Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
9
DV
Fréttir
íbúar, nemendur, sumarhúsafólk og erlendir gestir fara um Gjábakkaveg:
„Nýi Kóngsvegurinn"
tengir Bláskógabyggð
- áhersla lögð á að framkvæmdir hefjist árið 2004 og ljúki árið eftir
Fjöldi fólks á Gjábakkavegi
Vegurinn er hluti af hinum svokallaða Gullna hring sem ekið er með ferðamenn á milli Þingvalla og Gullfoss og Geys-
is. Um hann fara þúsundir sem eiga sumarbústaði eða eru að fara í félagsbústaöi í Árnessýslu, fjöldi háskóla- og
framhaldsskólanema á Laugarvatni að ógleymdum heimamönnum í hinum sameinuöu hreppum Þingvalla-, Laugar-
dals- og Biskupstungna. Vegurinn styttir leiðina frá Reykjavík aö Laugarvatni um 20 kílómetra. Vandinn er sá aö hann
er i raun aðeins sumarvegur.
Þegar Friðrik áttundi Danakon-
ungur heimsótti okkur íslendinga
árið 1907 höfðu 14 prósent af fjár-
lögum ríkisins farið í að byggja
svokallaðan Kóngsveg sem lá um
uppsveitir Ámessýslu alla leið
austur á Geysi. Þetta fannst sum-
um dýrt en á þessum tíma var
Gjábakkavegur meðal annars
lagður sem stundum hefur verið
kölluð Lyngdalsheiði þó sú heiði
liggi heldur sunnar.
Þar sem Þingvallahreppur,
Laugardalshreppur og Biskups-
tungnahreppur eru nú sameinaðir
er Gjábakkavegur orðinn eins
konar lífæð milli Þingvalla og
Laugarvatns og byggðanna austur
úr. Á föstudag komu saman full-
trúi frá samtökum Ferðaþjónust-
unnar, varaformaður sumarhúsa-
eigenda og oddviti Bláskógabyggð-
ar við veginn til að leggja áherslu
á að ríkið leggi heilsársveg þama
á milli með tilliti til sameiningar-
innar og hagsmuna mikils fjölda
íslendinga sem erlendra gesta -
ibúa í Bláskógabyggð, þúsunda
sumarhúsaeigenda, háskóla- og
framhaldsskólanemenda að Laug-
arvatni, gesta stéttarfélaga í bú-
stöðum og hér er ekki síst um að
ræða hluta af Gullna hringnum
svokallaða sem farinn er með
ferðamenn.
Við þetta tækifæri kom fom-
maðurinn Brynjar sem kvaðst
hafa farið Gjábakkaveg þegar
hann var nýlagður fyrir Friðrik
konung fyrir tæpum 100 árum.
Brynjar hinn fomi sagðist telja
veginn í dag lítið breyttan frá
þeim tíma. Á hinn bóginn var veg-
urinn endurbættur áður en
Kristnitökuhátíðin fór fram árið
2000.
Styttir um 20 kílómetra
„Þetta var áminning um að við ósk-
um eftir að fá heilsársveg sem liggur
ffá Þingvöllum að Laugarvatni. Hann
mun einnig nýtast sem þvertenging í
uppsveitum Ánessýslu þegar búið
verður að brúa Hvítá sem tengir Flúð-
ir og Reykholt," sagði Ragnar Sær
Ragncirsson, sveitarstjóri Bláskóga-
byggðar, við DV.
Ragnar Sær segir að brúargerð við
Fossnes í Gnúpverjahreppi muni síð-
an tengja saman uppsveitir Árnes-
sýslu við uppsveitir Rangárvallasýslu.
„Feröaþjónustan og Félag sumar-
húsaeigenda hefur lýst eindregnum
stuðningi við þessa vegagerð en það
er von sveitarstjórnarmanna hér að
við endurskoðun vegaáætlunar verði
tryggt að Gjábakkavegur verði með á
þeirri áætlun," sagði Ragnar. „Við
erum að tala um að framkvæmdir við
veginn hefjist árið 2004 og vegurinn
verði tilbúinn árið 2005. Það kom hins
vegar fram hjá yfirmanni hönnunar-
deildar Vegagerðar ríkisins að vegur-
inn þarf að fara í umhverfismat og
verið sé að ljúka forhönnun. Ákvörð-
un um áframhaldandi hönnun og um-
hverfismat bíður síðan ákvörðunar
þingmanna á Suðurlandi um að Gjá-
bakkavegur verði byggður upp,“ sagði
Ragnar Sær.
Vegafé er úthlutað til kjördæma
þannig að það sem stuðningsmenn
Gjábakkavegar horfa til er að Suður-
land fái ákveðna upphæð til fram-
kvæmda árin 2004-2006. Þingmenn
Suðurlands þurfa að koma sér saman
um hvert þetta fé á að renna en lang-
tímaáætlun Vegagerðarinnar er að
ljúka við Gjábakkaveg árið 2006-7.
„Það má segja að sveitarstjóm Blá-
skógabyggðar óski sérstaklega eftir
því með tilliti tO nýrra aðstæðna og
sameiningar að þær þúsundir sem
fara um þennan veg, jafnvel oft í viku,
geti ekið á miUi aUan ársins hring.
