Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 27 ÍBV-Breiðablik 0-1 0-1 Margrét Ólafsdóttir............35. Skot úr vítateig .........eftir einleik. Skot (á mark); 16 (7) - 10 (7) Horit: 5-1 Aukaspyrnur: 5-4 Rangstöður: 3-1 Varin skot: Petra 6 - Dúfa 7 Best á vellinum: Dúfa Ásbjörnsd., Breiðabliki ®@ Michelle Barr, ÍBV, Dúfa D. Ás- bjömsdóttir, Breiðabliki ® Petra Bragadóttir, Rakel Logadótt- ir, Elena Einisdóttir, ÍBV, Margrét Ólafsdóttir, Sigríður Þorláksdóttir, Sig- rún Á. Gunnarsdóttir, Breiðabliki. 0 V SÍMA DEILDIN Staðan í deildinni KR 8 7 0 1 41-4 21 Valur 7 5 1 1 14-6 16 Breiðablik 7 5 0 2 18-6 15 ÍBV 7 4 0 3 16-12 12 Stjaman 8 2 2 4 7-15 8 FH 7 2 1 4 7-24 7 Þór/KA/KS 7 2 0 5 7-18 6 Grindavík 8 1 0 7 5-26 3 Markahæstu leikmenn Olga Faerseth, KR ..................13 Ásthiidur Helgadóttir, KR............9 Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki . . 8 Hrefna Jóhannesdóttir, KR............6 Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV . . 6 Eyrún Oddsdóttir, Breiðabliki .... 5 Olga Steinunn Stefánsdóttir, FH .. 5 Ásgerður Ingibergsdóttir, Vai .... 4 Dóra María Lárusdóttir, Val..........4 Erla S. Amardóttir, Breiðabl.........4 Ema Erlendsdóttir, Val...............4 Edda Garðarsdóttir, KR ..............3 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR .... 3 Lilja Kjalarsdóttir, Stjömunni.... 3 Sólveig Þórarinsdóttir, KR ..........3 Næstu leikir fara fram 31. júli Grindavík ÍBV . . . kl 19 FH KR . . . kl 20 Breiðablik Þór/KA/KS .. . . . . kl 20 Valur-Stjaman . . . kl 20 FH-Valur 0-3 0-1 Ásgerður Ingibergsdóttir ... 23. skot úr vítateig - hirti boltann af vam- armanni. 0-2 Ema Erlendsdóttir ..........44. skot úr markteig .. Dóra Stefánsdóttir. 0-3 Ásgerður Ingibergsdóttlr ... 55. Skot úr vítateig . Málfríður Sigurðard. Best á vellinum: Dóra Stefánsdóttir, Val © Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, Silja Þórðardóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Valdís Rögnvaldsdóttir, FH - tris Andr- ésdóttir, Málfríður Sigurðardóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Dóra Stefáns- dóttir, Ásgeröur Hildur Ingibergsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Erna Er- lendsdóttir, Val Skot (á mark): 14 (5) - 4 (2) Horn: 10-0 Aukaspvrnur: 3-10 Rangstöður: 12-2 Varin skot: Þóra 2 - Sigrún 2 Baráttuleikur - Blikar unnu mikilvægan sigur í Eyjum í gærkvöld Þaö var baráttuleikur í Eyjum í gærkvöld þegar Blikastúlkur komu í heimsókn. Sigur Eyja- stúlkna hefði komið þeim upp að hlið Blika í þriðja sæti deildarinn- ar en svo fór ekki því Blikastúlkur höfðu nauman sigur, 0-1. ÍBV byrjaði leikinn miklu betur án þess þó að skapa sér nein um- talsverð marktækifæri. Þær léku gegn talsverðum vindi en héldu boltanum vel innan liðsins og það voru komnar 23 mínútur á klukk- una þegar fyrsta skot Blika á mark Eyjamanna leit dagsins ljós. Þaö var svo talsvert gegn gangi leiks- ins að Blikar tóku forystu, þegar Margrét Ólafsdóttir prjónaði sig í gegnum vöm Eyjastúlkna og vipp- aði boltanum snyrtilega yfir Petru Bragadóttur, markvörð ÍBV. Dúfa góð í markinu Eyjastúlkur vom heppnar að fá ekki á sig annað mark mínútu sið- ar en þá skaut Eyrún Oddsdóttir rétt fram hjá í upplögðu mark- tækifæri. Besta færi heimamanna í fyrri hálfleik fékk svo Bryndís Jóhannesdóttir er hún komst ein í gegn en besti leikmaður Breiða- bliks í gærkvöld, Dúfa D. Ás- bjömsdóttir, varði glæsilega. ÍBV sótti í sig veðrið Eyjastúlkur hófu síðari hálfleik- inn eins og þann fyrri og strax á fjórðu minútunni átti Rachel Hammill þrumuskot rétt yfir mark Blika. ÍBV-liðið sótti meira í síð- ari hálfleik en það vom þó Blika- stúlkur sem fengu betri færi. Sóknarleikur Breiðabliks lagað- ist til muna þegar Sigríður Þor- láksdóttir kom inn á en hún fékk