Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
7
DV
Fréttir
6 mánaða uppgjör:
Hagnaðurnam
180 milljónum
króna hjá KEA
Hagnaður varð af rekstri Kaupfé-
lags Eyfirðinga svf. fyrstu sex mánuði
ársins og nam hann 180 milljónum
króna, að teknu tilliti til skatta og
annarra tekna, samkvæmt óendur-
skoðuðu árshlutauppgjöri félagsins.
Rekstrargjöld fyrir afskriftir og
vexti námu 4 milljónum króna.
Rekstrartap fyrir Cármagnsliði nam 4
milljónum króna. Fjármagnstekjur
umfram Ijármunagjöld námu 188
milljónum króna og vegur þ£ir þyngst
söluhagnaður af hlutabréfum i Kald-
baki fjárfestingarfélagi hf. Veltufé til
rekstrar nam 7 milljónum króna. Bók-
fært eiginfjárhlutfall er 66%.
Umtalsverðar breytingar hafa orðið
á tilgangi og starfsemi Kaupfélags Ey-
firðinga frá fyrra ári. í upphafi árs tók
Kaldbakur fjárfestingarfélag við öll-
um eignum og skuldbindingum Kaup-
félags Eyfirðinga en á móti eignaðist
Kaupfélag Eyfirðinga hlutabréf í Kald-
baki fjárfestingarfélagi hf. I mars sl.
keypti Kaldbakur fjárfestingarfélag
hf. eigin bréf af Kaupfélagi Eyfirð-
inga, að nafnverði 137,1 m.kr., á geng-
inu 4. -hiá
Þjónusta í
verðandi álbæ
stórbatnar
Ný verslunar- og þjónustumiðstöð
hefur verið opnuð á Reyðarfirði. í
húsnæðinu eru hárgreiðslustofa,
nuddstofa, snyrtistofa, bókhalds-
stofa fasteignasala, skrifstofa VÍS og
veiðivöruverslun.
Það er Búðareyri ehf. sem á hús-
næðið sem áður hýsti heilsugæsl-
una á staðnum. Einnig hefur Leiran
hf. byggt stóra og mikla skemmu.
Að því fyrirtæki standa fjórir stór-
huga menn af staðnum. Líka er búið
að ákveða byggingu heilsugæslu-
stöðvar á Reyðarfirði. -GFÞ
Davíð Oddssson um ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna:
Aukinn skilningur á mik-
ilvægi frjálsra viðskipta
- evrópskir þjóðarleiðtogar gagnrýna eigin landbúnaðarstyrki
Ein stærsta flugvél veraldar á Keflavíkurflugvelli:
Millilenti með risasjónauka
Ein stærsta flugvél veraldar, ef ekki
sú stærsta, Airbus ST3 Beluga, lenti í
gærmorgun á Keflavíkurflugvelli og
hafði hálfs annars tima viðdvöl meðan
eldsneyti var dælt á tanka hennar.
Menn rak í rogastans þegar þeir litu
þetta stórvirki við flugstöðina. Vélin
tekur allt að 47 tonn í risastóra lestina,
sem er 7 metra há og jafn breið og með
nýtanlega hleðslumöguleika á 37,7
metrum. Vélin var hingað komin frá
Edinborg í Skotlandi og áfangastaður-
inn Syðri Straumfjörður á Grænlandi.
Um borð voru risasjónaukar sem verið
var að flytja fyrir NASA, Geimferða-
stofnun Bandarikjanna., en sú stofnun
hefur verið í talsverðum viðskiptum
við Airbus með flutninga á fyrirferðar-
miklum og viðkvæmum keifum fyrir
geimfór.
Það kom í hlut Vallarvina ehf. að
þjónusta þetta risaflygildi sem ekki
lendir á flugvöllum nema þeir bjóði
upp á fyrsta flokks aðstöðu.
Sigþór Skúlason, rekstrarstjóri Vall-
arvina ehfi, sagði í gær að hann vissi
ekki til að flugvélar þessar hefðu lent
hér fyrr og ekki hefði hann unnið við
þvílíkt flykki áður. Hann sagði að af-
greiðslan hefði gengið eins og í sögu.
Beluga-þoturnar eru aðeins 4-5 tals-
ins, allar í eigu Airbus-flugvélaverk-
smiðjanna. Þær eru notaðar til að
flytja flugvélarskrokka, hreyfla, vængi
og aðra þunga hluti flugvéla frá fram-
leiðslustöðum í samsetningarverk-
smiðju. Ein flugvélanna er leigð út til
þeirra sem þurfa á að halda að flyfja
stóra og þunga hluti. -JBP
DV-MYND VIKURFRETTIR.
