Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
11
DV
Fréttir
Óvild magnast á milli
BNA og Sádi-Arabíu
- og olíukaupin færast til Afríku
Viöskipti rnilli Sádi-Arabíu og Bandaríkjannna fara minnkandi
Sádar eru bæði sárir og reiðir vegna áróöurs stjórnmálamanna og fjölmiöla í Bandaríkjunum gegn þeim. Afleiðingin
er sú aö andúð á Bandaríkjamönnum eykst og viðskipti milli landanna minnka. Hætta er á að Sádarnir hætti aö
fjárfesta olíugróða sínum í BNA.
„Bandaríkjamenn eru ósmeykir við að láta álit sitt á
öðrum þjóðum í Ijós og kemur hugur þeirra í garð
Sáda glöggt í Ijós, sem þeir senda blaðinu Arab News
sem gefið er út á ensku. Á tölvupósti blaðsins birtast
nú daglega um þúsund bréf sem öll lýsa hatri og við-
bjóði á Sádi-aröbum. Haft er í orðljótum hótunum af
ýmsu tagi og er gjörvallri þjóðinni kennt um að
myrða bandarískar konur og böm með köldu blóði og
svo er hótað aðgerðum, svo sem að kasta atóm-
sprengju á Mekka ogfleira íþeim dúr.“
Vinskapur Bandaríkjamanna og
Sádi-Araba hefur aldrei byggst á
öðru en gagnkvæmum gróðasjónar-
miðum. Amerikanamir pumpa upp
auðunninni olíu í landi spámanns-
ins og kóngaslektið í Arabíu fjár-
festir grimmt í Wall Street og kaup-
ir ókjör af munaðarvöru sem fram-
leidd er í Bandaríkjunum. Nú eru
þessi hagkvæmu viðskipti í voða.
Vestra er litið á Sádana sem vitorðs-
menn hryðjuverkamanna og mikill-
ar og sívaxandi andúðar gætir á
Bandaríkjamönnum í landi trú-
fastra wahhabita, sem hefur raunar
löngum sviðið undan miklu áhrifa-
valdi kaupahéðna vestursins í land-
inu sem Múhameð helgaöi með trú-
boði sínu.
Kuldinn í samskiptum landanna
hefur ekki verið eins mikill og síð-
an i olíukreppunni miklu 1974 þegar
við lá að athafnalíf iðnríkjanna
legðist í dróma og olíuarabamir
höfðu kverkatak á öllum hinum
vestræna heimi. En hækkun olíu-
verðsins geröi mögulegt að vinna
hana á áður óaðgengilegum stöðum
og nægir að benda á Norður-Atl-
antshafið i því sambandi.
Nú er hætta á að svipuð skilyrði
skapist og til að koma í veg fyrir
nýja olíukreppu er farið að líta til
fleiri átta og næstu landvinningar
olíufélaganna verða i Afríku. Þar er
mikil olía í jörðu og á hafsbotni
strandríkja. Afríska olían fullnægir
nú um 15% af olíunotkun BNA og
2015 mun fjórðungur allrar olíu sem
brennd er þar koma frá Afríku.
Liggur nú mikið við að vingast við
óstýriláta stjómendur Afríkuríkja
og sjá um að festa trygglyndar ríkis-
stjómir í sessi og bæta lífskjör í
löndum þeirra. Colin Powell utan-
ríkisráðherra er látinn undirbúa
aukin stjórnmálatengsl viö olíuauð-
ug Afríkuríki og losa þannig um
þau miklu hagsmunatengsl sem
binda BNA við meira og minna
óvinveitt arabaríki.
Fleira er gert til að tryggja ol-
íuflæði til BNA og sjá um að þar séu
ávallt nægar birgðir til að halda
hjólum athafnalífsins gangandi.
Aukin olíuvinnsla í Alaska með til-
heyrandi pípulögnum er á dagskrá
hvað sem náttúruverndarsinnar
segja og í gömlum saltnámum í Ala-
bama eru geymdar nær 600 milljón-
ir tunna og eftir tvö ár verða það
birgðir orönar 700 milljónir tunna.
