Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 DV Utlönd 13 „Kvartettinn“ fundar um Palestínumálin í dag: Powell boðar nýja þriggja ára áætlun Colin Powell, utanríkisráðherra Bandarikjanna, rær nú öllum árum að því að flnna varanlega lausn á deilumálunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Sagðist hann í gær vera meira en tilbúinn til að skoða mögulega upp- stokkun á palestínsku stjómkerfi, með það í huga að flnna annan vett- vang og virðingarsess fyrir Yasser Arafat, kjörinn leiðtoga þjóðarinnar. Þar átti Powell við þá hugmynd að Arafat yrði kjörinn forseti landsins og að þingkjörin ríkisstjóm stjórnaði landinu undir forystu forsætisráð- herra. „Ég lít þó svo á að Palestínu- menn eigi að ákveða hver staða Ara- fats verði til frambúðar," sagði Powell og bætti við að bandarísk stjómvöld sæju Arafat ekki fyrir sér í væntan- legum friðarviðræðum. „Það er ljóst að þjóðin verður að kjósa sér nýja for- ystu sem nýtur trúnaðar og trausts allra sem koma að málinu. Öðmvísi næst enginn árangur," sagði Powell. Colin Powell. Hann hittir fuiltrúa Rússa, Evrópu- sambandsins og Sameinuðu þjóðanna á fundi í New York í dag, þar sem svo- kaUaður „kvartett" mun reyna að flnna hugsanlegar lausnir sem bundið gætu enda á ofbeldið fyrir botni Mið- jarðarhafs, þannig að hægt verði að hefjast handa.við undirbúning kosn- inga sem Arafat hefur boðað í byrjun næsta árs. Einnig er ætlunin að utanríkisráð- herrar Egyptalands og Jórdaníu hitti Powell og „kvartettinn“ á fundum næstu daga en bandarísk stjómvöld leggja mikla áherslu á góða samvinnu við arabaríkin við lausn málsins. Ýmsir forystumenn þeirra hafa varað við því að setja Arafat út í kuldann og þar á meðal Hosni Mubarak sem í gær varaði við því að útiloka hann frá væntanlegum friðarviðræðum. Þá er prins Saud al-Faisal utanríksráðherra væntanlegur til Bandaríkjanna seinna í vikunni og mun hann væntanlega hitta Bush Bandaríkjaforseta á fundi. Powell mun á fundinum í dag reyna að vinna stuðning „kvartettsins" við fyrirhugaða þriggja ára áætlun tO hjálpar palestínsku þjóðinni, en hún gerir ráð fyrir að fjárstuðningur renni beint til hjálparverkefna á heima- stjómarsvæðunum, fram hjá heima- stjóminni sem sökuð hefur verið um spillingu. Dramatík á markaönum Miklar sviptingar voru á hlutabréfavísitölum í Bandaríkjunum í gær. Svo virtist sem Dow Jones stefndi í metfall en þegar líöa fór á daginn keyptu margir bréf í Ijósi þess hve veröiö var oröiö lágt. Dow Jones endaöi í 8640 stigum. „Enginn Rambó“: Bandaríski talíbaninn fær ekki lífstíðardóm Bandaríski talíbaninn John Wal- ker Lindh hefur náð samkomulagi við bandaríska réttarkerflð sem mun forða honum frá lífstíðarfang- elsi. Lindh, sem fannst fúlskeggjaður á meðal talíbanskra trúbræðra sinna meðan innrás Bandaríkjamanna stóð yfir, hefur játað sig sekan um að hjálpa talíbanahreyfingunni og að bera sprengiefni. Áður hafði hon- um borist ákæra í 10 liðum sem hann játaði sig ekki sekan að. Talið er að hann muni fá 20 ára fangelsis- dóm en dómari ákveður það í októ- ber. Lindh var hermaður talíbana frá ágúst til loka nóvember á síðasta ári. Aðalverjandi hans segir hann hafa verið hermann talíbana af trú- arlegum ástæðum en ekki hafa verið neinn Rambó. Aldrei hafi hann skotið úr byssu sinni né meitt neinn á þessu tímabili. John W. Undh Er talinn veröa dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir aö aöstoöa talíbana. Bæöi verjendur hans og saksóknar- ar telja sigur hafa unnist i máiinu. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2002, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2002 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2002 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. júlí 2002. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestf jarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.