Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 I>V Utlönd CONSEJO p i . ■. I fW* 1 i |P JL J| HJ Leiötogar 15 Evrópusambandsríkja og 10 ríkja sem æskja inngöngu á fundi í Sevilla. Evrópubúar gefa því lítinn gaum hvaö fram fer á svona samkundu, enda spyr þá enginn um hvort þeir hafi skoðun á þessu eöa hinu sem ráöin, nefndirnar eöa embættismannnaklíkurnar samþykkja eöa láta vera aö ræöa um. Deila má um hvort ESB eru lýðræðissamtök eða embættismannaveldi: Nektin sterkasta vopnið FJöldi baráttukvenna í Nígeríu, sem haldið hefur olíuvinnslu ná- lægt heimabæ sínum á sínu valdi í þrjár vikur með því að loka allri að- komu að svæðinu, hafa hótað því að berhátta sig fái innlent verkafólk | ekki aukna vinnu við olíuvinnsl- ; una. Helen Odeworitse, talskona bar- 1 áttuhópsins, sem í eru um 150 kon- ur á aldrinum 30 til 90 ára, segist j vona að þessi hótun þeirra hafi til- ætluð áhrif og bætti við að nektin væri eitt sterkasta vopn konunnar, en í Nígeríu er litið á nekt kvenna með mikilli lítilsvirðingu. Konurnar krefjast einnig bættra lifsskilyrða og heimta rafvæðingu fyrir þorp sitt. Hver „Langi mig til að vita hvað Evr- ópa hugsar, hvern á ég þá að spyrja?" Margir eru búnir að endur- taka þessa spurningu síðan Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráð- herra BNA, spurði fyrst og vænti ekki svars, enda enginn þess um- kominn að gefa einhlítt svar um hvað býr í hugarheimi Evrópu, hvorki þá né síðar. Hvað Evrópa er og hvert hún stefnir er líkast til ekki eins augljóst og margir telja. Evrópusambandið tekur sífelldum beytingum og greinilegt er að fyrir Neikvœð umsögn um valdið í Brussel er stund- um runnin undan rifjum þeirra sem notfœra sér ESB til að koma á nauð- synlegum umbótum á heimavelli. Ríkisstjómir sem ekki hafa pólitískt bolmagn til að gera svo- kallaðar óvinsælar að- gerðir í efnahagsmálum eða breyta löggjöf sem kemur illa við einhverja hagsmunahópa styðja slíkar breytingar innan ESB og benda síðan á skriffinnana í Brussel sem sökudólg og þykjast hvergi hafa nœrri komið. dyrum stendur stökkbreyting þegar tíu ný ríki verða tekin inn. Þau eru um margt ólík þeim sem fyrir eru og eru skiptar skoðanir um hvemig þau samlagast þeim sem fyrir era og hvert öðru. Skilyrði fyrir inngöngu í ESB eru m.a. að þau ríki sem fyrir eru sam- þykki öU nýja meðlimi. Sem stend- ur eru það einkum írar sem leggjast á móti þvi að samlagast gömlum leppríkjum Sovétríkjanna. En skrif- fmnamir i Brussel hafa ekki áhyggjur af þvi. Til eru ótal ráð til að fá einstök ríki til að skipta um skoðun og hlýða ákvörðunum sem teknar eru af yfirstjóm ESB. En hver er svo yfirstjórnin og hver ræður? Hvar er sá sem veit hvað Evrópa hugsar? I grein sem bandaríski blaðamað- urinn Joe Klein skrifar veltir hann fyrir sér lýðræðinu í ESB, hverjir stjómi og hver séu áhrif ótal margra stofnana þess. Niðurstaðan er ekki ótvíræð og standi höfundur í gömlum fótsporum Kissingers, hvem á að spyrja? Ekki liggur alltaf ljóst fyrir hvar endanlegar ákvarð- anir eru teknar og í hverju fulltrúa- ræður i Brussel? lýðræði ESB felst. Eitt er samt nokkuð