Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 18
18 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 DV DV-MYNDIR JÚUA IMSUND Komið á enda stígsins Göngustígurinn var opnaöur meö viöhöfn. Ragnar Frank Kristjánsson þjóögarösvörður talar hér viö gestina. Meöai þeirra eru Albert Eymundsson, Ólafur Sigurösson, Guömundur Magnússon, Arnþór Helgason, Siv Friöleifsdóttir og Sturla Böövarsson samgönguráöherra. Gleðidagur í Skaftafelli: I hjólastól að jöklinum Bíógagnrýni IMBMn Regnboginn - The Accidental Spy: Sölumaður í ævintýraleit skrifar gagnrýni um kvikmyndir. greiða leið að jökli innan þeirra," sagði Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörður, glaður í bragði. Margir gestir voru viðstaddir opn- un stígsins, þar á meðal Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sem bæði lýstu ánægju sinni með þessa framkvæmd. í þjóðgarðinn í Skaftafelli koma um 150 þúsund gestir á ári og eft- ir nokkur ár er hugsanlegt að sú tala verði komin í 300 þúsund, seg- ir Ragnar. Aðkoman að þjóðgarð- inum hefur tekið miklum stakka- skiptum, bílastæðið hefur verið endurbætt og stöðugt er unnið að því að bæta aðgengi fyrir alla. Ragnar segir breska sjálfboða- liða hafa undanfarin 20 ár, stopult fyrstu árin en árlega síðustu 10 árin, komið og unnið í þjóögarðin- um 5-6 vikur á sumri. í sumar hafa 19 sjálfboðaliðar verið þar og unnið frábært starf við lagfæringu göngustíga. Það var gleðidagur fyrir ýmsa þegar opnaður var göngustigur í þjóögarðinum í Skaftafelli sem er fær nánast öllum gestum, hvort sem þeir eru í hjólastólum eða með bamavagna. Hann er um 1600 m langur, lagður bundnu slitlagi og nær frá Skaftafellsstofu lang- leiðina að Skaftafellsjökli. „Það eru ekki margir þjóðgarð- ar í heiminum sem geta státað af því að fólk í hjólastólum eigi Bretar unnu vel Bresku unglingarnir hafa unniö frábærlega gott starf í þjóögaröinum. Ragnar Frank er lengst til vinstri á myndinni. Kunnuglegar stellingar Jackie Chan fær mörg tækifæri til aö sýna þaö sem hann kann best. Jackie Chan er bú- inn að koma sér vel fyrir á stjömuprýdd- um himni í Hollywood og hefur í nokkrum síðustu kvikmyndum sínum sýnt að hann er með húmorinn í lagi þegar kemur að hasar- myndagerð. Sérstak- lega hefur þetta tekist vel í Rush Hour- myndunum tveimur þar sem hann fékk góðan mótleik frá gamanleikaranum Chris Tucker. Chan hefur samt ekki gleymt uppruna sínum sem er í Hong Kong-hasar- myndum og mitt i frægðarsólinni vestan hafs fór hann á heimaslóðir og gerði The Accidental Spy sem heitir á frummálinu Te wu ming cheng. Hasarmynd sem gerist i Hong Kong, Kóreu og Tyrklandi og er tekin upp á kínversku þó við fáum hingað til lands útgáfu döbb- aða á ensku. Ekki veit ég hvað Chan er að sækja á fomar slóðir því allt sem hann er að gera í The Accidental Spy er hægt að gera í Hollywood. Sjálfsagt er ástæðan sú að mun ódýrara er að gera myndina í Aust- urlöndum fjær og jafnvel er hann að sækjast eftir einhverju sem hann saknar i Hollywood. En ekki er hægt að segja að hann hafi erindi sem erfiði. Jackie Chan er í myndinni á kunnuglegum slóðum. Hann leikur einfeldning sem óvart verður mið- depill