Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 Sport i>v Breiðablik fer til Hvíta-Rússlands til að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða kvenna: Spennandi og mikið æv- intýri fyrir stelpurnar Blikar fagna einu þriggja marka sinna gegn ÍBV í 1. umferð Símadeildarinnar í ár. Frá vinstri eru þær Hjördís Þor- steinsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Eyrún Oddsdóttir. DV-mynd E.ÓI. Dregið var í riðla í Evrópukeppni félagsliða kvenna í gær og var eitt íslenskt lið með í pottinum. íslands- meistarar Breiðabliks ákváðu nú að senda lið til þátttöku en liðið gaf frá sér þann rétt í fyrra þegar keppnin fór fram i fyrsta sinn. Þá tók lið KR þeirra stað og keppti í sínum riðli í Noregi síðla í septem- ber í fyrra. Þó svo að þær hafi ekki náð að innbyrða sigur þá var blað brotið í kvennaknattspymu hér á landi með þátttökunni. Eitt þeirra liða sem KR mætti í fyrra er FC Bobruichanka frá Hvíta- Rússlandi en Breiðablik dróst einmitt gegn því liði, sem verður gestgjafi allra leikjanna í riðlunum, Ólafur Þór Guðbjörnsson. sem fara fram 25.-29. september. DV náði tali af þjálfara liðsins, Ólafi Þór Guðbjömssyni, og ræddi við hann um keppnina. Mikið ævintýri „Þó svo að við hefðum kosið að fara eitthvað annað en til Hvíta- Rússlands verður ferðin engu að síður spennandi og mikið ævintýri fyrir stelpurnar," sagði Ólafur. „Við vorum reyndar næstsíðasta liðið sem var dregið upp úr pottin- um en þá voru möguleikarnir þeir að fara annaðhvort til Hvíta-Rúss- lands eða Englands. En þótt við hefðum sjálfsagt valið síðari kost- inn er auðvitað alltaf gaman að taka þátt í Evrópukeppni." Hin tvö liðin sem eru með Breiða- bliki í riðli eru danska liðið Fort- una Hjörring annars vegar og FC Codra Anenii Noi frá Rúmeníu hins vegar. Keppnisfyrirkomulag er þannig að dregið var í 8 fjögurra liða riðla og kemst efsta liðið í hverjum riðli áfram í fjórðungsúr- slit þar sem leikið verður heima og heiman með útsláttarfyrirkomulagi til úrslitaleiks. Danirnir sterkir „Við vitum að danska liðið er mjög sterkt og er fyrir fram talið sigurstranglegast í riðlinum," sagði Ólafur Þór. „Og það verður sjálfsagt mjög erfitt að eiga við þær. Við eig- um hins vegar ágætan möguleika gegn hinur tveimur liðunum en þetta er líka háð því hvemig leik- imir raðast niður. Ef við náum að standa okkur gegn heimamönnum og Rúmenunum og mætum svo danska liðinu síðast gæti komið upp spennandi staða. En við íorum í þessa keppni með opnu hugarfari og erum fyrst og fremst að taka þátt i henni til að leyfa leikmönnunum að öðlast dýr- mæta reynslu. Við erum með ungt og efnilegt lið og þetta hefur mikið að segja upp á framtíðina." Förum yfir fjárhaginn Eins og gefur að skilja er dýrt að standa á bak við ferðalag sem þetta og segir Ólafur fjárhag vitanlega spila stórt hlutverk í þátttökunni. „Nú, þegar ljóst er hvert við erum að fara, munum við setjast niður og endurmeta stöðuna. En við erum nú fulltrúar íslands i þessari keppni og því full ástæða til að taka þátt,“ sagði Ólafur. Fjórar hverfa senn á brott Blikar geta þó ekki sent sitt sterkasta lið til Hvíta-Rússlands, og reyndar ekki til að klára íslands- mótið þar sem fjórir leikmenn, sem eiga fast sæti í byrjunarliðinu, halda utan til Bandaríkjanna vegna náms. Þetta eru þær Helga Ósk Hannesdóttir, Eyrún Oddsdóttir, Eva Sóley Guðbjömsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir. -esá (Bland * i P oka Þaó var bandarískur veiðimað- ur, Manuel Sanchec frá Texas, sem varö fyrstur til að fá lax í Reykjadalsá þetta sumarið. Hann var við veiðar í gær og fyrradag ásamt syni sínum og gerði sér lit- ið fyrir og náði þremur löxum, 7 punda og 10 og 11 punda, 1 gær og setti