Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 r íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson DV 90 ára___________________ Kristjana Einarsdóttir, Lagarási 21, Egiisstööum. 85 ára____________________ Laufey Guöjónsdóttir, Granaskjóli 80, Reykjavík. 75 ára____________________ Ólafur Sveinsson, Viöihlíð 14, Sauðárkróki. Ragnheiöur Valgarösdóttir, Dalsgerði 3d, Akureyri. 70 ára__________________________ Bjarni Hilmir Sigurösson, Höföagötu 23, Stykkishólmi. 60 ára__________________________ Anna Þórunn Geirsdóttir, Stigahlíð 26, Reykjavík. Einar Jóelsson, Keilugranda 2, Reykjavík. Helga Hallgrímsdóttir, Hálsaseli 9, Reykjavík. Viggó H. Maronsson, Eyrarholti 2, Hafnarfirði. 50 ára__________________________ Axel Gunnar Einarsson, Fannafold 81, Reykjavík. Baidur Ólafsson, Bauganesi 4, Reykjavík. Guöný Kristjánsdóttir, Brekkubraut 11, Keflavík. Guöríöur B. Guðmundsdóttir, Stekkjarbrekku 18, Reyðarfirði. Heiga Sigríöur Sigurðardóttir, Hjallalundi 4, Akureyri. Ingibjörg Sigríöur Karlsdóttir, Kjartansgötu 11, Borgarnesi. Pálína Geirharösdóttir, Bakkaseli 34, Reykjavík. Sigurjón Sigurösson, Ásbúðartröð 15, Hafnarfirði. Þór Geirsson, Grundargötu 68, Grundarfirði. 40 ára__________________________ Anna María Gunnarsdóttir, Fálkahrauni 14, Hafnarfirði. Haukur Guðjónsson, Bogasíðu 6, Akureyri. Hjalti Gestsson, Mööruvallastræti 5, Akureyri. Hjaltl Þórarinsson, Blikastíg 17, Bessastaðahreppi. Jóhannes Tryggvi Jónsson, Lokastíg 1, Dalvík. Jónína Krlstín Berg, Gunnarssundi 6, Hafnarfirði. Kristín Lovísa Lúðvíksdóttir, Birkihlíö 3, Sauðárkróki. Laufey Sigríður Kristjánsdóttir, Holtsgötu 17, Njarðvík. Ólafur Garöarsson, Sjávargötu 38, Njarðvtk. Ólafur Hrafn Ásgeirsson, Engihlíð 16, Reykjavík. Sandra Surairat Ragnarsson, Kleppsvegi 52, Reykjavík. Stefán Aöalsteinsson, Nýlendugötu 13, Reykjavík. Smáauglýsingar Allt til alls ►i 550 5000 Attræöur Björn Th. Björnsson listfraeðingur og rithöfundur MYND KRISTBJÖRN EGILSSON Bjöm Th. Bjömsson, listfræðing- ur og rithöfundur, Karfavogi 22 í Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Björn er fæddur í Reykjavík 3. september 1922 og bernskuslóðir hans eru Vestmannaeyjar. Hann varð stúdent frá MR 1943 og stund- aði síðan nám í listasögu við háskól- ana i Edinborg, Lundi og Kaup- mannahöfn á árunum 1943-1949. Bjöm var kennari í listasögu við Myndlista- og handíðaskóla íslands, Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands. Hann var þingkjörinn full- trúi i útvarpsráði 1953-1968, fulltrúi í Menntamálaráði íslands 1968-1974, formaður og varaformaður Rithöf- undasambands íslands 1958-1964 og forstöðumaður Listasafns Háskóla íslands frá stofnun þess 1980 til 1994. Eftir Björn liggja mörg ritverk. Meðal þeirra eru: Islenzka teikni- bókin í Árnasafni, 1954, Virkisvet- ur, skáldsaga 1959, Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, 1960, ís- lensk myndlist á 19. og 20. öld, 1964-1973, Haustskip, heimildasaga, 1975, Þingvellir, staðir og leiðir, 1984 og 1986, Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn, 1990 og 1991, Falsarinn, heimildaskáldsaga, 1993 og Hraun- fólkið, heimildaskáldsaga, 1995. Fjölskylda Björn Th. kvæntist í Kaupmannahöfn 27. júní 1947 Ás- gerði Búadóttur, myndlistarmanni, f. 4. 