Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 15 DV ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Njótum hvers einasta tóns - Salurinn í Kópavogi kynnir fjölbreytta og fjöruga vetrardagskrá sína „Manni finnst eiginlega aó Salurinn hafi alltaf verið til, “ sagöi útvarpsmað- ur i viötali viö Vigdísi Ezradóttur, for- stööumann Salarins í Kópavogi, í vik- unni sem leiö. En tilfellið er aó Salur- inn er bara tœpra fjögurra ára, og kynnir nú metnaöarfulla dagskrá í fimmta sinn. Sérstök ánœgja er aö segja frá fyrstu tónleikum haustsins sem veröa á laugardagskvöldiö kl. 20. Þá syngur unga stjarnan Guörún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran lög spœnsku meistaranna Manuel de Falla, Enrique Granados, José Serrano og Jéronimo Giménez og útsetningar eftir Manuel Valls og Garcia Lorca við undirleik Francisco Javier Jáuregui á gítar. Langminnugt fólk getur rifjaö upp að Guörún Jóhanna var ein „undrabarn- anna“ sem fram komu i Salnum á Listahátíö 2000 undir yfirskriftinni „Tónlistarmenn 21. aldar". Veröur gaman aö heyra seiöandi rödd hennar aö nýju. Guðrún Jóhanna og Francisco Javier eru reyndar lika par í einkalíf- inu og þau eru ekki eina slíka parið sem fram kemur í Salnum í vetur. Þar njóta músíkölsk pör af blönduðu þjóð- emi sérstakrar velvildar í ár og eru hvorki meira né minna en fimm tals- ins. í mars næsta vor syngja þau sam- an ljóð og aríur rússneska dívan Eteri Gvazava og íslenski bassinn Bjami Thor Kristinsson og má minna á að Gvazava fór með aðalhlutverkið í nýrri ítalskri sjónvarpsmynd eftir La Traviata sem RÚV sýndi um síðustu jól. l. desember leiða kórstjóramir af Kópavogsbrautinni, Þórunn Björns- dóttir (Skólakór Kársness) og Mart- einn Friðriksson (Dómkórinn) saman kórana sina til heiðurs Jórunni Viðar en Diddú syngur einsöng. Annað mús- ikalskt par úr Kópavogi, þau Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau halda bæði útgáfutónleika og árlegt Jóla- barokk í Salnum, og loks heldur tangóparið ómót- stæðilega, Edda Erlendsdóttir og Olivier Mano- ury, Le Grand Tangótónleika 4. janúar, og hafa þau sér til fulltingis Egil Ólafsson og fleiri snill- inga. ' Fjörutíu Tíbrártónleikar Það værí að æra óstöðugan að telja upp alla þá sem koma fram á fjörutíu Tíbrártónleikum í vet- ur enda mun skynsamlegra að útvega sér bæk- linginn með öllum upplýsingunum. Freistandi er þó að nefna fáeina einleikara og einsöngvara til að örva lystina. 19. september kl. 20 halda Ingveldur Ýr Jóns- nótónleika 19. febrúar. Áshildur Haraldsdóttir vinnur það þrekvirki að flytja allar flautusónöt- ur Bachs á tveimur kvöldum, 25. og 26. febrúar. Með henni leikur Jory Vinikour á sembal. 23. mars flytja Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Ric- hard Simm píanóleikari þrjár fiðlu- sónötur eftir Brahms og 12. apríl flytja Gunnar Kvaran og Jónas Ingi- mundarson báðar sellósónötur Brahms. 16. apríl flytja Hanna Dóra Sturludóttir, Finnur Bjamason og Nína Margrét Grímsdóttir öll sönglög Páls ísólfssonar á einum tónleikum og má segja að ekki geri Nína Mar- grét það endasleppt við Pál því áður hefur hún gefið út öll píanóverk hans á geisladiski. Ólafur Kjartan Sigurð- arson og Jónas Ingimundarson flytja svo sönglög eftir Sveinbjöm Svein- björnsson og Áma Thorsteinsson 11. maí, á afmæli Kópavogsbæjar, og eru það síðustu Tíbrártónleikar vorsins. Kammerhópur Salarins heldur uppteknum hætti í vetur með spjall, spil og veislu. Meðal fjölmargra ann- arra tónlistarhópa verður að duga að nefna kvartett imgs hæfileikafólks sem leikur á tónleikum 10. septem- ber. Þetta era Una Sveinbjamardótt- ir fiðla, Nicole Vala Cariglia selló, Freyja Gunnlaugsdóttir klarinett og Ámi Heimir Ingólfsson píanó og þau leika sjálfan Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen. Loks verður að geta um Sögu dátans eftir Igor Stravinsky sem CAPUT hópur- inn flytur 26. janúar undir stjórn Hafliða Hallgrímssonar og sögumað- ur er Felix Bergsson. Þá verða einnig fluttar Örsögur eftir Hafliða og er hann sjálfúr