Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 Fréttir DV Stóriðjuframkvæmdir austanlands myndu hafa mikil áhrif á hagkerfið: Vaxtahækkun líkleg nema hætt verði við framkvæmdir - hlýtur að vera órói í Seðlabankanum að mati Islandsbanka Gengfð á framkvæmdaslóöum Ef stórframkvæmdirnar austanlands veröa aö veruleika hlýtur íslenskt hag- kerfi aö mæta nýjum tímum. Mótvægisaögeröir yröu nauösynlegar, bæöi af hálfu Seölabanka og hins opinbera. Davíö Oddsson. Almar Guömundsson. Búist hafði verið við frekari vaxta- lækkunum innan skamms en stór- iðjuáform stjómvalda og Alcoa á Austurlandi gætu sett verulegt strik í þann reikning. Eirikur Guðnason seðlabankastjóri segir að Seðlabank- inn gangi út frá algjörri óvissu í stór- iðjuáformum. „Við emm ekki famir að reikna með því sem staðreynd að úr þessu verði og þess vegna miðast okkar vaxtastefha ekki við það,“ seg- ir Eiríkur. „Það er hins vegar líklegt að svona miklar framkvæmdir myndu kalla á vaxtahækkun. Seðlabankinn hyggst yfirfara vaxtamálin um næstu mánaðamót enda Ijóst að sögn Eiríks að stóriðju- framkvæmdir fyrir austan myndu hafa áhrif á peningamálastefnuna. „Við gerðum raunar Alþingi grein fyrir því á vormánuðum meö hvaða hætti það gæti orðið og sögðum þá meðal annars að vextir gætu hækk- að. Það fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem mótvægisaðgerðum af hálfu rík- isins,“ segir seðlabankastjóri. Sem dæmi um hugsanlega mót- vægisaðgerð ríkisins nefnir Eiríkur að dregið yrði úr öðrum opinberum framkvæmdum á framkvæmdatíma virkjunar og álvers fyrir austan. Spurður hvort Seðlabankinn sjái fyr- ir sér að vaxtahækkunin myndi eink- um verða á sjálfum framkvæmdatím- anum segist seðlabankastjóri ekki geta tjáð sig um það. Sennilega myndu þó áhrifm spanna yfir lengri tíma en framkvæmdaskeiðið eitt og sér. Stór áhættuþáttur Almar Guðmundsson, forstöðu- maður Greiningar íslandsbanka, seg- ir að ef samkomulag næst milli Alcoa og stjómvalda í haust séu meiri lík- ur á vaxtahækkunum en vaxtalækk- unum. Seðlabankinn muni herða að til að búa í haginn fyrir það þenslu- tímabil sem fylgi byggingartíma ál- versins og virkjunar. Vaxtabreyting- ar skili sé oft ekki inn í hagkerfið fyrr en á 12-18 mánuðum. En þola íslensk efnahagsskilyrði mikla vendingu? „Verkefiiið er það stórt á íslenskan mælikvarða að áhrif þess verða að teljast stór áhættuþáttur í hagstjóm á næstunni. Elrikur Valgerður Guönason. Sverrisdóttir. Seðlabankinn hefur það hlutverk að halda verðbólgunni niðri og hann mun því fylgjast vel með framvind- unni. Bankinn hefur loksins náð verðbólgu niður en nú er að koma inn verkefni sem getur aukið þrýst- ing á verðlag á nýjan leik. Þeir hjá bankanum þurfa að bregðast við þannig að þeir lágmarki líkumar á að verðbólga fari aftur úr böndunum. Þá er mjög mikilvægt að til komi að- haldsaðgerðir af hálfu hins opinbera ef af álversframkvæmdum verður þannig að það mæði ekki eingöngu á peningastefhu Seðlabankans," segir Almar. Krónan myndi styrkjast íslandsbanki telur aö ef Alcoa og íslensk stjómvöld nái samkomulagi muni sú ákvörðun vafalaust hafa töluverð áhrif á innlendan fjár- magnsmarkað. „Líklegt er að krónan muni styrkjast og langtimavextir hækka," segir í Morgunkomum ís- landsbanka. Um er að ræða vinnu sem nær allt frá því að hefja