Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Siðferði í viðskiptum Hvert hneykslismálið á fætur öðru hefur skotið upp kollinum í bandarisku viðskiptalífi allt frá því að En- ron riðaði til falls eftir umfangsmikið bókhaldssvindl. Fleiri bandarísk stórfyrirtæki hafa orðið uppvís að því að hagræða bókhaldi og sýna betri afkomu en efni stóðu til. Á stundum hafa endurskoðendur tekið þátt í blekkingarleiknum. Alvarlegar athugasemdir um siðferði í bandarísku viðskiptalífi hafa verið settar fram, jafnt af stjórn- málamönnum sem fjölmiðlum. íslenskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að greina frá breyskleika banda- rískra stjórnenda og þeim siðferðisbresti sem þeir hafa gerst sekir um. Umfjöllun um það sem miður fer i islensku við- skiptalífi er hins vegar af skornum skammti þó efni- viðurinn sé til staðar. Langflestir sem stunda viðskipti á íslandi hafa heiðarleikann að leiðarljósi, líkt og flestir stjórnend- ur bandarískra fyrirtækja. Þeir gera sér grein fyrir að heiðarleikinn - góð ímynd fyrirtækisins - er öðru fremur trygging fyrir góðum árangri i viðskiptum. Gott orðspor getur ráðið úrslitum í keppninni um hylli neytenda. Sú ára sem er í kringum fyrirtæki og stjórnendur þess ræður miklu um hvernig tekst til við að ávaxta þá fjárfestingu sem lagt hefur verið í. En þeir eru einnig til sem spila á reglurnar - fara á svig við lög og siðferði. Slíkum mönnum er fátt heil- agt og skilja eftir sig sviðna jörð þar sem ungmenni, sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu, sitja eftir með sárt ennið jafnt og fyrirtæki sem reyna að stunda viðskipti af heiðarleika og standa skil á sínu. í grímulausri græðgi er reikningurinn sendur til skattgreiðenda og annarra fyrirtækja. Fyrirtæki eru skilin eftir með skuldir og nýtt fyrirtæki með nýja kennitölu látið taka við. Gert er skipulega út á ábyrgðasjóð launa, ítrekuðum boðunum til sýslu- manns er í engu sinnt, vörslufé er látið ógreitt eins og flest annað. Allir virðast varnarlausir fyrir útsmognum refum sem þekkja kerfið - klækjameisturum sem spila enda- laust á reglurnar án þess að vera kallaðir til ábyrgð- ar. Fjölmiðlar þegja þunnu hljóði enda miklu einfald- ara að þýða erlend fréttaskeyti um siðferðisbrest bandarískra stjórnenda en að fjalla um rotnun og sið- leysi þekktra einstaklinga hér á landi. Slíkt kallar á sjálfstæð vinnubrögð og þekkingu á viðfangsefninu. Samtök atvinnulífsins þegja þunnu hljóði þó fátt sé mikilvægara fyrir íslenskt viðskiptalíf en að lög séu haldin og almennum siðareglum framfylgt. Hið opin- bera situr með hendur i skauti. Dómstólar eru of- hlaðnir öðrum verkefnum, lögreglan hefur ekki mannskap til að sinna einföldustu málum og þing- menn og ráðherrar veigra sér við að takast á við vandann - sumir stinga hausnum einfaldlega í sand- inn. Því hefur verið haldið fram að heiðarleikinn sé ein helsta eign hvers manns. Kennitöluflakkarar, ósvífn- ir kauphéðnar, siðlausir loddarar og svikahrappar sækja hins vegar að heiðarleikanum. Og flestum virð- ist standa á sama. Óli Björn Kárason DV Skoðun Ljúga, blekkja, svíkja „Hátt settir Enronmenn hafa komist furðu langt á því að halda því fram að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvemig allt var í pottinn búið, og sú kurteisi náði alla leið til íslands að viðskiptakálfar blaða sýndu þeim und- anbrögðum mikla tillitssemi.