Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 I>V Tilvera Mel Brooks 76 ára Afmælisbarn dagsins, Mel Brooks, fæddist í Brooklyn og var skírður Melvin Kaminsky. í rúm þrjátíu ár hefur hann sent frá sér gam- anmyndir og er hann í dag eitt af stærstu nöfnunum í grínbransanum. Brooks er þekktur fyrir brjálæðisleg- an og farsakenndan húmor þar sem hann blandar gjaman saman háði og slapstick. Eitt einkenni mynda hans er gyðingahúmorinn, en Mel Brooks er sjálfur gyðingur og veit ekkert skemmtilegra en að henda gaman að eigin fólki. Eiginkona hans til margra ára er leikkonan Anne Bancroft. Stjörnuspá Gildir fyrir iaugardaginn 29. júní Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.):- Einhver misskilningur kann að koma upp í dag og þú verður að leysa úr homun sem allra fyrst þvl annars gætu fleiri flækst í málið. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: fEkki hafa áhyggjur þó ^(■að ákveðin persóna sé ^ fjarlæg í augnablikinu. Þú hefur ekki sýnt henni mikla athygli undanfarið. Hrúturinn (21. mars-19. apríh: . Þú gætir orðið var við ’að einhver sé að fara á bak við þig og reyni jafnvel að snúa vinum þínmn gegn þér. Þú þarft ekki að vera hræddur um að það takist. Nautið (20. april-20. mai); Kvöldið verður rólegt og þú hittir einhvern sem segir þér mikil- __ vægar fréttir. Hugsaðu þig vel um áður en þú eyðir mikl- um peningum. Tvíburarnir (21. mai-21. iúníi: Hvemig sem þú reynir X^^virðist ákveðið mál — X / ekki ætla að ganga upp. Þú ættir að lita í kringum þig og vita hvort þú ert á réttri leið. Krabbinn (72. iúní-22. íúiív. Reyndu að leysa i ágreining sem staðið hefur í nokkurn tima ____ og hreinsa andrúms- loftið. Þér gengur vel í vinnu og námi. Liónlð (23. iúlí- 22. ágúst): ■ Þú nýtur stuðnings fjölskyldunnar í sam- bandi við nýtt við- fangsefni. Varaðu þig á fólki sem hefur gaman af því að baktala annað fólk. Mevian (23. áeúst-22. sent.): A* Þó að úthtið sé svart fyrri hluta dagsins, Ö^^gPLsérstaklega varðandi ^ f frama sem þú vonaðist eftir, skaltu ekki örvænta. Þú átt eftir að fá annað tækifæri. Vogin (23. sept.-23. okU: Þetta verður rólegur dagur og þú ættir að nota hann vel, meðal annars til að skipu- leggja áríðandi mál. Kvöldið verð- ur ánægjulegt. Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.): Ef þú hyggur á ferða- \ lag á næstunni er best \\ V^aö ákveða ekki neitt V *, nema í samráði við ferðaféíagana, annars er hætta á að upp komi ósætti. Bogmaðurinn (22. nóv-21. des.): |í dag er ástæða fyrir fþig að vera bjartsýnn enda átt þú góð sam- ■ skipti við ákveðna manneskju. Happatölur þínar eru 4, 7 og 23. Steingeltin (22. des.-19. ian.l: Dagiuinn er heldur viðburðasnauður hjá þér og heldur meira verður um að vera hjá vinum þínum. Ekki láta það angra þig. Bíógagnrýni Smárabíó/Regnbogínn • m. ■ & Hart’s War 'k'k'k Kynþáttahatur í skugga styrjaldar s(,£5 um kvikmyndir. Hart’s War er stríðsmynd í víðum skilningi. Hún gerist í síðari heim- styrjöldinni og fer af stað sem hefð- bundin stríðsmynd þar sem Banda- menn eru í hlutverki góðu gæjanna og nasistamir hinir vondu. Hún tekur þó áhugaverða stefnu þegar komið er að aðalsögusviðinu, sem er innan fang- elsismúra nasista þar sem stéttaskipt- ing er ríkjandi meðal fanganna. Með tilkomu tveggja svartra hermanna kemur í ljós að þó samlandar séu þá geta sumir hinna hvítu ekki sætt sig við að sofa undir sama þaki og svart- ir. Þar tekur myndinni enn einn við- snúningin. Þegar síðar meir eru sett upp réttarhöld með þátttöku nasist- anna þá liggur við að fangabúðimar sjáifar séu orðnar að aúkaatriði og striðið sé fyrst og fremst réttarhöld þar sem verið er að rétta yfir svörtum fanga sem á að hafa drepið hvítan fanga. Þessi breytti tónn frá upphafinu sem smám