Olíuvinnsla í Afriku sunnan Sa-
hara hefur verið tiltölulega lítil til
þessa nema 1 Nígeríu. Nú hafa olíu-
félögin fundið miklar lindir í jörðu í
löndum um miðbik álfunnar og úti
fyrir ströndum Angóla og fleiri
ríkja sem liggja að Atlantshafi.
Sá er munur á oliunni í Afríku og
þeim lindum sem arabar ráða yfir
að mun dýrara er að bora eftir og
dæla afrísku olíunni upp en að
vinna olíu í arabalöndum. En um
leið og þrengist á dalnum og olíu-
verð hækkar borgar sig að leggja í
aukinn kostnað til að sjá olíuþyrst-
um heimi fyrir lífsnæringunni.
Gagnkvæm óvild
Almenningsálit í BNA er mjög
andsnúið Sádi-Aröbum eftir árás-
imar í september sl. Gegndarlaus
áróður gegn ofstækisfullum músl-
ímum og hryðjuverkamönnum á
þeirra snærum elur á tortryggni og
hatri í garð þeirra sem Bush forseti
og þjóð hans telja sína höfuðóvini.
Bin Laden er Sádi-Arabi og sú
staðreynd að 15 af 19 flugræningjum
sem gerðu árásimar á tvítumana
og Pentagon vom Sádar gerir þjóð
þeirra aö óvinum og ekki bætir úr
skák þegar sífellt bætast við ásakan-
ir um að hermdarverkamenn sem
ráðast að bandarískum hagsmunum
fái ómælt fjármagn frá olíufurstun-
um til starfsemi sinnar.
Einnig er haft fyrir satt að stjóm-
in í Riyadh hreyfi hvorki hönd né
fót til að koma í veg fyrir starfsemi
hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í
landinu.
Þessi afstaða stjómvalda og al-
mennings í BNA hefur vakið upp
eða eflt til mikilla muna landlæga
andúð á öllu því sem bandarískt er
í Sádi-Arabíu. Gagnkvæmt hatur
magnast upp.
Sala á bandarískum vörum
minnkar verulega og æ færri Sádar
leggja leið sína vestur um haf.
Bandaríkjamenn eru ósmeykir
við að láta álit sitt á öðrum þjóðum
í ljós og kemur hugur þeirra í garð
Sáda glöggt í ljós, sem þeir senda
blaðinu Arab News sem gefið er út
á ensku. Á tölvupósti blaðsins birt-
ast nú daglega um þúsund bréf sem
öll lýsa hatri og viðbjóði á Sádi-
aröbum. Haft er í orðljótum hótun-
um af ýmsu tagi og er gjörvallri
þjóðinni kennt um að myrða banda-
rískar konur og böm með köldu
blóði og svo er hótað aðgerðum, svo
sem að kasta atómsprengju á Mekka
og fleira í þeim dúr.
Andúðin er gagnkvæm. Öfl í Sádi-
Arabíu kenna Bandaríkjamönnum
um allt það sem aflaga fer og vilja
reka þá úr landi með allt sitt haf-
urtask og hætta öllum samskiptum
við þá.
Engin sáttagjörð í sjónmáli
1 Sádi-Arabíu hefur sala á mörg-
um bandarískum vömtegundum
minnkað um helming síðan árásim-
ar voru gerðar og áróðurinn gegn
aröbum hófst. Þó aka forríkir Sádar
enn í bandarískum bfium og nota
bandarískar tölvur, svo að ekki er
hægt að segja að þeir hafi sett við-
skiptabann á BNA, enda mundi það
ekki skipta hið öfluga efnahagskerfi
neinu máli, nema að á það yrði sett
olíusölubann, sem er ólíklegt, því
það myndi skaða efnahag konungs-
fjölskyldunnar meira en meðlimir
hennar kæra sig um.