Rosaleg
Satt að segja er Airbus ST3 Beluga vélin ógnvekjandi viö fyrstu sýn, en buröargeta hennar er mikil. í lestina má taka
allt aö 47 tonna þunga.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segist hafa orðið var við aukinn skiln-
ing á mikilvægi frjálsra alþjóðavið-
skipta á ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sem stendur yfir í Jóhannesar-
borg.
í ávarpi sínu til fundarins sagði
Davíð að aukið frelsi í viðskiptum og
afnám hafta yrði mikilvægasta fram-
lagið til stuðnings fátækari ríkjum
heims. Davíð segir að fleiri hafi bent
á þetta, þó að aðrir hafi meiri trú á
beinum Qárstyrkjum.
„En það er þó athyglisvert að það
hafa fleiri talað fyrir því en áður að
hinar miklu niðurgreiðslur í landbún-
aði verði að minnka eða hverfa, því
meðan þær séu jafnumfangsmiklar og
þær eru nú eigi þessar fátæku þjóðir,
sem ekki síst reisa lífsviðurværi sitt á
ódýrri landbúnaðarframleiðslu, engan
séns,“ segir Davíð.
Auknar lýðræðiskröfur
„Á þetta hafa margir lagt áherslu,
þýski kanslarinn gerði það, breski for-
sætisráðherrann, og sá kanadíski svo
að nokkrir séu nefndir - ekki að vísu
Frakklandsforseti. Þetta er athyglis-
vert. Og ef það miðar eitthvað í þessa
áttina gæti það komið þessum þjóðum
best, því að auðvitað er það þannig að
þrátt fyrir allt verða hömlulítil við-
skipti þessum þjóðum mest til fram-
dráttar þegar fram í sækir.
Jafnframt hljóta menn líka að átta
sig á því að það verða gerðar ríkari
lýðræðislegar kröfur til þjóða sem eru
að fá styrki af almannafé frá efnuðum
lýðræðisríkjum. Það hefur verið sagt
að það sé fátæka fólkið í ríku löndun-
um sem er að styrkja ríka fólkið í fá-
tæku löndunum. Þannig að það þarf
að tryggja það að þessu sé miðlað með
lýðræðislegum hætti. Við sjáum það
í Jóhannesarborg
Davíö Oddsson sagöi í ávarpi sínu á ráöstefnu Sameinuöu þjóðanna um sjálfbæra þróun í gær, aö líta bæri á alþjóða-
væöinguna sem tækifæri en ekki ógn. Aukiö frelsi í viöskiptum væri vænlegasta leiöin til aö auka möguleika fátækari
ríkja heims.
víða að stjórnarfarið skiptir höfuð-
máli. Ef stjórnarfarið er ekki í lagi
geta hin frjósömustu héruð orðið
auðnin ein. Menn hafa minnst á ýmis
Afríkuríki hér sem gætu verið með
efnuðustu ríkjum veraldar ef rétt
væri á málum haldið.“
Árangur
Davið segir að þokkaleg sátt sé um
flest mál á ráðstefnunni. Og þótt talað
sé um að hún sé mikil að umfangi og
mikið um tal og múður beri flestum
saman um að hún geti gert gagn. Já-
kvæð skref verði tekin i ýmsum mál-
um sem íslendingar hafi lagt áherslu
á, svo sem um heilbrigða nýtingu
orkulinda og auðlinda sjávar og meiri
áhersla sé lögö á frjáls viðskipti en
áður. Þá segir Davið jákvætt að marg-
ir þjóðarleiðtogar leggi áherslu á að
styðja beri við bakið á fátækari þjóð-
um með því að miðla til þeirra
reynslu og skapa þannig varanlegar
eignir í þekkingu og reynslu.
Bandaríkjamenn hafa verið gagn-
rýndir fyrir að sinna ráðstefnunni lítt
og Davíð segist merkja andúð í garð
þeirra. „Það er klappað mikið fyrir
ræðum sem ýja að andúð í garð
Bandaríkjanna og á alþjóðavæðingu.
Það er mikið klappað í ákveðnum
hópum fyrir því, en það eru kannski
frekar þessi samtök sem hér hafa
áheyrnarfulltrúa sem klappa fyrir
slíku,“ segir Davíð. -ÓTG