Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 Vorum síst lakari „Það var svekkjandi að fá þetta mark á okkur því mér fannst við spila þennan leik mjög vel og við vorum síst lakari aðilinn í leiknum. En rangstöðudómarnir tveir í fyrri hálfleik fannst mér mjög vafasamir og dómgæslan í þessum leik var allavega ekki okkur í hag. Annars fengum við lika færin til að skora en nýttum ekki og heppnin var með KR að þessu sinni. Með heppnina í liði með sér fer þetta KR lið ansi langt í þessu móti,“ sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari Grindvík- inga. -EÁJ < SÍMA ■^C^DEILPIN 5^ *r "DEILDIN KR 10 6 2 2 13-8 20 KA 10 4 4 2 11-8 16 Fylkir 9 4 3 2 17-13 15 ÍA 10 4 2 4 19-15 14 ÍBV 10 3 3 4 14-14 12 Grindavik 10 3 3 4 16-18 12 Keflavík 10 2 5 3 14-18 11 Fram 9 2 4 3 13-13 10 FH 8 2 3 3 9-13 9 Þór, Ak. 10 2 3 5 14-20 9 Markahæstir Bjarki Gunnlaugsson, ÍA..........6 Grétar Hjartarson, Grindavík .... 6 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 6 Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak.....6 Sævar Þór Gíslason, Fylki .......6 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR . . 5 Adolf Sveinsson, Keflavík........4 Hjörtur Hjartarson, ÍA ..........4 Orri Freyr Óskarsson, Þór, Ak. ... 4 Steingrímur Jóhannesson, Fylki . . 4 |^* 2. DEILDKARLA Selfoss-Léttir...........1-1 Einar Antonss. - Engilb. Friðflnnss. Leiknir R.-Víðir.........1-0 Róbert Amarsson, viti. Staðan HK 10 8 1 1 21-9 25 Njarðvík 9 5 2 2 21-8 17 Selfoss 10 5 2 3 21-18 17 KS 9 5 2 2 18-12 17 Víðir 9 5 0 4 13-14 15 Völsungur 10 3 4 3 21-19 13 Léttir 10 3 2 5 12-19 11 Tindastóll 9 3 15 17-17 10 Leiknir R. 9 2 2 5 18-22 8 Skallagrímur9 0 0 9 7-31 0 ^gl.DEILD KVEWNA A-riöill ÍR-Þróttur R.............0-11 Grindvíkingar tóku á móti efsta liði deildarinnar, KR, í Grindavík í gær- kvöld. Það var hvasst í Grindavík og völlurinn blautur svo að aðstæður voru erfiðar á köflum. Liðin náðu þó að gera vel úr leiknum og léku Grind- víkingar t.a.m. mun betur heldur en í síðasta leik gegn Keflavík og þó sér- staklega í fyrri hálfleik. Lokatölurnar voru þó gestunum í hag þar sem Veig- ar Páll Gunnarsson tryggði KR stigin þrjú með marki á 86. mínútu. Fyrsta hættulega færið kom á 11. mínútu þegar Sigþór Júlíusson slæmdi hendi í knöttinn og stöðvaði sendingu heimamanna og Bragi Berg- mann dæmi aukaspymu og gaf Sig- þóri gult spjald. Grétar Hjartarson tók spymuna rétt utan teigs en skotið fór í varnarvegg KR. Tveimur mínútum síðar fá Grindvíkingar aukaspymu út á hægri kanti til móts við vítateig og Scott Ramsey snýr knöttinn inn á teig þar sem Óli Stefán fleytir honum áfram og Kekic skorar meö skalla af markteig en markið dæmt af vegna rangstöðu. Eftir hálftíma leik fengu heima- menn svo aðra aukaspymu frá vinstri og það var Eysteinn Hauksson sem sendi inn á teig en KR-ingar skölluðu fyrir fætur Paul McShane sem átti frá- bært skot í stöngina og út og þar tók Kekic við knettinum og lagði fyrir sig og skoraði svo af öryggi, en aftur dæmdi Eyjólfur Finnsson aðstoðar- dómari rangstöðu. Gestirnir fengu hættulegasta færi sitt skömmu fyrir leikhlé þegar Sig- urður Ragnar átti fína sendingu fyrir á Jón Skaftason, en laust skotið var vandalaust fyrir Paul McShane sem var mættur á marklínu. En KR-ingar voru ekki hættir því rétt áður en Bragi flautaði til leikhlés átti Arnar Jón sendingu inn fyrir á Sigurð Ragn- ar en Albert kom út á móti og sá við Siguröi. KR byrjaði síðari hálfleikinn betur og Sigurður Ragnar og Einar Þór áttu hörkuskot af vítateig með stuttu milli- bili sem Albert gerði vel i að verja í bæði skiptin. Besta færi Grindavíkur kom svo á 65. mínútu en þá átti Grét- ar Hjartarson sendingu inn í teiginn og Sinisa Kekic tók við knettinum og lék á vamarmann en skot hans af markteig fór langt fram hjá. Liðin skiptust svo á að sækja síð- ustu mínútumar án þess að hættuleg færi litu dagsins ljós Á 