Þótt útflutningur BNA til Sádi-
Arabíu minnki verulega skiptir það
litlu máli fyrir bandarísk fyrirtæki.
Hitt er alvarlegra, ef Sádar hætta að
Oddur Ólafsson
blaðamaður
Heimsljós
fjárfesta í Bandaríkjunum og jafh-
vel draga fé sitt þaðan og fjárfesta
annars staðar. Það kann að skaða
efnahaginn vestanhafs svo ein-
hverju munar, ekki síst á tímum
þegar hlutabréf lækka í verði og
teikn em á lofti um verulegan sam-
drátt í efnahagslífinu.
Hótanir Bandarikjamanna um að
frysta innstæður þegna ríkja sem
þeir ásaka um að styðja hryðu-
verkamenn fara illa í Sádana. Erfitt
er oröið fyrir þá að fá vegabréfsárit-
anir til Bandaríkjanna og þegar
þangað er komið er farið með þá
eins og grunsamlega hermdarverka-
menn.
Hófsamir Sádar reyna að hafa
áhrif og draga úr hatursáróðrinum á
báða vegu. En lítið er á þá hlustað. í
Bandaríkjunum giymur sífelldur
áróður um hryðjuverkasamtök og
óvinveitt ríki, sem flest eru byggð
aröbum, og hótað er að ganga á milli
bols og höfuðs allra þeirra sem ógna
öryggi bandarískra þegna.
í heimi araba em gyöingar taldir
rót alls ills og Bandaríkjamenn verk-
færi þeirra.
Ofstækið er magnað upp af lýð-
skrumurum og fjölmiðlar láta ekki
sitt eftir liggja að koma hatursboð-
skapnum á framfæri kryddaðan heit-
strengingum stjómmálamanna um
að ganga milli bols og höfuðs á öllum
öflum sem þeir halda fram að séu
þeim óvinveitt.
í þessu andrúmslofti kæra fæstir
sig um að hlusta á hógværari raddir
sem biðja fólk og þjóðir að sýna
skilning og umburðarlyndi.
Sóknin í olíuuauð Afríku er hafin
og má reikna með að um 6% af þeirri
olíu sem Bandaríkjamenn flytja inn
komi frá Nígeríu. En þar í landi eru
múslímar sterkir og ráða stórum
hluta landsins og hafa gert Kóraninn
að sinni stjómarskrá. í öðmm olíu-
ríkum löndum svo sem Angóla ríkir
meira og minna stjómleysi eftir ára-
tuga borgarastríð. Til að nýta auð-
lindir í sunnanverðri álfúnni verður
að byrja á að koma á stjómarfarslegu
jafnvægi og umfram allt bæta kjör og
menntun þeirra sem í raun eiga auð-
inn i iðrum jarðar.
En hvemig sem viðskiptin við
Afríku þróast verður seint friður
um olíuauðinn ef ekki tekst aö
draga úr gagnkvæmri tortryggni og
hatri sem ríkir milli norðurálfu-
manna og múslíma í Austurlöndum
nær.
Þar gegna ísraelar og Palestínu-
menn lykilhlutverki og em engin
teikn á lofti um aö þeir leiði neins
konar sáttargjörð, hvorki milli sín
né annarra.
(Heimildir m.a. Berlingske
Tidende og BBC-fréttir)
mmmu.immM
Kýrnar úr íbúðinni
Kona nokkur í
tyrknesku borginni
Trabzon er byrjuð
að losa sig við kýr
sem hún hélt í íbúð-
um í húsi einu.
Heilbrigðisyfirvöld
borgarinnar, sem er
við Svartahafið,
höfðu krafist þess
að konan seldi kýrnar sem héldu til í
íbúðum á fyrstu og þriðju hæð húss-
ins. „Ég frétti að Fatma Kocaman
væri byrjuð að selja kýrnar og það
eru ánægjuleg tíðindi," hafði Anatolia
fréttastofan eftir borgarráðsmannin-
um Osman Terzi.
