Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 13 DV Heilsa kvenna stendur í fulltrúum ráðstefnunnar í Jóhannesarborg: Formælendur vistvænnar orku létu í minni pokann Helstu hindruninni í vegi sam- komulags um framkvæmdaáætlun ráöstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun var rutt úr vegi í gær þegar Evrópusambandið lét af þeirri kröfu sinni að sett yrðu markmið um að efla notkun endur- nýjanlegra orkugjafa. Litið er á und- anhald ESB sem sigur fyrir sjónar- mið Bandaríkjanna og olíufram- leiðsluríkjanna í OPEC. Orkusamningurinn gerir ráð fyr- ir „umtalsverðri aukningu" í notk- un endurnýjanlegrar orku, eins og sólar- og vindorku, þótt ekki setji menn sér markmið í þeim efnum. „Bandaríkjamenn, Sádar og Jap- anar fengu það sem þeir viidu. Það er verra en við hefðum getað gert okkur í hugarlund," sagði Steve Sawyer, forstöðumaður loftslags- deildar Greenpeace, í samtali við fréttamann Reuters. Umhverfisverndarsinnar hafa einnig kvartað yfir því að í við- Karem Sadok Chatty Chatty hlýöir á gæsluvarðhalds- úrskurð dómarans í gær. Gæsluvarðhald Chattys framlengt Sænskur dómari úrskurðaði í gær að Karem Sadok Chatty, sem grunað- ur er um að hafa ætlað að ræna Ryanair-farþegaþotunni á flugleiðinni milli Stokkhólms og Lundúna sl. fimmtudag, verði áfram hafður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikumar á meðan frekari rannsókn fer fram á máli hans, en hann hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald af dóm- stóli í Vesterás vegna gruns um ólög- legan vopnaburð og fyrirhugað flug- rán eftir að hafa verið stöðvaður við vopnaleit. Að sögn Tomasar Haggstöm, sak- sóknara í málinu, beinist rannsóknin að því að upplýsa af hverju Chatty, sem er 'sænskur ríkisborgari af tún- iskum uppruna, bar vopnið á sér. Nils Uggla, lögfræðingur Chattys, segir að umbjóðandi hans beri ábyrgð á byssunni sem fannst í farangri hans en ætlunin hafi aldrei verið að ræna flugvélinni. „Chatty er á móti öllu of- beldi og hefur verið ranglega grun- aður um hryðjuverk vegna múslímsks uppruna síns,“ sagði Uggla Er hægt að græða örflögur í börn? Breski rafeindafræðingurinn Kevin Warwick sagði í gær í viðtali við Reuters-fréttastofuna að íjöldi ótta- sleginna foreldra hefði í kjölfar ráns- ins og morðanna á þeim Holly Wells og Jessicu Chapman sett sig í sam- band við hann og spurst fyrir um það hvort mögulegt væri að græða örflög- ur í börn þeirra. Warwick segir þetta mögulegt og telur að með ígræðslu megi örugglega koma í veg fyrir morð á bömum sem rænt hefúr verið. „Ein fjölskyldan hef- ur þegar lagt til að fyrsta tilraunin veröi gerð á dóttur þeirra," sagði War- wick sem vonast til að geta lokið undirbúningi fyrir jól. REUTERSMYND Stuðningur við Palestínu Stuðningsmenn Palestínumanna létu í sér heyra á götum Jóhannesarborgar í gær, í tengslum við ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun. Mikill fjöldi þjóöaleið- togar var saman kominn á ráðstefnunni í gær. skiptakafla samkomulagsins hafi láðst að vekja athygli á vistrænum og félagslegum kostnaði hnattvæð- ingarinnar. Nú þegar samkomulag hefur tek- ist um orkumál á ráðstefnu SÞ er það aðeins ágreiningur fulltrúanna um heilsu kvenna sem stendur í veginum fyrir endanlegu samkomu- lagi um framkvæmdaáætlun gegn hungri, án þess að gengið verði á umhverfið. Fundarmenn voru engu að síður bjartsýnir á að hægt yrði að jafna ágreining sem kom upp þegar Kanadamenn gerðu athugasemdir við áður samþykktan texta um heil- brigðismál. Athugasemdimar lúta að fóstureyðingum og misþyrming- um á kynfærum kvenna. Enda þótt lokasamkomulag ráð- stefnunnar verði ekki lagalega bind- andi gera menn sér vonir um að það muni verða til hagsbóta fyrir millj- ónir fátækra um heil allan. REUTERSMYND Ulfaldaknapar bíða eftir að verða sendlr heim Þrír ungir fyrrum úlfaldaknapar, Rashid 7 ára, Zubair 9 ára og Mozamil 6 ára, láta fara vel um sig á úlfaldabýli í Persaflóaríkinu Dubai þar sem þeir bíða eftir að verða sendir til heimalanda sinna. Kamelsamband furstadæmanna við Persaflóa er byrjað að frambylgja banni við því að úlfaldaknapar séu yngri en 15 ára. ísraelar fyrirskipa