sögumaður. Hver með sína röð Fyrir utan Tíbrártónleika verður fjöldi sjálfstæðra tónleika eins og undanfarin ár sem verða kynntir jafnóðum. Hið merka bamastarf Tónlist fyrir alla heldur áfram með skólatónleikum og tón- leikum fyrir alla fjölskylduna. Tónlistarkennar- ar í Kópavogi halda áfram með sína tónleikaröð og eftir áramót hefst á ný hið geysivinsæla nám- skeið Jónasar Ingimundarsonar Hvað ertu tón- list? í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskólans. Fastir áskrifendur geta nú búið til sínar eigin raðir og bókað þær fyrirfram. Bestu kaupin fást með því að panta miða á flmm tónleika, þá fylgja sjöttu tónleikarnir í kaupbæti. Góða skemmtun. DV-MYND E.ÓL. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og gítarlelkarinn Francisco Javier Jáuregul Þau hefja metnaðarfulla vetrardagskrá Salarins á laugardagskvöldið kemur. dóttir mezzósópran og Guðríður St. Sigurðardótt- ir píanóleikari tónleika með fjölbreyttri efnisskrá í tilefni þess að þær eru á forum í tónleikaferð til Vesturheims. 1. október verða tónleikar Elínar Óskar Óskarsdóttur sópran og Richards Simm pí- anóleikara þar sem þau flytja íslensk sönglög eft- ir Pál ísólfsson og Jón Ásgeirsson og aríur eftir Puccini. 21. október leika Bryndís Halla Gylfadótt- ir á sefló og Steinunn Birna Ragnarsdóttir á píanó verk eftir Beethoven, Debussy, Brahms og Chop- in. Vovka Ashkenazy heldur píanótónleika 1. nóv- ember. Finnsk tónlist hljómar af vörum Niall Chorell tenórs og Ágústs Ólafssonar barítóns 28. nóvember. Ingunn Hildur Hauksdóttir heldur pía- Tónlist Sól ég sá Mótettukór Hallgrimskirkju á tuttugu ára af- mæli um þessar mundir og var haldið upp á það með hátíðartónleikum í kirkjunni á sunnudags- kvöldið. Hófust þeir á spuna um stef úr sálminum Dýrð, vald, virðing eftir Hallgrím Pétursson sem Jón Hlöðver Áskelsson útsetti. Var það að mestu óljóst muldur hálfkæfðra radda við fjarlægan org- elundirleik á meðan kórinn gekk eftir endilangri kirkjunni upp á sviðið fram fyrir áheyrendur. Auðvelt var að ímynda sér að þetta væri kliður frá söng engla einhvers staðar lengst uppi í himn- um, svo fagrar voru raddir kórsins. Á efnisskránni vom eingöngu íslensk verk, fyrst þrjú sálmalög, Víst ertu, Jesú, kóngur klár í útsetningu Jóns Hlöðvers, Svo stór synd engin er í útsetningu Jóns Nordals og fyrmefnt Dýrð, vald, virðing. Kórinn söng alla sáimana af einstakri smekkvísi, og voru ólíkar raddir f prýðilegu jafn- vægi undir nákvæmri stjórn Harðar Áskelssonar. í Kvöldbænum eftir Þorkel Sigurbjörnsson við texta Haflgríms Péturssonar, steig Sigrún Hjálmtýsdóttir á svið, og var tónlistarflutningur- inn frábær, einsöngurinn silfurtær og raddir kórs- ins fullkomlega samstilltar, en verkið sjálft er fremur flatneskjulegt. Sama verður ekki sagt um aðalatriði efnisskrár- innar, tæplega tiu ára gamla tónsmíð eftir Jón Nordal, Óttusöngvar á vori. Þar er textinn að hluta til fenginn úr hinni hefðbundnu latnesku messu, auk Sólhjartarljóðs eftir Matthías Johann- essen, sem er ort út frá erindi í Sólarljóðum og hefst á þessum orðum: „Sól ég sá / sólarhjört / tóku horn til himins ...“ Hjörturinn er hér Krists- tákn, merki hinnar andlegu sólar sem skein skært eftir myrkrið sem ríkti í fyrri hluta verksins. Kyrie og Agnus dei þættimir vom vissulega margbrotnir og fagmannlega skrifaðir, en afar þunglyndislegir, og þó tónlistin hafi risið upp í há- stemmda lofgjörð í Sanctuskaflanum rofaði ekki almennflega til fyrr en áheyrandanum var opin- berað sólin og blár himinn sem „breiddi vængi ama yflr land sjó og vötn“. Þar einfaldaðist tón- listin og varð aðgengilegri, hefðbundin tilbeiðslan breyttist í innri andlega sýn, og var þetta áhrifa- mesti hluti verksins. Einsöngvarar voru tveir, Sverrir Guðjónsson kontratenór og Diddú, og sungu bæði ákaflega vel. Sérstaklega verður að nefna söng Diddúar, ég held að ég hafi aldrei heyrt hana syngja jafnglæsilega. Röddin var ótrúlega mögnuð og öragg og aflir tón- arnir hnitmiðaðir og fallegir. Hljóðfæraleikur þeirra Douglas A. Brotchie (orgel) og Eggerts Páls- sonar (slagverk) var líka eins og hann átti að vera, og sellóleikur Ingu Rósar Ingólfsdóttur markviss og innilegur. Ekki síðri var magnþmng- inn kórsöngurinn þar sem hver einasti söngvari var með aflt sitt á hreinu. Hið eina neikvæða við tónleikana var að kona nokkur hnmdi niður af sviðinu þegar hún var að afhenda Herði Áskelssyni blómvönd - vonandi hefur hún ekki meitt sig mikið. Að öðru leyti var þetta yndisleg kvöldstund og er kómum hér með DV-MYND ÞÖK Hörður Áskelsson kórstjóri Ólíkar raddir kórfélaga voru í prýðilegu jafnvægi undir nákvæmri stjórn hans. óskað til hamingju með afmælið; megi hann halda áfram að auðga íslenskt tónlistarlif um ókomin ár. Jónas Sen Hvað er Á morgun hefst ný há- degisfundaröð Sagnfræðinga- félags íslands í Norræna hús- inu. Yfirskrift fundanna í vetur verður spurningin „Hvað er borg?“ og eru þeir haldnir i samstarfl við Borg- arfræðasetur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, ríður á vaðið á morgun, miðvikudag, kl. 12.05 með fyrir- lestri sem hún nefnir „Höfuðborg- in - samviska þjóðarinnar". Aðrir fyrirlestrar munu fara fram í há- deginu á þriðjudögum, eins og ver- ið hefur undanfarin ár. Samtals verða flórtán erindi flutt um þetta efni. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum enda er það tilgangur þessara funda að leiða saman fólk með ólík viðhorf og að- ferðir. Spurningin hvað sé borg býður upp á þverfaglega nálgun vegna þess að borgin er svo margt í senn - safn tæknilegra lausna, fé- lagslegt tengslanet og afsprengi huglægs tíðaranda. Fundaröðinni mun ljúka í byrjun aprfl 2003 með ráðstefnu um framtíð borga. Fundirnir í Norræna húsinu heflast kl. 12.05 og lýkur á slaginu kl. 13.00. Þeir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Mótettukór - vetrarstarf Mótettukórinn hélt upp á tví- tugsafmæli sitt i gær með glæsi- brag eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Þrátt fyrir fár- viðri lokkaði hann að mikinn mannflölda og lögðu tónleikagestir á sig að skríða síðasta spölinn að kirkjunni á Holtinu frekar en missa af viðburðinum. Fram undan í vetur er flutning- ur á Jólaóratoríu J. S. Bachs ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands og hörkueinsöngvuram á borð við Gunnar Guðbjömsson og Andreas Schmidt; hún er á dagskrá 5., 6. og 7. desember. 22. desember verður Jóla- óratória Johns A. Speights, sem frumflutt var um síðustu áramót, flutt i Hallgrímskirkju á vegum RÚV og útvarpað til flölda landa. Með kómum syngja þá einsöngvar- amir Elín Ósk Óskarsdóttir, Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir, Garðar Thór Cortes og Benedikt Ingólfs- son. Schola cantorum tekur undir sönginn og Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur með. 30. maí næsta vor verður svo óratórían Elía eftir Felix Mendels- sohn-Bartholdy flutt á Kirkjulista- hátíð. Þá verður kórinn skipaður bæði núverandi og fyrrverandi fé- lögum í kómum í tilefni afmælis- ársins. Loks flytur kórinn allar mótettur Bachs á vortónleikum á Kirkjulistahátíð 9. júní við undir- leik barokkhljóðfæra. Öllu þessu stýrir Hörður Áskels- son. Á dagskrá afmælisársins er einnig útgáfa á afmælisriti þar sem rakin er saga kórsins og út- gáfa á geisladiskum. Meðal annars ætlar kórinn að gefa út á diski Passíu Hafliða Haflgrímssonar sem hann hefur flutt tvisvar við mik- inn fógnuð og aðdáun. Nú er lag fyrir áhugasama söngvara að komast í Mótettukór- inn því það eru fáein laus pláss. Skráning fer fram í Hallgríms- kirkju í síma 5101000 og verða inn- tökupróf á miðvikudag og fóstudag í þessari viku kl. 17-19. Poul en ekki Paul Umsjónarmanni menningarsíðu varð það á í umsögn um bókina Norðan Vatnajökuls á föstudaginn var að stafsetja fomafn höfundar- ins vitlaust, kalla hann Paul Vad en ekki Poul Vad eins og hann heitir. Þetta mátti raunar sjá á mynd af bókarkápu með greininni þannig að glöggir lesendur hafa ef- laust tekið eftir þessu strax. Beðist er velvirðingar á mistökunum. borg?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.