Fréttastofan sagði að konan hefði
verið með þónokkum fjölda kúa í
íbúðunum. „Maður á bágt með að trúa
því að nokkur skuli hafa kýr í íbúð. í
mörg ár vissum við ekki hvað til
bragðs skyldi taka. Þetta hefur verið
til mikillar óþurftar. Hávaði, óþefur
og kúadella út um allt og það var ekki
fógur sjón,“ sagði Terzi.
Hljóðfæri úr grænmeti
Ný hljómsveit hefur litið dagsins
ljós í háborg tónlistarinnar, sjálfri
Vínarborg. Grænmetissveit Vínar-
borgar heitir hljómsveitin og, eins og
nafnið gefur til kynna, leikur ein-
göngu á hljóðfæri úr grænmeti, svo
sem gulrótum, eggplöntum og gras-
kerjum. Á efnisskrá sveitarinnar er
tónlist af ýmsum toga, svo sem hinn
frægi Radetzky mars og djass. Hljóð-
færáleikararnir fengu hugmyndina
að þessari nýstárlegu sveit eftir að
þeir rannsökuðu hljóð sem grænmeti
gaf frá sér þegar verið var að sneiða
það og saxa.
Jörg Piringer, foringi grænmetis-
sveitarinnar, leikur sjálfur á blásturs-
hijóðfæri úr agúrku, grænni papriku
og gulrót. Kaupa verður nýtt græn-
meti fyrir hverja æfingu og hverja
tónleika því hljóðið verður að vera
ferskt. Tíu til tuttugu hljóðfæraleikar-
ar taka þátt í tónleikum sveitarinnar
hverju sinni, eftir því hvar leikið er
og hver efnisskráin er.
Snákar yfirtóku skólann
Um 120 skóla-
krakkar í þorpinu
Prcilovica i Serbíu
voru send heim í
frí í síðustu viku á
fyrsta skóladegi eft-
ir sumarfri, vegna
þess að hundruð
snáka höfðu komið
sér fyrir í skólabyggingunni á meðan
hún stóð auð. Snákamir voru um alla
bygginguna og var gripið til þess ráðs
að dæla eiturgasi inn í skólann eftir
að meindýraeyðir bæjarins hafði gef-
ist upp við að eltast við snákana. Gas-
ið virtist heldur engin áhrif hafa á
gestina og sagði Srdana Durdevic,
einn kennara skólans, í viðtali við
staðarblaðið að þeir hefðu frekar
færst í aukana heldur en hitt.
Að hennar sögn fór að bera á aukn-
um fjölda snáka í bænum sumariö
1999, í kjölfar loftárása NATO á bæki-
stöðvar skæruliða í nágrenni bæjar-
ins og hefði snákaplágan stöðugt farið
vaxandi. „Krakkarnir munu sækja
skóla í næsta þorpi á meðan unnið er
að því að svæla snákana út,“ sagði
Durdevic.
Kærastan of stór
Breski íhaldsþingmaðurinn, John
litli Bercow, hefur séð sig tilneyddan
til þess að selja hús sitt í Home Cott-
age í Buckingham-héraði í Englandi
eftir að nýja kærastan hans hafði
ítrekað rekið höfuðið illilega upp í
loftbita hússins sem er frá 18. öld og
frekar lágreist. Sjálfur er Bercow
aðeins um 1,65 m á hæð og sleppur því
undir loftbitana, en kærastan, hin 32
ára gamla Sally Illman, heldur hærri,
eða um 1,80 m og passar því engan
veginn inn í hús Bercows litla.
Því var ekki um annað að ræða en
selja húsið og kaupa nýtt, eftir að
kærastan hafði rekið sig að minnsta
kosti tólf sinnum uppundir um
síðustu helgi, með tilheyrandi höfuö-
verkjum, en síst af öllu vill Bercow,
sem fer með húsnæðismálefni í
breska skuggaráðuneytinu, missa
kærustuna þó hún sé harður stuðn-
ingsmaður krata.