Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 Fréttir Óvenjulegar aðgerðir Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli: Draga að tófu til að auka flugöryggi - greni með fiskúrgangi á flugvallarsvæðinu MYND: VÍKURFRÉTTIR A fuglafællngarvaktinni „Þessar aögerðir hafa orðið til þess að auka flugöryggi hér á veilinum til mik- illa muna, “ sagði Stefán Thordersen, yfirmaður flugvallasviðs Flugmálastjórn- ar á Keflavíkurflugvelli. „Við teljum tvímælalaust að þess- ar aðgerðir hafa orðið til þess að auka flugöryggi hér á vellinum til mikilla muna,“ sagði Stefán Thord- ersen, yfirmaður flugvallasviðs Flugmálastjómar á Keflavíkurflug- velli. Á vegum Flugmálastjórnar hefur Páll Hersteinsson líffræðing- ur staðið fyrir tilraunum til að laða að tófu inn á vallarsvæöið í þeim til- gangi að fæla frá fugl sem er á sveimi við aðflugssvæðin, sem er einkum sllamáfur. Árlega eru þús- undir fugla skotnar innan svæðis- ins en nú eygja menn möguleika á mildari aðgerðum og að færri fugla þurfi að skjóta því ef lágfóta stend- ur sína plikt þá hörfar fuglinn á brott og flugöryggi er betur tryggt. Flugmálastjórn vill friða refinn Að frumkvæði Páls Hersteinssonar hafa verið sett upp greni á flugvallar- svæðinu og er reynt að draga tófuna að þeim með því að hafa fiskúrgang við þau. „Við köllum þetta fuglafæli- aðgerðir,“ segir Stefán Thordersen. Að hans sögn er almenn ánægja með þessari aðgerðir. Flugöryggi hafi alltént aukist og þá hafi þetta ekki orðið til að raska lifríkinu á Reykja- nesskaga. Mófuglum í felulitum jarð- argróðursins stafi til dæmis ekki hætta af tófunni og hið sama gOdi að nokkru leyti um æðarfuglinn. Stefán segir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli vilja friða ref á Reykjanesi í nokkur ár og halda svo stofninum í skefjum eftir það, með hóflegum veiðum. Allt miði þetta að þvi að auka flugöryggi því mikill skaði geti af því hlotist ef flugvél fer inn í fuglager. Hann tekur þó fram að allar þessar aðgerðir þurfi að vinnast í náinni samvinnu við nátt- úruvemdaryflrvöld og sveitarfélög á svæðinu og fara verði hægt og varlega í sakirnar í þessum efhum. Ráðum við allt nema máfinn Sigurður Eiríksson i Norðurkoti í Sandgerði hefur lengi verið með æð- arvarp í svonefndu Fuglavíkur- hverfi, sem er í nágrenni Sandgerð- is. Hann sagði i samtali við DV að hann setti sig ekki upp á móti þess- um aðgerðum. „í æðarvarpinu höf- um við ráðið við að halda öllum vargi frá, nema máfinum. Hann hef- ur oft valdið okkur þungum búsifi- um. Okkur hefur hins vegar alltaf tekist að vera laus við tófuna; við girðum æðarvarpið af með nót og þannig tekst okkur að vera laus við minkinn. En mestu skiptir auðvitað að losna við fuglinn af flugvallar- svæðinu - og það er Guðs mildi að ekkert slys hafi orðið af þeim sök- um á vellinum." -sbs Árásarmálið á Patreksfirði: Efld löggæsla ekki lausnin - segir Þórólfur Halldórsson sýslumaður „Ég get ekki litið öðru- vísi á atburði helgarinnar en svo að þetta sé áfengis- vandamál. Árásarmennirn- ir I þessu máli eru alla jafna taldir dagfarsprúðir séu þeir edrú, en síðan verða þeir hamslausir þeg- ar þeir drekka áfengi," seg- ir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, í samtali við DV. Bæjaryf- irvöld þar vestra vilja efla löggæsl- una á staðnum þannig að hún ráði við nokkra einstaklinga sem hafa farið mikinn á almannafæri undir áhrifum áfengis í nokkur skipti á síðustu misserum. Nýjasta málið er líkamsárás á tvo aðkomumenn á dansleik á Patreksfirði um helgina, en í atgangi þeim var einnig spörk- uð rúða úr lögreglubíl. Sýslumaður telur að um oftúlkun sé að ræða um hóp manna í þessu sambandi. Að árásar- máli helgarinnar komi þannig aðeins tveir til þrir nafngreindir menn. Vita- skuld hafi ýmislegt gengið á fyrir vestan á síðasta ári. Staðan hafi hins vegar mikið lagast eftir fiölmennan borg- arafund sem haldinn var vegna þessara mála siðastlið- ið haust. „Það er nú oft svo að svona fundir mynda í litlu samfé- lagi mikinn þrýsting á menn að haga sér eins og menn. Þessi fundur gerði það svo sannarlega og skilaði að því leyti miklum árangri," segir Þórólf- ur. „Ég get ekki annað en verið sam- mála