Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 DV 7 Fréttir Fyrsta helgin í júlí kallar á ráðstafanir: Fjölskylduhátíð verður haldin í Þórsmörk Nú líður senn að fyrstu helginni i júlí sem gjarnan er nefnd „litla verslunarmannahelgin" og þá má búast við mikilli aukningu fólks á tjaldsvæði landsins eins og hefur verið undanfarin ár. í fyrra var mesta fjölmennið í Þórsmörk og voru þar yfir 1500 manns þegar mest var. Mikil unglingadrykkja var á svæðinu og margar likams- árásir voru tilkynntar. Að sögn aðstandenda tjaldsvæð- anna verður meira stílað inn á fjöl- skyldur í ár. Færri skipulagðar ferð- ir verða á svæðið en undanfarin ár og reynt verður að koma í veg fyrir unglingadrykkju með tilheyrandi skrilslátum og subbuskap. Verður til að mynda fjölskylduhátíð í Bás- um og Langadal. Ferð verkfræði- nema frá Háskóla íslands verður færð til Skóga og verður ekki í Langadal eins og undanfarin ár. Lögreglan er þó við öllu búin og að sögn Sýslumannsins á Hvolsvelli verður löggæsla með svipuðum hætti og undanfarin ár. 2-3 lög- reglumenn verða á vakt ásamt land- vörðum og fleiri gæslumönnum. -vig Frá Básum í Þórsmörk Þar verður fjölskylduhátíö fyrstu helgina íjúlí. Búnaðarbankinn skuldar skýringar Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að Búnað- arbankinn skuldi viðskiptavinum sín- um haldgóðar skýringar á því af hveiju farið sé að taka sérstakt vanskilagjald af t.d. skuldabréfum umfram venjulega vanskilavexti. Jóhannes segir að van- skilavextir eigi að standa undir kostn- aði bankans þegar um vanskil sé að ræða og eins sé það alveg forkastanlegt að bankinn skuli vera að senda rukkun- arbréf aðeins 7 dögum eftir gjalddaga. „Það hlýtur að vera sáluhjálparatriði fyrir Búnaðarbankann að rukka svona fljótt og ég á erfltt með að sjá að þetta auðveldi eitthvað innheimtu bankans. Þetta er alls ekki þjónusta og þetta bitnar helst á þeim sem síst skyldi, þ.e. þeim sem minnst bera úr býtum í þjóðfelaginu í dag,“ segir Jóhannes Gunnarsson. -GG Ólafsfjörður: 20 sóttu um stöðu bæjarstjóra Tuttugu umsóknir bárust um stöðu bæjarstjóra í Ólafsfirði en umsóknar- frestur rann út 23. júni sl. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Atli Már Ingólfsson lögfræðingur, Hafnarfirði, Ásmundur Helgi Steindórs- son viðskiptafræðingur, Keflavik, Bjöm Helgason verkfræðmgur, Kópavogi, Bjöm Sigurður Lárasson, rekstrar- og markaðsráðgjafi, Akranesi, Böðvar Jónsson viðskiptafræðmgur, Kópavogi, Guðjón Viðar Valdimarsson fram- kvæmdastjóri, Reykjavík, Halldór Jóns- son framkvæmdasfjóri, ísafirði, Halldór V. Kristjánsson deildarstjóri, Reykjavík, Jóhann M. Ólafsson viðskiptafræðing- ur, Kópavogi, Magnús Kristján Hávarð- arson, tölvu- og kerfisfræðingur, Bol- ungarvík, Njáll Gunnar Sigurðsson al- þjóðamarkaðsfræðmgur, Hafnarfirði, Páll Brynjarsson viðskiptafræðingur, Reykjavík, Pétur I. Jónsson sjávarút- vegsfræðingur, Ólafsfirði, Ragnar Mar- rnósson, Reykjavík, Reynir Þorsteins- son sveitarstjóri, Raufarhöfn, Sigfús Ei- ríkur Amþórsson, hljóðræn upplýsinga- miðlun, London, Sigurður Eiríksson lögfræðingur, Akureyri, Snorri Ás- mundsson, Reykjavík, Steinn Kárason alþjóðahagfræðingur, Danmörku, og Ævar Einarsson iðnaðartæknifræðing- ur, Danmörku. -HI íslensk erfða- greining semur við Tal Islensk erfðagreining hf. hefur skrif- að undir samning um að færa alla símaþjónustu sína til Tals hf. Um er að ræða bæði GSM- og fastlínuþjónustu. tslensk erfðagreining nær verulegri hagræðingu i rekstri fjarskiptakerfis síns með samningnum við Tal. Að sögn forráðamanna íslenskrar erfða- greiningar er mikil notkun á farsímum meðal starfsmanna og mikið hringt á milli fastlínukerfis fyrirtækisins og farsíma. Með símaþjónustu hjá Tali er íslensk erfðagreining ekki einungis að hagræða hjá sér í rekstri heldur eykur fyrirtækið einnig upplýsingastreymi og þjónusta eykst. -hlh Reglubundin ástands- og öryggisskoðun hjá Toyota er lykillinn að farsæld fram á efri ár. Bfll þarfnast umönnunar hvort sem hann er í þriggja ára ábyrgð eða ekki. Við mælum með að þú farir með bílinn þinn til þjónustuaðila Toyota f ástands- og öryggisskoðun eftir hverja ekna 15.000 km eða á 12 mánaða fresti, hvort sem fyrr verður. Það margborgar sig, bæði fyrir þig og bílinn og f endursölu. Kynntu þér málið á nýrri heimasíðu, www.toyota.is; eða hjá þjónustufulltrúum okkar f sfma 570 5000. VIÐ þinn<S£>toyota Sá sem er þriggja ára er of ungur til að fara að heiman. Toyota • Nýbýlavegur 4-8 • 200 Kópavogur • Sfmi 570 5070 • www.toyota.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.