Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Farþegalistar Herjólfs hreinsaðir þegar ferðir falla niður: Bókaðir farþegar settir á biðlista - er ekki eins og flugið, segir rekstrarstjóri Landflutninga Um 200 til 250 manns áttu bókað með Herjólfi til og frá Eyjum í fyrra- dag, en ferðum var aflýst vegna bil- unar í skipinu. Margir farþegar kvarta sáran undan því að farþega- listar skuli vera hreinsaðir og bók- uðum farþegum gert að bóka sig upp á nýtt í næstu ferðir, og lenda þeir jafnvel á biðlista í kjölfarið. „Ég mætti að Herjólfsbryggjunni á tilsettum brottfarartíma og var sagt að ferðinni hefði verið aflýst. Þegar ég spurði hvort ég fengi ekki í næstu ferð fékk ég neikvæð svör og mér var gert að skrá mig aftur í seinni ferð og ég lenti á biðlista," segir Páll Sverrisson rótari, sem var einn þeirra sem voru hreinsaðir út af farþegalista Herjólfs þegar báðum ferðum dagsins var aflýst vegna bil- unar á sunnudag. Páll fór til Vestmannaeyja um helgina með hljómsveitinni íslands eina von. Hann átti pantað aftur upp á land klukkan kortér yfir átta á sunnudag en vegna bilunarinnar og óveðurs sem hamlaði flugi fór hann hvergi og skráði sig nauðugur á seinni ferð mánudags. Mikið hefur veriö um kvartanir vegna þessa vinnulags Herjólfs- manna sem hreinsa farþegalista þegar ferðum er aflýst í stað þess að gefa umræddum farþegum forgang á næstu ferð. „Þetta er ekki eins og að taka strætó. Ferðimar eru ekki á tuttugu minútna fresti og ekki er hægt að bæta við ferðum eins og í fluginu. Við sjáum ekki réttlæti í því að ýta burtu fólkinu sem átti pláss í næstu ferð fyrir fólkið sem átti pantað í fyrri ferð. í stað þess að láta frestun- ina ganga yfir alla eru þeir óheppnu sem áttu pantað í aflýstri ferð látnir bera þungann," segir Björgvin Am- aldsson, rekstrarstjóri Landflutn- inga, sem sjá um ferjuna Herjólf. Hann segir það oftast vera utanbæj- armenn sem ekki þekkja vel til sem kvarta undan tilhöguninni. Páll segir meinlegt að farþegar séu ekki látnir vita þegar ferðum er aflýst, svo hægt sé að panta í annari ferð strax. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir að menn komi til dæmis langt að til Þorlákshafnar og grípi í tómt. „Marga þekkjum við á listanum sem eru Vestmannaeyingar og flett- um þeim upp í símaskránni og hringjum í þá. Svo er auglýst í fjöl- miðlum að ferðir falli niður,“ segir hann. Aðspurður hvort auðveldara væri að taka niður símanúmer hjá fólki sem pantar far segir Björgvin slíkt vel hægt að athuga. „Þetta var sérstaklega óheppilegt í gær því þarna fóru saman bilanir og óveður. Því gat fólk ekki reddað sér með flugi. Þetta er sem betur fer sjald- gæft,“ segir Björgvin. -jtr Akureyri: Garðeigendur verðlaunaðir Akureyrarbær verðlaunaði nokkra garðeigendur og umsjón- armenn sérlega vel hirtra lóða um helgina. í flokki nýrra garða fengu Vilhelm Ágústsson og Edda Vil- hjálmsdóttir viðurkenningu fyrir Hindarlund 2. í flokki eldri garða fékk Ingvar Garðarsson viður- kenningu fyrir Eyrarlandsveg 27. í flokki raðhúsa og fjölbýlishúsa fékk Húsfélagið Huldugili 1-31 viðurkenningu. í flokki fyrirtækja hlaut Glerártorg verðlaun og í flokki stofnana fékk Kaþólska kirkjan, Hrafnagilsstræti 2, viður- kenningu. í dómnefnd voru Guðmundur Jóhannsson, formaður umhverfis- ráðs, Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnastjóri umhverfismála, og Sveinn Rúnar Traustason lands- lagsarkitekt. Sigrún Björk Jakobs- dóttir, formaður menningarmála- nefndar Akureyrarbæjar, afhenti verðlaunin. -BÞ Verölaunaafhendingin Fornaður menningarmálanefndar veitir verölaun fyrir best hirtu garöana í basnum. Ófærð til Nes- kaupstaðar Óhætt er að segja að ófært hafi verið til Neskaupstaðar undan- famar sex vikur. Nýi vegurinn sem Vegagerðin lagði um miðjan júlí hefur verið afleitur yfirferðar og allt að því ófær á stundum. Þeg- ar þurrt er liggur rykmökkurinn yfir veginum. Það vekur furðu að þessari framkvæmd sé ekki lokið og má nefna að það getur ekki hafa verið þægilegt fyrir þá sjúklinga sem fluttir hafa verið með sjúkrabílum á Fjórðungssjúkrahúsið i Nes- kaupstað að fara þessa ófærð. Fólk sem hefur farið um allt landið í sumar segir að enginn vegaslóði á landinu sé eins