Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 DV Menning Ljóðavefurinn Ljóð.is: Samastaður fyrir ljóðið Ljóðhús MA opnað Viö Suöurgötu Þar sem stígar og slóöar bögglast hverjir ofan i annan og hiö staka glœsta gullregn sáldrar lífi sínu ofan og blaö fyrir blað þekur jörðu sína sólu á milli stórra og smárra hjá ríkum og snauðum - jafnt gleymdum og gröfnum vió endastíg í lokuðum botnlanga í friói fyrir rápi og róli þar undir handskrifuöum boröa liggur minn friður DAVlÐ STEFÁNSSON 1973 Á degi íslenskrar tungu í fyrra eignaðist ljóðið samastað á Netinu þegar þrír ljóðelskir menn hleyptu af stokkunum ljóðavefnum Ljóð.is. Jón Gunnar Gylfason hafði þá fyrir nokkru eignast lénið poetry.is og í kjölfar þess ræddi hann við forritarann Helga Hrafn Gunnarsson um verkefhið. Davið Stefánsson skáld hafði á svipuðum tíma eignast lénið ljóð.is. Það var síðan fyrir tiiviljun að upp komst að þeir höfðu svipaðar hugmyndir um stofhun ljóðavefs. Þeir ákváðu að betra væri að vinna saman að einum sterkum vef. Ég hitti Davíð Stefánsson og Helga Hrafn Gunnarsson í bókmenntalegu umhverfi á Súfistanum í Máli og menningu og ræddi við þá um fyrirbærið ljóð.is, sögu þess og framtíð- arsýn. Meira innihald Helgi Hrafn er mikill áhugamaður um tón- list og texta, „sem er eiginlega ljóð,“ segir hann. „Mér hefur alltaf þótt gaman að lesa ljóð en ég hef ekki nennt að smíða þau sjálfur nema þá í textaformi." Áhugi Davíðs er meira á yfirborðinu því hann hefur gefið út tvær ljóðabækur hjá forlaginu Nykri. „Við vildum meina að ljóðið hefði beðið eft- ir Netinu," segir Davíð um stofhun ljóðavefj- arins. „Netið og ljóðið passa vel saman. Bæði vantaði ljóðiö samastað þar sem fólk gat lesið ljóð að staðaldri auk þess sem gott er að kynn- ast ljóðum á Netinu því fólk getur lesið þau þar á sínum hraða. Svo fannst mér vanta ákveðið innihald í Netið. Það hefur oft snúist meira um grafík, tækni og flottar hugmyndir en minni áhersla verið lögð á innihald. Það eru til margir vefir sem eiga að snúast um ljóðlist en gera það ekki. Við höfum hleypt notendum okkar inn á veftnn með eigin ljóð og þannig verður vefur- inn okkar lifandi. Það gerist eitthvað á hverj- um einasta degi. Og það er meira en hægt er að segja um marga aðra vefi.“ Á Ljóð.is eru tæplega tvö þúsund ljóð og því ljóst að beðið hefur verið eftir þessum vett- vangi. „Það hafa streymt til okkar þakkir,“ segja Davíð og Helgi. „Fólk á öllum aldri hef- ur sagt að þetta hafi akkúrat verið það sem vantaði. Þama er meðal annars að finna ljóð eftir fólk sem hefur stolist til að skrifa en aldrei þorað að sýna neinum eða ekki haft tækifæri til þess. Við viljum meina að það sé skemmtilegt ef fundist hefúr vettvangur fyrir skúffuskáldin." Upplestur á Netinu í sumar stendur Ljóð.is fyrir „opnum hljóð- nema“ víðs vegar um borgina þar sem fólk getur komið og lesið eigin ljóð eða annarra Þann 17. júní síðastliðinn var formlega opn- að Ljóðhús Menntaskólans á Akureyri, sér- stök deild Bókasafns MA, þar sem komið hef- ur verið fyrir mikilli bókagjöf, safni ljóðabóka hjónanna Aðalbjargar Halldórsdóttur og sr. Sigurðar Guðmundssonar, vígslubiskups frá