Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
Tilvera
DV
Girnilegt bakkelsi
Kökulistaverk sem gestum var boð-
iö til snæöings aö sýningu lokinni í
Ketilhúsinu.
Fjölmennt á menningarnótt
Akureyringar fjölmenntu til aö fylgjast meö hátíðarhöldunum í Lystigaröinum.
Menningarnótt á Akureyri
Mikil þátttaka var á
menningarnótt á Akur-
eyri um helgina og segja
talsmenn hátíðarhald-
anna að vel hafi tekist
til í hvívetna. Meðal
annars var boðið upp á
margvíslega tónleika,
upplestur og listaverk
sem hægt var að snæða
að ógleymdri leiklist-
inni. Meðal þess sem
boðið var ipp á var
Hamlet þar sem nýtt
hraðamet var slegið um
helgina á einu
þekktasta leikverki
allra tima, Það voru
leikarar í Leikfélagi Ak-
ureyrar sem stóðu að
gjörningnum í Lysti-
garðinum á Akureyri og
vöktu tilþrifin kátínu
hjá áhorfendum.
-BÞ
DV-MYNDIR: BÞ
Heimsmet á Hamlet
Á myndinni eru ívar Örn Sverrisson, sem leikur sjálfan Hamlet, og Jón Ingi Hákonarson,
sem leikur Hóras, í hita leiksins. Atriöiö var liöur í menningarnótt á Akureyri sem þótti
takast vel.
DV-MYNDIR EÓL
Ungir sóttu sýningu ungra listamanna
Auður Ýr ásamt bróöur sínum, Vilhjálmi Árna. Þau létu vel
af sýningunni.
Igore
Hljómsveitin Igore, sem skipuð er tónlistarmönnum á
sama aldri og listamennirnir, skemmti sýningargestum í
Geröubergi.
Jókertölur
laugardags
10 19 4
VINNINGSTÖLUR
AÐALTÖLUR
9) 22)28) J
?D3i)^ í
BÓNUSTÖLUR
1A\A*\ Alltalá *
zJ miövi|(U(1ögum
Jókertölur
mlðvlkudags
0 2 2 9 5
I
Upplýsingar
Isfma 580 2525
Textavarp ÍÚ 110-113
RÚV281, 283 og 284
Sýningin Við! í Gerðubergi:
Pælingar norrænna unglinga
Við! er sýning sem var opnuð um
helgina í Gerðubergi. Sýningin er
unnin af unglingum frá Danmörku,
Finnlandi, Noregi, íslandi og Svíþjóð.
Vinnan fór að mestu leyti fram á fyrri
hluta þessa árs þegar unglingamir,
íjórir frá hveiju landi, unnu verkefni
sem skipta má i þrennt: fortíð - nútíð
- framtíð. Allir þátttakendur skrifuðu
dagbók, skoðuðu rætur sínar og veltu
framtíðinni fyrir sér. Þessar pælingar
eru uppistaða sýningarinnar ásamt
ljósmyndum sem þátttakendur tóku af
umhverfi sínu, vinum og fjölskyldu
ásamt einum eftirlætishlut sem hver
þátttakandi setti á sýninguna.
Sýningin Við! vekur skemmtilegar
spumingar, eins og hvers vegna við
erum stödd þar sem við erum? Af
hverju búum við i þessari borg? Hafa
margir ættliðir ef til vill búið í þessu
sama hverfi? í dagbókarskrifum ung-
linganna má fræðast heilmikið um
hversdagslegt líf unglinga í þessum
fimm löndum og það er augljóst að
þótt þeir búi í ólíkum löndum era
áhugamál þeirra, fjölskyldulíf og
framtíðardraumar ekki ósvipuð.
Gestir á sýnlngu
Guörún Þórisdóttir og Edda Ólafs-
dóttir voru meöal margra gesta á
opnuninni.
Spáð í verkin
Umboösmaöur barna, Þórhildur Lín-
dal, var viöstödd opnun sýningarinn-
ar. Á myndinni er einnig Siguröur
Sigurðarson.
Vinsælustu kvikmyndirnar
Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum:
Ævintýrin gerast enn
Aðra vikuna í röð fengu vin-
sælustu kvikmyndirnar í
Bandaríkjunum litla sam-
keppni. Á listanum er aðeins
ein ný kvikmynd, fear.dot.com,
sem fékk frekar dræmar viðtök-
ur, ekki aðeins hjá almenningi
heldur einnig hjá gagnrýnend-
um. Um er að ræða sakamála-
mynd þar sem í upphafi finnast
fjórar myrtar manneskjur, sem
áttu það sameiginlegt að hafa
farið inn á vefinn fear.dot.com.
í aðalhlutverkum eru Stephen
Dorff, Natascha McElhone og
Stephen Rea.
