Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 2
2 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 DV Manni gefið að sök manndráp af gáleysi vegna banaslyss við Suðurlandsveg: Ákært fyrir brot gagn- vart konu og barni - ákærður fyrir að hafa ekki fest barnastól rétt og talinn bera ábyrgð á konunni Karlmaður sem ók bifrelð er valt út af við vegamót Skeiðavegar og Suðurlandsvegar í september síðast- liðinn hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi gagnvart sam- býliskonu sinni og bami sem voru í sama bU og fórust bæði í slysinu. Mál þetta er sérstakt í ljósi tengsla ákærða við þau sem fórust en í raun alvanalegt sé litið til þess að þeir sem hlut eru taldir eiga að banaslys- um eru gjarnan ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Á hinn bóginn hefur ekki verið ákært áður fyrir að festa ekki barnastól rétt, svo DV sé kunnugt um. Hjá Héraðsdómi Suðurlands er einnig til meðferðar mál þar sem Sýslumaðurinn á Selfossi ákærir annan ökumann fyrir manndráp af gáleysi. Sá pUtur, 19 ára í dag, var vinur þess sem fórst þegar bílvelta varð á gatnamótum við Þorláks- hafnarveg i aprU á síðasta ári. Talinn bera ábyrgð á farþegum í fyrrnefnda málinu er bUstjórinn ákærður þar sem hann er talinn hafa borið ábyrgð á konunni, sem sat aftur í, og barninu sem þar var í bUstól. Manninum er gefið að sök að hafa ekki fest stólinn rétt þar sem hann losnaði og kastaöist upp i bUtoppinn þegar bíllinn valt. Ekki lá ljóst fyrir hvort konan, sambýlis- kona mannsins og móðir bamsins, var í bUbelti eða ekki. Banaslysið átti sér stað þegar bUnum var ekið af Skeiðavegi inn á Suðurlandsveg með þeim afleiðingum að hann valt. Talið er að bUstjórinn hafi einfald- lega ekki náð beygjunni og því misst hann út af. Voru á leið á knattspymuæfingu I síðustu viku var flutt mál ákæruvaldsins gegn 19 ára pUti sem ákærður er fyrir að hafa ekið of hratt miðað við aðstæður á mótum Þorlákshafnarvegar og vegarins sem liggur þaðan í áttina að Óseyr- arbrú og Eyrarbakka. Málavextir eru þeir að þann 1. aprU á síðasta ári voru fjórir félagar á leið frá Þor- lákshöfn tU Hafnarfjarðar á knatt- spymuæfingu. Bílstjórinn, sem þá var 18 ára, sá þegar sendibifreið var ekið inn á Þorlákshafnarveg á fyrr- nefndum gatnamótum. Hann varð að sveigja frá tU vinstri en eftir það fór bUl félaganna út af. Vinur bU- stjórans, 16 ára piltur, kastaðist út úr bUnum með þeim afleiðingum að hann lést. Ökumaðurinn neitar sök og krefst sýknu. Hann hefur viður- kennt aö hafa verið á 90-100 km hraða. Vitni sem voru í bUnum og aðrir bera hins vegar að hraðinn hafi verið meiri, 110-140 km hraði á klukkustund. BUstjóri sendibUsins kveðst ekki hafa komið auga á hinn bUinn er hann tók beygjuna en þar er biðskylda. Hann er einungis ákærður fyrir að hafa ekki virt hana. Dómur fellur í báðum framan- greindum málum innan nokkurra vUuia. -Ótt Reykjavíkurlögregla segir aukningu milli ára liggja fyrir - úthverfin verst sett: „Sumarinnbrotum" hefur fjölgað í Reykjavík New York Times greinir frá Alcoa og Davíð Á forsíðu netútgáfu New York Times í dag er greint frá því að bandariska álfyrirtækið Alcoa hafi fengið góðar viðtökur breiðrar fylk- ingar á íslandi eftir að hafa mætt mótlæti á Indlandi, BrasUíu og Ví- etnam - áhersla sé lögð á samninga- viðræður í vikunni þannig að fram- kvæmdir geti hafist í næsta mánuði tU að nýta hinn skamma íslenska sumartíma. „Ef og þegar verkinu lýkur verða 80 prósent raforku á íslandi ætluð álbræðslu," segir í fréttinni. Greint er frá deUum umhverfissinna við ís- lensk stjómvöld og vitnað tU orða Daviðs Oddssonar sem segir: „Við