öruggt og það er að Evrópu- þingið er valdalaus stofnun. Ráð- herraráð, nefndarsamþykktir og leiðtogafundir eru áberandi 1 frétt- um en yfirleitt fjalla þær ekki um annað en myndbirtingar af fólki að stíga út úr bílum og ganga inn í anddyri ráðstefnuhúsa og svo myndir af fundarmönnum áður en ræðuhöld hefjast og að lokum eru afhentar loðnar fréttatilkynningar. Svo er það Evrópubankinn sem sumir kalla einfaldlega Bundes- bank. Segir það nokkuð um þjóð- emi hans og hvar bankaráðið er niður komið. Skrifræðiö er notað sem af- sökun Embættismannakerfi ESB er flók- ið eins og hæfir skrifræðisveldi. Tveir gegna störfum sem í þjóðríki em talin heyra undir utanríkisráð- herra. Sem stendur era það Javier Solana, sem á tungu ESB ber starfs- heitið „the secretary general of the council of the Europian Union and heigh representative for the common foreign and security policy“ og Chris Pattern „the Europe commission’s commissioner for external affairs." (Langi einhvern til að vita nánar hvað þessir titlar merkja skal bent á þýðingardeild utanríkisráðuneytis- ins). Hver verkaskiptingin milli ut- anríkisráðherranna er liggur ekki í augum uppi fremur en svo margt annað í byggingarlagi embættiskerfa skrifræðisins. Neikvæð umsögn um valdið í Brassel er stundum runnin undan rifjum þeirra sem notfæra sér ESB til að koma á nauðsynlegum umbót- um á heimavelli. Ríkisstjómir sem ekki hafa pólitískt bolmagn til að gera svokallaðar óvinsælar aðgerðir í efnahagsmálum eða breyta löggjöf sem kemur illa við einhverja hags- munahópa styðja slíkar breytingar innsm ESB og benda síðan á skrif- finnana í Brussel sem sökudólg og þykjast hvergi hafa nærri komið. Það er ekki alltaf sem skýrt er frá hvemig atkvæði í nefndum og ráð- um falla né hvaða laumuspil fara fram milli ríkja og ríkjahópa. Kvótar og styrkir ESB em ávallt umdeilanlegir. Upphaflega var sam- komulag gert milli örfáma ríkja um samræmingu kola- og stálfram- leiðslu sem þá var öll að fara úr böndunum. Nú eru þaö helst land- búnaður og önnur matvælafram- leiðsla sem sífellt þarf að kvótasetja og styrkja. Sifelldar deilur standa um kvótasetninguna og reynir þar hver að ota sínum tota og kenna svo Brassel um þegar bændur og sultu- gerðarmenn í landbúnaðarkjör- dæmum verða að sætta sig við fram- leiðslutakmarkanir og ávallt lægri styrki en þeir telja sig eiga heimt- ingu á. Útgerðarfyrirtæki og sjómenn eru engin undantekning frá öðrum mat- vælaframleiðendum innan ESB hvað þetta snertir. Nú standa yfir miklar deilur um umbætur á landbúnaðarstefnunni og hafa Frakkar og Þjóðverjar þar hæst. Franskir bændur njóta hæstra styrkja og stendur nú til að lækka þá nokkuð og það eiga þeir erfitt með að sætta sig við. Mót- mælaaðgerðir í borgum og bæjum era daglegt brauð og oft ágætt fréttamyndefni þegar afurðum er dreift á stræti og torg eða kastað í óeirðalögreglu. Oddur Ólafsson blaðamaöur Heimsljós Þær miklu breytingar sem þarf að gera á landbúnaðarstefhu ESB þegar tíu efnahagslega vanhæf riki verða tekin inn bitna illilega á mat- vælafamleiðslu þeirra sem fyrir eru. Styrkir og forréttindakvótar