Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2002, Blaðsíða 1
Aköf leit í morgun Sjá baksíðu DV-MYND SLYSAVARNAFÉLAGK) LANDSBJÖRG Leitað á Skjálfanda Þess/ mynd var tekin í nótt þegar leitin aö kajakmanninum stóö sem hæst. Undir morgun fannst kajak mannsins á reki skammt noröan Húsavíkur, mannlaus. Björgunarsveitarmenn og skip hófu leit aö manninum í bítiö í morgun en sú leit haföi ekki boriö árangur þegar blaöiö fór í prentun. Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks: Vonlaust að selja út lambakjöt að óbreyttu Eiríkur S. Jóhannsson, fráfarandi kaupfélagsstjóri KEA og fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, telur að út- flutningur á lambakjöti sé á miklum villigötum. Hann átelur ráðamenn og telur að hagræðing innanlands í land- búnaði sé skilyrði þess að að hægt sé að flytja út íslenskt kjöt. „Mín skoðun er að tal ráðamanna um gríðarleg tækifæri í þeim efnum sé algjörlega ábyrgðarlaust og beri vott um að áherslur manna í landbún- aðarmálum séu rangar. Við verðum að einbeita okkur að því verki að gera íslenskan landbúnað hagkvæmari fyr- ir innanlandsmarkað áður en hug- myndir um sigra erlendis eru lagðar á borð okkar. íslenskur landbúnaður situr á gríðarlegri óinnleystri hagræð- ingu sem mun skila bæði neytendum og bændum ávinningi. Ef við klárum ekki það dæmi eigum við ekkert er- indi á erlendan markað,“ segir Eirík- ur. Hann segir að ef einhver vogi sér að tala um nauðsyn á hagræðingu í landbúnaði komi annar fram og segi að búið sé að finna leynda markaði í útlöndum. Þetta sé gert til að drepa mál málanna. „Það má ekki taka upp umræðu um raunverulega hagræð- ingu i landbúnaði," segir Eirikur sem mjög hefur kynnt sér kjötmarkaðinn í gegnum Norðlenska, dótturfélag KEA. í fyrra kom frarn gagnrýni m.a. hjá landbúnaðarráðherra vegna ófull- nægjandi merkinga útflytjenda en Ei- ríkur segir umfang Ameríkumarkað- ar nánast ekkert. „Við seljum meira af pylsum í tonnum talið á mánuði heldur en sem nemur öllum útflutn- ingi til Bandarikjanna." Annarleg sjónarmið Baldvin Jónsson hjá Bændasamtök- unum hefur starfað lengi að sölu- og markaðsmálum á íslensku kjöti á er- lendum mörkuðum og er hann algjör- lega ósammála Eiríki. Hann segir mikla hagræðingu hafa átt sér stað innanlands í landbúnaði undanfarið sbr. minnkandi birgðir af kjöti. Orð Eiríks séu óábyrg og beri keim af sleggjudómum, annarlegum sjónar- miðum og vankunnáttu. Hann sé í hópi þeirra framleiðenda innanlands sem ekki hafi kynnt sér þá möguleika sem t.d. séu fyrir hendi á Ameríku- markaði. - Sjá ítarlegt viðtal við Eirík í helgarblaði DV á morgun. -BÞ Enginn fundur hjá SPRON í dag: Dómstóla- leiöin skoöuö Engmn fundur verður hjá stofnfjárfestum SPRON í dag. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður fimmmenninganna sem hafa haft milligöngu um kauptil- boð Búnaðarbankans á SPRON, telur afboðun fundarins ólöglega og telur óvíst að þeirri niður- stöðu verði unað. „Aiiðvitaö er ekki hægt að útiloka dómstóla- leiðina ef talið er að brotið sé á rétti manna,“ sagði lögmaðurinn i samtali við DV í morgun. Hópurinn freistar þess nú að ná til 1/3 stofnfjárhluthafa eða um 350 manns til að krefjast fundar en Jón Steinar segir ótímabært að spá fyrir um niður- stöðu þess. Stofnfjárfestamir séu nýbúnir að fá bréf um það mál í hendur en á hinn bóginn hafi fjöldi þeirra lýst stuðningi við framtak fimmmenninganna. Pétur Blöndal og félagar reyndu að fá fund með banka- stjóm SPRON í gær en því erindi var hafnað. Jón Steinar segir um þá afstöðu stjómar: „Það eru langar staðhæfmgar hafðar uppi Hópurinn freistar þess nú að ná til 1/3 stofn- fjárhluthafa eða um 350 manns til að krefj- ast fundar en Jón Steinar segir ótíma- bœrt að spá fyrir um niðurstöðu þess. um málsatvik og ágreining en á sama tíma er neitað að hitta menn að máli. Auövitað getur hver maður séð að menn sem hegða sér svona eru ekki með góðan málstað." Eyðileggingarherferð Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, hafnar því að málstaður stjórnar sé vondur. „Stjóm SPRON og stjórnendur hafa gert sér far um að kynna þetta mál eins ítarlega og hægt er um langt skeið. Nú kalla þessir menn eftir fundi eftir að þeir hafa hafið eyðileggingarherferð á hendur SPRON. Þeir eru að reyna að eyðileggja þetta gamal- gróna og virta fyrirtæki og eru svo hissa á að fá ekki jákvæð og góð viðbrögð frá stjóm SPRON. Þetta er undarleg afstaða." -BÞ ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 í DAG KR OG FYLKIR SKILDU JÖFN: Best fyrir deildina FÓKUS í MIÐJU BLAÐSINS í DAG: Svona verða strákarnir... 6 í Fókus www.intersport.is VINTERSFORT 100% SPORT bIldshöfða smáralind selfossi s. 510 8020 s. 510 8030 s. 482 1000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.