Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 1
DV-MYND GVA Innflutningur kallar á harðnandi samkeppni Finnur Árnason, forstjóri Hagkaupa, hefur sótt um aö fá aö flytja inn 300 tonn af kjúklingum. Meö því myndi nást allt aö 30 prósenta lækkun. I morgtm Hagkaup vill flytja inn 300 tonn af kjúklingum: Lofar 30 prósenta verölækkun - áróðursstríð, segir landbúnaðarráðherra „Komi þessi innflutningur til myndi það þýða allt að 30 pró- senta verðlækk- un frá núverandi verði á kjúkling- um,“ segir Finn- irn Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaupa, . 9uðni vegna umsóknar Agustsson. fyrirtækisins til landbúnaðarráð- herra um að fá að flytja inn 300 tonn af kjúklingum til landsins. KOó af kjúklingum, sem kostar í dag 2000 krónur, myndi samkvæmt þessu lækka í 1300 krónur. Fyrirtækið boðsendi Guðna Ágústssyni erindi um þetta í gær þar sem fram kemur að verulegur skortur sé á innlendum kjúkling- um vegna sýkinga og þrátt fyrir yf- irlýsingar framleiðenda um betra útlit í framleiðslunni hafi annað komið á daginn. Þá segir í erindi Hagkaupa til landbúnaðarráðherra að kjúklingaifamleiðendur hafi boðað 10 prósenta hækkun á verði afurða sinnna og „þar með tekið ákvörð- un um að senda íslenskum neyt- endum hærri reikning fyrir fram- leiðslu sinni“ eins og segir í bréf- inu. Loks er því lýst að hækkunar- aðferðin sé í hróplegu ósamræmi við aðra þætti í efnahagslífi lands- ins. Finnur Ámason sagði í morgun að hækkanimar væru í skjóli þess að fáokun væri á markaðnum. „Það er þröngt eignarhald í kjúklinga, eggja og svínarækt sem veldur," segir hann. Hann segir að í loftinu liggi mik- 11 hækkun á eggjaverði. „Eggja- bændur þrýsta á um mikla hækk- un á verði sinna afurða,“ segir hann en samkvæmt heimildum DV er talað um aflt að 25 prósenta verðhækkun þar. Á síðasta ári hækkaði fóður til umræddrar framleiðslu og ekkert hefur gengið til baka. Þá liggur í loftinu að fóðrið verði enn hækk- að. Búnaðarbankinn fer með yfir- ráð yfir stærstum hluta þeirra fyr- irtækja sem rækta svín og kjúklinga auk þess að ráða að miklu leyti fóðurstöðvum. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði í samtali við DV í morgun að umsókn Hagkaupa kæmi sér spánskt fyrir sjónir. Hann hefði fyrst heyrt um hana í fréttum en ekkert bréf séð. „Mér virðist þetta vera út í loft- ið. Sama dag og þeir auglýsa útsölu á kjúklingum á heilsíðu í dagblaði þá tala þeir um skort; í landinu er mikil framleiðsla sem kemur til sölu á næstu vikum. Þetta er því áróðursstríð og fullkomlega ástæðulaust," segir Guðni. Landbúnaðarráðherra hafnar því að fákeppni ríki á markaði kjúklinga og svínaræktar. „Þama er gríðarleg samkeppni og verð mjög lágt eins og neytend- ur hafa orðið varið við,“ segir Guðni. -rt Áfengisgjald: Methagnað- ur af sölu áfengis Áfengisgjald af innlendri framleiðslu og innfluttu áfengi nam á sjöunda mifljarð króna í fyrra og hafa tekjur ríkisins af áfengissölu aldrei verið jafn- miklar. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkisskattstjóra þar sem segir að tekjuhækkun mifli ára hafi orðið 4,4%. Alls skilaði gjaldið 6.049 milljónum í fyrra miðað við 5.796 mifljón- ir kr. árið 2000. Af innlendri framleiðslu munar langmest um bjórinn en þar varð 9,4% hækkun á tekjum ríkisins milli ára sem skýrist af aukinni neyslu. 1.233 mUljónir króna komu inn af ís- lenskum bjór í fyrra en árið 2000 voru tekjumar 1.127 millj- ónir. Tekjur af öðm innlendu áfengi námu 221 milljón í fyrra og hækkuðu um 11,6% frá ár- inu 2000. Þá vora þær 198 miflj- ónir. Áfengisgjald vegna inn- fluttra drykkja nam í fyrra tæpum 4,6 milljörðum króna. -BÞ VALUR SIGRAÐI FH í SÍMADEILD KVENNA: Ásgerður nýtti færin og skoraði tvö STEINGRÍMUR J. SIGFÚS- SON - FJALLIÐ MITT: Herðubreið er einstök

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.