saman gefur myndinni annað yflrbragð er nokkuð á skjön við hið hefðbundna þar sem óvinur er óvinur og vinur er vinur. Hér er það fyrst og fremst eðli mannsins sem leikstjórinn Gregory Hoblit (Primal Fear) er að leika sér með þó skuggi styrjaldarinnar hvíli yflr. Af og til erum við minnt á hamfarirnar sem eru að gerast utan fangabúðanna. Sögumaður og önnur aðalpersónan Foringinn Bruce Willis í hlutverki Williams McNamara, yfirforingja sem stjórnar banda- rísku föngunum. er liðsforinginn Tommy Hart (Colin Farrell), sem fangaður er, pyntaður til sagna og settur síöan í fangabúðir. Þar er hann yfirheyrður af William McNamara (Bruce Willis) sem er sá fangi meðal Kanana sem hefur æðstu tign. McNamara er hörkutól og kemst fljótt að því að Hart hefur „talað“ og þar með er hann kominn i ónáð og settur með óbreyttum föngum. í fangabúðunum eru einnig Rússar. Einhverra hluta vegna þá líta nasistar á þá sem þræla en Kanana sem verð- uga andstæðinga. Segja má að allt sé eins og það á að vera þar til tveir svartir hermenn með yfirmannagráðu koma í búðirnar. McNamara kemur þeim fyrir hjá óbreyttum. Með því er hann í raun að láta þá í gin ljónsins. Enda fer það svo að með klækjum er því þannig komið fyrir að nasistar drepa annan þeirra. Þar með fer af stað atburðarás sem dýpt er í þegar að er gáö. Hart þvælist í hana miðja þeg- ar McNamara kemst að því að Hart hafði verið í lögfræði þegar hann var kallaður í herinn. Hart’s War er vel gerð kvikmynd og spennandi. Raunsæ og um leið heill- andi kvikmyndataka í vetrarkulda gefur myndinni kalt yfirbragð sem passar vel inn í söguna. Það er aftur á móti lítið raunsæi í sögunni sem er í mótsögn við raunsætt útlit myndar- innar. Við höfum sterka andstæða póla sem leika sér að orðum, sýna skapfestu þegar við á, skapfestu sem stundum er einnig veikleiki. Segja má að höfuðpólamir séu McNamara, sem Bruce Willis leikur. Og þó Willis standi sig yfirleitt betur í gamanhlut- verkum þá á hann ágætan dag. Hinn póllinn er nasistaforinginn Werner Vissar (Marcel Iures), menntaður í Bandaríkjunum og er ekki laust viö að hann beri virðingu fyrir McNa- mara. Þeir takast á í andlegu stríði. Á milli þeirra er svo Hart sem Colin Farrell gerir virkilega góð skil. Leikstjóri: Gregory Hoblit. Handrit: Bllly Ray og Terry Garage. Kvikmyndataka: Alar Kivilo. Tónlist: Rachel Portman. Aó- alleikarar: Bruce Willis, Colin Farrell, Ter- ence Dason Howard, Linus Roache og Marcel lures. Buffy Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze Jr. gengu í það heilaga í lítilli kapellu í Las Vegas fyrir skömmu. Hjónin nýgerðu höfðu verið kærustupar um alllangan tíma, allt frá því að þau kynntust við tökur myndarinnar I er gengin út Know What You Did Last Sum- mer. Þau léku nýlega saman i kvikmynd sem byggð er á teikni- myndinni Scooby Doo en hún er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi von bráðar. Gellar hefur fyrst og fremst ver- ið þekkt fyrir hlutverk sitt í Buf- fy the Vampire Slayer-sjónvarps- þáttunum þar sem hún á gríðar- lega marga aðdáendur sem sjálf- sagt sjá á eftir dömunni. Rappari fékk ekki morðhótun Hvítrapparinn Eminem vísa á burð orðrómi um að hann hafi feng- ið morðhótanir fyrir að vera með fíflagang í garð hryöjuverkaforingj- ans Osama bin Ladens. í nýju myndbandi dansar Eminem í helli, klæddur eins og Osama, og þar er gert stólpagrín að Vesturlandaskelfinum mikla. Bresk blöð höfðu birt fréttir um að rapparinn væri kominn með her- skara lífvarða í kring um sig eftir hótanir frá al-Qaeda samtökum bin Ladens. „Allar getsakir um þetta eru ósannar, óábyrgar og særandi,” segir í yfirlýsingu frá rapparanum. Urslitaleikirnir í HM í beinni á laugardag og sunnudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.