Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 DV , HEILDARVIÐSKIPTI 3,208 m.kr. Hlutabréf 534 m.kr. Húsbréf 250 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Baugur 84 m.kr. Samherji 78 m.kr. Aco Tæknival 73 m.kr. MESTA HÆKKUN : QTangi 4,2% j Q Skeljungur 3,7% j O Grandi 2,9% MESTA LÆKKUN © Össur 1,9% 0 Landsbanki (slands 0,8% 0 Kaupþing 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1,286 - Breyting 0,05% Gengi dollars lækkar gagnvart evru og jeni í morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að gengi Banda- ríkjadollars hefur lækkað gagnvart japönsku jeni og evru í morgun. Gengi doliars gagnvart jeni hefur ekki verið eins lágt í 10 mánuði og er nú um 116,18 og lækkaði um 2,9% í síðastliðinni viku. Gengi dollars gagnvart evru mælist nú 99,59 sent og er því nánast á pari. Ástæða gengislækkunar dollars er fyrst og fremst fjármagnsflótti frá Banda- ríkjunum samfara lækkandi hluta- bréfamörkuðum. Síðastliðna þrjá mánuði hefur gengið lækkað um 12% gagnvart þessum myntum. Á föstudaginn verða birtar tölur um viðskiptahalla Bandaríkjanna og er talið að það geti haft neikvæð áhrif á gengi dollars. Talið er að við- skiptahalli í maí verði um 35,3 millj- arðar dollara samanborið við 35,9 milljarða í aprU sem væri sögulegt met. Á sama tíma jókst útflutningur í Japan um 3,3% í maí. Atvinnuleysi mælist 2,3% í morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að á fostudaginn birti Vinnumálastofnun atvinnu- leysistölur fyrir júní og mældist at- vinnuleysi 2,3% sem jafhgUdir því að 3.558 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuð- inum. Vanalega dregst atvinnuleysi saman á mUli maí- og júnímánaða og er það sama upp á teningnum nú. Þannig dróst atvinnuleysi saman um 0,2% mUli mánaða og er það nú 2,3%. Þrátt fyrir samdrátt í atvinnu- leysi nú er atvinnuleysið um 1,1% meira en það var á sama tíma fyrir ári. Að mati Vinnumálastofnunar verður atvinnuleysi svipað í júlí og það var í júní. Enn virðist draga í sundur með landsbyggðinni og höf- uðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi er nú 1,6% á landsbyggðinni en 2,7% á höfuðborgarsvæðinu. Ekta fiskur ehf. j S. 466 101(, j S. 4661016 Úlvatnaður saltfiskur, án beina, til að sjóða. Sérútvatnaður saltfiskur, án beina, til að steikja. Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús. Ný ferðakort gefin út Landmælingar Ríkisins Nýju kortin eru í mælikvaröanum 1:250.000 og veröa um 15 þúsund örnefni á kortunum þremur. Á algengasta feröakorti Landmælinga, vegakortinu, eru um 3.300 nöfn og nýju kortin því mun nákvæmari. Landmælingar íslands hafa gef- ið út fyrsta ferðakortið af þremur í nýrri röð ferðakorta. Kortið sýn- ir Vestfirði og Norðurland en á næsta ári koma út kort sem sýna annars vegar Suöur- og Vestur- land og hins vegar Austurland. Kortin leysa af hólmi svokölluð aðalkort, sem voru 9 talsins. Kort- unum er fækkað til að koma tU móts við neytendur, en nýju kort- in þykja mun meðfærUegri en þau gömlu. Blaðaskipting milli lands- hluta er tU að mynda ákveðin sér- staklega með hliðsjón af ferða- venjum landsmanna. Nýju ferðakortin eru stærri en tíðkast hefur til þessa og eru stærstu ferðakort sem gefin hafa verið út hér á landi. Samanbrotin eru þau þó ekki meiri um sig en fyrri kort Landmælinga og ættu því ekki að íþyngja ferðamönnum á leið um landið. Nýju kortin eru í mælikvarðanum 1:250.000 og verða um 15 þúsund ömefni á kortunum þremur. Á algengasta ferðakorti Landmælinga, vega- kortinu, em um 3.300 nöfn og nýju kortin því mun nákvæmari. Þau em að öUu leyti unnin stafrænt og það auðveldar aUar síðari tíma breytingar á kortunum. Samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, var