“ Bandarískur verðbréfa- kapítalismi og sovéskur áætlunarbúskapur hljóta að vera andstæðir og gjörólíkir pólar í flestra augum. Þó er nú svo komið að á milli þeirra má greina undarlegar hliðstæður eða skyld- leika. Sem tengjast því aö í báðum kerf- um hefur það skipt afar miklu máli fyrir forstjórastéttina að hún geti lát- ið líta svo út á pappírum sem allt sé í besta gengi. Sýndarveruleiki í sovéskum áætlunarbúskap var sá forstjóri vel settur sem gat sett sam- an fallega og sannfærandi skýrslu um að hann hefði staðið við fyrirheit um að auka framleiðsluna og gott betur. Hann og hans menn gátu átt von á upphefð og umbunun í fé og fríðindum. Því varð það mörgum að mikilli freistingu að fitla við fram- leiðslutölur - niðurstaðan varð svo sú að mikið af þeim framfórum sem kerfið réttlætti sig með var hvergi til nema á pappímum. í bandarískum verðbréfakapítal- isma hefur það einnig skipt miklu máli fyrir forstjóragengið aö geta sýnt vaxandi hagnað og góða stöðu í þeim skýrslum og ársreikningum sem siðan ráða mestu um verð á hlutabréfum. Og þar með því, að þeir sjálfir geti stungið I sinn skáp gifur- legu fé í verðlaunaskyni fyrir það hve snjallir þeir eru. Sullivan, fjár- málastjóri hjá Worldcom, hafði fyrir skemmstu 360 milljónir króna í árs- laun og 1,3 milljarða að auki í bónus, greiddum í hlutabréfum. En eins og dæmi af Enron, Worldcom og fleiri stórfyrirtækjum sanna slær þetta umbununarkerfi öllum gáttum upp fyrir þeim sem kunna bókhald og af- komutölur að falsa. 1 báðum kerfum komast menn upp með svik og blekkingar að vissu marki, en þegar fram úr hófi keyrir og falsið verður opinbert þá hafa við- brögð pólitískra ráðamanna orðið furðu keimlík. í Sovétríkjunum stóðu menn fast á því, að kerfið mið- stýrða væri gott, hins vegar væru ýmsir og sumir menn ekki nógu þroskaðir siðferðilega og ætti að taka í lurginn á þeim. í Bandaríkjunum segja Bush og hans ráðgjafar líka að kerfið sé gott, en nokkrir óheiðarleg- ir menn spilli trúnaðartrausti og skipti nú mestu máli að efla siðferð- ið. í báðum dæmum horfast menn ekki í augu við vandann heldur varpa honum yfir á erfðasyndina: manneskjan er ófullkomin. Refsigleði og fyrirgefning Hvað skal svo til bragðs taka? Setja hina ríku og voldugu bókhaldsfalsara í tukthús? Bush og hans fjármálaráð- herra eru eitthvað að tala um að ekki væri vanþörf á því. Enda eru Banda- ríkin refsiglatt samfélag. Þar sitja um tvær miljónir manna í fangelsum (sem samsvarar því að íslendingar geymdu um 2000 manns bak við lás og slá). Dómar eru harðir - í sumum ríkj- um geta smáþjófar fengið lengri fang- elsisdóma fyrir þriðja brot, þótt þeir hafi ekki stolið öðru en strigaskóm, en morðingjar fá hér á landi. Það er þó ekki líklegt að tekið verði hart á hvítflibbabófum. Þeir eru of ríkir, og stjómmálamenn þeim of háðir. Löggjöfin er þeim of hag- stæð sem og ríkjandi hugmynda- fræði. Þessi hugmyndafræði hefur heimtað frelsi undan reglum og eftir- liti i nafni skilvirkninnar. Enginn má trufla fyrirtækin í þeirra umsvifum, þau eiga að hafa sjálf eftirlit með að allt sé í lagi, markaðslögmálin munu sjá til að reka á eftir því. Þetta hefur ekki ræst: falsmálin stóru sem skekið hafa verðbréfamarkaði í heiminum eru einmitt tengd því að kauphalla- frelsið dýra opnar allar dyr fyrir fogrum pappírslygum. Sjálfseftirlitið virkar ekki, bankarnir bregðast, end- urskoðunarfyrirtækin dansa með - vegna þess að allir gátu hagnast á svikavefnum meðan allt lék i lyndi. Menn eru líka einstaklega var- fæmir og kurteisir í allri umfjöllun um þá afbrotamenn sem velta gífur- legum upphæðum. Háttsettir Enron- menn hafa komist furðu langt á því að halda því fram að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvemig allt var í pottinn búið, og sú kurteisi náði alla leið til íslands að viðskiptakálfar blaða sýndu þeim undanbrögðum mikla tillitssemi. Og strax á öðrum degi eftir að upp komst