Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 14
14 Skoðun ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 I>V Spurning dagsins Fylgistu með fótbolta? Rúnar Gunnlaugsson, aðstoöarverslunarstjóri BYKO: Já, fótbolti er mitt líf og yndi og Vaisarar eru bestir í 1 deild. Halldór Benediktsson, starfsmaöur BYKO: Nei, en ég studdi Senegal á HM. Jón Ægir Baldursson, starfsmaöur BYKO: Nei, finnst hann leiöinlegur. Guömundur Bjarnason, delldarstjóri hjá BYKO: Já, ég held meö Fram en þeir eru aö veröa bestir. Eggert Olafsson, starfsmaöur BYKO: Já, mitt liö er Grótta. Ingi Einar Jónsson: Ég fylgist lítiö meö en horföi samt á HM ruglaö. SJúkllngar bera sjúkrahúsunum vel söguna - og segjast lítiö sem ekkert hafa fundiö fyrir þrengslum eöa öörum vanköntum. Vællinn um vistrýmavandann Magnús Sigurösson skrifar: Maður opnar vart svo dagblað eða hlýðir á fréttir ljósvakamiðlanna, að ekki sé þar klifað á vanda sjúkrahús- anna. „Háskólasjúkrahús í vanda“ (nýleg grein í Mbl.), „Annars tlokks þjónusta á sjúkrahúsum", „Sjúkling- ar á göngum spítalanna" - og fleiri upphrópanir í líkingu við þetta. í mörgum tilvikum eru læknar að skrifa þessar greinar, stundum hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar. En í fæstum tilvikum sjúklingar sem hafa verið á sjúkrahúsunum. Þeir bera stofnunum þessum vel söguna, róma þjónustu og aðhlynningu og segjast lítið sem ekkert hafa fundir fyrir þrengslum eða öðrum vankönt- um. Telja að fremur hafi þeir verið ofdekraðir, ef eitthvað er. Þetta síðasta er næsta samdóma álit sjúklinga sjúkrahúsanna og ann- arra sem leita þurfa á þessar slóðir, svo sem vegna slysa eða annarra bráðauppákoma. Ætli sannleikurinn sé ekki einfaldlega sá að hér séu helst til of mörg sjúkrahús - eða ailar göt- „Má ekki boða til forvama á landsvísu fyrir allan al- menning? Boða hættumörk fyrir alla sem sitja í bílnum sínum nœstum daglangt, fara aldrei út undir bert loft til að ganga eða hreyfa sig og éta á sig gat hvenœr sem fœri gefst.“ ur; of mörg sjúkrarými, miðað við mannfjölda okkar íslendinga? Það er rauður þráður í kvörtunum þeirra sem á sjúkrahúsunum starfa að fjármagn skorti til að reka stofn- anirnar. Stjórnvöld verði að leggja fram meira fé, „setja verði markið hátt“ og niðurskurður leiði til lélegri þjónustu. Hvað á svo ríkið að gera meira? Það eru lögð drög að fjár- magni í áætlunum fyrir rekstur sjúkrahúsa líkt og til annarrar þjón- ustu hins opinber og talið gott og gilt á þeim tíma. Siðan er líða tekur á fjárhagsárið er eins og allt fari úr böndunum í heilbrigðismálunum. En er í raun þörf á öllum þeim sjúkra- rýmum sem í boði eru? Það er klifað á forvörnum í flest- um greinum; í slysavörnum, áfengis- vörnum, tannvörnum, ekki síst fyrir börnin! - en af hverju ekki fyrir full- orðna líka? Má ekki boða til förvarna á landsvísu fyrir allan almenning? Boða hættumörk fyrir alla sem sitja í bílnum sínum næstum daglangt, fara aldrei út undir bert loft til að ganga eða hreyfa sig og éta á sig gat hvenær sem færi gefst. Ég fullyrði að allsherjarátak meðal þessarar eindæma værukæru þjóðar um aö hreyfa sig meira (nota þá lík- amsræktarstöðvar ef ekki viU betur) myndi snarfækka þörf fyrir fleiri sjúkrarými en nú eru til staðar og leiddi til niðurskurðar á þeim. - Væll- inn um vanda sjúkrahúsanna, fá sjúkrarými og hallarekstur sjúkra- stofnana er orðinn hvimleiður. Við getum vissulega sjálf minnkað þenn- an vanda. Hlúum að þeim sjúku og verulega fótluðu fólki en tökum okkur tak, við hin, sem erum frisk og em. Vændi í framfærsluskyni Helga Gunnarsdóttir skrifar: Nú hefur ein opinber nefndin skilað tillögum