Það sem vekur mesta athygli
við listann eru hinar vaxandi
vinsældir My Big Fat Greek
Wedding. Eftir að hafa verið tutt-
ugu vikur á listanum er hún nú
komin í annað sætið. Frá því í síð-
ustu viku var bætt við 290 kvik-
myndasölum. Myndin er samt sýnd
i rúmlega átján hundruð færri söl-
um heldur en Signs. Ferill þessarar
kvikmyndar er einstakur. Hún er
My Big Fat Greek Wedding
Er í ööru sæti listans eftir tuttugu vikur.
gerð eftir einleik Niu Vardalos, sem
skrifar handrit að myndinni og leik-
ur aðalhlutverkið og kostaði aðeins
2 milljónir dollara. Þess má geta að
meðal framleiðanda er Tom Hanks.
-HK
■IfMireiT.WfiElílflM
SÆTI FYRRI VIKA HTILL ALLAR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. INNKOMA INNKOMA FJÖLDI HELGIN: ALLS: BÍÓSALA
O 1 Signs 16.515 195.054 3437
o 4 My Big Fat Greek Wedding 14.598 82.345 1619
© 2 XXX 13.100 123.867 3536
o 3 Spy Kids 2: 7.300 69.076 3250
© _ fear.dot.com 7.120 7.120 2550
© 7 Goldmember 7.075 203.477 2506
o 5 Blue Crush 5.358 34.501 2825
© 6 Serving Sara 4.200 11.764 2174
© 13 TheGoodGirl 3.600 7.340 667
© 11 Road To Perditition 3.340 99.140 • 1763
0 _ One Hour Photo 3.325 3.840 164
© 8 Undisputed 3.100 8.900 1117
© 9 Simone • 2.900 8.116 1920
© 10 BloodWork 2.530 23.865 1751
© 15 Possession 2.461 6.425 614
© 12 Master of Disguise 2.300 37.341 1432
© 14 Stuart Little 2 1.550 61.852 1149
© _ Lilo & Stitch 1.377 141.786 1653
© 18 The Bourne Identity 943 118.070 480
© 16 Martin Lawrence Live: Runteldat 780 18.497 584
Vinsælustu myndböndin
Lifað í eigin heimi
Það eru ekki miklar breytingar
á myndbandalistanum þessa vik-
una. Tvær efstu myndirnar halda
sínum sætum. Efsta nýja myndin
er sakamálamyndin Don’t Say a
Word með Michael Douglas í að-
alhlutverki. Shallow Hall og
Vanilla Sky eru ólíkar kvik-
myndir. Önnur er farsi en hin
grafalvarlegt sálfræðidrama. Þær
eiga það þó sameiginlegt að aðal-
persónumar eru veruleikafirrt-
ar. í Vanilla Sky leikur Tom Cru-
ise farsælan bókaútgefanda, Dav-
id Aames, sem býr og starfar í
New York. Hann hefur allt til alls
og hefur lítið fyrir líf-
inu, enda á hann mik-j
illi veigengni að
fagna í öllu því sem
hann tekur sér fyrir
hendur. Hann á
glæsilega vinkonu,
Julie Gianni (Camer-
on Diaz), sem í raun
er meira en bara vin-
kona hans. Kvöld eitt
er honum boðið í
partí og þar hittir
hann fyrir drauma-
konuna, Sofia Serra-
no (Penelope Cruz).
Hann fellur kylliflat-
ur fyrir henni. En
ekki er allt sem sýn-
ist. Líf hans tekur
miklum stakkaskipt-
um þvi hann gleymir
vinkonu sinni alveg
og það era hans
verstu mistök. Líf
Davids breytist í
hreina martröð.
-HK
Vaniila Sky
Tom Cruise veröur aö láta sér lynda ann-
aö sætiö á myndbandalistanum.
VIKAN 26. AGUST-1. SEPT.
FYRRI VIKUR
SÆT1 VIKA TITIU. (DREIFINGARAÐILI) Á LISTA
Q 1 Shallow Hal (Skífan) 2
Q 2 Vanilla Sky (sam myndbönd) 2
© 4 The 51st State (sam myndbönd) 2
O _ Don’t Say a Word (skífan) 1
© 3 Ocean’s Eleven (sam myndbönd) 5
© _ A Beautiful Mind (Sam myndbönd) 1
© 9 The Last Castle <sam myndböndi 2
© 6 Monsters, Inc. (skífan) 3
0 5 The Lord of the Rings (myndform) 4
© _ Long Time Dead (sam myndböndj 1
0 _ Slackers (myndformj 1
© 7 13 GhOStS (SKÍFAN) 4
© 10 The Count of Monte Cristo (myndform) 8
© 8 Not Another Teen Movie iskIfan) 6
© n Crossroads isam myndböndj 3
© 14 Elling (sam myndbönd) 4
© 12 Domestic Dlsburbance (háskólabíó) 11
© 15 Joy Ride iskífan) 7
© 13 Donnie Darko (göðar stundirj 3
© 19 Spy Game isam myndbönd) 12