Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
27
DV
Sport
leikið
- þegar KR og ÍBV skildu jöfn í Frostaskjóli, 1-1
Þeir sem komu í Frostaskjól til aö
sjá skemmtilegan knattspyrnuleik
milli KR og ÍBV hafa oröið fyrir
vonbrigðum. Leikurinn, sérstaklega
seinni hálfleikurinn, átti á löngum
köflum lítiö skylt viö fótbolta og
gerðust leikmenn beggja liða, eink-
um Eyjamenn, sekir oft og tíðum
um ótrúlega grófar tæklingar sem
slakur dómari leiksins, Gísli Jó-
hannsson, virtist ekki þora að
spjalda fyrir. Þó að hann hafi gefið
sjö gul spjöld og eitt rautt sluppu
mörg brot óátalin hjá Gísla og ekk-
ert samræmi var í spjaldagjöfmni
hjá honum.
Leikurinn fór reyndar ekki illa af
stað. Eyjamenn komu mun ákveðn-
ari til leiks og Tómas Ingi fékk
dauðafæri strax i upphafi en náði
ekki til boltans. En á 13. mínútu
komust Eyjmenn yfir og var það
sanngjamt miðað við gang leiksins
þá. Eftir mikinn atgang þar sem KR-
ingum mistókst að hreinsa frá barst
knötturinn til Gunnars Heiðars Þor-
valdssonar sem skoraði af öryggi af
stuttu færi. Tíu mínútum síðar
hefðu Eyjamenn getað skorað afhir
en Valþór kom í veg fyrir það með
góðri markvörslu.
KR-ingar fengu svo sitt fyrsta al-
vöru færi þegar Arnar Jón lagði
glæsilega á Sigurð Ragnar sem var
kominn einn á móti Birki en hinn
reynslumikli markvörður varði
glæsilega í hom. Liðin áttu síðan
sitt hvort færið áður en KR-ingar
jöfnuðu leikinn þegar Arnar Jón
átti glæsilega fyrirgjöf beint á koll-
inn á Einar Þór sem skoraði.
Slakur síðari hálfleikur
Síðari hálfleikurinn var hins veg-
ar með eindæmum slakur og fóru
bæði lið, einkum Eyjamenn, að
ganga ansi hart fram í tæklingum
eins og áður sagði. Það var aðeins á
fyrstu tíu mínútunum sem eitthvað
lífsmark var með liðunum og þá
fengu liðin sitt hvort dauðafærið en
síðan var eins og slokknaði á liðun-
um. KR-ingar reyndu að sækja en
tókst ekki að skapa neina hættu að
ráði og Eyjamenn vörðust ýmist
með góðum vamarleik eða grófum
tæklingum. Ein slík varð til þess að
Atli Jóhannsson fékk sitt annað
gula spjald tæpum 20 mínútum fyr-
ir leikslok en þessi munur virtist
ekki hjálpa KR-ingum við að ná ein-
hverjum tökum á leiknum og þar
meö endaði leikurinn með marka-
lausu jafntefli. Þar með er toppsæt-
ið gengið KR úr greipum vegna sig-
Ser\1
BYGGINi
KR-ingar voru gjarnir á að tapa boltanum a miðjunni og hér sjást þeir Sigursteinn Gíslason og Siguröur Ragnar
Eyjólfsson skamma hvor annan eftir eitt slíkt skipti. Andri Ólafsson Eyjamaður kippir sér hins vegar ekkert upp við
það og tekur boltann. DV-mynd E.ÓI.
urs Fylkis á Þór fyrir norðan.
KR-ingar virtust ráðþrota gagn-
vart fóstum leik Eyjamanna i þess-
um leik og í seinni hálfleik var eins
og þeir fyndu hreinlega ekki leiðina
að marki Eyjamanna. Munar
kannski miklu um það að Einar Þór
Daníelsson var ekki svipur hjá sjón
í þessum leik og munar um minna
þegar jafn sterkur leikmaður og
hann nær sér ekki á strik. Veigar
Páll Gunnarsson var gríðarlega dug-
legur og sívinnandi og Arnar Jón
Sigurgeirsson átti sennilega einn
sinn besta leik í sumar. KR-ingar
urðu hins vegar fyrir áfalli um
miðjan síðari hálfleik þegar Sigur-
vin Ólafsson meiddist á hné öðru
sinni í sumar og er allt útlit fyrir að
hann leiki ekki meira með í sumar.
Eyjamenn komu til leiks með
öðru hugarfari en mörg önnur lið í
Frostaskjólið. Þeir tóku mjög fast á
KR-ingum, of fast að mati undirrit-
aðs, en dómarinn tók ekki á málun-
um nógu snemma. Andri Ólafsson
var sprækur á miðjunni og Gunnar
Heiðar Þorvaldsson ógnandi
frammi, einkum í fyrri hálfleik.
-HI
Misstum
toppsætið
„Það er ósköp lítið við þessu að
segja. Við börðumst eins og ljón
en þeir náðu að vinna sér inn stig
á okkar heimavelli. Vissulega
spiluðu þeir fast á okkur en þá er
ekki um neitt annað að ræða en
að taka á móti því. Við erum nú
búnir að missa af toppsætinu en
þaö eina sem hægt er að gera er
að hugsa um okkur sjálfa. Þetta
er enn undir okkur komið,“ sagði
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR,
eftir leikinn.
