Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Side 32
AGFA ^
APS FILMUR Á BETRA VI
Framköllunarverð á APS filmum
Gæða framköllun HEIMSMYNDIR
AGFA <£>
Smiöjuvegi 11,- gul gata 200 Kópavogur, sími 544 4131
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
Viðbótarlífeyrissparnaður 0
Allianz (ifi)
- Loforð er loforð
4
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
Sími: 533 5040 - www.allianz.is
Keikó virðist alsæll í Noregi:
Ovíst til hvaða
ráða verði gripið
Keikó-samtökin munu ræða við
norsk stjórnvöld áður en ákvörðun
verður tekin um til hvaða aðgerða
verði gripið til að fá háhyminginn
frá Skálavíkurfirði í Noregi en
þangað kom háhymingurinn um
helgina. Hallur Hallsson segir að
veðurspá sé slæm enda sé von á
lægð á þessar slóðir og meðal ann-
ars þess vegna hafi ákvörðun ekki
verið tekin um áframhald. Einn val-
kostur sé að reyna að fara með hval-
inn aftur til íslands en í stöðunni sé
vissulega að fara með Keikó á slóð-
ir annarra háhyminga út af Noregi
og freista þess að láta hann aðlagast
þar.
Ekkert fararsnið á Keikó
Norömennirnir Odd Kyrre Lund, Oy-
vind Lorentsen og Kojbjörn Lorent-
sen höföu ánægju af því aö fylgjast
meö háhyrningnum heimsþekkta í
gær sem kominn er yfir Atlantshafiö
frá íslandi á heimaslóðir þeirra,
Skálavíkurfjörö noröanvert í Noregi.
Colin Beard, þjálfari Keikó, er í
Skálavikurfirði ásamt Qeiri mönn-
um frá samtökunum. Þeir vom
einnig í Færeyjum þegar Keikó
nálgaðist þær slóðir.
„Okkar menn em þama í Skála-
víkurfiröi að fylgjast með,“ sagði
Hallur. Hann kveðst ekki reikna
með að samtökin lendi í flókinni
stöðu gagnvart því að háhyrningur-
inn sé nú í norskri lögsögu. „Auð-
vitað munum við ræða við norsk
stjómvöld en ég veit ekki til að það
verði nein vandamál í þessu sam-
bandi."
Hallur segir þróunina ekki já-
ni
EINN EINN TVEIR
neyðarlInan
LÖGREGLA SLÖKKVIUÐ SJÚKRALIÐ
DUGOI ÞEIM EKKI
AÐ HIRDA LEIF
HEPPNA?
kvæða. Norsk börn hafi verið aö
leika við Keikó, síðast í gær, og því
hafi Norðmenn ekki sinnt því sem
samtökin hafa mælst til um um-
gengni við hvalinn. Þetta sé slæmt í
ljósi þess að síðustu misseri hafi
verið miðuð að þvi að venja hvalinn
af samskiptum við fólk og reyna að
snúa honum á vit hinnar villtu nátt-
uru.
Norskir fjölmiðlar hafa sýnt
Keikó mikinn áhuga og myndir
birst á sjónvarpsstöðvum og í blöð-
um ásamt viðtölum við heimafólk í
Skálavikurfirði sem finnst einstakt
að vera búið að fá hina fyrmm kvik-
myndastjörnu inn í sinn fjörð. Fjöl-
miðlar voru t.a.m. að hringja í Hall
í morgun, bæði fólk frá sjónvarps-
stöðvum og blöðum. Helst vilja fjöl-
miðlar fræðast um Keikó en sú
spuming virðist hins vegar verða
áleitnari með hverri klukkustund-
inni til hvaða ráða samtökin muni
grípa - hvað verði um Keikó. -Ótt
DV-MYND: TEITUR
Göngubrú sett á stöpla
Allt gekk snurðulaust fyrir sig í nótt þegar starfsmenn verktakafyrirtæksins Eidafis komu fyrir á stöplum sínum nýrri
tæpra sextíu metra langri göngubrú yfir Miklubraut á móts viö Kringluna. Verkiö hófst um klukkan ellefu og klukkan
hálftvö var því lokiö. Endanlega veröur búiö að ganga frá öllum gangstígum og handriöum viö brúna eftir um hálfan
mánuö, en vænta má aö fyrstu umferö á hana veröi hleypt einhverjum dögum fyrr. Eru þar meö orönar greiöar leiöir
fyrír gangandi vegfarendur milli Kringlunnar og Safamýrar - og þykir mörgum þaö tímabært.