Grenjaðarstað. Þau hjónin ánöfnuðu Mennta- skólanum safnið við skólasetningu þann 20. september 1996, en nú hefur trésmiðjan Ýmir hannað og smíðað glæsilegar innréttingar í Ljóðhús, bakherbergi Bókasafns MA á Hólum. Þar hefur safni Grenjaðarstaðarhjóna verið komið smekklega fyrir ásamt nákvæmri bók- fræðilegri skrá um innihald þess. í safninu eru um þrjú þúsund bindi og meginhlutinn er frá 20. öld en þar má einnig frnna ýmsar eldri gersemar, meðal annars Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson, útg. Kaupmannahöfn 1817, Kvæði eftir Benedikt Gröndal assessor, útg. Reykjavík 1833, og Ljóömæli eftir Magnús Stephensen dr. juris, conferensráð, útg. 1 Við- ey 1842. í Ljóðhúsi er aðstaða fyrir einstaklinga og smærri hópa til rannsókna, funda og verk- efnavinnu. Þar er nettengd tölva og þar verða upplýsingar um heimildasöfn og upplýsinga- veitur sem tengst geta notkun á þessu ljóða- safni og rannsóknum á ljóðlist. -BÞ Umsjórt: Sigtryggur Magnason sm@dv.is Títusi frestað Sýningu Vesturports á Títusi eftir Shake- speare hefur verið frestað um nokkrar vikur. Nánar verður fjailað um sýninguna þegar nær dregur. DuoDenum í Norræna húsinu Á sunnudaginn klukkan fimm heldur DuoDenum tónleika í Norræna húsinu og kostar 1.200 krónur inn. DuoDenum var stofn- að 1992 í þeim tilgangi að flytja frumsamda nútíma- (og óviðeigandi) tónlist fyrir saxófón og slagverk. DuoDenum nýtir sér möguleika þessarar hljóðfærasamsetningar til að panta í ríkum mæli ný tónverk hjá tónskáldum og gerir tilraunir með allt, t.d. fjóra saxófóna og slagverkshljóðfæri í hrönnum. DuoDenum hefur frumflutt pöntuð verk eftir mörg dönsk tónskáld en auk þess frumflutt mörg erlend tónverk í Danmörku. DuoDenum varð fyrst til þess árið 1994 að hljóta tónlistarverölaun Rodovre. Tvíeykið vann önnur verðlaun í Kammertónlistarkeppni DR P2 áriö 1996 og DVÁAYND TEITUR Ljóðið mun aldrei deyja „Staða Ijóðsins er mjög einföld. Á meöan manneskjan er læs og skrifandi oggetur skynjað er Ijóðið lifandi. Ljóöið er grunntjáning og hefur aldrei dáið og mun aldrei deyja, “ segja Helgi Hrafn Gunnarsson og Davíö Stefánsson sem auk Jóns Gunnars Gylfasonar standa aö Ijóðavefnum Ljóö.is. auk þess sqm boðið verður upp á skipulagða dagskrá. „Viö ætlum að taka þetta upp og setja inn á vefinn. Okkur langar líka að taka það mikla safir af ljóðum sem er til staðar og bjóða skáldunum að lesa þau inn á tölvu. Þetta er nokkuð sem tíðkaðist fyrr á árum og tO dæmis eru gríðarleg verðmæti í upptökum Ríkisútvarpsins á lestri skáida á eigin verk- um. Ef þetta gengur eftir verður bæði hægt að lesa ljóð og hlusta á þau á vefhum." Mun aldrei deyja Er þetta vefúr sem ritstjórar forlaganna liggja yfir? „Hann ætti að vera það,“ segir Davíð. „Ef bókaútgáfúr vilja vera framsæknar ættu rit- stjórar þeirra að kíkja þama inn og pikka út höfúnda. Þeir hafa nú þegar úr hundruðum að velja. Auðvitað er það misgott en það eru perl- ur inni á milli eins og i hverju ööru bókasafni. Stefna okkar er ekki að sýna bestu ljóðin held- ur öll ljóðin. Upphaflega ætluðum við að koma upp kerfi þannig að hægt væri að gefa ljóðum einkunn og það er enn þá í bígerð. Þá gætu skráðir not- endur gefið öðrum einkimnir og stutt komment. Það er auk margra gagnvirkra lausna sem ekki hefúr gefist tími til að fram- kvæma þar sem við erum enn í sjálfboða- vinnu við þetta.