Willum gagnrýndi tæklinguna
á Sigurvin sem hugsanlega kost-
ar hann það sem eftir lifir leik-
tíðar eins og fram kemur hér að
framan. „Þetta var ljótt brot úti
við hliðarlínu og það er grátlegt
fyrir hann að vera tekinn niður
á þennan hátt. En nú er bara að
mæta á æfingu á morgun og fara
yfir málin.
Dýrmætt stig
„Þetta gæti reynst mjög ayr-
mætt stig. Þessi leikur gæti hins
vegar reynst okkur dýrkeyptur
því að við verðum með tvo leik-
menn í banni eftir þennan leik.
Atli fer í eins leiks bann og
Bjamólfur í tveggja leikja bann
en ég held að það sé þess virði,“
sagði Heimir Hallgrímsson,
þjálfari ÍBV, sem var að stjóma
liðinu f fyrsta skiptið á KR-vell-
inum í gærkvöld.
Aðspurður um fastan leik
Eyjamanna sagði Heimir: „Menn
líta kannski misjöfnum augum á
þetta en mér fannst þetta bara
fastur og góður leikur. Mér
fannst við fá óþarflega mörg
spjöld en við eigum kannski eft-
ir að skoða það betur. En það
þarf að berjast fyrir hverju stigi
þegar botnlið mætir toppliði og
það þarf að hafa fyrir hverju ein-
asta stigi. Það gerðum við í dag.“
0 X
Fylkir 16 10 3 3 29-19 33
KR 16 9 5 2 26-17 32
Grindavík 16 7 5 4 26-21 26
KA 16 5 7 4 15-14 22
ÍA 16 5 5 6 26-22 20
FH 16 4 7 5 23-24 19
ÍBV 16 4 5 7 18-19 17
Keflavík 16 3 8 5 19-26 17
Fram 16 3 5 8 23-29 14
Þór, Ak. 16 3 4 9 21-33 13
Markahæstir:
Sævar Þór Glslason, Fylki.....12
Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak. ... 10
Grétar Hjartarson, Grindavík .... 9
Siguröur Ragnar Eyjólfsson, KR . . 9
Gunnar H. Þorvaldsson, ÍBV.....8
Óli S. Flóventsson, Grindavík .... 6
KR-ÍBV 1-1 (1-1)
Frábær barátta Newcastle
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (13., skot úr markteig, tók fiákast af skoti Atla Jóhannssonar).
1-1 Einar Þór Danielsson (38., skalli fiá vítateig eftir fyrirgjöf Amars Jóns Sigurgeirssonar).
ÍBV (4-4-2)
Birkir Kristinsson....3
Bjami Geir Viðarsson .... 3
Hlynur Stefánsson.....3
Kjartan Antonsson......3
Hjalti Jóhannesson ....2
(58. Niels Bo Daugaard ... 2)
Ingi Sigurðsson.......3
Bjamólfur Lárusson ...3
Andri Ólafsson .......4
(85. Hjalti Jónsson...-)
Atli Jóhannsson ......2
Gunnar H. Þorvaldsson ... 4
Tómas Ingi Tómasson .... 2
(69. Unnar Hólm Ólafsson . 2)
GæðMefks:
-----------------------------—
Maður leiksins hjá DV-Sporti: \\ .Jj§N
Veigar Páll Gunnarsson, KR V,
KR (4-4-2)
Valþór Halldórsson ......3
Sigursteinn Gíslason ....3
Gunnar Einarsson.........2
(50. Tryggvi Bjarnason .... 3)
Þormóður Egilsson .......4
Jökull Elísabetarson ....3
Amar Jón Sigurgeirsson .. 4
Sigurvin Ólafsson .......4
(70. Kristinn Hafliðason ... -)
Þorsteinn Jónsson........3
Einar Þór Daníelsson.....1
(84. Guðmundur Benediktss. . -)
Veigar Páll Gunnarsson ... 4
Sigurður R. Eyjólfsson .... 2
Dómari: Gísli H. Jóhannsson
(2)
Ahorfendur: 1798.
Gul spjöld:
Sigursteinn
(51.), Þormóður
(78.), KR - Atli
(6.), Bjamólfur
(31.), Kjartan
(45.), Bjami
Geir (68.),
Andri (79.), ÍBV
Rauð spiöld:
Atli (73., annað
gula), fBV
Skot (ú mark):
14 (6)-8 (5)
Horn:
9-5
Aukaspyrnur:
23-17
Rangstööur:
0-3
Varin skot:
Valþór 2 -
Birkir 3
Einn leikur fór fram í ensku úr-
valsdeildinni i gærkvöld. Liver-
pool og Newcastle skildu jöfn, 2-2,
á Anfield. Liverpool hafði tölu-
verða yfirburði í leiknum og fékk
fjölda færa en staðan var samt sem
áður markalaus í leikhléi. í síðari
hálfleik komu Dietmar Hamann og
Michael Owen (úr vítaspyrnu)
Liverpool í 2-0 og allt leit út fyrir
öruggan sigur Liverpool. En leik-
menn Newcastle neituðu að gefast
upp og á síðustu tiu minútunum
skoruðu leikmenn Newcastle tví-
vegis, fyrsta Gary Speed og síðan
Alan Shearer.
Þá var einn leikur f spænsku úr-
valsdeildinni í gærkvöld þegar
Real Madrid vann Espanyol, 2-0.
Steve McManaman og Ivan Helgu-
era skoruðu mörk Real Madrid.
Ronaldo lék ekki með sínu nýja fé-
lagi í gær heldur lét sér nægja að
horfa á leikinn úr stúkunni.
-HI
Lomana Lualua og Sami Hyypia eigast hér við á Anfield í gærkvöld. Reuters