12. 1920 í Borgamesi. Foreldrar hennar voru Búi Ásgeirsson frá Stað í Hrútafirði, verslunarmaður, og Ingibjörg Teitsdóttir, húsfrú, Borgamesi og Reykjavík. Börn þeirra Bjöms Th. og Ás- gerðar eru Baldvin, f. 20.12. 1947, grafískur hönnuður. Hann býr og starfar í Danmörku. Bjöm Þrándur, f. 1.8. 1952, prófessor í lífeðlisfræði við Gautaborgarháskóla og Þómnn f. 20.8.1968, Osteopat, BSc Ost. Med. (vöðva-og liðlækningar). Hún býr og starfar í Englandi. Bræður Björns voru Siegfried Haukur, f. 27.7. 1906, d. 20.10. 1983, stórkaupmaður í Reykjavík, kvænt- ur Marsibil Guðjónsdóttur, hár- greiðslumeistara, og Harald Steinn, f. 5.6. 1910, d. 23.5. 1983, stórkaup- maður í Reykjavík, var kvæntur Fjólu Þorsteinsdóttur. Foreldrar Bjöms Th. voru Bald- vin Bjömsson, f. 1.5. 1879 í Reykja- vík, gullsmiður og listmálari, og Martha Clara, f. 10.5. 1886 í Leipzig, húsmóðir. Þau bjuggu í Berlín, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Ætt Baldvin var sonur Bjöms, gull- smiðs á ísafirði, Ámasonar, b. á Heiðarbæ í Þingvallasveit, Bjöms- sonar, prests á Þingvöllum, bróður Einars, langafa Halldóru, móður Ör- lygs Sigurðssonar listmálara. Björn var sonur Páls prests á Þingvöllum, Þorlákssonar, bróður Jóns prests og skálds á Bægisá. Móðir Bjöms var Sigríður Stefánsdóttir, prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Högna- sonar „prestaföður’“, prests á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Árna var Þórunn Bjömsdóttir, syst- ir Snæbjarnar, langafa Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Annar bróðir Þórunnar var Benedikt, faðir Bjama, langafa Sturlu Friðriksson- ar erfðafræðings og Gunnars Bjarnasonar ráðunautar. Móðir Bjöms Árnasonar var Sal- vör Kristjánsdóttir, b. í Skógarkoti í Þingvallasveit, Magnússonar og konu hans, Guðrúnar Þorkelsdótt- ur. Móðir Guðrúnar var Salvör Ög- mundsdóttir, b. á Hrafnkelsstöðum, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Þórarinsdóttur. Móðir Guðrúnar var Elín Einarsdóttir, b. í Varma- dal, Sveinssonar, og konu hans, Guðrúnar Bergsteinsdóttur, b. á Ár- gilsstöðum, Guttormssonar, ættfóð- ur Árgilsstaðaættarinnar, föður Þuríðar, langömmu Jóhönnu, ömmu Gunnars Amar Gunnarsson- ar listmálara. Móðir Baldvins var Sigríður Þor- láksdóttir, b. í Fagranesi, bróður Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra SÍS. Þorlákur var sonur Hallgríms, b. á Stóm-Há- mundarstöðum, Þorlákssonar, dbrm. á Skriðu, Hallgrímssonar, málara á Kjama í Eyjafirði, Jóns- sonar, fóður Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og Krist- jönu, móður Hannesar Hafstein. Annar sonur Hallgríms var Jón, málari á Lóni, langafl Pálinu, móð- ur Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir Þorláks á Skriðu var Halldóra