um Ummæli Kynningin sé gegnheil „Ferðaþjónustan sem atvinnugrein er þó enn ung og eigum við enn margt ólært. En hvað er verið að gera til að auka umsvifin? - íslend- ingar em hvattir til ferðalaga um eigið land og kynn- ing á íslandi sem viðkomustað ferðamanna eykst ár frá ári bæði í Evrópu og Ameriku. Enn víðar er hægt að leita fanga enda heimurinn stór og allt sem bendir til að ferða- lög haldi áfram að aukast þrátt fyrir bakslagið sem varð á síðasta ári. Þessi aukning mun þó ekki koma af sjáfu sér. Kröfur fólks um betri þjónustu aukast eftir því sem það fer víðar. Frítíminn er kominn í hóp þeirra verðmæta sem við kunn- um hvað mest að meta. Það er mik- ilvægt að við fórum ekki fram úr sjálfum okkur við kynningu á land- inu, hún verður alltaf að vera gegn- heil og því mikilvægt að öll kynning hvíli á traustum grunni.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á heimasíðu sinni. Slys og óhöpp eða eitthvað annað? „Ef ökumanni verða á þau mistök að valda umferðarslysi af því að Worldcom var islenskur sérfræðing- ur farinn að vitna um það í Morgun- blaðinu, að það væri „oft álitamál hvemig færa ætti tiltekna gerð kostnaðar í bókhald". (Um var að ræða svo einfóld svik að fjögurra milljarða dollara rekstrarkostnaður var bókfærður sem fjárfestingar!). Sá íslenski sagði svo varfæmis- lega að þeir hjá Worldcom hefðu „gengið of langt.“ - Það er nefnilega það. - Púertóríkóstrákur sem stelur sportskóm gæti farið í tuttugu ára fangelsi ef hann er óheppinn. Meðal- jón sem stingur þúsund dollurum undan skatti er tyftaður snarlega og skal þorpari heita. En þeir sem búa til fjóra milljarða dollara með bók- haldsbrellum sem tryggja þeim sjálf- um geipilegan hagnað - þeir hafa í mesta lagi gert sig seka um „bók- haldsóreiðu". Það er víst eitthvað í ólestri hjá þeim. Eða þannig. hann var annars hugar, ölvaður, ók of hratt, var þreyttur eða sofn- aði þá er talað um slys, mistök eða óhöpp. í mörgum málum þar sem lífi og limum fólks er stefnt i hættu er ekki talað um slys eða óhöpp heldur afbrot eða glæpi. Ógni maður öðrum með barefli eða eggjámi og hafi af honum fjármuni er talað um vopnað rán. Árásarmað- urinn má búast við mun harðari refsingu en ökumaðurinn sem vald- ur var að umferöaróhappinu. Skýr- ingin liggm- í því að í vopnuðu ráni sýnir brotamaðurinn greinilegan brotavilja. Hann útvegar sér áhöld tilverknaðarins, hótar og rænir mann. Þessi verknaður er fordæmd- ur og þykir skelfilegur. Margir les- endur skýrslu Rannsóknamefndar umferðaslysa hafa veitt því athygli, að í lista yfir orsakir banaslysa í umferðinni koma sömu þættir fram ár eftir ár. Of hraður akstur, bílbelti ekki notað, ölvunarakstur, svefn, þreyta. Þess vegna má velta því fyr- ir sér hvort rétt sé að tala um slys eða óhöpp í þessu samhengi. Allir ökumenn ganga í gengum fræðslu og próf áöur en þeim leyfist að aka. Þrátt fyrir það em afbrot þeirra nærri 70.000 á ári.“ Sr. Pálmi Matthíasson á heimaslöu Bústaöakirkju. Sandkom Ritskoðaður titill Danski Weekendavisen birti síðastliðinn fostudag bráðskemmtilega grein Hallgríms Helgasonar um heimsmeistara- mótið í knatt- spyrnu. Hallgrím- ur fer á kostum eins og hans er von og vísa og kryfur mótið á mjög frumlegan og fyndinn hátt. En öllu gamni fylgir nokkur al- vara og Hallgrím- ur gerir dómara- hneyksli keppn- innar og mútumál að umræðuefni og sendir FIFA beitt skeyti. Greininni lýkur svona: „Eitt sinn dýrkuðum við heimsmeist- arakeppnina. Eitt sinn gerðum við allt til að geta séð heimsmeistarakeppnina. Og eitt sinn treystum við henni hundrað prósent. En ekki lengur. Þessi heimsmeistarakeppni var háðung ein. Hún virðist hafa veriö seld suður-kóreskum bílaframleiðanda með forsetadrauma. Við skulum bara vona að Fifa hafi feng- ið Fair Pay fyrir hana.