siæmur og vegur- inn inn i Neskaupstað. Hilmar Þ. Sigurðsson í Innn hf.: Heimasíðan álíka áríðandi og símkerfið „Fyrirtækin eru farin að taka við sér eftir niðursveiflu og niður- skurð sem varð þegar krónan féll. Við hér hjá Innn hf. höfum unnið að því að ftnna okkar réttan fókus og erum að ná árangri," sagði Hilmar Þ. Sigurðsson, fram- kvæmdasfjóri Innn hf., sem fram- leiðir og hannar heimasiðiur á Net- inu fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. „Heimasíður eru orðnar jafiinauðsynlegar fyrirtækj- um og símkerfi, jafnvel smæstu fyrirtæki komast ekki af án heima- síðu,“ sagði Hilmar í gær. Fyrir- tækið hefur starfað frá 1997 en Net- ið varð til tveim árum fyrr. Innn hf. hefur fjárfest mikið í þróun á LiSA vefstjómarkerfinu á síðustu tveimur árum, samhliða innlendri og erlendri markaðs- sókn. Nú eru meira en 800 vefir á íslandi að nota LiSA vefstjómar- kerfið og hefur félagið tæplega 40% markaðshlutdeild meðal 100 stærstu fyrirtækja landsins. Hagnaður tölvufyrirtækisins Innn hf. fyrstu 6 mánuði ársins 2002 fyrir afskriftir nemur 6 millj- ónum króna samanborið við nærri 33 milljóna tap á síðasta ári. Hagnaður fyrir skatta reyndist vera 0,1 m. kr. fyrstu 6 mánuði ársins 2002 samanborið við 36 m.kr. tap fyrstu 6 mánuðina á ár- inu 2001. Áætlaður hagnaður fyrir árið 2002 er um 6,5 m. kr fyrir árið í heild. Innn hf. fagnar 5 ára afmæli í sumar og af þvi tilefni hefur fyrir- tækiö fengið nýtt útlit á allt sitt markaðsefni. Gert er ráð fyrir að velta ársins 2002 verði á bilinu 75-80 milijónir og félagið muni skila hagnaði fyrir árið í heild. -JBP DV-MYND Heimasíöa undirbúin Enda þótt Netiö sé ekki nema 7 ára er virkni þess slík aö fyrirtæki geta ekki veriö án heimasíöu til kynningar og beinna viöskipta. Nýbygging fræöaseturs Hér er unniö við aö fyiia inn í grunn byggingarinnar á Löngumýri. Fræðasetur fær nýtt hús Nú standa yfir byggingarfram- kvæmdir hjá fræðasetri Þjóðkirkj- unnar á Löngumýri í Skagafirði. Þær hófust í vor með því að hluti af gamla húsinu, sem í voru aðallega svefnherbergi, var rifinn. Snemma í júlí hófust síðan framkvæmdir við nýbyggingu á sama stað sem er um 200 fermetrar að grunnfleti. í henni verða fundarsalur og kapella. Hluti af henni er tengibygging og þar verða m.a. snyrtingar, skrifstofa og aðalinngangur. Að sögn Gunnars Rögnvaldsson- ar, staðarhaldara á Löngumýri, á framkvæmdum við nýbygginguna að vera lokið 15. febrúar 2003. Þá verður kominn sadur sem mun rúma 140-150 manns í sæti sem gef- ur möguleika á að þar verði mun fjölmennari samkomur en áður því núverandi salur tekur aðeins um 60 manns. Þrátt fyrir framkvæmdimar á staðnum er starfsemi og móttaka gesta með svipuðu sniði og áður. Það er fyrirtækið K-Tak á Sauðár- króki sem er verktaki við bygging- una á Löngumýri. -ÖÞ Drykk j arumbúðir: Skilagjald hækkar um krónu Skilagjald fyrir einnota drykkjar- vöruumbúðir hefur hækkað úr 8 krónum í 9 krónur og tók breyting- in gildi 1. ágúst. Hækkunin, sem er upp á 12,5 prósent, kemur til vegna almennra verðlagsbreytinga frá síð- ustu hækkun skilagjaldsins hjá Endurvinnslunni sem varð árið 2000. Skil umbúða hafa verið mög góð frá stofnun Endurvinnslunar 1989. Árið 2001 var skilahlutfall rúmlega 84 prósent af seldum umbúðum ut- an af gosdrykkum, vatni, ávaxtasafa og áfengum drykkjum. -hlh Kringlan í ágúst: Aðsókn jókst um 3% Aðsókn að Kringlunni jókst um 3% í ágúst miðað við ágúst 2001. Á sama tíma fyrir ári var Smáralind ekki komin til sögimnar og Kringl- an þá eina stóra verslunarmiðstöð- in. Aðsóknartölur fyrir liðinn mán- uð þykja því uppörvandi fyrir Kringluna. Fyrsta mánuðinn eftir opnun Smáralindar í fyrra minnkaði að- sókn að Kringlunni um 10% en fór fljótt að aukast aftur. Allt þetta ár hafa aðsóknartölur verið að ná sínu fyrra horfi. Aðsókn að Kringlunni fyrstu átta mánuði ársins er um 2% undir sama tímabili árið áður. Mun- urinn hefur farið minnkandi með hverjum mánuði. Vegna 15 ára afmælisviku Kringl- unnar í ágúst var sérstaklega kann- að hvort aðsókn þá viku hefði haft afgerandi áhrif á útkomu mánaðar- ins. Svo reyndist ekki vera. Aðsókn hafði aukist allar vikur mánaðar- ins. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.