Uggur meðal starfsfólks Járnblendiverksmiðjunnar:
Monnum sagt
Gallup-könnun:
Samfylking í
34,2% meö
borgarstjóra
upp án skýringa
- reynum að styrkja liðsheildina, segir deildarstjóri
I síðustu viku var fjórum starfs-
mönnum Járnblendiverksmiðjunnar
á Grundartanga sagt upp störfum og
þeim gert að yfirgefa vinnustaðinn
strax. Samkvæmt heimildum DV voru
mönnunum fjórum, sem allir höfðu
starfað þar um árabil og einn frá því
verksmiðjan var stofnsett, ekki gefnar
neinar skýringar á uppsögninni.
Helgi Jakobsson, fýrrum starfsmaður
a-vaktar, sem starfað hefur í fyrirtæk-
inu í tæp sex ár, er einn þeirra sem
var sagt upp og honum gert að yfir-
gefa vinnustaðinn. Hann sagðist í
morgum ekki hafa fengið neinar skýr-
ingar á brottrekstrinum aðrar en þær
að hann félli ekki að framtíðarsýn fyr-
irtækisins.
„Ég átti alls ekki von á þessu," seg-
ir Helgi sem hefur fyrir ófrískri eigin-
konu og tveimur bömum að sjá.
„Þeir eru að losa sig við starfsmenn
sem taldir eru óþægilegir. Það ríkir
gríðarlegur ótti meðal starfsfólks,"
segir einn þeirra starfsmanna sem
enn halda vinnunni. Sá vill ekki láta
nafhs sins getið af ótta við að verða
rekinn. „Það veit enginn hver verður
næstur," segir hann.
Hann segir að uppsagnimar hafi átt
sér aðdraganda þar sem það hafi „ver-
iö látið leka“ út til starfsfólks að ein-
hverjir yrðu reknir. Því hafi gætt
mikUs kvíða meðal starfsmanna í
nokkra daga þar til úrslit fengust með
því að mennirnir' fjórir fengu upp-
sagnarbréf á fóstudaginn síðasta.
„Starfsandinn í fyrirtækinu er í mol-
um. Allir þeir sem reknir voru eru
fyrirmyndarstcirfsmenn og þeir fengu
enga skýringu," segir hann.
Á sfðasta ári var fjórum verkstjór-
um sagt upp störfum og þeim gert að
hætta tafarlaust. í stað þeirra voru
tveir starfsmenn gerðir að svokölluð-
um fyrirliðum. „Þeir voru hækkaðir í
launum um allt að milljón krónur á
ári og em nú augu og eyru yfirmann-
anna,“ segir starfsmaðurinn.
Ingimundur Bimir deOdarstjóri fer
með starfsmannahald og segist ekki
vilja tjá sig um máleftii einstakra
starfsmanna. „Þeir geta fengið skýr-
ingar ef leitað er eftir þeim.“ Ingi-
mundur segist hafa upplýst trúnaðar-
menn um uppsagnirnar. Þarna sé
ekki um að ræða fækkun starfs-
manna. „Þetta eru ekki hópuppsagnir.
Markaðsástæður eru erfiðar og við
viljum styrkja heildina," segir hann
og áréttar að reynt hafi verið að fara
mildum höndum um starfsmennina
sem sagt var upp og þeir fái greiddan
fullan uppsagnarfrest. Járnblendi-
verksmiðjan er að mestu í eigu
norsku samsteypunnar Elkem. -rt
Samfylkingin fengi 34,2% fylgi í
þingkosningum með Ingibjörgu Sól-1
rúnu Gísladóttur borgarstjóra í for-'
ystu en 25,6% án hennar. Þetta er nið-
urstaða skoðanakönnunar sem Gallup |
gerði fyrir vefritið Kreml.