undir- búning á virkjunarstað til þess að ljúka samningaviðræðum við aðila og afla tilskilinna leyfa fyrir verkefn- inu. Vinnan útheimtir fjármagn og verði í samkomulaginu eitthvaö sem skuldbindur Alcoa til þátttöku í þeim kostnaði mun vera hægt að túlka það sem yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé full alvara með þessum undirbún- ingi að mati bankans. Gríðarstórt verkefni Bygging og rekstur álvers í Reyð- arflrði og virkjana er stórt verkefhi á mælikvarða helstu álfyrirtækja í heiminum. Það krefst fjárhagslegs styrkleika sem einungis allra stærstu álfyrirtæki heims hafa til að bera. Alcoa er stærsta álfyrirtæki í heimi og eitt fárra sem geta farið á eigin vegum í svona dæmi. Verkefnið er einnig stórt í samanburði við umfang íslenska hagkerfisins en kostnaður- inn við að reisa það og tengdar virkj- anir er um þriðjungi hærri fjárhæð en öll fjárfesting í hagkerfmu í ár samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnun- ar. „Verði af því mun það hafa mikil áhrif á innlendan fjármagnsmarkað og þróun hagkerfisins í heild á næstu misserum og árum,“ segir íslands- banki. Skiptar skoðanir Nokkur umræða varð á þingi um áhrif stóriðjuframkvæmdanna á hag- kerfið í vor eftir ábendingar Seðla- banka íslands og fleiri aðila. Stjóm- arandstaðan varaði við að stöðug- leikanum yrði e.t.v. stefnt í hættu en Davið Oddsson forsætisráðherra hafnaði því og sagði langtímaávinn- ing verkefiiisins fyrir þjóðarbúið skipta mestu máli. í svipaðan streng hefur Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, tekið. Sex erindi blaðburðarbarna á borð umboðsmanns barna: Þungur róður varðandi réttindi barna - segir Þórhildur Líndal - samningsleysið er hneisa Umboðsmanni bama hafa á þessu ári borist fimm erindi vegna sex blað- burðarbarna sem ekki höfðu fengið greidd laun sín eða gengið illa að fá þau greidd. Þórhildur Líndal, umboðs- maður barna, segir að það sem geri þessi mál ungra blaðbera erfiðari en önnur sé sú staðreynd að stór hluti blaðbera tilheyri engu stéttarfélagi. í þessum tilvikum hefur það í fór með sér að hver og einn sem telur sig órétti beittan verður að sækja sinn rétt sjálf- ur án aðstoðar stéttarfélags. - Hver er réttarstaða þessara barna gagnvart launagreiðanda, ef launa- greiðandinn á í greiðsluerfiðleikum eða verður gjaldþrota? „Réttarstaða barna, sem blaðbera, ætti í þessum tilvikum að vera sú sama og annars launafólks, þ.á m. blað- bera, sem teljast til fullorðinna. Sam- kvæmt yfirlýsingu um biaðbera í tengslum við kjarasamninga í mars árið 2000 og undirrituð er af aðilum Samtaka atvinnulífs og hlutaðeigandi stéttarfélaga segir i 2. tölulið: Blaðberar í störfum hjá að- ildarfélögum Samtaka at- vinnulífsins njóta allra lög- bundinna rétt- inda á vinnu- markaði, svo sem orlofsréttar og veikinda- og slysaréttar. í 3. tölulið segir orðrétt: Atvinnurekendur greióa iögjöld til lífeyrissjóös og standa skil d iö- gjaldahluta starfsmanns. Þeirgreiöa sjúkra- og orlofssjóösgjald enda njóti blaöberar réttinda í viökomandi sjóöum í samrœmi viö þœr greiöslur. Meöan ekki er fyrir hendi kjara- samningur standa atvinnurekendur skil á greiöslu stéttarfélagsgjalda vegna blaöbera sem þess óska. Ef útgáfufélag semur við bam um að það taki að sér tiltekinn blaðburð og fái laun fyrir þá vinnu sína þá ber vinnuveitanda að sjálfsögðu að standa við þann samning, hvort sem hann er munnlegur eða skriflegur, en samkvæmt fyrrgreindri yfirlýs- ingu Samtaka atvinnulífs og hlutað- eigandi stéttarfélaga er gengið út frá því að útgáfufélög geri skrifleg ráðn- ingarbréf vegna blaðbera, sbr. 4. tölulið yfirlýsingarinnar.