Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 DV Jade Slack Yngsta fómarlamb alsælu á Bretlandi? Tíu ára telpa lést af alsæluneyslu Grunur leikur á að, Jade Slack, bresk tíu ára stúlka sem lést á sjúkrahúsi í Lancaster á sunnu- daginn hafi tekið inn allt að funm alsælupillur, en frumrannókn á sjúkrahúsinu leiddi í ljós að hún hafði tekið inn umrætt lyf og er nú beðið frekari rannsókna. Reynist þetta rétt er Jade yngsta fórnarlamb alsælu í Bretlandi. Þrennt hefur verið yfirheyrt í sambandi við málið, tveir karlmenn og ein kona á aldrinum 18 til 20 ára og voru þau látin laus gegn trygg- ingu á meðan beöið er frekari niðurstöðu rannsókna. Telpan mun hafa verið í heim- sókn hjá vinkonu sinni áður en hún veiktist og leikur grunur á að hún hafi komist yfir lyfið þar, en að sögn lögreglu fundust þar leifar af lyfmu við leit. Neyðarástandi lýst í Paragvæ Luis Gonzalez Macchi, forseti Paragvæ, lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í landinu eftir að til blóðgura átak kom milli lögreglu og stjómarandstæðinga sem safnast höfðu saman í höfuðborginni Asun- cion til að mótmæla frjálsri mark- aðstefnu stjórnvalda. Að minnsta kosti tveir létu lífið í átökunum og tugir slösuðust, en lögreglan notaði gúmmíkúlur, tára- gas og vastnsdælur til að halda aftur af óeirðaseggjunum. Til mótmæla kom einnig í borg- unum Encarcion og Ciudad de Este, en þar varð m.a. ellefu ára drengur fyrir byssikúlu lögreglunnar. Daniel Pearl. Dauðadómur yfir forsprakkanum Bandarísk stjómvöld hafa lýst á ánægju sinni með dóma yfir fjórum öfgasinnuðum múslímum sem í gær voru dæmdir af pakistönskum dóm- stóli fyrir aðild að morðinu á banda- ríska blaöamanninum Daniel Pearl. Forsprakki hópsins, Ahmen Om- ar Saeed, fæddur á Bretlandi, hlaut dauðadóm, en hann var sakaður um að hafa skipulagt morðið, en það var tekið var upp á myndband sem sent var bandarískum stjómvöld- um. Félagar Saeeds vom dæmdir í lífstiðarfangelsi. Eftir að hafa heyrt niðurstöðu dómsins hótaði Saeed að barátta múslíma gegn óvininum myndi halda áfram og störf dómsins hefði aðeins verið tímasóun. Ráðist gegn spillingu og barist fýrir öryggi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma í gær harðari lög gegn fjármálaspillingu og bók- haidssvikum. Samkvæmt frumvarp- inu, sem nefnt er eftir demókratan- um Paul Sarbanes, verða dómar í bókhaldssvikum hertir og sett verð- ur upp nýtt eftirlitsnefnd fyrir bók- haldsfyrirtæki. Þannig geta brotleg- ir vænst allt að 10 ára fangelsi. Ein- róma samþykki þingdeildarinnar þykir afar óvenjulegt, en þar fara demókratar meö ráðin. Aðgerðir Öldungadeildarinnar koma í kjölfar fjölda spillingarmála í kringum stórfyrirtæki á borð við Enron og WorldCom, svo einhver séu nefnd. Þessi spillingarmál höfðu í fór með sér hríðfallandi hluta- bréfavísitölur og enn sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. „Kreppan á mörkuðum okkar hefur sett áætlan- ir, vonir og drauma milljóna Banda- ríkjamanna í hættu,“ sagði Sar- banes í gær. Nú mun frumvarpið verða tekið fyrir í umræðunefnd þingdeildanna tveggja, öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar, þar sem það verður samþætt að frumvarpi síðar- George W. Bush Bandaríska þjóöin er í hættu og endurreisa veröur trúveröugteika efnahagsiífsins. nefndu deildarinnar frá því í apríl. Það frumvarp þykir talsvert vægara og hliðhollara bandarískum stórfyr- irtækjum. George Walker Bush forseti hefur skorað á báðar deildir að skila til- búnu frumvarpi á borð sitt fyrir sumarfrí þingsins í ágúst. Forsetinn gerði í gær tilraun til að stemma stigu viö fall hlutabréfa- markaða. Hann sagði efhahagslífið í ríki hans þjást af þynnku eftir rall- ið á síðasta áratug, og skaut þar á Bill Clinton forvera sinn. Allt væri hins vegar í stakasta lagi þar sem verðbólga og vextir væru lágir, hag- vöxtur með ágætum og neysla sæmilega mikil. „Hagkerfið okkar er að koma aftur, og það er stað- reynd,“ sagði Bush. í gær kynnti hann einnig áætlun til að tryggja öryggi heima fyrir og varaði um leið við þeirri hættu sem Bandaríkjunum stendur af gereyð- ingarvoponum. Áætlunin felur í sér úrræði til að forðast kjamorkuárás- ir og til að elta uppi grunaða hryðju- verkamenn. „Við erum þjóð í hættu gagnvart nýrri og breytilegri ógn- un,“ sagði forsetinn vígreifi í gær. Bílasprengja í Helslnkl Bifreiö sprakk í loft upp í miöborg Helsinki, höfuöborgar Finnlands, snemma í