigum lika marga heimsklassaleik- menn. Stjömumar vinna heldur ekki alltaf liðsheildina," sagði Kahn. Veröum aö gefa allt „Menn fara ekki í grafgötur með það að þeir verða að gefa allt sem þeir eiga i leikinn á sunnudaginn ef við eigum að vinna. Það verða allir að spila sinn besta leik á ferlinum. Slík er pressan í leik sem þessum og minnstu mistök geta ráðiö úrslit- um,“ sagði Kahn. Hræöist ekki R-in þrjú Kahn er ekki öfundsverður af hlutskipti sínu á sunnudaginn því hann mætir Ronaldo, sem hefur skorað sex mörk í keppninni til þessa, Rivaldo, sem hefur skoraö funm mörk og Ronaldinho sem hef- ur átt skínandi góða leiki með brasilíska liðinu í keppninni til þessa. Hann sagðist þó ekki hræðast þessa leikmenn frekar en aöra and- stæðinga sina inni á knattspymu- vellinum. „Þeir eru stórkostlegir leikmenn allir þrír. Ég er hins vegar orðinn vanur því að spila gegn slíkum leik- mönnum og það er ekkert sem kem- ur mér á óvart þegar þeir era ann- ars vegar. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem heimsklassaleik- mönnum en þeir lifa ekki á fomri frægð og þurfa að sanna sig á sunnudaginn,“ sagði Kahn og bætti við að þessi leikur væri draumaúr- slitaleikur fyrir leikmenn og stuðn- ingsmenn liðanna. „Báðar þessar þjóðir hafa mikla hefð og sú staðreynd að þær hafa aldrei mæst í úrslitaleik áður gerir viðureignina bara skemmtilegri," sagði Kahn. Magnúsarbik- arinn afhentur Körfuknattleiksdeild KR afhenti á dögimum Magnúsarbikarinn i fimmta skiptið en hann er gefinn til minningar um Magnús Örlyg Lár- usson sem lést i bíl- veltu 17. ágúst 1996, að- eins 16 ára gamall, en hann var leikmaður með KR upp í gegnum alla yngri flokkana allt þar til hann féll frá á sviplegan hátt. Magnús Lárusson var efiiilegur leikmað- ur sem var einn af lyk- ilmönnum sigursæls liðs KR í yngri flokk- um. Hann var einnig Jóel Sæmundsson fékk Magnúsarbikarinn í ór en á innfelldu hluti af unglingalands- myndinni er Magnús Lórusson sem bikarinn er nefndur eftir. liðum íslands og var þar í hópi góðra leik- manna. Magnúsarbikarinn er veittur þeim leik- manni sem er útnefhd- ur besti leikmaður drengjaflokks KR og varöveitir sá leikmaður bikarinn í eitt ár. Fyrstur til að hljóta þennan bikar var Stein- ar Kaldal vorið 1998, Ingvaldur Magni Haf- steinsson varö fyrir valinu árið 1999. Árið 2000 var þaö Jakob öm Siguröarson, 2001 varð Hjalti Kristinsson þessa heiðurs aönjót- andi og í ár var Jóel Inga Sæmundssyni veittur þessi heiður. Sport FH mætir Cementarnica á morgun: Ætlum aö klára dæmið - segir Sigurður Jónsson, þjálfari FH FH-ingar mæta makedónska lið- inu NK Cementamica í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Inter- totokeppninnar á Laugardalsvelli á morgun og hefst leikurinn kl. 16. FHgerði sérlega góða ferð til Makedóníu um síðustu helgi þegar liðið vann fyrir leikinn gegn Cem- entarncia, 3-1, í Skopje og lagði grunninn að þægilegri stöðu þegar flautað verður til leiks í seinni leiknum. Sigurður Jónsson, þjálfari FH- inga, varaði þó við þvi að menn héldu að formsatriði væri að spila seinni leikinn. „Það er eins með þennan leik eins og aðra Evrópuleiki. Fyrri hálfleikurinn er búinn og sá seinni er eftir. Ef við mætum ekki rétt stemmdir til leiks á morgun þá get- ur farið svo að góður leikur okkar út í Makedóníu fari fyrir litið. Makedónska liðið er með góða leik- menn innanborðs og það væri það versta sem við gætum gert ef við forum að vanmeta þá,“ sagði Sig- urður Jónsson í samtali viö DV- Sport í gær. Okkar besti