“ Þórhildur segir að allt frá árinu 1995 hafi hún haft afskipti af málefnum blaðburðarbama, þ.á m starfskjörum og launum þeirra. Á þeim árum sem liðin eru hafi ýmislegt áunnist varð- andi réttindi þeirra en róðurinn hefur verið þungur. „Enn hefur ekki reynst vilji tO að gera kjarasamning fyrir þessa starfs- stétt launafólks sem er að mínum dómi hneisa. í áðurnefndri yfirlýsingu í tengslum við kjarasamninga árið 2000 var gert samkomulag um að skipuð yrði nefnd fulltrúa Samtaka atvinnu- lífsins, Eflingar - stéttarfélags o.fl. til að skoða gerð kjarasamnings vegna blaðbera. Þeirri skoðun átti að ljúka fyrir árslok 2000 en þótt komið sé ífam á mitt ár 2002 bólar ekkert á gerð kjarasamningsins. Auðvitað spyr maður sig hvemig standi á því að ekki skuli vera til kjarasamningar við þessa stétt launa- fólks hér á landi. Og veltir því óneitan- lega fyrir sér hvort ástæðan geti verið sú að hér eiga böm stóran hlut að máli; böm sem eiga ekki auðvelt með að mynda pólitískan þrýstihóp," segir umboðsmaður bama. -HKr. Þórhildur Líndal. y£ gpysj/ÍiJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.22 23.35 Sólarupprás á morgun 03.46 02.58 Síðdegisflóð 23.24 16.34 Árdegisflóð á morgun 12.01 04.57 Þurrt að mestu Vestlæg átt 5-10 m/s. Dálítil rigning eða skúrir um landið norðanvert í fyrstu en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Sunnan 5-10 m/s vestan til í kvöld og þykknar upp, en hægari austan til og bjartviðri. Hiti 9 til 17 stig. Víða rigning Suðlæg átt 5-10 m/s á morgun, en 8-13 m/s vestan til. Víða rigning en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 9 til 17 stig að deginum, hlýjast austanlands. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Hiti T Hitl 12“ Hiti 12“ til 16° til 20“ til 20“ Víndur 5_10nV's Vindur: 5-10 "V* Vindun 3-8 "Vs Norðvestlæg átt Fretnur hasg Fremur hæg og skýjaö meö vestlæg eöa vestlæg eöa köflum. Þurrt að breytileg ótt og suövestlæg átt mestu en skýjaö meö og skýjaö meö úrkoma norðan kóflum. köflum. tll. * 71 1' m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinnlngskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI rigning 8 BERGSSTAÐIR úrkoma 7 B0LUNGARVÍK úrkoma 7 EGILSSTAÐIR skýjað 11 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK alskýjaö 9 RAUFARHÓFN rigning 7 REYKJAVÍK súld 9 STÓRHÖFÐI úrkoma 9 BERGEN skýjað 15 HELSINKI heiöskírt 20 KAUPMANNAHÖFN heiöskírt 19 ÓSLÓ skýjað 17 STOKKHÓLMUR 21 ÞÓRSHÖFN skúr 11 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 14 ALGARVE heiöskírt 21 AMSTERDAM léttskýjaö 18 BARCELONA skýjaö 20 BERLÍN skýjaö 19 CHICAGO léttskýjaö 24 DUBLIN skýjaö 13 HALIFAX þoka 14 FRANKFURT skýjaö 19 HAMBORG skýjaö 18 JAN MAYEN súld 7 LONDON skýjaö 18 LÚXEMBORG hálfskýjaö 17 MALLORCA skýjaö 22 MONTREAL alskýjaö 18 NARSSARSSUAQ rigning 17 NEW YORK rigning 24 ORLANDO hálfskýjaö 27 PARÍS skýjaö 15 VÍN skúr 21 WASHINGTON heiöskírt 23 WINNIPEG heiöskírt 26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.