hljóta að renna í auknum mæli til nýju meðlimarikjanna. Sömuleiðis mun vinnumarkaður Evrópu taka stakkaskiptum þegar tugir milljóna láglaunafólks streyma að austan til núverandi velferðarríkja. En meðal almennings í ESB-lönd- um er lítið rætt um stökkbreyting- una miklu sem fram undan er. Dæmi er skoðanakönnun sem gerð var í Hollandi þar sem upplýstist að 80% þjóðarinnar vita sáralítið um fyrirhugaða stækkun þegar tíu ný riki verða tekin inn. Lítið fer fyrir lýðræðinu þar enda fer áhugi og vit- neskja um sambandið mikla þverr- andi meðal almennings að því að haft er eftir þingmanni í Evrópu- þinginu. Dregið er í efa að ríkin sem biða inngöngu uppfylli enn sem komið er þau skilyrði sem þeim voru upphaflega sett; að lagfæra lýð- rsgþjö, mannréttindi og efnahagslíf- ið til að geta tekið þátt í samstarfi Evrópuþjóðanna. En svo mikið ligg- ur á að stækka bandalagið að þeir sem því ráða, hverjir sem það era, setja ekki slíka smámuni fyrir sig. Fávís upplýsingaskylda Blaðamenn halda stundum að þeir sinni upplýsingaskyldum við almenning. Hér fer á eftir lýsing á hvemig þeir era mataðir til að gegna starfmu: Góðir og slæmir leiðtogafundir ESB eru alveg eins. Þeir hefjast með því að frétta- mannahjörðinni er smalað inn í tóman sal, þar sem að öllu jöfnu eru sýndar vélar og stórtæk tæki af ýmsu tagi. Gjöfum er útbýtt og ann- ars flokks víni úr héraðinu er hellt i hópinn til að renna niður ofsoðn- um mat. Ábótin eru skjalabunkar á bak við forsíðu sem á stendur eitt- hvað eins og Sevilla-yfirlýsingin eða Nice-samkomulagið. Á stóru tjaldi er sýnt hvar ríkjaleiðtogar stíga út úr bílum og ganga inn í nærliggj- andi byggingu. Svo er sýnt þegar þeir setjast við stóra hringlaga borð- ið og brosa og kjá hver framan í annan. Svo er slökkt og ekkert er sýnt á stóra tjaldinu eftir það. Næsta dag eða síðar er haldinn blaðamannafundur og afhentir pappírar fullir af illskiljanlegu orð- j skrúði að hætti skriffmnskuafl- anna. Hvaða hugmyndir kjósendur í f þjóðrikjunum hafa um störf og nið- urstöður svona funda skiptir ekki máli enda eru þeir sjaldnast spurðir hvort þeir eru með eða móti ákvörð- unum sem teknar eru á einhverjum leiðtoga- og ráðherrasamkundum eða einfaldlega af embættis- mannaklíkum sem ganga undir að- skiljanlegum heitum. í einstökum tilfellum er efnt til þjóðaratkvæðagreiösu um málefni Evrópusambandsins en ekki endi- lega í öllum aðildarríkjunum. Þannig gafst kjósendum í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð kostur á að neita að taka þátt í myntbandalag- inu og hætta að gefa út eigin gjald- miðil og taka evru upp í staðinn. Samt sem áður er evran jafngild krónu og pundi i þessum löndum og er hér því bitamunur en ekki fjár. Á nýafstöðnum leiðtogafundi í j Sevilla samþykktu 15 þjóðarleiðtog- ar með hangandi hendi að stemma j stigu við straumi ólöglegra innflytj- enda og að taka inn tiu mismunandi fátækar austurálfuþjóðir. Háttvirtir kjósendur þjóðrikjanna eru ekki spurðir um afstöðu til svo afdrifa- ríkra ákvarðana. En leiðtogarnir horfa með skelfmgu á ört hrakandi fæðingartíðni í ESB-löndum, hækk- andi