Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 19
19 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 DV Tilvera í f iö 'I I R VI N N II •Sýningar ■Sumarsvnlng í Listasafni Sigur- ións Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar nefnist HIN HREINU FORM og þar verða til sýnis höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson frá 45 ára tímabili. Elsta verkiö, Fótboltamenn, frá 1936, er dæmi um hvernig listamaöurinn vann hin stóru, plastísku form af ótrúlegri nákvæmni og leikni, enda vakti verkið gífurlega athygli á sínum tíma. Safniö er opiö alla daga nema mánudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. ■Gerla meft svningu á Svalbarðs- strönd Um helgina var opnuö í hornstofu Safna- safnsins á Svalbarösströnd í Eyjafiröi sér- sýning á listaverkum eftir GERLU - Guö- rúnu Erlu Geirsdóttur. Sýningin nefnist „Tilbrigöi viö biö“ og á henni eru nokkrar myndir unnar meö refilsaum en sú saum- gerö hefur einnig veriö nefnd gamll ís- lenski saumurlnn. Listakonan hefur auk þess sett upp útilistaverk viö Safnasafnið sem ásamt verkunum í hornstofunni eru tileinkuö minningu ömmu listakonunnar - Guörúnar Þorfinnsdóttur, bóndakonu á Noröurlandi. En hún varð tæplega 100 ára og dvaldi síöustu 30 ár ævi sinnar á Hrafnistu í Reykjavík. Sýning GERLU I Safnasafninu stendur til 23. ágúst og er opiö daglega frá kl. 10.00 til 18.00. Sam- tímis eru í Safnasafninu margar aörar sýn- ingar, bæöi úti og inni. ■Sggjft í G^ligrí.Hlómmi Magnús Siguröarson opnaöi nýlega aöra einkasýningu sína í Gallerí Hlemml. Sýn- inguna nefnir listamaöurinn Sogiö en viö- fangsefni innsetningarinnar liggur á sviö- um næringarfræöarinnar og pappírs ákeföar (fetish). Bakgrunnur og umgjörö verksins liggur í gamalli tilvitnun þar sem RabbiAkiba (I rómverskri fangavist) sagöi viö uppá- haldsnemandann sinn, Símon ben Yochai: Sonur minn, meira en kálfurinn sækist eftir aö sjúga óskar kýrin eftir því aö gefa. Magnús hefur haldið fjölda einka- og samsýninga, bæöi hér heima og erlendis. ðllum er velkomiö aö líta inn og skoöa sýninguna en fólk er jafnframt hvatt til aö hafa regnföt meö sér. Gallerí Hlemmur er I Þverholti 5 en opið er fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Heimasíöan er galleri.hlemmur.is og eru allar nánari upplýsingar þar aö finna. Nýlega var sýninginin Dyr/Portal með myndverkum Kate Leonard frá Colorado og Valgeröar Hauksdóttur opnuð I Llsta- safnl ASÍ viö Freyjugötu. Myndlistarmenn- irnir unnu aö gerö sýningarinnar bæöi I Colorado og á íslandi. Sýningin fjallar um myndræna túlkun þeirra á náttúru og menningu þessara landsvæöa. Á sýning- unni gefur að líta mjög fjölbreytt verk. Sýn- ingin er styrkt af Colorado College og verö- ur hún jafnframt sýnd I Coburn Gallery, Colorado Springs, haustiö 2003. •Sveitin ■Óvænt uppákoma á Akurevri Gerla (Guörún Erla Geirsdóttir), myndlist- armaöur og textllhönnuöur, veröur meö óvænta uppákomu á slaginu sex I Komp- unni á Akureyri. •Feröir ■Kvóldganga í Viaev I þetta sinn verður farið um vesturenda eyjunnar sem hefur aö geyma listaverk Richard Serra, höggmyndlistarmanns frá Bandaríkjunum. Lagt er af staö frá Sundahöfn kl. 19:30. Krossgáta Lárétt: 1 léleg, 4 ánægt, 7 veikt, 8 leiösla, 10 ró, 12 dans, 13 hristi, 14 svif, 15 þreyta, 16 glufa, 18 veiðarfæris, 21 meginhluti, 20 góðgæti, 23 dysja. Lóðrétt: 1 kúst, 2 tré, 3 hræddur, 