höfum reiknað út að tjónið er tU- tölulega lítið." Haft er eftir forsætis- ráðherranum að tvisvar áður hafi mikU áhætta verið tekin í þvi skyni að koma á stóriðju og mikUvægt sé að halda vinnu á landsbyggðinni - 600 störf á Austfjörðum séu afar mikUvæg. Þrátt fyrir Kárahnjúka- virkjun verði hægt að koma á þjóð- garði norðan Vatnajökuls. í greininni er einnig vitnað tU orða Kolbrúnar Halldórsdóttur, Vinstri grænum, um að ísland sé bananalýðveldi - umhverfismat sé eingöngu vegna þrýstings frá Evr- ópusambandinu. New York Times hefur svo eftir Davíð sem svarar þessu m.a á þessa leið: „My opposition has gone bananas." -Ótt Vegkanturinn gaf sig Mildi þykir aö ekki fór verr þegar vöruþifreiö, hlaöin efni til vegageröar, valt á hiiöina um miöjan dag i gær. Slysið varö í svokölluöum Forvaöa viö noröanveröan Kollafjörö. Snarbratt er í sjó fram þar sem vegkanturinn lét undan þunga bílsins. Ökumanninum tókst aö stökkva út úr bílnum þegar hann valt og sakaöi hann ekki. Unniö er aö gerö nýs veg- ar á þessum slóöum og vegbygging utan troöinnar akbrautar illa búin fyrir mikinn þunga. Norska hrefnukjötið í Nóatún: Kílóið kostar þúsundkall Norskt hrefnukjöt og rengi mun koma tU landsins í dag eða á morg- un en einhver dráttur verður á að kjötið komi í búðir. Jón Gunnars- son flytur inn hrefnuna og telur hann líklegast að kjötið verði kom- ið á markað eftir viku til tíu daga. Öll heilbrigðisvottorð séu með í for frá Noregi og ekkert standi við- skiptunum fyrir þrifum. Um ræðir átta tonn en ekkert útilokar frekari viðskipti, að sögn Jóns. Hann segir kjötið nýtt og því sé pakkað í neyt- endapakkningar. Líklegt verð á hrefnukjötinu sé rétt innan við 1000 krónur hvert kUó og muni það að minnsta kosti fást í Nóatúns- búðunum. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi í baráttunni fyrir hvalveiðum á íslandi og fyrir viðskipti með hvalaafurðir. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu viðskiptin f 13 ár en við vonumst auðvitað tU að standa ekki mikið í innflutningi heldur veröi veiðar hafnar sem fyrst. Þetta kjöt kemur úr sameig- inlegum stofnum okkar íslendinga og Norðmanna og það eru þvf ákveðin öfugmæli að eyða gjald- eyri í þetta,“ sagði Jón í samtali við DV í morgun. -BÞ fs LfcJ Jón Gunnarsson. Lést í bílslysi Litla telpan sem lést í bUslysi við Varmaland í Borgarfirði á föstudagskvöld hét Alda Hnappdal Sæmundsdóttir, tU heimUis að Vesturgötu 26 í Reykjanesbæ. Alda var flrnm ára gömul, fædd 8. aprU 1997. Foreldrar hennar eru Guðleif Amardóttir og Sæmundur Hnapp- dal Magnússon. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hefur innbrotum fjölgað sé miðað við sumarmánuðina í ár og í fyrra. Lög- reglumenn sem DV ræddi við segja að ekki síst á hafl fjölgað innbrotum á heimUum í úthverfum borgarinnar: í Árbæ, Breiðholti og á svæðunum í Grafarvogi. Þau eru engu að síður dreifð víða um borgina þó fjölgun sé i úthverfunum. Talsvert hefur verið um að heimU- isfólk hafi orðið fyrir miklu tjóni þeg- ar það hefur snúið aftur heim eftir lengri eða skemmri fjarveru. Þannig er algengt að innbrotsþjófar taki tölv- ur, sem virðast í sérstöku uppáhaldi hjá brotafólki, myndavélar og lausa- fjármuni, t.d. gjaldeyri eða skartgripi. Á fóstudag var einn maður úrskurð- aður í brotagæslu og annar á sunnudag. Svo virðist sem nokkrir ótengdir hópar afbrotamanna séu á ferðinni í borginni. Brotin tengjast oftast flkniefnaneyslu með einum eða öðrum hætti. Lögreglan segir að stundum séu innbrotsþjófar að ná í þýfi fyrir aðra - menn sem skipuleggja brotin. Einnig hefur verið talsvert um að brotist sé inn til að ná i varning