86. mínútu fengu KR-ingar svo homspymu sem varamaðurinn Magnús Ólafsson tók og upp úr henni náði Þormóður Egils- son að fmna Veigar Pál Gunnarsson, sem afgreiddi knöttinn snyrtOega í netið. Fyrsta mark Veigars í sumar og það á besta tima fyrir KR-inga. Grind- víkingar pressuðu svo stíft síðustu 5 mínútur leiksins en án árangurs og KR er því komið með 4 stiga forystu á toppi Símadeildarinnar. Það verður ekki annað sagt en Grindvíkingar hafi átt meira skilið út úr þessum leik. Liðið lék mjög vel lengst af og leikmenn voru óheppnir að vera ekki búnir að skora allavega eitt mark. Þau eru orðin ansi mörg stigin sem hafa horfið þeim úr greip- um á síðustu andartökum leikjanna í sumar og Ijóst að nú eru þeir fjarri toppbaráttunni að sinni, 8 stigum á eftir KR. Albert markvörður og vöm þeirra heimamanna lék vel að þessu sinni og þá áttu þeir McShane og Ramsey góðan leik. Kekic var einnig ógnandi en hefði átt að gera eins og eitt mark. KR-liðið varð sterkara þegar á leik- inn leið og leikmenn biðu þolinmóðir eftir markinu sem var lengi á leið- inni. Vömin var aðal KR að þessu sinni og einnig var Veigar Páll frísk- ur. Markaskorarinn var ánægður með uppskeruna þegar hann hitti blaða- mann DV-Sports eftir leik. „Þetta var frábært. Ég held ég hafi verið að spila ágætlega í sumar en það hefur vantað að skora og nú loksins kom það og það á besta tíma. Nú erum við komn- ir með 4 stiga forskot og þurfum bara að halda áfram á þessari braut,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson. -EÁJ Anna Björg Björnsdóttir 4, Hildur Dagný Kristjánsdóttir 3, Eyrún Ósk Sigurðardóttir 1, Guðrún Inga Sívert- sen 1, Jóna Soffía Baldursdóttir 1, Sigríður Jóhanna Haraldsdóttir 1. Staðan Þróttur R. 8 8 0 0 58-2 24 Haukar 7 6 0 1 29-7 18 RKV 7 4 0 3 22-21 12 HK/Vík. 6 2 0 4 12-17 6 Fjölnir 7 2 0 5 14-22 6 ÍR 6 1 0 5 5-32 3 HSH 7 1 0 6 4-33 3 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR: Dýrmæt stig í hús „Þetta var sætur sigur og þrjú dýrmæt stig í hús. Þetta var jafn leikur sem hefði getað farið á hinn veginn en við náðum að skora markið sem skildi að þessu sinni. Þessir 1-0 sigrar eru alltaf sætir og það er erfiðara að halda mönnum við efnið þegar langt er á milli leikja en nú eru 12 dagar 1 næsta leik hjá okkur en það veröur þó auðveldara að vinna fram að næsta leik með stigin þrjú í farteskinu. Næsti leikur er við Skagann og þetta er sú staða sem við viljum vera í, það er að segja að spila þessa stóru leiki eins og næsti leikur er,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, glaður að leik loknum. -EÁJ Grindavík-KR 0-1 (0-0) 0-1 Veigar Páll Gunnarsson (86., með skot af markteig eftir hælsendingu Þormóðs, eftir homspymu Magnúsar Ólafssonar.) Grindavík (4-5-1) Albert Sævarsson ......4 Gestur Gylfason ........3 Ólafur Öm Bjarnason ... 3 Óli Stefán Flóventsson ... 3 (81., Heiðar I. Aðalgeirss. . -) Jón F. Guðmundsson .... 3 Eysteinn Hauksson......3 Paul McShane...........3 Scott Ramsey...........4 Grétar Hjartarson......3 Ray Jónsson ............3 Sinisa Kekic ..........3 Dómari: Bragi Bergmann (3). Áhorfendur: 1087. Gul spiöld: Sigþór, Jón, Jökull, Veigar Páll, KR. Rauð spiöld: Engin. Skot (á mark); 6 (3) - 13 (6) Horn: 4-4 Aukaspyrnur: 17-12 Rangstöóur: 4-0 Varin skot: Albert 4 - Kristján 2. KR (4-5-1) Kristján Finnbogason ... 3 Jökull Ingason .........3 Þormóður Egilsson......3 Kristinn Hafliðason .... 3 Sigþór Júlíusson........3 Jón Skaftason...........2 (46., Þorsteinn Jónsson . 3) Þórhallur Hinriksson ... 3 Amar Jón Sigurgeirsson 2 (68., Magnús Ólafsson .. -) Veigar Páll Gunnarsson . 4 Einar Þór Daníelsson ... 3 Sigurður R. Eyjólfsson . . 2 (88., Guðm. Benediktss. . -) Gæði lelks: Maður leiksins hjá DV-Sporti: Veigar Páll Gunnarsson, KR. ^ KR-ingar fengu þrjú stig í Grindavík meö marki Veigars Páls Gunnarssonar: A elleftu stundu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.