“ Er stefnt að prentútgáfu? „Einhvem tíma kviknaði sú hugmynd að gaman væri að gefa út bók með Ijóðum dags- ins. Okkur langar til að færa þetta á einhvem hátt í bók.“ Og staöa ljóðsins? „Staða ljóðsins er mjög einfold. Á meðan manneskjan er læs og skrifandi og getur skynjað er ljóðið lifandi. Ljóðið er grunntján- ing og hefur aldrei dáið og mun aldrei deyja.“ síðar sama ár þriðju verðlaun í Norrænu kammertónlistarkeppninni. Á tónleikunum í Norræna húsinu verða m.a. flutt verk eftir Sunleif Rasmussen, Niels Rosing-Schow og Áskel Másson. Tónleikamir hafa verið styrkt- ir af NOMUS, bæði hvað varðar tónverk sem færeyska tónskáldið Tróndur Bogason samdi að beiðni DuoDenum og hljómleikaferðina sjálfa. Hún nýtur einnig fjárhagslegs stuðn- ings Den Ingwersenske Fond og „Summartón- ar 2002“. Sumartónleikar Sigurjóns Fjórtánda árið í röð efnir Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar til sumartónleika í safninu á Laugamesi. Tónleikamir era á þriðjudags- kvöldum, hefiast klukkan 20.30 og standa í um það bil klukkustund. Upplýsingar um tónleika má nálgast á vefsíðu safnsins www.lso.is. Á fyrstu tónleikunum, þann 2. júlí klukkan 20.30, leikur strengjasveit, skipuð fiðluleikur- unum Hlíf Sigurjónsdóttur og Sigurlaugu Eð- valdsdóttur, Herdísi Jónsdóttur víóluleikara, Ömólfi Kristjánssyni sellóleikara og Þóri Jó- hannssyni kontrabassaleikara. Þau leika tvær Strengjasónötur eftir G.A. Rossini, nr. 1 i G- dúr og nr. 2 i A-dúr, og Strengjakvintett í G- dúr eftir Antonin Dvorák. Sumarsýning LÍ Á þriðjudaginn var opnuð sumarsýning í Listasafni Islands á 100 verum í eigu safnsins eftir 36 listamenn. Ætlun safnsins er að gefa breitt yfirlit um íslenska myndlistarsögu á 20. öld, einkum fyrir 1980. Sýningarstjóri er Ólafur Kvaran. Sýningin skiptist í fimm hluta: Upphafs- menn íslenskrar mynd- listar á 20. öld; Koma nú- tímans/módernismans i myndlist á íslandi; Lista- menn 4. áratugarins; Abstraktlist; Nýraunsæi áttunda áratugarins. í upphafi þróunarinn- ar sést hvemig náttúran var með ýmsu móti aðalviðfangsefnið i íslenskri myndlist framan af 20. öld, fyrst í málverkum frumherjanna Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónsson- ar og síðar i annars konar nálgun Jóhannesar S. Kjarval og Jóns Stefánssonar sem höiðu víðtæk áhrif á aðra listamenn. Síðar höfnuðu enn aðrir landslaginu og fiölluðu um manninn og umhverfi hans, t.d. Ásmundur Sveinsson og Gunnlaugur Scheving. Um og eftir miðja öldina hurfu margir frá hlutbundinni mynd- list, m.a. Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafs- son, og á sjötta og sjöunda áratugnum var abstraktið nær allsráðandi, eins og sést í verk- um Nínu Tryggvadóttur og Þorvalds Skúla- sonar. Ungir listamenn höfnuðu svo form- hyggju abstraktsins um og upp úr 1960, t.d. Jón Gunnar Ámason og Erró og konseptlista- mennimir Magnús Pálsson, Sigurður Guð- mundsson og Kristján Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.