nokkur upplögð tækifæri til að klára leikinn fyrir Blika en góður markvörður Eyjastúlkna, Petra Bragadóttir, sá ávallt við henni. Næst því að jafna leikinn komust heimamenn á 76. mínútu þegar Margrét Lára Viðarsdóttir komst ein í gegn eftir glæsilega sendingu varamannsins Emu Daggar Sigurjónsdóttur en einu sinni sem oftar í leiknum bjargaði Dúfa glæsilega í markinu. Sanngjarn sigur gestanna Þrátt fyrir að ÍBV hafi verið meira með boltann í leiknum má segja að sigurinn hafi verið sann- gjam enda opnaðist vöm Eyja- manna oft mjög illa í síðari hálf- leik og bestu færi leiksins féllu Blikamegin. Þetta var fyrsta tap Eyjastúlkna í fjórum leikjum eftir að hafa ekki unnið stig í fyrstu þremur umferð- unum. Það mun þó sjálfsagt reyn- ast þeim dýrkeypt því Blikamir náðu með sigrinum, eins og áður segir, að komast 6 stigum upp fyrir ÍBV i töflunni. Kópavogs- stúlkur geta þó vel við unað og em aðeins þremur stigum á eftir KR sem er á toppi deildarinnar. -SÞ Sport Fullt af færum Ólafur Þór Guðbjömsson, þjálfari Breiðabliks, var kampa- kátur í leikslok. „Þetta var mik- ill baráttuleikur, við fengum fullt af færum í síðari hálfleik til að klára hann. Sigríöur átti góöa innkomu, þetta er aðeins annar leikurinn hennar í sumar en hún er að koma aftur eftir tveggja ára meiðslasögu og ánægjulegt að sjá hana koma sterka inn,“ sagði Ólafur. Elísabet ósátt Elísabet Gunnarsdóttir, þjálf- ari ÍBV, var ósátt við úrslitin og taldi Eyjaliðið mun betri aðila í leiknum. „Mér fannst viö miklu betri og spiluöum góðan fótbolta en nýttum ekki færin," sagði El- ísabet og sagði toppbaráttuna búiö spil hjá ÍBV í bili a.m.k. „Það er alveg ljóst, við vissum alveg hvað við þurftum að gera hér í kvöld en þvf miöur þá tókst þaö ekki.“ -SÞ Megan Black, FH, og Dóra Stefánsdóttir, Val, eigast viö í leik liöanna í Kaplakrika í gær. Leiknum lauk meö 3-0 sigri Vals sem er nú í 2. sæti Símadeildar kvenna, tveimur stigum á eftir toppliöi KR. DV-mynd Hari Valur sigraöi FH, 0-3, í Símadeild kvenna í gærkvöld: v i Asgerður nýtti færin skoraði tvö mörk og Valur áfram í toppbaráttu ásamt KR og Breiðabliki Valur fór með sigur af hólmi, 0-3, þegar liðið sótti FH heim í gærkvöld í Kaplakrikann. Fyrir fram var búist við sigri gestanna og úrslitin því eftir bókinni. FH lét engu aö síður Val hafa fyrir hlut- unum. Leikmenn Vals náöu strax tök- um á miðjunni og sköpuðu sér færi í upphafi. FH fékk þó dauöafæri á 23. mínútu sem fór forgörðum. Tæpum stundarfjórðungi síðar kom Ásgerður Hildur Ingibergs- dóttir Val yfir. Hún hirti boltann af vamarmanni FH rétt fyrir utan vítateig og átti greiða leið að marki og skoraði gott mark þar sem Sig- rún Ólöf Ingólfsdóttir kom engum vömum við. Sigrún er í markinu í fjarveru Guðbjargar Gunnarsdótt- ur sem fór úr axlarlið fyrir stuttu og leikur ekki meira með í sumar. Erna kom Val tveimur yfir Valur bætti síðan öðm marki við rétt fyrir leikhlé og var þar að verki Ema Erlendsdóttir eftir und- irbúning Dóru Stefánsdóttur. Ema fékk boltann fyrir markið á fjær- stöng og var ekki í vandræðum með að stýra boltanum yfir línuna. Ásgerður gerði síðan út um leik- inn fljótlega i seinni hálfleik með sínu öðru marki í leiknum og þriðja marki Vals. Málfrfður tók hornspyrnu og boltinn barst til Ás- gerðar sem þakkaði fyrir sig og skoraði með flnu skoti. Valur er áfram f baráttunni á toppnum með sigrinum. Liðið skapaði sér mörg góð færi og hefðu mörkin getað orðið fleiri. Dóm Mariu Lárusdóttir gekk illa að nýta sín færi en Ásgerður var ekki í vandræðum með sín. FH hefði auðveldlega getað skor- að 1-2 mörk og er mikilvægt að lið- ið nýti þau færi sem skapast á móti liðum eins og Val þar sem færin eru ekki mörg og því dýrt að mis- nota þau þegar þau loksins koma. -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.