“ Upprunaleg fyrirsögn greinarinnar var „Fifa Fair Pay“ en Danir treystu sér ekki til að birta greinina með þeim titli og kölluðu hana í staðinn „Fifa Fair Play“ sem er ekki beinlínis lýsandi fyrir innihald greinarinn- ar. Þess má geta að á Strik.is má lesa greinina sem þar er birt á ensku. Gott sumar hjá Amaldi Spennusagnahöfundurinn Amaldur Indriðason má vera ánægður með sumarið. Á síðasta metsölulista Ey- mundssonar átti hann þrjár skáld- sögur í fyrstu þremur sætum skáldsagnalistans: Grafarþögn, Mýr- ina og Dauðarósir. Sérlega glæsilegur árangur. Eftir- spum eftir bókum Arnalds á bóka- söfhum er líka gíf- urleg og dæmi er um konu sem gerði sér ítrekaðar ferðir á bókasafn hér í bæ til að nálgast bækur höf- undarins en var sagt að engin von væri til að hún myndi geta náð í þær án þess að leggja inn sérstakar pantanir. Amaldur vinnur nú að nýrri spennusögu en litið fæst gefið upp um efhi þeirr- ar bókar en þó hefur frést að jólasveinninn muni þar eitthvað koma við sögu. Arni Bergma rithöfundur Að fara en vera Friðrik | A Rafnson bókmennta- ^ j fræöingur og þýðandi Kjallari Ætli Steinn heitinn Stein- arr heföi ekki verið stolt- ur af því að menn eru stöðugt að vitna í orð hans um það að vera sí- fellt að ferðast en vera samt á sama stað? Þetta er eins og allir vita oft notað um það þegar fóik er að ferðast í huganum með því að lesa bækur, hlusta á frásagnir, horfa sjónvarp og kvikmyndir o.s. frv. Flestir hafa einhvern timann reynt þetta meö góðum árangri og ég þekki meira að segja ágæta menn sem finnst fátt skemmtilegra en að setjast niður með landakort heima í stofu og leggjast í heilu heimsreisumar í huganum. Svo er til annars konar fólk sem er alger andstæða þessa: er sífellt að ferðast heimshoma á milli en er í rauninni samt alltaf á sama stað. Það er fólkið sem skoðar heiminn með ósýnilega leppa fyrir augun- um, boröar alltaf sama matinn hvar sem það er, tekur jafnvel með sér mat að heiman, gistir á keðjuhótel- um (hótelum sem eru hluti af hótel- keðjum), talar ensku hvar sem það kemur og verður sármóðgað þegar það gengur illa eða ekki, jafnvel ergilegra en Englendingur eða Am- eríkani við sömu aðstæður. Ferðast í rauninni um heiminn í þeirri von að fá staðfestingu þess aö hann sé jafn einsleitur og einfaldur og það vill hafa hann. Þrjár vikur í Túnis Ágætt dæmi um þetta er góð- kunningi minn sem er mikill heimshomaflakkari og golfunn- andi. Hann heyröi einhvers staðar að það væri hagstætt og gott að fara til Túnis tO að njóta hvíldar og leika golf. Eins og kunnugt er er Túnis arabaríki i Norður-Afríku og eitt fárra ríkja á þeim slóðum sem hefur notið friðsældar og velmeg- unar um langt árabil. Þar andar allt af framandi menningu, mat, tónlist, byggingarlist og siðum, auk þess sem mannkynssagan er þar sýni- legri en víða annars staðar enda eru þar m.a. miklar minjar frá tím- um Föníkumanna, Grikkja og Róm- verja. Góðkunninginn ákvað semsagt að skella sér til Túnis og vera þar í þrjár vikur. Ég hef lengi verið áhugamaður um þetta svæði, en aldrei komið þangað, og beið því spenntur eftir því að heyra ferða- söguna þegar hann kom heim aftur. En hún reyndist vera i þynnri kant- inum, því sjóndeildarhringur þessa ágæta manns takmarkaðist af þrennu: hótelinu, sundlauginni við hótelið og golfvöllinn. Engar skoð- unarferðir, hvorki í hópi né á eigin vegum, ekkert farið á útimarkað, engin tilraun gerð til aö kynnast innfæddum, þó ekki væri nema lít- illega. Jafnvel ekki laust við að kynþáttafordóma gætti í máli hans: „Okkur var sagt að þeir væru svo þjófóttir. Svo fær maöur víst niður- gang af matnum hjá þeim.