Spurt var hvort það myndi breyta
afstöðu fólks að Ingibjörg Sólrún (
„leiddi lista Samfylkingarinnar".
Um fimmtungur kjósenda annarra’
flokka en Samfylkingarinnar sagðist
myndu kjósa öðruvísi en ella byðif
Ingibjörg Sólrún sig fram. 94% þeirra'
sögðust þá myndu kjósa Samfylking-
una i stað einhvers hinna flokkanna. |
Afleiðingin yrði sú samkvæmt könn-
uninni að Framsóknarflokkur fengi
14,4% í stað 17,9%; Sjálfstæðisflokkur <
38,1% í stað 40% og Vinstri-grænir f
9,9% í stað 12,5%.
Einnig var kannað hvort stuðning-,
ur væri við hugsanlega ríkisstjómf
Samfylkingarinnar og Framsóknar-
flokks en slík stjórn reyndist ekki
hafa meirihlutafylgi. 47% sögðust \
styðja slíka stjórn með Halldór Ás-f
grímsson í stóli forsætisráðherra og
48% væri Ingibjörg Sólrún forsætis-j
ráðherra. Ekki náðist í Ingibjörgu Sól-1
rúnu í morgun. -ÓTG
Kaupþing kaupir 55% af sambankaláni Norðurljósa:
Við erum ekki lengur einir
- segir forstjóri Norðurljósa
„Þetta breytir öllu fyrir fyrirtæk-
ið,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, for-
stjóri Norðurljósa, um þá breytingu
sem orðið hefur á stöðu fyrirtækisins
í kjölfar þess að Kaupþing keypti hlut
þriggja erlendra banka í sambanka-
láni fyrirtækisins. Um er að ræða
hálfan þriðja milljarð króna.
„Aðili sem er að vinna með okkur
ræður núna meirihluta lánsins
þannig að staða okkar að láninu er
mjög sterk gagnvart öðrum aðilum
þess,“ segir Sigurður. „Aðrir aðilar"
eru Landsbankinn og hollenski bank-
inn ABN Amro.
„Núna erum við ekki lengur einir
að tala við Landsbankann og Amro
heldur er Kaupþing með í þeim við-
ræðum sem samstarfsaðili okkar.“
Aðspurður um hvort Kaupþing
verði Norðurljósum þægilegri lánar-
drottinn en fyrri eigendur lánsins seg-
ir Sigurður: „Ekki kannski þægilegri,
en það sem breytist er að við eigum
hauk í horni sem heitir Kaupþing sem
ætlar núna að leiða þessar viðræður
fyrir okkur. Það var enginn með sam-
bærilega stöðu áöur. Kaupþing er ráð-
andi; það getur enginn skapað meiri-
hluta eða 2/3 í hópi lánveitenda án
þess að Kaupþing sé með. Lánið er
þannig komið í bremsu.“
Næsta skref er að sögn Sigurðar að
óska eftir samningaviðræðum við
Landsbankann og Amro. Hann segir
að þessi aðgerð ein og sér, þ.e. kaup
Kaupþings á hluta sambankalánsins,
auk sölu á hlut Norðurljósa f Tali,
sem stefnt er að, ætti að geta fært
skuldastöðu Norðurljósa í 3,5 til 4
milljarða króna, sem sé það sem stefnt
hafi verið að.
Kaupþing er næst stærsti hluthafi í
Norðurljósum með um 14% hlut. Sig-
urður segir að eðlilega séu tengsl á
milli ákvörðunar fyrirtækisins um
kaup á skuldum og hagsmuna þess
sem hluthafa. -ÓTG
Talaðu við okkur um
IGAR
Auðbrekku 14, sími 564
BYSSUR
SPORTVÖRUGERÐIN
SKIPHOLT 5 562 8383
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4