Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 29 Rafpóstur: dvsport@dv.is keppni i hverju orði Laxá á Ásum: Veiðifélagið Laxá með hæsta tilboð Fátt er skemmtilegra fyrir unga veiöimenn en aö renna fyrir fisk og fá góöa veiði. DV rakst á þessa ungu veiöimenn viö Reynisvatn á dögunum. DV-mynd G. Bender Rólegt í Eyjafjarðará - veiðimenn fá þó einn og einn fisk Veiðifélagið Laxá og Árni Bald- ursson eru með hæsta tilboðið í Laxá á Ásum en tilboðin voru opn- uð í fyrradag. Tilboöið hljóðar upp á ríflega 19 milljónir en emnig bárust þrjú önn- ur tilboð í ána. Ekki er vitað á þessari stundu hvort tilboði Ámi verður tekið þó það sé langhæst. G. Bender Veiðin í Eyjafjarðará hefur geng- ið rólega í sumar, færri bleikjur hafa gengið í ána í sumar en oft áður. En veiðimenn bíða rólegir, næsta sumar verður vonandi betra. Sjóbirtingur hefur aðeins verið að gefa sig, öfugt við það sem oft hefur verið, og fáir laxar hafa komið á land. Reyndar veið- ast nú ekki nema innan við 10 lax- ar í henni á hverju ári. „Við erum ekki búnir að veiða mikið, ég var að landa þessum þriggja punda sjóbirtingi fyrir nokkrum mínútum," sagði Jón R. Ársælsson, betur þekktur sem „Jón Skelfír", og með honum var Jónas Jóhannesson en hann reyndi grimmt við trega silunga þegar við mættum á staðinn. Þeir voru að veiða á svæði tvö, við mörkin þar sem svæði eitt endaði. „Það hefur ekki veiðst eins vel hjá okkur og á sama tíma í fyrra, þrjú og það væri aldrei að vita hvað gerðist þar. Þeir héldu áfram að kasta en við héldum á brott. Veiðin hefur verið róleg í Eyja- fjarðaránni en nokkrum dögum áður en þeir félagar voru við veiðar var Hermann Brynjarsson á svæði flmm og hann veiddi nokkrar fallegar bleikjur, ein þeirra var 7 punda. Allur fiskur- inn var leginn. G. Bender Jón R. Ársælsson og Jónas Jóhannesson viö Eyjafjaröará fyrir nokkrum dögum, en veiöiskapurinn hefur gengiö róiega þar eins og víöa viö bleikjuárnar. DV-mynd G.Bender þetta er harðlífi héma í veiðinni, bleikjumar eru miklu færri í ánni núna. Sjóbirtingur hefur aðeins verið að gefa sig í sumar, það hef- ur bjargað miklu fyrir veiðimenn," sagði Jón í lokin. Veiðifélaginn var mættur og veiðiskapurinn gekk rólega hjá honum líka, flskurinn vildi alls ekki taka en eitthvað var af fiski í strengnum þar sem þeir reyndu. Eftir hádegi átti að reyna á svæði Bland í poka Fyrir skömmu kom út Skot- vís-blaðið og kennir þar ýmissa grasa, t.d. er þar grein Ólafs K. Nielsen, Rjúpan er minn fugl, Þjóðlendur og almannaréttur eftir ívar Pálsson, Björt framtíð eftir ívar Erlendsson, Grágæs'in eftir Arnór Þ. Sigfússon, viötöl við Hákon Aðalsteinsson og Hauk Brynjólfsson svo að eitt- hvað sé nefnt. Veiðimaðurinn klóki Úlfar Ey- steinsson er með gimilegar upp- skriftir í Skotvís-blaðinu, m.a. að rjúpu, lunda og svartfugls- bringum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur auglýst útboð á Veiöi- manninum og söluskrá sinni fyr- ir árið 2003. Óskað er eftir að til- boðum verði skilaö eigi síðar en 4. september. Þetta er hlutur sem félagið hefur ekki gert áður en ástæður fyrir þessu tilboði hljóta að vera ýmsar eins og þeir séu ekki ánægðir með þá sem sjá um þetta núna. Það er Fróði sem hefur gefið út Veiðimanninn fyr- ir félagið og líka söluskrána. Flestir eru sammála um að sölu- skráin verði að vera betri næst heldur en hún var síöast. Það hefur lítið heyrst af því hver ætlar að taka Laxá á Ásum á leigu. Einhver nöfn hafa þó verið nefnd, t.d. Lax-á og Árni Baldursson, hópur manna með Hilmar Ragnarsson í broddi fylk- ingar og Pétur Pétursson. En ekkert liggur á lausu hver ætli að leigja ána eða hvort eitthvaö verður úr þessum þreifingum sem hafa verið í gangi. Fáir dagar eru eftir í Norðurá í Borgarfiröi en veiðinni lýkur á fimmtudaginn næsta. Líklega nær áin ekki 2300 löxum og bæt- ir sig um 950 laxa milli ára. Besti staðurinn í Norðurá í sum- ar er Laugarkvömin með 131 lax. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur verið iðið við að bjóða ung- um veiðimönnum til veiða í sumar, sérstaklega í Elliðaámar, og þeir hafa veitt vel. Fleiri félög mættu svo sannarlega gera slíkt hið sama. Af einum fréttum við sem ætl- aði að hafa vaðið fyrir neðan sig og setti bleikju i poll við sumar- hús sitt fyrir skömmu og lét síð- an ijúpurnar vera sem voru í kjarrinu við húsið. Það var verra að setja laxinn í pollinn, hann þurfti að komast í renn- andi vatn til að hrygna með haustinu. Pilturinn hugsar mik- ið núna um það hvernig megi leysa það mál. G.Bender Veiðivon I r r Skór og vöðlur Fluguhjól FLamson Fluguhjól Flugustangir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.