Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2002, Blaðsíða 21
21 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 X>V Tilvera Corey Feldman 31 árs Þrátt fyrir ung- an aldur á leikar- inn Corey Feldm- an margar myndir að baki. Hann lék í smellunum The Goonies, Stand by Me og Gremlins- myndunum sem voru geysivinsæl- ar. Hann er ekki einungis liðtækur leikari en hann hefur gefið út nokkrar plötur sem þykja ekki alslæmar. Corey á að baki um 50 bíó- og sjónvarpsmyndir. Cilclir fyrir miðvikudaginn 17. Júlí Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr,): ■ Fjárhagsstaðan batnar til muna á næstunni ef þú heldur rétt á spilunum. Gefðu per mna ul að sinna útivist og heilsurækt. Rskamir(19. febr,-20. mars); Það er ekki sama hvað Iþú gerir eða segir í dag. Það er fylgst nákvæmlega með öllum þínum gerðum. Happatölur þínar eru 7, 12 og 16. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Gættu þess að gleyma engu sem er nauðsyn- XjAa legt. Allir virðast óvanalega hjálpsamir og vingjaralegir í þinn garð. Happatölur þínar eru 14, 23 og 35. Nautið (20. april-20. maí): / Mál, sem þú hefur - lengi beðið lausnar á, leysist eins og af sjálfu sér. Þú þarft að sætta þig við eitthvað sem er þér ekki að skapi. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní); Framtíðaráætlanir y>^kreQast töluverðrar _ / / yfirvegunar. Þú ættir ekki að flýta þér um of að taka ákvarðanir. Happatölur þínar eru 4, 26 og 34. Krabbinn (22. iúní-22. iúiii: Reyndu að gera vini j þínum sem á eitthvað bágt greiða. Hann mun launa þér það síðar. Happatölur þínar eru 3, 12 og 26. Uónið (23. iúlí- 22. áeústl: Gamall kunningi skýtur upp kollinum síðdegis og þið munið eiga góða stund saman. Fjárhagurinn fer batnandi. Happatölur þínar eru 7, 9 og 38. Mevlan (23. áeúst-22. sept.): Þú ert eitthvað niðurdreginn en það 'li.virðist með öllu ^ r ástæðulaust. Reyndu að gera eitthvað sem þú hefur sérstakan áhuga á. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Mikil gleði ríkir í kringum þig. Einhver hefur náð verulega góðum árangri og astæða þykir til að gleðjast yfir því á einhvem hátt. Sporðdrekinn (24. okt -21. nðv.i: Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur jákvörðun í máli sem varðar fjölskylduna. Heimilislífið á hug þinn allan um þessar mundir. Bogmaðurinn (22. nðv.-2l. des.i iHikaðu ekki við að rgrípa tækifæri sem þér býðst. Það á eftir i að haífa jákvæð áhrif 1 frambúðar. Happatölur eru 5, 8 og 22. Steingeltin (22. des.-19. ian,): Reyndu að skilja aðalatriðin frá auka- atriðunum og gera áætlanir þínar eftir því. Það er ekki víst að ráð annarra séu betri en þín eigin. Vogin {23. sc ý ástæöa þyt á líf þitt Fjallið mitt - 4. hluti Herðubreið er einstök - segir Steingrímur J. Sigfússon „Fyrir mér er Herðubreið drottning íslenskra fjalla. Það sem gerh hana einstæða er í fyrsta lagi fjallið sjáift, einstök formfegurð þess og tignar- leiki. í öðru lagi stendur fjallið stakt og er tdkomumikið á að sjá hvaðan sem litið er. Að horfa til Herðubreið- ar á björtum degi af austanverðum Mývatnsöræfum eða úr Möðrudal er stórbrotin sjón sem á sér fáa líka í veröldinni. í þriðja lagi er umhverfi fjallsins stórbrotið. Það stendur mitt í einni mögnuðustu óbyggðaauðn landsins,'1 segh Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður. Hann segh ekki draga úr tign fjallsins ýmis þau minni og sögur sem um það eru til. Megi í þessu sambandi nefna Fjalla-Eyvind og Höllu, Fjalla-Bensa, Kristján fjalla- skáld og Jón Helgason prófessor en Herðubreið kemur einmitt við sögu í Áfóngum, hinu magnaða ljóði hans. Sérstök depurðarrómantík „Ég á erfitt með að