afhent fyrsta kortið og var ekki annað að sjá en hann væri áhugasamur, enda vissara fyrir stjórnmálamenn að hafa landafræðina á hreinu áður en gengið verður tU næstu alþing- iskosninga. Kjördæmum hefur verið fækkað og þau hafa stækkað að sama skapi en nýja kortið sýn- ir megnið af nýja Norðvesturkjör- dæminu þar sem Sturla býður sig væntanlega fram. Frambjóðendur í öðrum kjördæmum verða að bíða nýju kortanna eða styðjast við hin gömlu. Sértekjur Landmælinga Islands af sölu gagna jukust um 15% á síð- asta ári og námu aUs um 52 millj- ónum króna, að sögn Gunnars H. Kristinssonar, sölustjóra hjá Landmælingum. Þar af námu tekj- ur vegna sölu á prentuðum kort- um um 30 mUljónum króna. Gunnar segir margt spennandi fram undan, endurbætt útgáfa geisladisksins „Á flugi yfir Is- landi“ komi væntanlega út fyrir næstu jól og í haust muni koma út kortadiskur ætlaður til nota á heimilum landsmanna. Með hon- um sé i raun verið að flytja papp- írskortin inn í tölvurnar en staf- ræn tækni bjóði upp á fjölbreytta notkunarmöguleika - fólk geti jafnvel fært eigin upplýsingar inn á kortin. Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðib Tvísköttunar- samningur við Grænland undirritaður Undirritaður hefur verið samn- ingur á milli íslands og Græn- lands til að koma í veg fyrir tvl- sköttun milli landanna. Undirrit- unin fór fram í Nuuk á Grænlandi þann 5. júlí sl. Af hálfu íslands undirritaði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra samninginn en fyr- ir hönd Grænlands undirritaði efnahags- og fjármálaráðherra Grænlands, Augusta Salling, samninginn. Samningurinn er byggður á fyr- irmynd OECD um tvísköttunar- samninga sem aðlöguð var skatt- kerfi hvors lands um sig. Megin- efni samningsins er að báðum ríkjum er heimilt að halda eftir af- dráttarskatti að tilteknu hámarki af þeim tekjum sem greiddar eru úr öðru landinu til skattborgara í hinu ríkinu að frátöldum vöxtum. Síðamefnda ríkið skuldbindur sig hins vegar til að veita þeim sem skatturinn var dreginn af skatt- afslátt sem svarar til þess skatts sem þegar hefur verið greiddur í hinu landinu. í tengslum við undirritun samn- ingsins funduðu ráðherramir um tvíhliða samskipti ríkjanna á sviði viðskipta og fjármála, meðal annars í ljósi aukinna möguleika til samstarfs sem skapast í kjölfar tvísköttunarsamningsins. Markaðir í Evrópu lækkuðu í gær í morgimpunktum Kaupþings í gær kom fram að hlutabréfamark- aðir í Evrópu hækkuðu en já- kvæðar fréttir af kaupum banda- ríska lyfjafyrirtækisins Pfizer á sænska lyfjafyrirtækinu Pharmacia höfðu jákvæð áhrif á markaðinn. Þegar þetta er skrifað hafði hins vegar orðið viðsnúning- ur á markaðnum og helstu. vísitöl- ur hafa nú lækkað. FTSE-vísitalan hefur lækkað um 0,6%, CAC 40 hefur lækkað um 0,3% og DAX- vísitalan hefur lækkað um tæpt 1%. Fyrirtæki í heilbrigðisgeiran- um hafa hins vegar hækkað og hafa lyfjafyrirtækin Novartis (2,5%) og AstraZeneca (0,6%) hækkað sem og líftæknifyrirtækið Serono (3,8%). Fjarskiptafyrirtækið Deutsche Telecom lækkaði um 5,3% í gær eftir að þýska ríkið tilkynnti um hugsanlegan arftaka Ron Sommer, forsfjóra félagsins, en mikil átök hafa verið að undanfomu um stöðu forstjóra hjá þessu stærsta fjarskiptafyrirtæki í Evrópu. Þá hækkuðu hlutabréf i Vivendi Uni- versal í morgun eftir að tilkynnt var að fjármálastjóri fyrirtækisins myndi hætta þar störfum en fyrr- vercmdi forstjóra félagsins var sagt upp nýverið vegna slæmrar lausafjárstööu hjá félaginu. Loks hækkuðu hlutabréf í sænska fata- framleiðandanum Hennes & Mauritz (3,1%) en félagið tilkynnti um 19% söluaukningu milli ára. rl ■■ ■ I ÞflKSKRÚFUR Heithúðaðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.