Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Sigurður Pétursson, skipstjóri á Grænlandi: ísmaður skaut stórhveli - veiðimannasamfélagið í Kuummiit agndofa „Þetta er auðvitað mikill happa- fengur og stærra dýr hefur vart sést hér um slóðir," segir Sigurður Pét- ursson, skipstjóri í Kuummiit, sem í síðustu viku veiddi einn stærsta ná- hval sem sögur fara af í þorpinu Kuummiit þar sem hann hefur búið mörg undanfarin ár. Sigurður er þekktur á Grænlandi sem ísmaður- inn vegna náinna kynna hans af haf- ísnum en hann var aflasæll togara- skipstjóri á íslandsmiðum áður en hann söðlaði um og settist að í 300 manna þorpi á austurströnd Græn- lands, skammt frá Kulusuk. Þar hef- ur hann lifað af veiðum á grálúðu og öðrum veiðiskap að hætti innfæddra. Undanfarin ár hefur ísmaðurinn far- ið í leiðangra I leit að náhveli án þess þó að hafa erindi sem erfiði. Um miðjan ágúst sigldi hann eins og undanfarin ár norður með strönd Grænlands á bát sínum, Eiriki Rauða, i leit að náhval. Með í for var Islendingurinn Freyr Waage sem starfar i Nuuk. Þá hljóp heldur betur á snærið og Sigurður náði að skutla hval sem reyndist stærri en flestir Grænlendingar hafa barið augum. „Ég náði að skjóta dýrið og særa en síðan náði ég að skutla það. Þetta er svipað og að veiða lax. Það þarf að þreyta dýrið áður en það er dregið á land. Þetta var skemmtileg glíma.“ Sigurður ísmaöur segir að skepn- Trjónan Eitt þaö verðmætasta af náhvalnum er trjónan sem eins og sjá má af myndinni er ógnarlöng. an sé 5,5 metrar á lengd og trjóna hennar mældist 2,53 metrar sem er sú stærsta sem heyrst hefur af i Kuummiit. Hann segir að fregnir af fengnum góða hafi borist um Austur- DV-MYND FREYR WAAGE Happafengur Siguröur Pétursson skipstjóri viö náhvalinn sem hann veiddi í síöustu viku. Þetta er ein stærsta skepna sem íbúar í Kuummiit hafa séö. Grænland með leifturhraða. „Það mættu flestir þorpsbúar til að fagna okkur þegar við komum að landi. Spikinu var kastað upp á bryggju og allir fengu maddak, uppá- haldsmat Grænlendinga, að smakka," segir Sigurður. Maddak er húð hvalsins og spiklagið næst henni. Þetta er einkar næringarrík fæða og hlaðin c vítamini. Maddakið hefur í gegnum tíðina gefið grænlensku þjóðinni þau næringarefni sem nauðsynleg eru til að hún lifi af. ísmaðurinn er nú virt- asti veiðimaður þorpsins og honum er hvarvetna „fagnað sem rokk- stjömu“. „Hér er ég kominn í tölu sem stór- fangari en var áður aðeins í sæmi- legu áliti sem fangari og fiskimaður sem þýöir að ég hafði skotið sel. Nú stendur veiðimannasamfélagið hér á öndinni og það þurfa allir í þorpinu að votta mér virðingu sína,“ segir Sigurður. Samningar hafa náðst við ísmarm- inn um að hann selji tönnina til ís- lands. -rt Hörð gagnrýni í kæru Baugs vegna framgöngu lögreglu: Lögregla fékk frest til að skila greinargerð - munnlegur málflutningur fer fram á fimmtudag Erindi Baugs Group um að Héraðs- dómur Reykjavíkur úrskurðaði um lög- mæti aðgerða efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og haldlagningu gagna í höfuðstöðvum fyrirtækisins sl. miðvikudag var þingfest klukkan 10 í gærmorgun. Krafðist lögmaður Baugs þess að framkvæmd aðgerða lögreglu, sem gerðar voru að kröfu Jóns Geralds Sullenbergers, eiganda Nordica, yrðu dæmdar ólögmætar og að gögnum yrði skilað án tafar. Lagði lögmaður Baugs fram gögn í málinu og lögregla lagði fram lista yfir þau gögn sem tekin voru Það vakti athygli fólks við höfn- ina á Siglufirði á dögunum þegar Víkurbergið SK 72 var tekið á land. Notaðir voru tveir byggingarkranar við verkið og óneitanlega var það talsvert tilkomumikið þegar þeir tóku skipið, sem er áætlað að sé 33-35 tonn að þyngd, og lyftu því úr sjónum og upp á bryggjuna. Sveinn Zóphaníasson, annar eig- andi Víkurbergsins, sagði að þar sem ekki væri lengur slippur í Siglufirði væri þetta leiðin tii að taka báta á í húsleitinni. Bað lögregla um frest tO kl. 4 á miðviku- dag til að skila greinargerð og var sá frestur veittur. Munnlegur mál- flutningur fer því fram á fimmtudag og er úrskurðar að vænta fljótlega upp úr því. Mjög hörð gagnrýni er á framgöngu lögreglu í skýringum með kæru Baugs land. Það væri komið að hefðbundnu viðhaldi á ýmsu varðandi skipið og þeir eigendurnir hygðust vinna það sjálfir að einhverju leyti. Þeir hefðu getað farið með skipið í slipp á Skaga- strönd en þá væri langt að keyra á milli tii að vinna í bátnum. Því hefði þeim fundist borga sig að fá krana frá Sauðárkróki til að lyfta skipinu með þeim krana sem til er á Siglufirði. „Að sjálfsögðu var búið að reikna það út áður að þeir mundu ráða við að lyfta þessu,“ sagði Sveinn. -ÖÞ Group sem lagðar voru fyrir Héraðs- dóm Reykjavikur í gær. Segir þar m.a. að aðgerðimar brjóti í bága við rannsóknarreglu og meðalhófsreglu stjómsýslulaga og lögreglulaga. Jón Ásgeir Jó- hannesson sagði í samtali við DV fyrir helgi að þetta mál væri búið að skaða Baug um milljarða DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON 35 tonnum lyft Víkurberginu iyft á land í Siglufjaröar- höfn. Byggingarkranar koma í staö slippsins. króna. Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs, segir ekki spumingu um að þessar lögregluaðgerðir skaði félagið. Hann segist ekki vita hvort vænta megi frekari aðgerða af hálfu Jóns Geralds. Baugsmenn hafi t.d. hreinlega ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að væntanlegar aðgerðir, sem þó var búist við af hálfu Jóns Geralds gegn Baugi vegna viðskiptaslita, enduðu með þeim lögregluaðgerðum sem raunin varð á. Hreinn segir að nú sé unnið að því af hálfu Baugs að útskýra málin fyrir er- lendum lögffæðingum. „Það skilur það enginn hvemig þetta er hægt. Að hægt sé að leggja fram ein- hliða einhver gögn og síðan er gerð innrás lögreglu í fyrirtækið nokkrum dögum síðar.“ Horfa verði til þess að Baugur sé skráð félag í Kauphöll Is- lands og undirgangist þar með strangt eftirlit. Því hefði átt að vera auðvelt að afla upplýsinga um viðskipti félagsins með öðrum hætti en gert var. Hreinn segir að bæði stjómarformaður og for- stjóri Baugs standi fast á því að rann- sókn muni fría þá af öllum ásökunum Jóns Geralds. „Við erum að vona að það gerist sem fyrst því þá getum við ákveðið hvemig brugðist verði við þeirri stöðu,“ segir Hreinn Loftsson. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmað- ur Jóns Geralds Sullenbergers, hefur ekkert viljað segja um málið meðan það er í opinberri rannsókn. -HKr. Byggingarkranar leysa slippinn af hólmi Fjórðungur lambakjöts til útflutnings - ákvörðun ráðherra Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að útflutningshlutfall kindakjöts skuli vera 25% í komandi sláturtíð, það er frá septemberbyij- un og út október. Ráðherrann tekur ákvörðun sína um þetta að fengnum tillögum Bænda- samtaka Islands um hvert hlutfall kindakjöts sem flytja skal á erlend- an markað eigi að vera. Stjómin lagði til að útflutningshlutfallið á nefndu tímabili yrði ákveðið 28%, en það var 21% í fyrra. Að því er ffarn kemur í tilkynningu ráðuneytisins era ástæður þess að út- flutningshlutfallið hækkar nú aukin birgðasöfnun, m.a. vegna samdráttar í sölu kindakjöts innanlands. Er þörfin fyrir útflutning talin vera 1.694 tonn en lagt er til að flutt verði út 200 tonn til viðbótar til minnkunar á birgðum. Á það fellst ráðherra ekki og vill að frem- ur verði brugðist við vaxandi birgða- söfnun með söluátaki innanlands. Þá vísar hann til þess að á næstu dögum hefjast viðræður um endurskoðun gild- andi sauðfjársamnings þar sem m.a. fyrirkomuiag útflutnings hljóti að koma til skoðunar. Eðlilegt sé því að fresta svo róttækum breytingum á út- flutningshlutfalli þar til niðurstaða úr þeim viðræðum liggur fyrir. Þá er í tillögum Bændasamtakanna gert ráð fyrir að á timabilinu 1. til 17. nóvember verði útflutningshlutfallið 16% og 8% frá 18. nóvember þar til ann- að verði ákveðið. Fellst ráðherra á að það fyrirkomulag gildi til áramóta. -sbs Guöni Ágústsson. Skipting Reykjavíkur: Drögí næstu viku Drög verða gerð að skiptingu Reykjavikur í tvö kjördæmi á fundi landskjörstjómar í næstu viku. Þau verða byggð á upplýsingum sem Hag- stofan tekur saman um íbúadreifingu í borginni og áhrif þess hvar mörkin verða dregin á íbúafjölda í hvoru kjör- dæmi um sig. Mörkin verða líklega látin fylgja Hringbraut/Miklubraut í öllum meginatriðum en þó gæti þurft að víkja af þeirri leið til þess að upp- fylla ákvæði kosningalaganna um að kjördæmin tvö skuli vera „nokkurn veginn" jafn fjölmenn. -ÓTG Brotist inn hjá Björk Innbrotsþjófar létu greipar sópa á heimili Bjarkar Guðmundsdóttur og unnusta hennar, Bandaríkjamanns- ins Matthew Barney, í Maide Vale-hverfi á föstudagskvöldið og höfðu með sér verðmæt upp- tökutæki að sögn blaðsins London Evening Stand- ard. Björk á von á öðru barni sínu í lok þessa mán- aðar. Þegar brotist var inn var Björk sofandi í íbúðinni. „Ég vil ekki ræða um þetta innbrot. Þetta er einkamál," sagði Björk við blaðamann. Scotland Yard staðfesti að lögreglumenn hefðu verið kallaðir á innbrotsstaðinn en frekari upplýsing- ar yrðu ekki gefnar. -JBP Björk Guðmundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.