morgun, meö þeim afleiöingum aö bíl- stjórinn lést og vegfarandi slasaðist, auk þess sem rúöur þrotnuðu og nálægar bifreiöir skemmdust. Hvorki er vitaö hver stóö aö tilræöinu né til hvers. Eyjardeilan í Miðjarðarhafi: Marokkómenn neita að draga lið sitt til baka frá Perejil Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, hefur varað stjórnvöld í Marokkó viö því að Spánverjar muni ekki líða það að marokkóskir her- menn dvelji áfram á klettaeyjunni Perejil úti fyrir ströndum Marokkó, sem þeir hertóku fýrrirvaralaust sl. föstudag. „Við munum aldrei sætta okkur við þennan yfirgang," sagði Aznar í spænska þinginu í gær. Skjót viðbrögð marokkóskra stjórn- valda voru þau að segja að þau hefðu engin áform um að draga lið sitt til baka af eyjunni, sem þeir sjálfir kalla Leilu, en hún er aðeins á stærð við knattspyrnuvöll og aðeins um 200 metra undan ströndum Marokkós, beint á móti Gíbraltar. „Við munum ekki draga lið okkar til baka, að minnsta kosti ekki strax,“ sagði Mohamed Beneissa, utanríkis- ráðherra Marokkó í gær, en bætti við Frá Perejileyju. að marrokkósk stjórnvöld vildu leysa málið eftir diplómatískum leiðum. Hersveitin sem hertók eyjuna á fóstudaginn mun aðeins skipuð tólf hermönnum og að sögn utaríkis ráð- herrans var það gert til aö koma í veg fyrir að hugsanlegir hryðjuverka- menn eða ólöglegir innflytjendur gætu notað hana sem stökkpall inn í landið. Spánverjar, sem hafa sent fiögur herskip til að verja önnur yfirráð sín á svæðinu segjast ekki ætla sér að beita valdi að svo stöddu, en telja að með hertökunni hafi Marokkómenn brotið gegn rétti þeirra til löglegra yf- irráða á eyjunni. Hefur Evrópusam- bandið þegar skorað á Marokkóa að draga lið sitt til baka, en á móti hefur Arababandalagið lýst stuðningi við Marokkómenn. Eyjan hefur verið undir yfirráðum Spánverja í aldir, eins og fleiri kletta- eyjar við strendur Marokkó, en við sjálfstæði Marokkó árið 1956 var aðeins gerður samningur um yfirráð Spánverja yfir eyjunum Ceuta og Melilla og því spuming um yfirráða- rétt þeirra yfir öðrum eyjum. Trichet fyrir rétt Bankastjóri franska seðlabank- ans, Jean-Claude Trichet, mun fara fyrir rétt vegna bankahneykslis. Bent hefur verið á Trichet sem eftir- manns Wim Duis- bergs í hlutverk bankastjóra Evr- ópubankans, en blikur virðast nú á lofti í þeirri upphefð. Lamaður vill sitt stripp Lamaður maður hefur farið í mál við strippstað í Flórída vegna þess að hann komst ekki á hjólastól sín- um inni i einkadansherbergið. Tóbaksauglýsingar skaða Ný bandarísk rannsókn leiðir í ljós að tóbaksauglýsingar grafa und- an tilraunum foreldra til að hindra afkvæmi sín frá því að hefia reyk- ingar. Þetta á við jafnvel þótt for- eldramir séu afar samrýmdir börn- unum. Tilræöismaður á Klepp Maðurinn sem reyndi að skjóta Jacques Chirac Frakklandsforseta á Bastilludaginn hefur verið lagður inn á geðsjúkrahús. Þar mun hann dveljast í mánuð þar til ákveðið verður hvort fangelsisvist eigi betur við. Mafíósar handteknir ítalska lögreglan handtók 15 með- limi sikileysku mafíunnar í Paler- mó í gær. Komið var að þeim óvör- um þar sem þeir voru að kjósa sér nýjan guðföður. Einn mannanna er meðlimur í flokki Silvios Berluscon- is forsætisráðherra. Rasistar í hryðjuverkahug Meintur leiðtogi rasistasamtaka í Bandaríkjúnum er nú fyrir rétti ásamt kærustu sinni fyrir að hafa skipulagt hryðjuverkaárás í stil Oklahoma-árásarinnar. Auk þess hafði hann hug á því að myrða Steven Spielberg leikstjóra og ráð- ast á táknræna staði gyðinga og svartra í þeim tilgangi að koma á kynþáttastríði. Gaddafí haröur Moammar Gaddafí Líbýuleið- togi hefur neitað að leggja niðm- skuldir Suður-Afríkuríkis- ins Mósambik sem söfnuðust upp fyrir um 20 árum vegna olíuviðskipta. Gaddafi er þessa dagana á ferð um Afríku að afla sér fylgis í nýstofn- uðu Afríkusambandi. Útfluttar löggur Lögreglan í New York íhugar að flytja út lögreglumenn tO ísraels, Frakklands, Bretlands og Kanada svo þeir geti komið í veg fyrir frek- ari hryðjuverkaárásir á borgina. Nú þegar er fiöldi alríkislögreglumanna erlendis í sama tilgangi. Playboy afhjúpar Karlatimaritiö Playboy hefur boð- ið starfskonum fyrirtækjanna WorldCom og Andersen að koma fram naktar í tilefni þeirra spill- ingamála sem hafa verið afhjúpuð í tengslum við þau. Áður hafa konur úr spillta stórfyrirtækinu Enron komið fram á Evuklæðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.