rannsókn á barnadrápunum um helgina - aðeins yfirklór, segja palestínsk stjórnvöld ísraelsk stjómvöld hafa fyrirskipað rannsókn á aðgerðum ísraelska hers- ins um helgina sem leiddu til dauða að minnsta kosti tiu óbreyttra palest- inskra borgara, þar af nokkur böm. Fólkið mun hafa látið lífið í þremur aðskildum árásum á Vesturbakkan- um og hafa aðgerðirnar og aðferðir hersins verið harðlega gagnrýndar innan ísraels. Það var Binyamin Ben-Eliezer, varnarmálaráðherra sem fyrirskipaði rannsóknina eftir að tólf ára gömul palestínsk stúlka hafði særst lífs- hættulega þegar hún var fyrir skotum í höfuð og herðar eftir að ísraelsk her- sveit hóf skothríð á hóp ungs fólk sem mótmælti aðgerðum ísraela með grjót- kasti í bænum Nablus í gær. Hann skipaði rannsóknarnefnd hemaðar- sérfræðinga til að fara yfir málið og á hún að skOa skýrslu á fóstudaginn. Fórnarlamb árásanna Palestínska tólf ára stúlkan Marwa Kayed sem varð fyrír skotum ísraelskra hermanna í gær. Palestínsk stjómvöld segja rann- sóknina aðeins „yfirklór" til að krafsa yfir klúður hersins og tilgang aðgerðanna aöeins að skaða friðar- ferlið. „Rannsóknin er aðeins fyrir- skipuð í áróðursskyni, en reynslan sýnir okkur að slikar rannsóknir hafa aldrei skilað neinu og alltaf dag- að uppi á borði stjórnvalda," sagði Saeb Erekat, ráðherra í palestínsku heimastjóminni. Á sama tíma kallaði Abdel Razzak al-Yahya, innanríkisráðherra í heimastjóm Palestínu, eftir því að öllu ofbeldi yrði þegar hætt gegn ísra- elskum borgumm og upp tekin borg- araleg barátta fyrir frelsi og friði. „Við verðum að stöðva ofbeldi af öllu tagi og ég kalla í staðinn eftir and- stöðu byggðri á pólitískum grunni,“ sagði innanríkisráðherrann í viðtali við Reuters-fréttastofuna í gær. Útlönd Osama bin Laden Liðsmenn ai-Qaeda-samtaka hans hafa komið gulli undan til Súdans. Al-Qaeda sendir gull til Súdans Al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin og vígamenn talibana hafa sent nokkra farma af gulli til Súdans á undanfornum vikum, að því er fram kemur í bandaríska dagblaðinu Washington Post í dag. Blaðið hefur eftir heimildar- mönnum sínum að gullið hafi verið flutt sjóleiðina frá pakistönsku hafnarborginni Karachi tO írans eða Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna þaðan sem flogið var með það í leiguflugvélum til súdönsku höfuðborgarinnar Khartoum. Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið af gulli var flutt en evrópskir og bandarískir heimildarmenn segja að magnið hafi verið umtals- vert. Þetta þykir benda til að al-Qa- eda-liðar og talibanar hafi enn að- gang að fjármunum. Ráðherra ekki kunnugt um hler- un blaðamanns Lene Espersen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, var ekki kunn- ugt um að lögreglan hefði hlerað síma hjá einum blaðamanna Jyllands-Posten fyrr en hún las um það í blaðinu. Hún átti því engan þátt í ákvörðunum lögreglu um hlerunina, að því er dómsmálaráðu- neytiö greindi frá í gær. Ráðherranum var þó greint frá því í ágústbyrjun að á Jyllands-Post- en væri verið að vinna að grein þar sem fram kæmi að meðal íslamskra bókstafstrúarmanna í Kaupmanna- höfn væri á sveimi orðrómur um að fé hefði verið sett til höfuðs nafn- greindum leiðtogum danskra gyð- inga. Benazir Bhutto Fyrrum forsætisráðherra Pakistans kann aö verða handtekin snúi hún aftur til heimalandsins. Fordæma bann á kjörgengi Bhutto Andstæðingar herforingjastjórn- arinnar í Pakistan fordæmdu í gær bann kjörstjómar við því að Benaz- ir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra, byði sig fram fyrir kosningarnar í október. Vöruðu andstæðingar við því að ákvörðunin kynni að leiða til óstöðugleika í landinu. Sjálf frestaði Bhutto heimferð úr rúmlega þriggja ára útlegð eftir að síðustu tilraun hennar til að bjóða sig fram var hafnað á sunnudag. Þess í stað flaug hún frá London til Dubai við Persaflóa til að dvelja þar með fjölskyldu sinni. Kjörstjórnir höfnuðu umsóknum Bhutto um að bjóða sig fram á þeirri forsendu að hún hefði verið sakfelld fyrir að svara ekki til saka fyrir ásakanir um spillingu i júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.