forseta bæjarstjórnar Vestur- byggðar um að efld löggæsla sé af hinu góða, hún dregur úr hættunni á afbrotum. En ég held að hversu öflugt lögreglulið sem ég hef þá nær það aldrei að taka á rót þessa vanda sem er sá að menn drekka brenni- vín. Ekki get ég bannað mönnum að gera það,“ segir sýslumaður. Þórólfur segir að engin kæra hafi enn verið lögð fram vegna árásar- máls helgarinnar, utan hvað rúðu- brotið í lögreglunni verði kært. Fyr- ir liggi hver kom þar að verki. Þá segir Þórólfur að atburðina á Pat- reksfirði verði að skoða í víðu sam- hengi. Það sé ekki nýtt að menn slá- ist eða berji hver annan, atburðir líkir þessum gerist oft í viku hverri í höfuðborginni. -sbs Þórólfur Halldórsson. DRÖGUM Á MDRGUN Fáðu þér miða í síma 800 6611 eða á hhl.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Staösetning Lýðheilsustöðvar: Ótímabær umræða - segir landlæknir Sigurður Guðmundsson land- læknir segir umræðu um staðsetn- ingu fyrirhugaðrar Lýð- heilsustöðvar vera ótíma- bæra. Hann segir megin- málið að skilgreina hlut- verk slikrar stöðvar og þarfir. Fyrst þegar því máli sé lokið sé rétt að huga að staðsetningunni. „Aðalatriðið er að þessi stofnun verði í tengslum við það sem henni er ætlað að sinna og mér finnst að umræðan eigi að snúast um það. Fyrst þegar við höfum ákveðið það skulum við sjá hvort henni er best komið fyrir á Akureyri, í Hafnar- firði eða á Hvolsvelli," sagði Sig- urður í samtali við DV í gær. Mjög hörð skoðanaskipti hafa orðið um löngun heilbrigðisráð- herra að hafa stöðina á Akureyri og takast samflokksmenn í pólitík á. Þannig telur Drífa Hjartardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, að frá- leitt sé að starfrækja stöð- ina á Akureyri en Krist- ján Þór Júlíusson, efsti maður sjálfstæðismanna á Akureyri og bæjar- stjóri, blæs á þá gagnrýni að Akureyri sé of lítil og smá. Fjölmargir aðilar munu skila athugasemdum og ályktunum til heilbrigðisnefndar Alþingis innan skamms en jafnvel er talið að laga- setning um stöðina gæti orðið að veruleika á haustþinginu. -BÞ Siguróur Guð- mundsson. Fiskveióimaóur framtíðarinnar Skátar í skátafélaginu Hamri fjöl- menntu á Reykjavíkurhöfn í vikunni og hófu að renna fyrir fisk. Nokkuð illa gekk að landa þeim stóra en það var Símon Högnason sem krækti í þann gula og ekki ber á öðru en fiskurinn sé alveg sæmilega feitur. Landlæknir: Rannsakar andlát konu Mikil sorg er hjá aðstandendum ungrar konu sem lést óvænt á Sjúkra- húsi Suðurlands fyrir nokkru. Sigurð- ur Guðmundsson landlæknir segist ekki geta tjáð sig um málið en staðfest- ir að það sé til athugunar af hálfu emb- ættisins. Samkvæmt heimildum DV hefur ekkert komið fram til þessa sem bend- ir til að mistök hafi valdið dauða henn- ar. Verið er að gera mælingar á ýmsum sýnum sem tekin voru við krufningu en við fyrstu athugun kom ekkert ffarn sem staðfestir læknamistök. Fjölmörg mál koma upp í heilbrigð- iskerfinu árlega þar sem grunur leikur á rangri meðhöndlun eða mistökum. Slíkum málum hefur fiölgað mjög und- anfariö og hafa verið um 300 árlega. í langflestum tilvikum reynast ekki efni fyrir bótum. -BÞ Reykur úr potti á Vesturgötu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsinu Vesturgötu 39 klukkan rúmlega 10 í gærmorgun. Talsverður reykur var þar í íbúð en enginn eldur. Kom í Ijós að húsráð- andi hafði gleymt potti á eldavél og varð af mikill reykur. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs er slíkt tals- vert algengt, en í þessu tilviki var þó lán í óláni að ekki kviknaði eldur. Skemmdir urðu ekki á íbúðinni aðrar en þær sem stafa afsterkri lykt _________vegna reyksins. Klessti á staur Ung stúlka á tvítugsaldri slapp ómeidd úr árekstri á Suðurlands- vegi við Hveragerði milli kl. 7 og 8 i morgun. Stúlkan, sem var ein I bíln- um, er talin hafa sofnað undir stýri með þeim afleiðingum að hún missti bílinn út fyrir veg og á ljósa- staur. Áreksturinn var svo harður að staurinn brotnaði og bíllinn valt í kjölfarið. Stúlkan var í belti og var flutt til aðhlynningar á heilsugæslu- stöðina í Hverageröi en þar reyndist hún vera ómeidd eins og áður sagði. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.