Þorláksdóttir, b. á Ásgeirsbrekku, Jónssonar, ætt- fóður Ásgeirsbrekkuættarinnar, foður Ásgríms, langafa Áslaugar, langömmu Friðriks Sophussonar. Móðir Þorláks í Fagranesi var Gunnhildur, systir Þorláks, afa Þor- láks Ó. Johnson, kaupmanns í Rvík. Gunnhildur var dóttir Lopts lög- réttumanns í Móum, Þorkelssonar. Móðir Lopts var Margrét Bjama- dóttir, systir Halldórs, langafa Ólafar, langömmu Jóhannesar Nor- dal. Móðir Sigríðar var Hólmfríður, systir Snjálaugar, ömmu Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Hólmfríður var dóttir Baldvins, prests á Upsum, Þorsteinssonar, bróður Hallgríms, föður Jónasar skálds. Bjöm Th. og Ásgerður dveljast á Þingvöllum á afmælinu. ■■ Pétur Ólafur Ólafsson járnsmiður Pétur Ólafur Ólafsson, járnsmið- ur, Möðrufelli 15, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Starfsferill Pétur er fæddur í Neu-Vorwork Dassow í Þýskalandi 3. sept. 1942 og þar eru hans bernskuslóðir, sem Gúnter Gerhard Welker. Hann flutt- ist til íslands árið 1954 og fékk þá nafnið Pétur Ólafur. Pétur hóf ungur störf hjá Olíufé- laginu Esso, var svo í nokkur ár sem bátsmaður á Hamrafellinu. Árið 1980 hóf hann aftur störf sem járnsmiður hjá Oliufélaginu Esso. Fjölskylda Pétur hóf sambúö 1969 með Sig- rúnu Þórönnu Friðgeirsdóttur og giftu þau sig 31. desember 1970. Sigrún er fædd 17. maí 1948. Foreldr- ar hennar voru Friðgeir Guðmunds- son, húsasmiður, f. 21. júlí 1916, d. 6. júní 2001 og Elínborg Dagmar Sig- urðardóttir, f. 8. sept. 1915, d. 9. júlí 1991, frá Vestmannaeyjum. Fósturbörn Péturs eru Guðrún Ólöf, f. 30. júli 1965, gift Þorbirni Ás- geirssyni vélstjóra og eiga þau tvær dætur, Öldu Rún og Emilíu Önnu. Fyrir átti Guðrún Ólöf Kolbrúnu Jónsdóttur; Friðgeir, f. 10. ágúst 1966, d. 8. jan. 1995, hann átti tvö böm, Sigrúnu Þórönnu og Veigar; Hrólfur Arnar, f. 30. des. 1968, sambýliskona hans er Sólveig Sæbergsdóttir og eiga þau þrjá syni, Daníel Sæberg, Arnar Frey og Róbert Inga. Þau Pétur og Sigrún eiga saman fjögur börn. Þau eru: Pétur Ólafur, f. 24. febrúar 1971; Rúnar Þór, f. 8. ágúst 1976, sambýliskona hans er Heiða Steinarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Heiðrúnu Birnu; Karen, f. 11. nóv. 1979; Birgir Michael, f. 24. sept. 1983, unnusta hans er Steinunn Ólafsdóttir og fyrir á Birgir Michael dótturina Freyju Líf. Systkini Péturs sammæðra eru Karen Ólafsdóttir, búsett í Reykjavík og Ólafur Sigurbjörn Ólafsson, bú- settur í Garðabæ. Enn fremur á Pétur þrjár systur samfeðra, Heike, Petru og Ute sem era búsettar í Þýskalandi. Foreldrar Péturs: Otto Rudolf Wel- ker, f. 12. ágúst 1921, d. 12. nóv. 1992, frá Worms í Þýskalandi og Katrín Vilhelmsdóttir, f. 6. ágúst 1923 frá Neu-Vorwork, Dassow í Þýskalandi, búsett í Reykjavík. Kjörfaðir Péturs var Ólafur Ing- ólfsson, f. 19. nóv. 1919, d. 16. jan. 1981. Fósturmóðir Péturs er Anne- marie Welker, f. 5. feb. 1930 og er hún búsett í Þýskalandi. Pétur dvelur hjá Annemarie Wel- ker í Þýskalandi á afmælisdaginn, ásamt konu sinni. Leiðrétting