timasetja fyrstu minningar mínar um Herðurbreið. Vísast hef ég sem bam heyrt um fjall- ið og mér verið sagðar af því sögur og síðan er það samofið minningum um ferðalög á norðausturhominu og inn á hálendið. Ég hef ekki komist upp á fjallið, þó gerðar hafi verið atrennur að því, og er slæmu veðri um að kenna. Þar er því errnþá til staðar draumur tO að láta rætast," segh Steingrímur. Hann segh að fyrir séu sagnh og ummerki efth dvöl Fjalla- Eyvindar í Herðubreiðarlindum um- vafðar sérstakri depurðarrómantík í sínum huga. Sömuleiðis kvæði Fjalla- skáldsins um Herðurbreið og málverk Stórvals. Jarðfræðingurinn Steingrímur seg- h Herðubreið vera klassískan mó- bergsstapa með hraunkolli. Gosið hafi á einu gosopi undh ís og snöggkæling gosefnanna í bráðnandi ísvatninu orð- ið til þess að móberg, glerkennt efhi, myndast en ekki venjulegt kristallað berg. Þegar gosið hafi náð upp úr jökl- inum eða vatninu hafi byrjað að hlað- ast upp hraunhattur eða kollur. Af mörkum móbergsins og hraunlaganna megi um það bil ráða þykkt jökulsins sem lá yfir hásléttunni þama á þeim tíma sem fjallið myndaðist á einu af jökulskeiðum ísaldarinnar. Fáa sína líka í veröldinni „Herðurbreið er í mínum huga hluti af hinu stórbrotna svæði norðan og norðaustan jökla sem á fáa sína líka í veröldinni, fullyrði ég, og okkur íslendingum hefur hlotnast í arf að gæta fyrh hönd mannkyns. Ég bind enn vonir við að við stöndum undir því hlutverki,“ segh Steingrímur - og bæth við að mörg fleiri fjöll séu í eft- Á toppnum Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður er þaulvanur fjallgöngumaður og hef- ur margan tindinn klifið. Hér er hann á toppi Kerlingar í Eyjafiröi sem er hæsta fjall í byggð á Norðurlandi. Það er 1.538 metrar á hæö. Horft til Herðubreiöar sem nefnd hefur verið drottning ís- lenskra fjalla. Drottn- ingin sjálf Tignarleg gnæfir Herðubreið yfir Mývatnsöræfi. Hæð hennar er 1682 metrar yfir sjávarmál en hún gnæfir um 1.000 metra yfir slétt- unni sem hún er á. Herðubreið er fagursköpuð með hreinar línur, snarbrött og umkringd hamrabelti hið efra. Grunnflötur fjallsins er nær reglulegur hringur og er um- mál hans nær níu kílómetrar. Gengt er upp á fjallið norðvestan- vert þar sem er vik í hamrabrún- inni sem umlykur fjallið. Lengi vel var það þó talið ókleift. Geysi- mikið útsýni er af Herðubreið sem svo glæsileg þykir að almælt er að hún sé drottning íslenskra fjalla. Geta fá fjöll storkað þeim titli, enda þarf víst talsvert til. irlæti hjá sér. TU dæmis Stakfell og HeljardalsfjölJ inn af botni ÞistUfjarð- ar og BúrfeU vestast í Þistilfirði, sinni heimasveit. „Ég gekk á Kerlingu við Eyjafjörð einmitt þegar ég varð fertugur. Snæ- fell er drottningin eystra og svo myndi ég nefna Heklu og Snæfellsjök- ul í sömu andrá en ég gekk á þau fjöU bæði í fyrrasumar. ÖræfajökúU er auðvitað magnaður og svo þurfa fjöll ekki endUega að vera stór tU að vera faUeg og vekja hughrif. TU marks um það er KeUir. Siðan eru ýmsar fjall- göngur flehi í bígerð í sumar, svo sem á SnæfeUsjökul og hið ema og sanna Horn vestra. Erlendur kunningi minn, sem hingað kemur seinna í sumar, hefur beðið um samfylgd á Esjuna og svo kemur vonandi eitt- hvað óvænt og skemmtUegt upp í hendurnar á mér,“ segh Stemgrímur J. Sigfússon að síðustu. -sbs Herðubreið :°n lindir QAskja Sköpunargleöi Sköpunargleðin skín út úr hverju andliti á listahátíö barnanna Seyðisfirði eins oggreina má á þessari mynd afverðandi listmálara. Hugmyndasmiöur listahá- tíðarinnar er Pétur Kristjánsson og hann fellur vel inn í umhverfíð með bláa hattinn sinn svo sem sjá má.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.