og selja til að standa skil á greiðslum fyrir fíkniefhi. Lögreglan leggur áherslu á að fólk reyni að halda uppi nágrannagæslu - að fólk vinni saman og hafl vakandi auga með eignum nágrannanna þegar þeir fara í burtu í frí. Einnig er brýnt fyrir fólki gleyma því ekki að bílar eru vinsælir innbrotsstaðir - hljóm- tæki, svo ekki sé talað um önnur sýni- leg verðmæti, e.t.v. töskur, eru oftast ástæða þess að þjófar ákveða að brjóta hliðarrúðu og eru svo eldfljótir að ná því sem þeir ætla sér áður en hlaupið eða ekið er á brott. Að sögn yfirlögregluþjóna í Kópa- vogi og Hafnarfirði virðist ekki vera um aukningu að ræða á innbrotum þar. -Ótt íslendingur helm Víkingaskipið ís- lendingur er á heim- leið. Reykjanesbær er í viðræðum við eig- anda skipsins um kaup á skipinu og eru þær á lokastigi. Þetta staðfestir Ámi Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ. fjölmörg fyrir- tæki ætla að aðstoða við kaupin en hugmyndir eru uppi um að skipið verði í framtíðinni í Njarðvíkinni. Morgunblaðið sagði frá. Hraðbankakort handa 9 ára Notkun svokallaðra hraðbanka- og debetkorta hefur stóraukist meðal bama og unglinga. Böm sem hafa náð 9 ára aldri geta fengið hraðbankakort sem hægt er að nota í hraðbönkum og hjá gjaldkerum banka. Kortin er sí- hringikort en það þýðir að ef kortið er notað þá á það að hringja inn fyrir hveija greiðslu. Aldursmörk er mis- munandi eftir bönkum og em þau hæstu hjá íslandsbanka eða 12 ára fyr- ir hraðbankakort en 14 ára fyrir debet- kort. Morgunblaðið sagði frá. Blökk fer hvergi Hryssan Blökk, sem Anna Breta- prinsessa fékk gefins fyrir hönd fatlaðra bama á landsmóti hestamanna, fer ekki út. Þykir hryssan óstýrilát og sýna óviðeigandi fram- komu að prinsessunni. Leit er hafm að betra hressi. Strassborg vísaöi frá Mannréttindadómstóll Evrópu vis- aði frá máli íslenskrar konu sem vildi ekki sætta sig við málsmeðferð Hæsta- réttar. Kærði hún fóður sinn fyrir kyn- ferðisafbrot gegn sér og féll sýknudóm- ur á hendur fóður hennar í október árið 1999. Hæstiréttur klofhaði í af- stöðu sinni og vildu þrir dómarar sýkna en tveir sakfella. Sif Konráðs- dóttir, lögmaður dótturinnar, sagði að viss vonbrigði væm með niðurstöðu dómstólsins í Strassborg en alltaf hefði verið vitað að á brattann var að sækja. Morgunblaðið sagði ffá. Sögu Sigrúnar Eldjárn stolið Brotist var inn í vinnustofu Sigrúnar Eldjám um seinustu helgi og þaðan stolið ýmsum munum. Verst var þó að far- tölvu hennar var stolið en irrni á henni er nýjasta bamasag- an sem hún var að vinna að. Þetta er að sögn Sigrúnar mikið tilfinningalegt tjón þar sem hún var langt komin með söguna. Biður lögreglan alla þá sem sáu til mannaferða við Fjölnisveg 12 á laugardagskvöld eða sunnudagsmorg- un að hafa samband við sig. Læknanám í Ungverjalandi í læknaskólanum í Drebecen í Ung- veijalandi stunduðu 9 íslendingar nám sl. vetur. Hanna Kristin Ólafs- dóttir er að hefja sitt þriöja ár í námi og lætur vel af skólanum. Þar sé sér- stök deild fyrir útlendinga og hafi hún lengst af verið mest sótt af Bandaríkja- mönnum en það sé aö breytast. Gert er ráð fyrir að íslendingum sem hyggja á læknanám fjölgi þar í ár. Morgunblaðið sagði ffá. íslandspóstur dregur saman Á síðustu fjórum árum hefur íslands- póstur lokað fjórum pósthúsum. Að auki hefur verið tekið upp samstarf við sparisjóði, banka og verslanir um rekst- ur 29 póshúsa víðs vegar um landið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að endurskipulagning íslandspósts sé óhjákvæmileg en það muni ekki minnka þjónustu við viðskiptavini. -HÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.