til ráðherra um „úr- bætur vegna kláms og vændis" hér á landi. Sér er nú hver tillagan! Þar sem lagt er til að ekki verði lengur refsivert að stunda vændi í fram- færsluskyni!! Er þá ekki í raun búið að leysa framfærsluvanda allra stúlkna, einstæðra mæðra og ann- arra kvenkyns (líka karlkyns), sem vilja falbjóða sig? Og það þurfa þeir sannarlega ekki að gera opinberlega á götum úti. Nægir eru barimir og skemmti- staðirnir, krárnar og afkimarnir „Það er talað um að svokall- aður „einkadans“ á nætur- klúbbunum verði bannaður og tilskilin fjarlœgð verði á milli dartsara og gestanna. Er verið að grínast að okkur sem lesum þetta? Einkadans og vændi? Hver er munurinn?“ þar sem þetta hefur viðgengist lengi og viðgengst enn. Það er talað um að svokallaður „einkadans" á næturklúbbunum verði bannaður og tilskilin fjarlægð verði á milli dansara og gestanna. Er verið að grinast að okkur sem lesum þetta? Einkadans og vændi? Hver er munurinn? Síðan er búið að „flokka“ klám í tvennt og sent til ráðuneytis til samþykktar! Gróft klám og „vægt klám“! Eru þetta fá- ráðar sem þama um fjalla? Og til að bæta gráu ofan á svart; Tillaga er gerð um að 12 ára fangelsi liggi við því að einstaklingur 18 ára eða eldri hafi mök við einstakling undir 15 ára aldri! Ætla kynóðir glæpamenn að spyrja um nafnskír- teini? Nú er tilhlökkunarefni að ná 15 ára aldursmarkinu - eða hitt þó heldur. ■ Stálslegnir Norsarar og Þjóðverjinn sem beið Gúrkutíðin yfir sumarmánuðina viröist vera náttúmlögmál á íslandi. Átt er við þegar fréttir og fólk taka sér dágott frí hvort frá öðru yfir há- sumarið að minnsta kosti. En þótt lítið sé um has- ar og „alvarlegar" fréttir á sumrin þá eiga óþreyju- og metnaðarfullir fréttafiklar þess kost að fylla fréttanefið af öðm vísi fnyk en þessari vanalegu skítalykt sem leggur af stórskandölun- um. Hér er átt við töðu- og/eða þangilminn sem gýs upp þegar blöðunum er flett á sumrin og er öraggt merki þess að fréttariturunum hefur verið hleypt í rótgnagaðan hagann og gefinn laus taum- urinn til að blessaðar fréttasíðurnar, að minnsta kosti innsíðurnar, líti ekki út eins og Til minnis síður í meðal-filófaxinu - það er: auðar með öllu. Það getur nefnilega verið hin ágætasta skemmtun og oft fróðlegt í ofanálag að verða vitni að því hvað margir af þeim em duglegir að flytja fregnir af öllu mögulegu og ómögulegu sem hendir i við- komandi bæ eða byggðarlagi og bera saman hvað fréttnæmt telst frá einum stað til annars. Frá einum stað kemur kannski létt og skemmti- leg frásögn um heimalninginn sem skokkar dag- lega nokkra kílómetra með prestshjónunum, úr öðru landshomi berast fregnir af hinni eöa þess- ari höfðinglegri gjöf Lionsklúbbsins til heilsu- gæslustöðvarinnar á staðnum, áhugasömum reyn- ist ekki skotaskuld að fylgjast meö hve lúsiðin og uppátækjasöm kvenfélög landið um kring em að bardúsa og auðvitað fáum við ítarlegar fregnir af sprettu og veöri með reglulegu millibili. Frændur vorir á Fáskrúðsfirði „Norsararnir bera af í glæsileik" tilkynnti fyrirsögn i blaðinu í gær undir yfirfyrirsögn sem sagði útlend- inga tíða gesti í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Við fyrstu sýn hefur sumum eflaust hlýnað um hjartarætumar við að sjá hina órofa samstöðu Skandinavíubúa lifna við á ný eftir síendurteknar rýtingsstimgur í Evró- visjón og lesið ótrauðir áfram til að komast að því hvaða fjallmyndarlegu Norðmenn væru í heimsókn á Fáskrúðsfirði, hvemig þeim semdi viö heimamenn og hvaða erindi þeir ættu í bæ- inn. Kannski að kynna nýja og byltingarkennda útgáfu af „ostehövel“, ætlaða til notkunar á sam- dráttartímum. Forgangsröðin