Gjábakkavegur liggur nokkuð lægra
en t.a.m. HeUisheiði og ætti að veita
öryggi að mörgu leyti. Hann styttir
vegalengdir frá Laugavatni tU höfuð-
borgarinnar um u.þ.b. 20 kUómetra og
opnar auk þess möguleika gagnvart
Vesturlandi,“ sagði Ragnar Sær Ragn-
arsson.
-Ótt
Brynjar hinn forni brýnir stjórnvaldiö
Fornmaðurinn Brynjar áminnir oddvita Bláskógabyggðar, Svein A. Sæland, á
að senn eru ÍOO ár liðin frá lagningu Kóngsvegar fyrir Friðrik 8, meðal ann-
ars um Gjábakkaveg. Nú sé vegurinn lítiö breyttur en úr því þurfi að bæta.
Styrkurinn afhentur
Sjávarútvegsráðherra:
Þrír fá styrk til
rannsóknarnáms
Sjávarútvegsráðherra hefur
styrkt 3 háskólanema tU rannsókn-
arnáms, tvo í meistaranámi i sjáv-
arútvegsfræðum og einn í doktors-
námi. Anna Heiða Ólafsdóttir, sem
stundar meistaranám í sjávarút-
vegsfræðum við Memorial-háskóla
á Nýfundnalandi hlaut 250 þúsund
króna styrk tU að rannsaka vöxt og
rek íslenskra loðnuseiða. Verkefnið
er unnið í samráði við Hafrann-
sóknastofnun.
Gróa Þóra Pétursdóttir, sem
stundar meistaranám í sjávarút-
vegsfræðum við Háskóla íslands,
hlaut 250 þúsund króna styrk tU að
rannsaka mismun á vexti einstak-
linga í hrygningarstofni þorsks á
mismunandi svæðum út af suður-
strönd landsins. Sigrún Lange, sem
stundar doktorsnám í flskónæmis-
fræðum við Háskólann í Oxford,
hlaut 500 þúsund króna styrk til að
rannsaka sérhæfða þætti í ónæmis-
kerfi þorsks og lúðu. -GG
Ballett
Byijendur (yngst 4ra ára)
og framhaldsnemendur.
innritun i sima
567 8965
Ballettskóli
Sigríðar Ármann
Laugardal, Reykjavík og
Smáranum, Kópavogi
Alcoa fagnar samstöðu og
einhug Austfirðinga um álver
Viljayflrlýslng undlrrltuð í Ráöherrabústaðnum
Viðstaddir voru meöal annrra iðnaðarráöherra, for-
stjóra Landsvirkjunar og seölabankastjóra.
Aðalfundur SSA, sem haldinn var á
Seyðisfirði um nýlega fagnaði því
samstarfi sem tekist hefði á milli ís-
lenskra stjómvalda og Landsvirkjun-
ar annars vegar og bandaríska fyrir-
tækisins ALCOA hins vegar um virkj-
un og uppbyggingu orkufreks iðnaðar
á Austurlandi. Hvatti fundurinn ein-
dregið til þess að unnið yrði að orku-
og stóriðjumálum af festu og ákveðni
svo að austfirskt samfélag gæti sem
fyrst farið að njóta þeirrar uppbygg-
ingar sem fyrirhuguð væri.
Lýst var yfir mikilli ánægju með
það samstarf sem framkvæmdaaðilar
Kárahnjúkavirkjunar og álvers hafa
ásamt stjómvöldum átt við SSA, hlut-
aðeigandi sveitarfélög og stofnanir
sveitarfélaga á Austurlandi. Mikil
áhersla var lögð á að þær tímaáætlan-
ir sem kynntar hafa verið varðandi
undirbúning framkvæmda og ákvarð-
anatöku stæðust.
Áhersla var lögð á að
kanna möguleika á að
koma á fót verndar-
svæði norðan Vatna-
jökuls og lýst yfir
stuðningi við það við-
horf að virkjun og
vemdarsvæði geti vel
fariö saman.
Alcoa fagnar niður-
stöðu fundar Sam-
bands sveitarfélaga á
Austurlandi þar sem
ályktun til stuðnings
stóriðju á Austurlandi var samþykkt
samhljóða. Alcoa þykir afdráttarlaus
einhugur austfirskra stjórnmála-
manna mikils virði og mun halda
áfram að vinna að verkefninu á Is-
landi af heOum hug og innan þess
tímaramma sem settur var í sameig-
inlegri viljayfirlýsingu Alcoa, röds-
stjómar íslands og Landsvirkjunar.
Sá sterki meðbyr sem verkefhið hefur
fengið á Austurlandi staðfestir þá
skoðun Alcoa að ísland sé góður kost-
ur fyrir fyrsta álverið sem Alcoa reis-
ir í tvo áratugi. -GG
efMATTHÍASAR
MIKLATORGI VIÐ PERLUNA
___________ Sími 562-1717
Jeep Cherokee Limited,
8 cyl.,skráningarár 1999,
ek. 55 þús. km. ABS, álfelgur,
armpúði, filmur, fjarst.
samlæs., cd magasín,
glertopplúga, hiti í sætum,
höfuðpúðar aftan, hraðastillir,
húddhlíf, innsp., kastarar,
leðuráklæði, líknarbelgir, litað
«3B5B gler, loftkæling, rafdr. loftnet,
jfe rafdr. sæti, rúður og speglar,
samlæs
Möguleiki á 50%-65% láni.
,, Einnig á staðnum árg. 2000
Verð 3.370 þus. stgr. Qg 2001
Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is
ásamt fjölda annarra glœsivagna