leikur „Ég var gífurlega ánægður með leik minna manna úti í Makedón- íu. Þetta var besti leikur liðsins í sumar og ég á ekki von á öðra en að við mætum til leiks á morgun með svipað leikskipulag. Makedón- íumenn þurfa að sækja og skora og því munum við liggja til baka og sækja hratt á þá. Það hentar okkur vel og ekki skemmir fyrir að tveir af þeirra bestu mönnum eru í banni eftir að hafa fengið rauð spjöld í fyrri leiknum," sagði Sig- urður. Gífurleg reynsla „Það skiptir miklu máli fyrir lið eins og FH að vera með í Evrópu- keppninni. Fáir leikmenn hjá okk- ur hafa spilað Evrópuleiki og því öðlast þeir gífurlega reynslu í leikj- um sem þessum. Það er alveg Ijóst að viö ætlum að klára dæmið á morgun og komast í aðra umferð. Ef það tekst þá mætum viö spænska liðinu Villarreal og þar gætum við hugsanlega haft ein- hverjar tekjur vegna sjónvarps," sagði Sigurður Jónsson, þjálfari FH. Baldur og Trakys tæpir Tveir leikmanna FH, miöjumað- urinn Baldur Bett og litháiski sóknarmaðurinn Valdas Trakys, sem skoraði tvö mörk um sl. helgi, era báðir tæpir og ekki víst hvort þeir verða meö á morgun. Sigurður sagði að þeir hefðu báðir veriö hjá sjúkraþjálfara eftir leikinn gegn Keflavík og aö hann væri bjartsýnn á að þeir yrðu báðir með í leiknum. -ósk Kínverski risinn Yao Ming, sem Houston Rockets valdi fyrstan í nýöliðavali NBA í fyrrinótt, ræöir hér viö Rudy Tomajanovich, þjálfara Houston Rockets, í síma en Ming var staddur í Peking þegar drátturinn fór fram. Reuters Nýliöaval NBA fór fram í fyrrinótt: Ming tii Houston - stóri Klnverjinn fór fyrstur Hið árlega nýliðaval NBA-deildar- innar fór fram í fyrrinótt. Houston Rockets átti fyrsta valrétt og notaði hann til að velja kínverska miðherj- ann Yao Ming. Ming, sem er 2,30 metra hár þyk- ir vera gífurlegt efni og binda for- ráðamenn Houston Rockets miklar vonir við hann. Þeir vona að hann hafi jafn mikil áhrif á liðið og síð- asti leikmaðurinn sem þeir völdu með fyrsta valrétti. Það var mið- herjinn Hakeem Olajuwon sem var valinn árið 1984 og leiddi hann Hou- ston Rockets tU tveggja meist- aratitla árið 1994 og 1995. Ming er fyrsti leikmaðurinn i sögu NBA sem er valinn fyrstur án þess að hafa spUað í háskóla í Bandaríkjunum. Fjórir aðrir leik- menn sem fæddir voru utan Banda- ríkjanna hafa verið valdir fyrstir en allir höfðu þeir spilað í bandaríska háskólaboltanum. Getur allt Þeir sem vit hafa á körfubolta telja engum vafa undirorpiö að Ming getur oröiö stórkostlegur leik- maður. „Hann er frábær skotmaður og getur sent boltann frá sér. Hann er með góða boltatækni miðað við mann af hans stærð. Hann er ótrú- lega fljótur og hreyfanlegur og það eru nánast engin takmörk fyrir því hversu góður hann getur orðið. Ég held að hann muni verða einn af bestu leikmönnum deUdarinnar áð- ur en langt um líöur,“ sagði Stu Jackson, varaforseti körfuknatt- leiksmála NBA-deUdarinnar um Ming. Þarf aö lyfta Don Casey, fyrrum þjálfari Hou- ston Rockets og New York Knicks, er einnig gífurlega hrifinn af Ming eftir að hann fór tU Kína og skoðaði hann. „Leikmenn eins og Ming koma ekki fram mjög oft og því veröur þaö lið sem velur hann mjög heppið. Hann hefur mjög marga kosti sem leUcmaður en það sem ég hef áhyggj- ur af er hvort hann þoli J)aö álag sem kemur tU með aö vera á honum heUt keppnistímabU. Hann þarf að eyða miklum tíma í lyftingasalnum en hann er það duglegur og viljugur að ég hef engar áhyggjur af honum," sagði Don Casey. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.