auk þess 1 tvo væna sem náðu að losa sig. Hann sagði þetta hafa verið ein- stakt ævintýri þvl hann hefði aldrei fyrr veitt lax, mikið fjör hefði verið í ánni I gær og laxinn stökkvandi vlða. Auk laxanna þriggja veiddi Bandarlkjamaöur- inn 17 urriöa. Fyrir nokkrum dögum voru Einar Ólafsson og félagi hans við veiöar 1 Litluá og höfðu aöeins verið að skamma stund þegar landað hafði verið sjö fiskum, þar af einum 10 punda urriða. Sá stóri sem veiðimenn siðustu vikna hafa reynt við, og þeir hörðustu telja yf- ir 25 pund, stríddi veiðimönnun- um einu sinni enn með því að sýna sig og elta agnið í tvígang. Lax er kominn í Húseyjarkvísl í Skagafírði. Fiskur hefur sést á flestum stöðum á laxasvæðinu. Bjarni Róbert Jónsson var að koma úr ánni og fékk tvo stórlaxa, 92 cm og 94 cm fiska, en veiðifé- lagarnir settu í sex fiska og misstu fjóra. Þetta voru allt stórlaxar. Silungsveióin hefur gengið vel og flestir fengið fisk. Fyrsti laxinn er kominn á land úr Hrútafjarðará en hellingur hefur veiðst af bleikju í ánni og hún er vel væn. I Sandá í Þistilfirði eru fyrstu lax- arnir lika komnir á land en fyrstu hollin veiddu 3 laxa. -G.Bender — Veiðivon Bjami Róbert Jónsson meö fallegan lax úr Húseyjarkvísl í Skagafirði fyrir nokkrum dögum en laxinn er mættur í kvíslina. DV-mynd SS BEand í poka Staöan er allt önnur núna i laxveið- inni en fyrir helgi, vatnið er alla- vega komið og veiðiámar renna núna. Þegar ekið er niður Norðurárdal má sjá að áin er farin að líkjast á. Laxinn sést lfka í rlkari mæli. Veiðimaöur við veiðar í Brynju- dalsá i Hvalfirði fyrir nokkium dög- um veiddi ekki fisk en sá töluvert af fiski og þá sérstaklega neðarlega 1 ánni. Þegar hann var að kasta flug- unni f fossinum renndu sér 10-12 laxar upp í hylinn. Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Laxá á Nesjum og fengust þeir neð- arlega í ánni. Eitthvað hefur gengið af fiski i ána. Veiöin hefur gengið ágætlega í Hvammsvík í Kjós og veiðimaður sem var þar við veiðar fyrir nokkrmn dögum veiddi vel. Flestir voru fiskamir um 2 pund. Flugu- veiðimenn hafa fengið ágæta veiði á ýsmar flugur. -G.Bender Bla af laxi neðst „Það er mikið komið af laxi í ána, sérstaklega neðarlega i hana,“ sagði Haraldur Eiriksson leiðsögumaður er við hittum hann við Laxá í Kjós fyrir nokkrum dögum. Síðan hefur rignt og fiskurinn er farinn að taka hjá veiðimönnum. Það voru 4 og 5 laxar á lofti í einu í Kvíslarfossinum og erlendur veiði- maður kastaði þar grimmt en fisk- urinn vildi alls ekki taka hjá hon- um. Vænir sjóbirtingar hafa verið að gefa sig í ánni og var blaðamanni sýndur einn 5 punda, nýgenginn fiskur. „Veiðiskapurinn gengur vel héma, það er verið að veiða um 30 laxa á dag og veiðimenn veiða á mjög smáar flugur núna,“ sagði Ás- geir Heiðar við Laxá í Kjós í gærkvöld er við könnuðum stöðuna við Laxá. Boltalax á Lækjarbreiöunni „Þegar veiðimenn nota svona smáar flugu missa menn mikið af fiski og það gerir þetta spennandi. Veiðin hefur tekið kipp eftir að rigndi en mikið var af fiski neðar- lega í ánni. Á Lækjarbreiðunni er boltafiskur, vel yfir 20 pundin. Norðurá komin yfir 800 laxa „Norðurá er komin yfir 800 laxa, núna hafa veiðst 820 laxar og þetta gengur vel þessa dagana," sagði Gunnar Jónsson, veiðivörður við Norðurá, i gærkvöld en svo mikið hefur rignt að áin er komin i flóð núna. „Það eru franskir menn að veiða núna og þeir eru komnir með 89 laxa - þeir veiða næstu daga. Hollið á undan þeim veiddi 137 laxa. í fyrrinótt var mikið af laxi fyrir ofan Glanna. En núna er búið að sleppa um 100 löxum aftur í ána,“ sagði Gunnar enn fremur. Eins árs laxinn er greinilega að mæta eftir að rigna tók. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.