Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 7
ÞREÐJUDAGUR 16. JÚLI 2002 7 DV Fréttir Loðnuveiði jókst um rúm 14.000 tonn frá sama tíma í fyrra: Erlend skip lapda mun meiri afla á Islandi Góð veiöi Loönan gefur sjömönnum vel í aöra hönd þessa dagana. Hún er þó aö vanda dyntótt og enginn veit hvenær hún hverfur. Alls er búið að landa 109.217 tonnum af loðnu frá 26. júní sam- kvæmt upplýsingum frá samtök- um fiskvinnslustöðva. Á sama tíma í vertíðinni í fyrra var alls búið að landa um 95.000 tonnum. Aukningin nemur því 14.217 tonn- um. Mestu munar um landanir úr erlendum skipum. Heildarafli þeirra er rúmlega 44.358 tonn og er það u.þ.b. helmingi meiri afli en í fyrra. Að sögn Gunnars Jónssonar, skipstjóra á ísleifi VE, er búið að vera alveg þokkaleg veiði á Is- landsmiðum. „Áður fyrr var veið- in langmest norðaustur af landinu en svo gerðist það í fyrra að við fórtun að veiða á Vestfjarðamið- um á ný, en það var gert fyrir mörgum árum. I kjölfar þess að hlutimir komust í sama gamla horfið varð ágætisveiði i fyrra,“ segir Gunnar. „Hjá okkur er þetta búið að vera alveg í lagi, samt engin mokveiði. Það sem einkennir loðnuna er að hún kemur svolítið í skömmtum. Það eru nokkuð mikil dagaskipti á þessu eins og veiðamar hafa verið en það er í sjálfu sér bara eðlilegt og þægi- legt.“ Aðspurður hvort bjartsýni riki i hans herbúðum um góða veiði á næstu vikum, segir Gunnar loðn- una vera alveg óútreiknanlega og engu sé hægt að spá um hana. „Loðnan er alltaf að koma manni á óvart. I fyrra var ágæt- isveiði fram til 25. júlí og þá bara hvarf allt,“ segir hann. „Það getur samt enginn verið að kvarta neitt undan loðnunni. Hún hefur verið mjög góð. Til að byrja með var hún nokkuð horuð en núna horfir öðmvísi við, nú er hún feit og góð. Það eina sem að er er að hún er viðkvæm og það er mikil áta í henni. I kjölfar þess vigtast hún illa hjá flestöllum skipum." Gtmnar segist ekki geta skýrt nákvæmlega hvað veldur aukinni veiði hjá erlendu skipunum. „Útlendingamir eru bara að landa meira héma. Þeir virðast telja að það taki því ekki að sigla utan með farminn. Það skýrir helst þessa auknu löndun hjá þeim. Trúlega eru einnig fleiri er- lend skip án þess að ég viti það með vissu.“ -vig Isleifur VE. Árleg messa haldin í Knappsstaðakirkju: Kirkjugestir komu ríðandi - kirkjukaffið síðan drukkið undir berum himni Kaffi Sumarlína Þetta gamla einbýlishús veröur brátt kaffíhúsiö Sumarlína. Skoðaði hús afa Davíðs Oddssonar Menntamálaráðherra hafði stutta viðkomu á Fáskrúðsfirði í gær þar sem hann og fylgdarlið hans snæddu hádegisverð á Hótel Bjargi. Ráðherrann gaf sér tíma til að fara um þorpið og skoða meðal annars franska kirkjugarð- inn á Krossum. Þá skoðaði hann hús sem afi Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, Ólafur Oddsson ljósmyndari, byggði og rak ljós- myndastofu i, á árum áður. Að lokum lá leiðin að Oddeyri, gömlu einbýlishúsi sem verið er að breyta í kaffihús og mmi þá kall- ast KafFi Sumarlína upp frá því. -SH Árleg guðsþjónusta var haldin í Knappsstaðakirkju í Fljótum á sunnudaginn. Séra Gisli Kolbeins messaði og Anna Jónsdóttir annað- ist organleik. Messan í Knapps- staðakirkju er ávallt vel sótt og var síðasti sunnudagur engin undan- tekning. Kirkjan var á árum áður sóknar- kirkja íbúa í fremri hluta Holts- hrepps en eftir að bæjum í sókninni tók að fækka á árunum 1945 til 1960 varð Barð sóknarkirkja allra Fljóta- manna. Knappsstaðakirkju var þvi lítið sinnt í allmörg ár og þegar í óefni stefndi með kirkjuna stofnuðu heimamenn og velunnarar sveitar- innar áhugamannafélag um varð- veislu hennar. Hófu þeir endurbæt- ur á kirkjuni og lítur hún nú ágæt- lega út og er félaginu til sóma. Eftir endurreisn kirkjunnar hef- ur verið efnt til messu að minnsta kosti einu sinni á ári og koma þá jafnan margir burtfluttir sveitungar til messunnar og blanda geði við heimafólk. Tvær hefðir hafa skapast varðandi messur á Knappsstöðum. Önnur er sú að hluti kirkjugesta kemur ávallt ríðandi til kirkjunnar og hin er að kaffi er drukkið undir berum himni eftir messuna. „Þetta eru hvorir tveggju gamlir og góðir siðir sem tíðkuðust fyrir áratugum þegar ég var prestur á Mælifelli en eru liklega orðnir fátíðir nú,“ sagði séra Gísli Kolbeins um þessa venju. -ÖÞ Nýr diskur meö Mannakornum Vænta má nýs hljómdisks í haust frá hljómsveitinni Mannakornum. Á honum veröa nokkur glæný lög eftir Magnús Ei- ríksson og hann er líka höfundur textanna. Magnús er ein aöatsprautan í Mannakornum og var þaö strax í upphafi. Pálmi Gunnarsson var líka meö frá byrjun en aörir í sveitinni eftir endurvakningu eru Davíö Þór Jónsson og Benedikt Brynleifsson. Pálmi segir þá félaga fara í hijóöstúdíó á næstunni og hefja upptökur og hann htakkar til enda segir hann nýju lögin hans Magnúsar alveg stórgóö. gætu kontið þér Þjóðhátíð í Eyjum 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.