“ Þannig að ekki var einu sinni farið á veitingastað til að smakka einn af sérréttum norðurafrískrar matargerðar, kúskús. Honum tókst semsagt að vera í Túnis í þrjár vik- ur án þess að sjá eða heyra nokkum skapaðan hlut sem hann hefði ekki getað séð eða heyrt á Flórída, í Þýskalandi eða í Garða- bænum... Norður við ysta haf Það er stundum sagt að íslenskir bændur hafi af eðlislægri forvitni lesið sér til um ótrúlegustu hluti, orðið sér úti um íslenskar og erlend- ar bækur þrátt fyrir vanefni og reynt að mennta sig þótt skólaganga hafi kannski verið takmörkuð. Af þessum viskubrunnum hafa margir af helstu rithöfundum þjóðarinnar síðan ausið, okkur hinum til ómældrar ánægju og skemmtunar. Og þessi fróðleiksfýsn og grúsk- þörf lifir enn góðu lífi. Maður getur verið staddur á meintum hjara ver- aldar en kemst svo eftir stutt sam- tal við húsráðendur að þvi að þetta er kannski bara miðja alheimsins, ein af ótalmörgum. Ég var þannig nýverið í fríi norður i landi og kom þar á bæ þar sem húsráðendur höfðu af áralangri eljusemi komið upp mjög myndarlegu minjasafni og stillt því upp i gömlu timburhúsi sem þau björguðu frá niðurrifi. Þama var maður leiddur um af ein- stakri gestrisni og hlýju, boðið í stutta ferð á vit fortíðarinnar sem þama birtist í ýmsum munum sem höfðu verið hreinsaðir og fágaðir svo vel að þeir hefðu getað verið frá því í gær. Væntumþykjan og um- hyggjan sveif yfir vötnum, stoltið yfir því að vera frá þessum stað, en líka ræktarsemi við það fólk sem er horfið yfir móðuna miklu. Þarna fékk ég meira að segja að sjá hlut, litla skrautperlu, sem hefur senni- lega borist hingað með landnáms- mönnum og er talin upprunnin alla leið austur í Túrkmenistan. Þúsund ára hlutur á afskekktum stað fyrir norðan og virtist svosem ekkert til- tökumál. Himnaskanni Þegar ég var kominn út á hlað á ný eftir að hafa andað að mér ís- lenskri fortíð og skoðað austur- lenska fomperlu rak ég augun í eitthvert furðuverk í túninu, víra- virki sem myndaði eins og klasa af kassalaga formum. Fyrst hélt ég aö þetta væri útilistaverk eftir ein- hvem snillinginn en fékk að vita að svo væri nú reyndar ekki. Þetta væri bara svona búnaður sem jap- anskir visindamenn hefðu sett upp til að rannsaka norðurljós. Þeim þótti þau víst eitthvað merkileg. Jamm, og heyskapur bara með besta móti, takk. Ég bað um nánari lýsingar og fékk að vita að þetta væri semsagt einhvers konar risa- vaxinn skanni sem nemur birtu eða strauma frá norðurljósunum sem geta vist orðið ansi stórbrotin í svartasta skammdeginu þarna norður við ysta haf. Og svosem ekk- ert meira um það að segja. Sérkennilegt að vera þama við norðurströnd landsins, fjarri þétt- býli, og hlusta á þetta góða fólk tala um fjarlæga fortíð og nýjustu vís- indarannsóknir eins og það væri að tala um veðrið. Þama ríkti sann- kallaður andi heimsmennskunnar og þótt við værum þama á því sem sennilega mætti kalla útnes var nesjamennskunni ekki fyrir aö fara á þeim bæ. Ég hugsa að hana sé fremur að fmna í kollinum á áður- nefndum Túnisfara og hans líkum, fólki sem aldrei hættir sér út fyrir sinn andlega túnfót þótt það fleng- ist stööugt um allan heim. Og hefur ekki numið þessa einföldu speki sem ku vera ættuð úr arabískri menningu: „Augað sefur þar til hugurinn vekur það með spum- ingu.“ „Maður getur verið staddur á meintum hjara veraldar en kemst svo eftir stutt samtal við húsráðendur að því að þetta er kannski bara miðja alheimsins, ein af ótalmörgum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.