4 ótta, 5 fæða, 6 veðrátta, 9 marri, 11 rödd, 16 blaut, 17 fólsk, 19 lækningagyðja, 20 sigti. Lausn neðst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Kinveijar hafa verið þekktir fyrir glæsilega leikfléttuhæfileika sína í skákinni en það þýðir þó ekki að þeir sé ekki með „strategíuna" og enda- taflstæknina á hreinu. Hér verður Gulko að láta í minni pokann. Hann hefur e.t.v. ekki verið að hugsa um, þegar Rússar voru að hugsa um að senda hann í „gúlagið“ hér um árið, að hann ætti nú eftir að sitja sem bandarískur skákmaður austur í Shanghai árið 2002. Svona er nú lífið fjölbreytt! Og staðan í landskeppn- inni? Kínverjar unnu 1. viðureignina 5,5-4,5 og Bandaríkjamenn svöruðu með því að vinna viðureign 2 með 6-4. Alls verða tefldar 4 viðureignir. Hvítt. Zhong Zhang (2637). Svart: Boris Gulko (2597). Sikileyjarvöm. Landskeppni Kína - Bandaríkin, Shanghai (2), 12.07.2002. 1. e4 c5 2. RÍ3 Rc6 3. Bb5 e6 4. 0- 0 Rge7 5. Hel a6 6. Bxc6 bxc6 7. b3 Rg6 8. Ba3 Be7 9. c3 0-0 10. d4 cxd4 11. cxd4 Bxa3 12. Rxa3 a5 13. Rbl d6 14. Rc3 e5 15. dxe5 dxe5 16. Dxd8 Hxd8 17. Hecl Bg4 18. Rel Rf4 19. Hc2 Hd6 20. f3 Be6 21. Kf2 Had8 22. Hacl f5 23. Ke3 Kf7 24. Ra4 fxe4 25. fxe4 Rd3 26. Rxd3 Hxd3+ 27. Kf2 Hd2+ 28. Kel Hxc2 29. Hxc2 Hd4 30. Rc5 Bc8 31. Hd2 Ke7 32. Hxd4 exd4 (Stöðumyndin) 33. e5 g5 34. Kd2 Bf5 35. g3 h6 36. a4 Kf7 37. b4 axb4 38. a5 Bc8 39. Kd3 Kg6 40. Kxd4 Kf5 41. g4+ 1-0. Lausn á krossgátu •BIS 02 ‘Jia 61 ‘?U L\ ‘MQ4 91 JsnBJ n ‘ijyjsx 6 ‘051 9 ‘pae g ‘nhuijjaijs þ ‘snEjöjjEfij g ‘dso z ‘dos \ oiajggj Égjn ‘SBJij ZZ ‘iSuni \z ‘siau 81 ‘bjij 91 ‘inj gi ‘8nQ li ‘^joijs 8i Jæj z\ ‘QJið 01 ‘Bdid 8 ‘lMnfs L ‘llæs 1 ‘iiQis i jiðJBj Dagfari ■:ms& ■Hl Rifið í strengina Það eru prýðilegar græjur í bílnum mínum. Með baug- fingri eða vísifingri stjórna ég hljóðstyrk, ráfa á milli stöðva, skipti yfir á geislaspilarann og rása þar á milli laga. Allt án þess að sleppa hendi af stýrinu eða augum af götunni. Sándið er ágætt. En það er ekki bara tæknin sem slík sem ég er hrifinn af heldur því að í bílnum gefst kærkomið tæki- færi til að hlusta á tónlist sem mér er kær en er ekki endi- lega efst á vinsældalista heim- ilisins. í bílnum er friður til að hlusta, friður sem er eðli- lega ekki alltaf fyrir hendi á heimilinu. Og þennan frið hef ég notað til að rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra við tónlistarmenn af öllu tagi. Neil Young virðist alltaf koma manni á óvart þó innst inni sé hann samur við sig. Nýjasta platan, sem ég hef spilað mik- ið undanfarið, kom mér loks til að byrja á miklum doðranti um kappann sem ég keypti í fyrravetur. The Byrds hitta enn í mark með endurútgef- inni 30 ára gamalli plötu sem hét Án titils. Og það gerir Pet- er Green, stofnandi Fleetwood Mac, þar sem hann tekur lög Roberts Johnsons með sínum hætti. Clapton skemmtir sér vel með B.B. King. Það er sungið af innlifun og rifið í strengina sem aldrei fyrr. Góð akstursplata. Marley klikkar aldrei. Það gera The Grateful Dead ekki heldur en fáir hér á landi virðast skilja hvert þeir voru að fara. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt. Það er yfirleitt ekki tekið út með sældinni að vera á ferðinni í reykvísku umferðaröngþveiti en snilling- arnir á geislaplötunum auð- velda þá ferð til muna. Haukur L. Hauksson blaöamaöur Myndasögur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.