mikilla átaka innan glæpa- samfélagsins og þarf á öllum sínum styrk og kunnáttu að halda til að komast klakklaust í gegnum ævin- týrin sem hann lendir i og að sjálf- sögðu liggja tugir manna í valnum í lok myndarinnar. í þessu tilfelli leikur Chan sölumann í íþróttabúð sem kemur í veg fyrir bankarán og verður alþýðuhetja. í kjölfarið hefur dularfull einkalögga samband við hann og segir honum hver hinn rétti blóöfaðir hans er. Til að ná sambandi við hann þarf Chan að fara til Kóreu. Þessi ferð hans verður til þess að hann lendir í enn meiri ævintýrum og nú eru það ekki að- eins peningar sem eru uppi á borðinu heldur lendir hann í hringiðu þar sem verið er að berjast um krabba- meinsvírus. Eins og ávallt þegar Jackie Chan á í hlut er mikið um að vera og sagan sem sögð er í The Accidental Spy er hvorki verri né betri en í fyrri myndum hans. Það sem skortir er vel skrifað og fyndiö handrit. Húmorinn er lúinn og þeg- ar bætast við mjög svo kunnugleg slagsmálatriði er lítið eftir til skemmtunar og þar með fer The Accidental Spy í flokk mynda sem lítið hafa að gera í kvikmyndahús en eiga best heima á myndbanda- markaðnum. Sæmileg afþreying með fúllt af slagsmálum sem verða leiöigjöm til lengdar. Lelkstjóri: Teddy Chan. Handrit: Ivy Ho. Kvikmyndataka: Wing-Hu Wong. Tónlist: Peter Kam. Aóalleikarar: Jackie Chang, Eric Tsang, Vivian Hsu og Min-jeong Kim. Vinsælustu bíómyndirnar vestanhafs: Menn í svörtu á toppnum Þrátt fyrir fjölmargar frumsýning- ar í bíóhúsum vestanhafs um helgina þá var það geimverubanamyndin Men In Black II sem var sú vinsælasta aðra helgina í röð. MIB II fjallar um þá Key, Tommy Lee Jones, Jay og Will Smith, og baráttu þeirra við geimverur sem birtast í allra kvik- inda líki. Myndin verður frumsýnd á íslandi næstu helgi og verður fjallað ítarlega um myndina næstkomandi fimmtudag. Nokkrar nýjar myndir komu sterk- ar inn og bar þar hæst myndirnar Road to Perdition með stórleikurun- um Tom Hanks, Jude Law og ell- ismellinum Paul Newman. Myndin fjallar um leigumorðingja, leikinn af Tom Hanks, sem upplifir að heimar hans sem fjölskylduföður og leigu- morðingja skarast á og vegna þess missir hann konu sína og yngri son. Þetta gerir það að verkum að hann snýr baki við öllu sem heitið getur hefðbundið líf og leggur af stað í mikla hefndarför ásamt syni sínum. Reign of Fire skarta þeim Christian Bale, úr American Phsyco, og Matt- hew McConaughey, úr A time to Kill. Myndin er sannkölluð hasarmynd með eldspúandi dreka í einu aðalhlut- verki. Myndin gerist í nútið og hefur eldspúandi dreki hertekið jörðina. Verða þeir Bale og McConaughey að beita öllum ráðum til að ráða niðrlög- um eldspúarans. Síðast en ekki síst kemur inn góð- kunningi bíófara. Það er enn ein myndin í Halloween-seriunni sem fjallar um hinn geðsjúka Michael Myers sem virðist eiga fleiri líf en meðalköttur. í þetta skiptið eru það nokkrir krakkar sem vinna leik þar sem verðlaunin eru að gista í húsi Myers í eina nótt. Eins og búast má við þá gengur það ekki klakklaust og innan skamms er Myers byrjaður að hrella ungmennin með viðeigandi blóðsúthellingum. -HÞG ALLAR UPPHÆÐIR i ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI SÆTl VIKA TITILL HELGIN: ALLS: BÍOSALA O 1 Men In Black II 24.410 132.688 3611 e _ Road to Perdition 22.079 22.079 1797 o _ Reign of Fire 15.632 15.632 2629 o _ Halloween: Resurrection 12.292 12.292 1954 o 2 Mr. Deeds 10.842 93.975 3239 o _ The Crocadile Hunter 9.537 9.537 2525 © 3 Like Mike 8.024 118.411 2940 o 5 Lilo & Stitch 7.833 32.819 2436 o 4 Minority Report 7.216 110.137 2419 © 6 The Bourne Identity 5.761 99.026 2199 0 7 Scooby-Doo 3.757 144.968 2475 © 11 My Big Fat Greek Wedding 2.230 27.031 495 © 8 The Sum of all Fears 1.922 115.054 1150 © 9 The Powerpuff Girls Movie 1.587 9.589 2210 © 10 Divine Screts of the Ya-Ya sister. 1.503 64.707 1107 © 12 Star Wars: Episode II 1.281 239.817 632 © 15 Windtalkers 1.187 38.645 1485 © 13 Sider-Man 890 401.991 574 © 18 Space Station 646 13.569 60 © 14 Hey Arnold! The Movie 610 12.641 2021 Vinsælustu myndbönd vikunnar: Rokkstjarna kemur sterk inn Enn er Black Hawk Down vin- sælasta myndin nú 3. vikuna í röð. Nýjar myndir á lista eru The Count of Monte Christo sem fjallar um sjó- mann sem er ranglega sakaður um landráð af besta vini sínum. Besti vin- ur hans ágirnist konu hans og beitir fólskubrögðum tO að ná henni. Aðal- leikarar eru James Patrick Caviezel og hinn stórgóði Guy Pearce. í fjórða sætið tyllir rokk-ræman Rock Star sér. Hún fjallar um söngvara sem syngur í bandi sem spilar aðallega lög eftir aðra. Hann dettur svo inní að leysa af söngvara uppáhaldshljóm- sveitar sinnar sem endar á þvi að þeir vUja fá hann tO fram- búðar. Á einni nóttu er hann orðinn rokk- stjama. Vinkonan úr Vinum, Jennifer Ani- ston, leikur aðalhlut- verkið á móti popp- stjömunni Mark Wa- hlberg, sem var í New Kids on the Block. Leikstjóri er Stephen Herek sem á að baki nokkrar velheppnaðar biómyndir. Seinust kemur ný á lista myndin The Deep End sem fjallar um móður sem finnur 17 ára elskhuga sinn lát- inn en hann hafði drukknað. Maðurinn hennar er fjarri og hún getur hvergi snúið sér. Hún tekur uppá þvi að fela lík drengsins en einhver finnur það og reynir að fjárkúga hana. Hún getur ekki Rock star fjallar um pilt einn sem verður nokkuð óvart söngvari í upp- áhalds hljómsveit sinni. með nokkru móti safnað peningunum saman en þá verður einn fjárkúgarinn meyr og fer að hjálpa konunni, en get- ur hún treyst honum? . -HÞG VIKAN 1. 7. Juli SÆTI FYRRI VIKA T1THJ. (DREIRNGARAÐILI) VIKUR Á LISTA O 1 Black Hawk Down imyndform) 3 0 2 Spy Game <sam myndbönd) 5 Q 3 Domestic Disturbance (háskólabíó) 4 O _ Rock Star (sam myndbónd) 1 O _ The Count Of Monte Christo (myndform) 1 O 4 The Princess Diaries (sam myndbönd) 3 Q 5 Heist (sam myndbönd) 4 O 8 1 Am Sam (myndform) 4 o 9 Zoolander (sam myndböndi 6 © 7 Training Day (sam myndbönd) 7 0 6 Serendipity iskífan) 3 © 10 Repli-Kate (sam myndbönd) 3 © 11 From Hell (Skífanj 5 © 19 Liberty Stands Still (myndform) 2 © 15 Behind Enemy Lines (sw'fan) 6 © 13 The Glass House (skífan) 7 0 © _ The Deep End (skífan) 1 18 JuSt VÍSÍtÍng (SKÍFAN) 2 © 12 Bandits (skífan) 8 & 14 Riding in Cars With Boys iskífan) 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.