lífslíkur fólks sem ekki lætur eftir sig afkomendur en á hermtingu á dijúgum ellilifeyri úr gegnum- streymissjóðum sem lítið reiknings- fróðir pólitíkusar og enn glám- skyggnari tryggingafræðingar sköp- uðu af skammsýni sinni. Ný með- limaríki eiga að leiðrétta skekkjuna um hríð. Margt er gott um ESB að segja, þótt lýðræðið innan þess sé tak- markað, eins og fulltrúalýðræði er yfirleitt. í því er t.d. gott skjól fyrir afdankaða stjórnmálamenn og skyldmenni þeirra. Stöður eru margar og fjölbreyttar og kjör starfsfólksins góð. En langi mann að vita hvemig lýðræðinu innan ESB er háttaö verður fyrst að leita að þeim sem þarf að spyrja. (Heimlldir eru m.a. sóttar í Guardian og Le Monde) Drykkfelldur póstur Ástralskur póstburðarmaður, sem nýlega er kominn á aldur, hef- ur orðið uppvís að því að hafa alls ekki unnið vinnuna sína siðustu fjögur árin, heldur farið með meiri- hluta bréfa og böggla beint heim til sín, þar sem góssið fannst nýlega. Um er að ræða meira en 20 þúsund sendingar til íbúa í þorpinu Perchtoldsdorf, þar sem karlinn býr og mun brennivínsþorsti helsta ástæðan í málinu að sögn tals- manna póstsins. „Hann var alltaf að flýta sér heim i flöskuna og síðustu fjögur árin hafði ástandið versnað til muna eins og fjöldi bréfanna gef- ur til kynna,“ sagði talsmaðurinn. Málið upplýstist þegar slökkvilið- ið var dag einn kallað að heimili mannsins eftir að hann hafði gleymt að slökkva undir potti á eldavélinni, en slökkiliðsmenn átti í erfiðleikum með að komast inn í íbúöina vegna hárra stafla af pósti um öll gólf. Póstmaðurinn á nú yfir höfði sér ákæru fyrir vanrækslu í opinberu starfi, en starfsmenn póstsins hafa haft nóg að gera við að koma póstin- um til skila. r A ' Hlaut 37 hundsbit Richard Robbins, 44 ára hundaeigandi frá New York, sem á þrjá smáhunda, varð fyrir óskemmtilegri reynslu í sið- ustu viku þeg- ar hundur af Pit Bull Terrier-tegund réðist að hundunum hans þar sem hann var á venjubundinni göngu með hund- ana nálægt heimili sínu í New York. „Ég var á leið framhjá Melville- skólanum þegar þetta gerðist. Ég mætti þar ungri konu sem einnig var að viðra sína þrjá hunda sem eru af tegundinni Pit Bull Terrier. Það skipti engum togum að einn þeirra réðist að mínum hundum þannig að ég sá mig tilneyddan til að verja þá. Ég stökk á hundinn og tókst að bíta hann í hausinn þannig að munnurinn á mér fylltist af hári og skinni. Hann varð hræddur, en þá réðust hinir tveir hundamir að mér,“ sagði Robbins sem sat uppi með 37 bit eftir árásina, en hann missti meðvitund í látunum en rankaði fljótlega við sér. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og er nú óðum að ná sér eins og hundam- ir hans sem urðu fyrir minni háttar meiðslum. Þegar Robbins var spurður um viðbrögð konunnar sem átti árásar- hundana, sagði hann að hún hefði bara staðið og hljóðað. „Hún baðst vissulega afsökunar en stóð annars stjörf á meðan hundarnir réðust á mig,“ sagði Robbins sem íhugar að höfða mál gegn konunni, en hundin- um sem fyrst gerði árás hefur þegar veriðJógað.- . .. > ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.