er á hreinu Sitt hvað annað kom þó á daginn við nánari at- hugun. Hér var nefnilega átt við sex norsk loðnu- skip - „hvert öðm glæsilegra" - sem landað höfðu tilteknu magni af loðnu í bænum dagana á undan og þóttu „bera af í snyrtimennsku og öllu við- haldi“. í beinu framhaldi var því hnýtt við að þýsku skipunum sem sækja átti mjöl í sömu höfn hafi gessovel verið uppálagt að bíða og anda ró- lega meðan frændur vorir lykju sér af. Er gaman að sjá að Fáskrúðsfirðingar hafa forgangsröðina á hreinu og láta ekki frekan Bæjara troða ríka frændanum um tær. Svona fréttir af kantinum - varamannabekkn- um? - era prýðilegt krydd i tilveruna, auka víð- sýni og almenna þekkingu, já og gott ef þær bæta ekki meltinguna og gefa hraustlegt og gott útlit í leiðinni. Þær eru síst ómerkilegri en meðal-blaða- mannafundur meöalráðherrans eða fregnir af reikisamningi símafyrirtækis í Fjarskanistan, sem þó fá sitt pláss meðal merki- legu fréttanna í skammdeginu. Cy/Xffí Á þjóðvegunum Þola ekki álagiö til iengdar. Vegirnir að sligast Gisli Árnason hringdi: Ég var að koma úr nokkuð viða- mikilli hringferð um landiö, fór þó ekki alveg allan hringinn en ók því meira þessa aðalvegi sem flestir fara, vestur, norður og um austurhluta landsins. Það er enginn vafi á því, að vegir sem fyrir nokkrum árum vom svo til nýgerðir og lagðir slitlagi eru nú að sligast undan þunga vöruflutn- ingabíla og rútubíla, en þó einkum hinna fyrmefndu, sem eru í bókstaf- legri merkingu að fletja vegina út og eyðileggja kantana. Þetta skeður eftir að sjóflutningar með vörur lögðust meira og minna af um landsbyggðina. Hér verður að spoma við; takmarka þungaflutninga á vegum og taka upp sjóflutninga, bæði með fólk og vörur. Gjaldþrot Nanoq Margrét ívarsdðttir hringdi: Talsverður fjöldi útivistarfólks átti uppsafnaða inneign hjá versluninni Nanoq vegna sérstakra kjara sem verslunin bauð útivistarfólki. Margir þeirra, ekki síst böm og unglingar, höfðu safnað dágóðri inneign með miklum viðskiptum við verslunina og ætluðu að leysa hana út fyrir Landsmót skáta sem hefst nk. þriðju- dag (16. júlí). Ég vil vekja athygli á þessu því að fimm þúsund króna tjón er jafnsárt fyrir ungling og milljón- irnar hjá Austurbakka. Miklir penlngar í spillnu En hættumörk fram undan. Afkoman versnar Ingvi hringdi: Ég hef áhyggjur af versnandi af- komu ríkissjóðs sem sýnir nú vem- lega versnandi afkomu, eða tæpa 9 milljarða króna á fyrstu 5 mánuðum þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra, en þá voru það þó ekki nema rúmir 5 milljarðar króna. Tekjunar vaxa að vísu eitthvað, enda skatt- heimtan orðin gífurleg. En útgjöldin vaxa hröðum skrefum og hafa hækk- að um 9,5 milljarða milli ára, em nú orðin rúmir 100 milljarðar króna. Þetta allt bendir til þess aö islenska ríkið sé komið að hættumörkum á margan hátt og viðbúið að þetta verði orðið erfitt í árslok með sama framhaldi. Ríkisstjórnin er sterk en stenst ekki ásókn og kröfur. Fréttablaðið enn á ferð? Guðrún Ólafsdðttir skrifar: Ég furða mig að Fréttablaðið skuli enn vera á ferðinni eftir það sem á undan er gengið. Eitt barna- bama minna bar út blaðið og lenti í ógöngum með að fá greiöslur. Nú er blaðið að auglýsa eftir blaðburðar- bömum í vinnu og það líklegast hjá sömu aðilum og áður stóðu að út- komu blaðs þessa. Ég vona að krakkar líti til fyrri reynslu og gaumgæfi allar aðstæður, krefjist jafnvel útburðarlauna fyrirfram. Þaö er ekki ósanngjarnt miðað við hvemig að var staðiö gagnvart bömunum í fyrra skiptið og þess hvaða blaö er um að ræða. FAVir;:::.., Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.