I afmælisgrein um Vilborgu Einarsdóttur, ljósmóður á Höfn, í síðasta helgarblaði stendur aö tengdaforeldrar hennar, Hálfdán Arason og Guðný Einarsdóttir, hafl búið í Odda á Mýrum. Það er rangt. Þau bjuggu á Bakka í sömu sveit frá 1922 og voru síðustu ábúendur þar en fluttu til Hafnar 1949. Guðný var hins vegar fædd í Odda en Oddi fór í eyði 1907. Andlát Guðmundur E. Norödahl lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 21. ágúst, Jarðarförin hefur farið fram. Halldóra Sigríöur Gísladóttir, frá Sleggjulæk, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, 30. ágúst. Jóhann Guðmundsson lést á Háskólasjúkrahúsinu í Umeá, Svíþjóð, 21. ágúst. Útför hans hefur fariö fram. Margrét Hinriksdóttir, Hamraborg 34, Kópavogi, lést 21. ágúst. Útförin hefur 0^ farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ketill Axelsson, Ægisíðu 70, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 29. ágúst. Sveinn Skaftason, Þinghólsbraut 74, Kópavogi, lést á heimili sínu 30. ágúst. Ólafur Hrafn Ólafsson, Skarðshlíð 2c, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. ágúst. Merkír fsíendingar Sigurður Guðmundsson, skólameistari við Menntaskólann á Akureyri var fæddur 3. september 1878 á Æsustöðum í Langadal, A-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur, hreppstjóri á Æsustöðum og Mjóadal, f. 1847, og kona hans Ingibjörg Guðrún, húsfreyja, f. 1848. Sigurður tók stúdentspróf í Reykjavík 1902 og meistarapróf í norrænum fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn 1910. Hann var stundakennari við MR 1911-1920, kenndi við Kennaraskólann 1912-1921, gerðist skólameistari Gagnfræðaskóla Akureyrar, síðar Menntaskóla Akureyrar (1930) 1921-1947. Rit sem eftir Sigurð liggja eru Ágrip af Sigurður Guðmundsson fornísl. bókmenntasögu, 1915, Heiðnar hugvekjur og mannaminni 1946 og Á sal 1948. Meðal greina hans eru Matthías áttræður, í Skími 1916, Þorsteinn og Þymar, í Eimreiðinni 1917 og Lækna- kviður Bjarna Thorarensens í Samtíð og sögu ni. Kona Sigurðar var Halldóra Ólafs- dóttir, f. 1892, prests í Kálfholti, Finnssonar og konu hans, Þórunnar Ólafsdóttur. Börn Sigurðar og Hall- dóru: Ólafur, f. 1915, yfirlæknir á Akureyri, Þórunn, f. 1917, húsfreyja i Englandi, Amljótur, f. 1918, d. 1919, Ör- lygur, f. 1920, listmálari, Guðmundur Ingvi f. 1922, fulltr. sakadómara og Steingrímur f. 1925, kennari. Sigurður lést 10. nóvember 1949. Bjarni Sigurðsson, Suðurbraut 18, Hafnarfirði, veröur jarösunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriöjudaginn 3. september kl. 13.30. Sigurður Kristmundsson, Heiðarhjalla 13, Kópavogi, veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 4. sept. kl. 13.30. Einar Bjarni Bjarnason verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í dag, þriðjudaginn 3. september, kl. 13.30. Harald Guðmundsson, Þingholtsstræti 27, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík í dag, þriðjudaginn 3. september kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.