Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 10
10 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 DV Metár fréttaskotanna - ábendingar lesenda hafa iðulega orðið að stórfréttum VíðbóT' silfurverð- :orakeppni Fréttaskot DV hefur starf- að um rúmlega 18 ára skeið og má segja að það sé orðin eins konar „stofnun“ í þjóö- félaginu þar sem almenning- ur getur komið á framfæri upplýsingum af ýmsu tagi og getur treyst á fullkomna nafnleynd. Lesendur blaðs- ins hafa ótrauðir sent blað- inu hugmyndir og ábending- ar um efni í fréttir, sand- korn, myndaefni. Iðulega hafa ábendingar lesenda DV um fréttaefni orðið að stór- fréttum líðandi stundar og ratað í þjóðmálaumræðuna. Til að nálgast okkur nota menn annaðhvort talhólf í síma 550-5555, símann sem aldrei sefur - eða hringja beint í ritstjórnina þegar hún er við störf og láta vita af atburðum sem sinna þarf strax. Ekki líkar öllum að „tala við grammófóna" eins og sumir kalla það. Lifandi lina Fréttaskots DV er 550-5822 og þar má tala við blaðamann en aðal- númer blaðsins er 550-5000. Nú hef- ur bæst við ný leið fyrir fréttaskot en það er í gegnum Strik.is þar sem birtar eru DV-fréttir á Netinu. Þar er sérstakur farvegur fyrir frétta- skot og ábendingar sem lesendur vilja koma á framfæri. Lesendur í blaðamennsku DV hefur haft mikið gagn af þess- um samskiptum viö lesendur blaðs- ins, - og lesendur hafa einnig haft ánægju af að stússa ofurlítið í blaða- mennsku með okkur og sjá fréttina sína birtast á síðum blaðsins. Drjúg- ^„raao, a6 ,e[ahradíæt|aö til aðstoðar fxýnUii björjcun: stöddum er uppurið Jja có\k itl > i»r cn silli árlA í ívrra - erinið lil lokana Hivr t >I > itmki jf ^ — Þin vegal \\yöö*'el' **«*!««■> HákÁ'ii verið að afskrifa íbúana , .. * su.f;,n ** ■Mliaila " íb,U a Slokltscyri ¥ i» kO»HS 1» VWrnt - tir númer m... mm - ■owarnir fyrir só - kiir - Vanskif lar Búnaöarl ur hópur fólks sendir reglulega fréttir og hefur gert í áranna rás. Samvinnan við þetta fólk hefur ver- ið afar ánægjuleg. Segja má að það sem þú og félagar þínir ræða hvað heitast hverju sinni sé líklegt til að vera fréttnæmt fyrir aðra. Um að gera að láta Fréttaskotið vita. Metár í fréttaskotum DV Ljóst er að fréttaskotum hefur fjölgað með árunum. Ekki er langt síðan að um 100 skilaboð bárust að meðaltali í mánuði - í dag eru þau um 150 í hverjum mánuði sem rit- stjómin hefur talið rétt að kanna nánar. Mörg slik skilaboð leiða síð- an til frétta í blaðinu, sum verða að stórfréttum. Blaðið býður svolítil verðlaun fyrir vel heppnuð fréttaskot - 3.000 krónur ef skotið hittir í mark og verður birt í formi fréttar - en besta skot vikunnar fær 7.000 krónur. Ekki eru allir ginnkeyptir fyrir þessum leik okkar og afþakka þá verðlaunin, en allflestir hafa gaman af viðurkenningunni. Skot verða að stórfréttum Sá stóri hópur sem hefur sam- band við okkur er af báðum kynj- um, ungt fólk og gamalt, fólk af öll- um stéttum þjóðfélagsins. Málefnin sem rætt er um eru af ýms- um toga, allt frá umferðar- slysum og eldsvoðum upp í hápólitísk vandræðamál. Fjölmargar ábendingar til Fréttaskotsins hafa leitt til stórfrétta og komið að góðu gagni í lýðræðislegu þjóðfé- lagi. Fréttaskotin eru því afar mikilvæg. Fréttaskotinu er ætlað að vera fyrir fréttaefni eingöngu - skoðanir sem fólk vOl fá birtar í blaðinu má hringja inn í síma 550-5035. Kvartan- ir yíir útburði á blaðinu, aug- lýsingar og annað efni fer í aðrar rásir gegnum aðalnúm- er blaðsins, 550-5000. Súkkulaðiþjófur og hagsýnn ræktandi Fréttaskot DV hefur að undanfornu eins og um ára- bil birt ágætar fréttir sem borist hafa frá fréttaskyttum okkar víða um land. Hver man ekki eftir súkkulaði„þjófun- um“ í eldhúsi Flugleiða? Greint var frá einstæðri björgun manns sem bjargað var frá dauða í heitum potti á dögunum. Við fengum skilaboð í fréttaskoti um björgun manna á Langjökli. Á Stokkseyri notaði spar- samur garðyrkjumaður mannasaur á túnin við litlar vinsældir bæjar- búa. Við fréttum af umsvifum ungra athafhamanna, Baltasar Kormákur var að kaupa Hof á Höfðaströnd ásamt Lilju Pálmadóttur, konu sinni, sem á ættir að rekja í Skaga- fjörðinn. Og þannig mætti lengi telja. -JBP Á leiö um borð. Norræna: Gengið frá samningi Gengið hefur verið frá loka- samningi um smíði nýrrar Nor- rænu. Jónas Hallgrímsson, for- stjóri Smyril Line, kvaðst í sam- tali við DV vera ánægður með að málið væri í höfn. Erfiðleikar hjá þýsku skipasmíðastöðinni sem mun smíða nýju ferjuna hafa vald- ið nokkrum áhyggjum. Nú er hins vegar búið að hnýta alla lausa enda og áætlanir um smiði skips- ins munu standast. Nýja Norræna verður sjósett 24. ágúst og er skipið væntanlegt í fyrstu ferð f maímánuði á næsta ári. Bókamir I ferðir skipsins á næsta ári eru hafnar - en mikil aðsókn hefur verið í ferðir Nor- rænu það sem af er þessu sumri og reksturinn gengið vonum sam- kvæmt. -kþ KLIKKAÐ TILBQÐ!!! Efþú safnarfimm nýjum áskrífendum m , P,Ml§ mr' mÆ ’l færð þú gefins Aiwa TVC-140014”sjónvarp ísl. textavarp - A/V-tengi Euro scart-tengi -fullkominfjarstýríng.1 550 5OOO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.